Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 47

Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 47 að gera þessar þrjár vikur að ævin- týri. Afi var rólegur heimakær maður sem valdi heldur að vera í fá- menni, en þó var hann á góðum stundum hrókur alls fagnaðar og greip þá til nikkunnar, oft með pabba sér við hlið. Hann var góður handverksmaður sem var gott að leita til. Oft nutum við systkinin góðs af hjálpsemi hans, t.d. með viðgerð á hjólunum okkar. Afí og amma höfðu gaman af að ferðast og fóru þá fjölskyldur okkar oft saman í útilegur. Rifjast þá upp ferð sem farin var vestur á Patró þar sem búskapur þeirra hófst og dvöldumst við þá á heim- ili langafa okkar og ömmu. / Ógleymanlegar eru þær stundin þegar fjölskyldan ásamt bömum og bamabömum kom saman á jóladag á Víghólastíg 4, þar Sem amma hafði ofan af fyrir okkur með ævin- týralegu látbragði og minnisstæð- um sögum. Þetta em þær stundir sem sitja efst í hugum okkar allra um heimili þeirra og alúð. Við þökkum elsku afa og ömmu fyrir þann tíma sem við höfum átt með þeim og megi þau hvíla í friði að loknu ævistarfí. Sigga, Helga, Eymundur, Viðar, Elfa, Helena, Sig- rún, Halla og Berglind. Ó drottinn minn, hver dagur sló, hver dagur, sló mig fast. í hvert eitt sinn, er dauðinn drap á dyr, og fregnin barst. Um konu og mann, er moldin tók svo myrk í sveit og borg, því hjarta hvert, er helveg tróð, skóp hnignun mína og sorg. Eg veit það nú, þótt vitund mín sé vilit og §arri þér, um ár og síð, að allt vort líf hin eina og sanna ber, að hvert eitt sinn er dauðinn drap á dyr, fór hluti af mér. (Vilhjámur frá Skáholti) í dag verða tengdaforeldrar mínir Margrét Jóhannsdóttir og Eymund- ur Austmann Friðlaugsson borin til hinstu hvílu í Fossvogskirkjugarði. Þau önduðust á Hrafnistu í Reykjavík með aðeins rúmlega tveggja sólarhringa millibili, hún þann 30. mai og hann 2. júní. Það vekur mann til umhugsunar um þrautagöngu mannsins á þess- ari jörð og tilgang hennar og hversu sterkum og óijúfandi böndum tvær persónur geti bundist hvor annarri. Margrét og Eymundur kynntust ung, og upplifðu miklar og hraðar breytingar í okkar unga þjóðfélagi í sínu rúmlega 60 ára hjónabandi, þar sem þau höfðu aðeins viljann, ósérhlífnina, fúsar vinnuhendur og síðast en ekki síst hvort annað til að treysta á, og það tókst. Þau eign- uðust 4 mannvænlega syni: Jóhann, Alfreð, Ingimund og Kristin sem fengu að læra af foreldrum sínum að lífið er ekki bara dans á rósum heldur verður manneskjan sjálf að útbúa sinn eigin rósagarð og hlúa að honum. Reyndar er ég ekki rétta mann- eskjan til að skrifa um eða rekja ævi þessara sæmdarhjóna, þar sem ég kynnist þeim ekki fyrr en á þeirra efri ánim, enda á þetta að- eins að vera fátækleg kveðja mín til þeirra og langaði mig aðeins að þakka þeim fýrir það sem þau hafa vitandi eða óafvitandi gefíð mér með framkomu sinni og lífsmáta og gefíð mér þar með sýn inn í tvo ólíka heima, þann gamla og nýja. Þau voru ekki mikið fyrir að bera tilfinningar sínar á torg, en það fékk ég að reyna þegar ég sjálf veiktist að þá reyndust þau mér einstaklega vel ojg aðstoðuðu mann- innminn og bömin eftir bestu getu. Ég tel manninn minn, Kristin, sérstaklega lánsaman fyrir að hafa fengið að vera í svona nánum tengslum við foreldra sína svo lengi. Þó ég viti að sorg hans sé mikil og söknuður sár þá má það teljast þakkarvert að Margrét og Eymund- ur sem höfðu deilt kjörum í rúma hálfa öld þyrftu ekki að aðskiljast þessa síðustu daga sína á þessari jörð, að þeim skyldi auðnast að ganga saman í áttina að hinu eilífa ljósi laus við þjáningar sinna þreyttu og vinnulúnu líkama. Og ég er sannfærður um að það verður tekið á móti þeim með útbreiddum örmum ástvina þeirra sem á undan þeim eru gengnir, og þeim leiðbeint á veginum nýja. Megi kærir tengdaforeldrar hvíla í friði og megi náð drottins guðs vors vera með þeim. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína. Hin langa þraut er liðin. Nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem) Þórunn K. Emilsdóttir Minning: Anna Pjeturss Fædd 16. apríl 1906 Dáin 27. maí 1988 í dag fer fram bálför Önnu Ijet- urss. Hún var dóttir dr. Helga Pjet- urss jarðfræðings og rithöfundar, sem var sonur Onnu Sigríðar Pjet- ursson píanókennara og Pjeturs Pjeturssonar bæjargjaldkera í Reykjavík. Móðir Önnu var Krístín Brandsdóttir, Bjamasonar hrepp- stjóra og útvegsbónda á Hallbjam- areyri á Snæfellsnesi og konu hans, Ólínu Bjamadóttur. Undirrituð og Anna voru vinkon- ur frá bamæsku. Anna var bæði góð og gáfuð kona, auk þeirrar náðargáfu, sem hún hlaut í vöggu- gjöf — að vera frábær píanisti. Rosknir Reykvíkingar muna nú ef til vill eftir píanótónleikum, sem hún hélt í Nýja bíói 2. júní 1927, þá aðeins 21 árs gömul. Það voru ekki nein smáverk, sem hún lék: 32 var- iationir eftir Beethoven, Camaval Schumanns, prelúdíur og etíður, ásamt Barcaroll Chopins — allt leik- ið af frábærri snilld. Burtfararprófí lauk Anna frá Konunglega tónlistarskólanum í Kaupmannahöfn. Aðalkennari hennar þar var hinn mikli píanó- snillingur Haraldur Sigurðsson prófessor, sem hún dáði mest kenn- ara sinna, alla tíð. Síðar fór hún til framhaldsnáms í Þýskalandi og Frakklandi. Gaman er að geta þess, að þegar Anna hafði lokið við að spila Camaval á prófí við skólann í Kaupmannahöfn, sagði Carl Niel- sen, einn af fremstu tónlistarfröm- uðum Dana: „De er en perle." Anna var alltaf aufúsugestur á mínu heimili og var þá óspör á að spila fyrir okkur. Það er mikill sökn- uður að slíku fólki. Síðustu árin átti Anna við mikla vanheilsu að stríða og veit ég að hún var hvíldinni fegin. Guð um- vefji hana sinni miklu miskunn og náð. Guðrún Einarson NordEX norrœna viðskiptasímaskrdin 1989 er í burðarliðnum. Tilkynntu þdtttöku m Jyrst ordEX gæti auðveldað þér og fyrirtæki þínu leiðir að nýjum viðskiptasamböndum. NordEX er norræn viðskipta- símaskrá, sem hefur að geyma upplýsingar um rúmlega 10.000 fyrirtæki á Norðurlöndum. NordEX er gefin út á 5 tungumál- um og dreift ókeypis til innflytj- enda og annarra, sem Ieita eftir nýjum viðskiptasamböndum. í NordEX gefst fyrirtækjum kostur á að auglýsa og kynna starfsemi sína með nýjum hætti. Við hvetjum alla þá sem hafa fengið gögn varðandi NordEX 1989 að senda þau sem allra fyrst í pósthólf 311, 121 Reykjavík. Þeir sem ekki hafa fengið send gögn, en hafa áhuga á að vera með, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við auglýsinga- deild símaskrárinnar í síma 29141. Mundu, að NordEX 1989, norr- æna viðskiptasímaskráin, er alveg í burðarliðnum. PÓSTUR OG SÍMI § SUMARNÁMSKEIÐ JSB Sumarlfnurnar I lag, takk! Núfaraalliríkúr. Stutt og ströng - 2 vikna 4x í viku. Morgun-, síðdegis- og kvöldtímar. Næsta námskeið hefst 13/6-23/6 og 27/6-7/7. ^Síðasta námskeið fyrir sumarfrí. KERFI oA Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri, flokkar sem hæfa öllum. Teygju - þrek - jazz ör - púl- og sviti fyrir ungar og hressar! Vertu með, hringdu strax. Suðurversími 83730. Hraunberg sími 79988. Allir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB ú rb Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.