Morgunblaðið - 08.06.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988
27
Reykjavíkurborg kynnt sem
fundarstaður framtíðarinnar
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Davíð Oddsson, og Ferðamála-
nefnd Reykjavíkur héldu fund á
föstudag með fulltrúum úr við-
skiptalífinu. Tilgangur fundarins
var að kynna átak Ferðamála-
nefndar til kynningar á
Reykjavík sem ráðstefnuborg og
að fá forsvarsmenn íslenskra fyr-
irtækja til samstarfs við það
starf.
Fundurinn hófst á ávarpi Davfðs
Oddssonar borgarstjóra, en að því
loknu kynntu þeir Júlíus Hafstein,
formaður Ferðamálanefndar, og Jón
Hákon Magnússon kynningarátakið
sem ber yfírskriftina „Reykjavík -
fundarstaður framtíðar".
Með átaki þessu er ætlunin að
lokka hingað erlend fyrirtæki og
stofnanir til funda- og ráðstefnu-
halds. Einn liður þess er að leita til
forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja,
og hvetja þá til þess að nýta sér
viðskiptasambönd sín og persónuleg
kynni af starfsbræðrum sínum er-
lendis við kynningu á Reykjavík sem
ráðstefnuborg. Var fundargestum
gefin kynningarmappa um borgina
til þess að færa erlendum viðskipta-
mðnnum sínum.
Kom meðal annars fram á fundin-
um að ráðstefnuhald er einn mesti
vaxtabroddur í ferðamannaiðnaði
Vestur-Evrópu og voru haldnir um
60 þúsund fundir og ráðstefnur þar
árið 1986.
Morgunblaðið/Bjami
Davíð Oddsson borgarstjóri Reykjavíkur opnar umræður um mismun-
andi rekstrarform fyrir starfsemi sveitarfélaga á Höfuðborgaráð-
stefnu Norðurlanda f gær. _______________——
Höfuðborgaráðstefna Norðurlanda:
Verðum við kerfisþrælar?
Gæti farið svo ef við vörumst ekki
kerf isútþenslu, sagði Davíð Oddsson
Borgarstjóramir ræddu þau kerfí
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri ýtti
Höfuðborgaráðstefnu Norður-
landa úr vör f gærmorgun með
ræðu, þar sem hann sagði vera
hættu á þvf, að við yrðum hugsun-
arlausir kerfisþrælar ef áfram
héldi sem horfir f kerfisútþenslu.
Umræðuefnið þennan fyrsta dag
ráðstef nunnar var mismunandi
rekstrarform fyrir starfsemi
sveitarfélaga, einkum með tilliti
til skiptingar á milli einkareksturs
og opinbers reksturs. Ráðstefnan
hófst með ræðum borgarstjóra
Reykjavíkur, Helsingfors og
Kaupmannahafnar, forseta borg-
arstjómar Óslóar og borgarráðs-
manns frá Stokkhólmi. 17 fulltrú-
sem við lýði eru í borgum þeirra og
löndum og sögðu kosti og galla á
þeim. Egon Weidekamp, borgarstjóri
Kaupmannahafnar, sagði að það
væri hinna pólitísku fulltrúa fólksins
að ákveða umfang kerfisins og þeir
yrðu að vera á verði til þess að láta
það ekki vaxa sér yfír höfuð: Hann
minnti á kímnifullar kenningar Park-
insons um útþenslu kerfís og taldi
þær þrátt fyrir allt vera býsna ná-
lægt raunveruleikanum.
Fram kom í máli ræðumanna, að
í borgum þeirra er hvergi einlitt
kerfí, hvorki er um að ræða að öll
starfsemi borganna sé f höndum
borgarkerfis, né að öll verkefnin séu
í höndum sjálfstæðra stofíiana eða
einkafyrirtækja. Blandað hagkerfi
ríkir í borgunum og virðist fylgi þess
fara vaxandi að einkaaðilar, fyrir-
tæki eða sjálfstæðar stofnanir, taki
að sér hluta þeirrar starfsemi sem er
f höndum borgarkerfís.
Ráðstefnan heldur áfram í dag á
Hótel Sögu og verður þá rætt um
lífsgæði í höfuðborgunum með tilliti
til stefnu í menningarmálum.
Morgunblaðið/Bjami
Forsvarsmenn Heilsuhlaups Krabbameinsfélagsins í startholun-
um. Vilþjálmur Bjarnason, Almar Grímsson, formaður Krabba-
meinsfélagsins og Ólafur Þorsteinsson.
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins:
Hlaupið fyrir
betri heilsu
„BETRI heilsa", er kjörorð
Heilsuhlaups Krabbameinsfél-
agsins, sem haldið verður næst-
komandi laugardag. Ætlunin er
að hlaupa hefðbundið götuhlaup
með mikilli og almennri þáttöku
almennings og gefst þáttakend-
um kostur á að vejja um tvær
vegalengdir, 4 km eða 10 km.
Lagt verður af stað kl. 12 á laug-
ardaginn frá húsi Krabbameins-
félagsins og mun Guðmundur
Bjamason, heilbrigðisráðherra,
ræsa hlaupið. Tímamæling verður
aðeins á lengri hringnum. Engin
eiginleg verðlaun verða til þeirra
er fyrstir koma í mark, heldur verð-
ur dregið úr nöfnum allra þáttak-
enda og þeim veitt viðurkenning.
Þá verður þáttakendum gefnir bol-
ir með áletruðu merki hlaupsins.
Þar sem hér er ekki um fjáröflun
að ræða mun þáttökugjaldi stillt í
hóf og verður það aðeins 300 krón-
ur.
Að sögn forsvarsmanna Heilsu-
hlaupsins er það nýjung í starfí
Kabbameinsfélagsins að standa
fyrir uppákomu sem þessari, þar
sem markmiðið er að miða að al-
mennri heilsuvemd. Starf Krabba-
meinsfélasins hefur fyrst og fremst
falist í skipulagningu krabbameins-
leitar, greiningu krabbameins og
skráningu þess.
Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
in hefur nú á stefnuskrá sinni að
stuðla að heilbrigði fyrir alla árið
2000. Til að styðja þá stefnu, auk
þess sem að betri og heilbrigðari
lifshættir koma á margan hátt inn
í starf Krabbameinsfélagsins, þótti
félaginu vel við hæfi að standa
fyrir slíku heilsuhlaupi fyrir al-
menning.
Fijálsíþróttasamband íslands og
Hjálparsveit skáta munu aðstoða
Krabbameinsfélagið við fram-
kvæmd Heilsuhlaupsins. Auk þess
nýtur félagið aðstoðar umferða-
deildar lögreglunnar, þar sem að
slíkt hlaup hlýtur að hafa töluverð
áhrif á umferð í borginni.
Gunnar J. Friðriksson í ræðu á aðalfundi VSÍ:
Löggjöf um saimrnigamál ættí
að heyra til undantekninga
Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur vaxið um 40% á þremur árum
Morgunblaðið/Emilía
Á aðalfundi VSÍ i gær. Gunnar J. Friðriksson, formaður, Ólafur
B. Ólafsson, varaformaður og Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri.
ar koma frá hverri höfuðborg,
borgarf ulltrúar og embættis-
menn.
í ræðu sinni Iagði Davíð Oddsson
út af fullyrðingu Descartes, „cogito
ergo sum,“ ég hugsa, þess vegna er
ég. Davíð sagði m.a.: „Staðhæfíngin
á ... erindi við okkur sem aðra með
skírskotun til þess, að öll erum við
býsna bundin viðteknum hugmynd-
um og þeim mun bundnari sem búið
er að koma meiru af hugmyndunum
fyrir í alls konar kerfum, hvort held-
ur á grundvelli laga og reglugerða,
eða á annan hátt. Þess háttar fyrir-
bærum fjölgar nú svo ört á vett-
vangi norrænna sveitastjómar-
manna, að það gæti endað með því,
ef við gætum okkar ekki, að við yrð-
um hugsunarlausir kerfísþrælar og
hættum að vera til samkvæmt hug-
myndum Descartes. í seinni tíð hefur
þetta stundum verið orðað þannig í
víðara samhengi, að manninum stafi
mest hætta af sjálfvirkninni í eigin
sköpunarverki. Sjálfvirknin geti
hugsanlega gert manninn að fómar-
lambi eigin eyðingarafla með því að
slæva tilfinningar hans og sjáJfsvit-
und, eða með öðrum orðum gera
hann sljóan og sinnulausan."
GUNNAR J. Fríðriksson var end-
urkjörínn formaður Vinnuveit-
endasambands tslands án mót-
framboðs á aðalfundi sambands-
ins í gær. Að kjörinu loknu sagði
Gunnar að síðasta ár hefði veríð
annasamt og órólegt og hann
hefði gefið kost sér til starfans
i trausti þess að næsta ár gæfist
tækifærí til þess að beita sér að
jákvæðarí málum. Þá þakkaði
hann framkvæmdastjórn farsælt
starf á liðnu árí.
ÞRIGGJA ára hagvaxtarskeiði er
lokið og við blasir samdráttur
þjóðartekna og vaxandi erfiðleik-
ar í efnahags- og atvinnulifi
landamanna samfara mikllli aukii-
ingu erlendra skulda, segir meðal
annars í ályktun aðalfundar
Vinnuveitendasambands íslands,
sem haldinn var i gær. Þar segir
einnig að erfiðleikunum verði
aðeins mætt með þvi að þjóðin i
heild dragi úr eyðslu sinni og þó
hluti kaupmáttaraukningar und-
anfarinna þriggja ára hljóti að
ganga til baka verði lífskjör hér
á landi engu að sfður mjög góð í
samanburði við það sem geríst i
nálægum löndum, enda séu þau
Aðrir í átján manna fram-
kvæmdastjóm VSÍ voru kjömin
Amar Sigurmundsson, Ámi Brynj-
ólfsson, Einar Sveinsson, Guðjón
Oddsson, Gunnar Birgisson, Jón
Páll- Halldórsson, Jón Sigurðsson,
Jónas Haraldsson, Jósep Þorgeirs-
son, Konráð Guðmundsson, Krist-
inn Bjömsson, Ólafur B. Ólafsson,
Páll Bragason, Pétur Óli Pétursson,
Sigurður Helgason, Víglundur Þor-
steinsson, Þórður Magnússon og
Öm Jóhannsson.
nú með þvi besta sem geríst í
heiminum.
Gunnar J. Friðriksson, sem ein-
róma var endurkjörinn formaður
VSÍ, sagði í ræðu sinni á aðalfundin-
um að þjóðartekjur hefðu aukist um
20% að raungildi á árabilinu 1985-87
og kaupmáttur ráðstöfunartekna um
42% á sama tímabili, þó sýnu mest
á síðasta ári eða um 19%, sem væri
einsdæmi meðai þjóða heims. Með
tilliti til þessa hlyti það að teljast til
tíðinda að enn væru þeir til sem
fullyrtu að góðærið hefði sneitt hjá
garði launafólks.
Gunnar sagði að rekstrarafgang-
ur í'atvinnulífínu á síðasta ári hefði
aðeins einu sinni verið minni frá
árinu 1973 og fjármagnskostnaður
hefði ekki verið meiri um langt ára-
bil. Afkoma atvinnulffsins hefði tæp-
ast verið lakari sfðastliðin 15 ár og
framundan væri samdráttur. Út-
flutningstekjumar yrðu allt að 4%
minni á þessu ári og viðskiptahalli
allt að 10 milljarðar samkvæmt spá
VSÍ í ársbyijun og ekkert gæfí enn
tilefni til endurskoðunar.
Þá fjallaði Gunnar um kjarasamn-
inga á liðnum vetri og fullyrti að
þeir hefðu ekki áður verið jafn erfið-
ir. Sagði hann nauðsynlegtað breyta
vinnulöggjöfinni og kallaði eftir
samstarfi við verkalýðshreyfinguna
um nýjar leikreglur og breytt vinnu-
brögð. Löggjöf um samningamál
ætti að heyra til algerra undantekn-
inga og breyttar leikreglur milli at-
vinnurekenda og verkalýðshreyfíng-
ar ættu að styrkja það meginmark-
mið.
í ályktun aðalfundarins segir enn-
fremur að breyttar aðstæður kalli á
festu í stjóm efnahagsmála og
stjómmálalega forystu um úrræði
til lausnar. „Ef illa fer blasir við flöl-
dagjaldþrot fyrirtækja og mikið at-
vinnuieysi um land allt og meiri
ójöfnuður í tekjuskiptingu en áður
hefur þekkst. Því skiptir öllu, að
samdrættinum verði mætt með
skipulegum og skynsamlegum
hætti.“
„Með markvissum aðgerðum og
samstarfí ríkisvalds, atvinnulífs og
launafólks er unnt að takmarka áhrif
þessara erfiðleika og tryggja að
byrðamar dreifist með réttlátum
hætti. A því er þjóðamauðsyn, því
ef halda á friðinn má enginn einn
skerast úr leik og skara eld að sinni
köku. Vinnuveitendasamband ís-
lands vill leggja sitt af mörkum til
þess, að nauðsynleg samstaða náist
um aðgerðir, sem stefna að þessu
marki."
Gunnar J. Fríðriksson
endurkjörinn formaður