Morgunblaðið - 08.06.1988, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 08.06.1988, Qupperneq 53
!'; MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 I' !; 53 Valtýr Péturs- son - Minning stjóm og öll tæknimál, sem verkið útheimti. Varð hann við því. Verk- fræðingur kom ekki nærri þeirri framkvæmd, nema að gera útboðs- lýsingu á rörunum og meta tilboðin sem bárust í þau. Lagning vatnsveitunnar gekk ákaflega vel, þótt komið væri nokk- uð fram í september. Sólin skein flesta daga eftir eitt mesta rigning- arsumar aldarinnar. Guðmundur réð til sín einvalalið. Kostnaður varð langt undir áætlun og svo vandlega var verkið unnið og vel af hendi leyst að eftir 33 ár er við- hald aðveituæðarinnar sáralítið og viðburður, ef nokkurt rör gefur sig. Er alveg ljóst að mikilli vandvirkni og kunnáttu hefur verið beitt við lagningu hennar. Vatnsveitan hefur reynst bænum dýrmætt mannvirki, ásamt seinni viðaukum, eins og leiðslunni úr Óslandinu 1965, sem Guðmundur stjómaði einnig. Knattspyman á Akranesi var komin í algleyming á þessum árum. Það hvatti til uppbyggingar íþrótta- svæðisins á Jaðarsbökkum — íþróttavalla og áhorfendasvæðis — sem var mikil og dýr framkvæmd. Maðurinn á bak við hana á 6. ára- tugnum og lengur var Guðmundur Jonsson. Hann var hvort tveggja í senn verkstjóri við framkvæmdimar og átti mestan þáttinn í tæknilegum undirbúningi. . Upphaflega var aðalverkefni Guðmundar hjá bænum umsjón með rekstri Garðalandsins, sem bærinn var þá búinn að eiga um allmörg ár. Af því hlaut hann nafnið Garða- ráðsmaður. Hann sá um ræktun landsins, girðingar og útleigu til matjurtaræktunar og beitar. Enn- fremur skógrækt bæjarins, leikvelli og opin svæði. Hann teiknaði lóðir og deiliskipulag fyrir bæinn, enda ekki þá um neina kunnáttumenn að ræða á Akranesi í þessum efnum og var svo fram til 1960. Af þessu má sjá að Guðmundur kom víða við í störfum sínum og var kunnugri lóðum og lendum bæjarins en nokk- ur annar maður. Trúmennska, dugnaður og hagsýni einkenndu störf hans. Sjálfur gekk hann í verkin af lifandi áhuga, svo vinnu- gleði ríkti, þar sem hann stjómaði. Það var gifta Akraneskaupstaðar á frumbýlisárunum að fá jafn fjöl- hæfan og vel gerðan mann í þjón- ustu sína, sem Guðmundur var. Mann sem gat gengið í hin ólíkleg- ustu verkefni og skilað þeim með sæmd, eins og dæmin sanna. Efast ég ekki um að þeir sem best þekkja til málefna bæjarins á liðnum ára- tugum séu mér um þetta sammála. Guðmundur hafði einnig traust samstarfsmanna sinna hjá bænum. Hann var í mörg ár formaður Stak — Starfsmannafélags Akraness- kaupstaðar — og vann að málefnum félagsmanna af festu og einbeitni en hávaðalaust. Þar sátum við lengi sitt hvoru megin við borðið og man ég vel hversu ýtinn og hygginn hann var í málflutningi sínum og kröfugerð, enda varð honum mikið ágengt. Í félagsmálum kom Guðmundur víða við. Hann var í Rotary-klúbbi Akraness til æviloka og reyndist þar traustur og skyldurækinn fé- lagi. Þá var hann í mörg ár formað- ur Skógræktarfélags Akraness. Grenilundurinn í holtunum fyrir ofan Garða mun lengi bera vitni um lifandi áhuga hans fyrir skóg- ræktinni og verða bæjarbúum til yndisauka. Þá beitti hann sér fyrir stofnun skógræktarsvæðis upp við Akrafjall á vegum bæjarins, sem talsvert hefur verið plantað í. Þegar Guðmundur kom heim frá Danmörku sumarið 1945 var í fylgd með honum Hildur Jónsdóttir frá Seyðisfirði, sem einnig hafði verið ytra öll styrjaldarárin og raunar lengúr. Hér stofnuðu þau strax heimili sitt en gengu í hjónaband Leiðrétting' í minningargrein um August Hákansson í blaðinu í gær misritað- ist fæðingardagur hans. Hann var fæddur 25. september árið 1906, ekki 29. september. 1947. Hildur er öndvegis húsmóðir og vel verki farin. Heimili þeirra hefur ætíð verið mikill rausnargarð- ur, sem margir eiga góðar endur- minningar um. Kjördóttir þeirra er Jóna Björk húsmóðir á Akranesi, gift Jóhannesi Sigurbjömssyni vél- virkja frá Blönduósi. Eru börn þeirra þrjú. Guðmundur reyndist þeirri fjölskyldu mjög umhyggju- samur, enda börnin sannir sólar- geislar í lífí hans. Guðmundur Jónsson skilaði giftudijúgu ævistarfi, sem lengi mun gæta í Akraneskaupstað. Þeg- ar hann kveður fylgja honum þakk- ir margra, sem þekktu til starfa hans og nutu þeirra. Persónulega á ég og fjölskylda mín þakkir að gjalda fyrir einstæða vináttu og tryggð, sem stóð djúpum rótum í áratugi. Þannig munu fleiri mæla, því slíkrar gerðar var Guð- mundur. Að lokum skal hann kvaddur með erindi úr ljóði borgfirska bóndans á Kirkjubóli: Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðviidar, inntak hamingju þeim er njóta nær. Það var sönn hamingja að eiga vináttu Guðmundar Jónssonar. Það fínnum við best, þegar hann er all- ur. Fjölskyldunni eru sendar samúð- arkveðjur á sorgarstund. Megi um- hyggja hans og ástúð verða þeim öllum sem sólargeislar á ófarinni ævibraut. Blessuð sé minning hans. Daníel Ágústínusson Þann 30. maí sl. lést gamall vin- ur minn, Guðmundur Jónsson, fyrr- verandi garðyrkjuráðunautur hjá Akranesbæ. Þegar ég kom fyrst til Akraness fyrir um 13 árum til þess að taka við stjóm tæknideildar bæjarins var Guðmundur einn þeirra sem fyrst tóku á móti mér, og sjaldan hafa móttökur á nýjum vinnustað verið betri. Guðmundur var mikill per- sónuleiki en barst ekki mikið á. Minni Guðmundar var einstakt og svo treystu menn honum að ef vafi lék á um landamerki var hann til kallaður og var úrskurður hans ekki dreginn í efa. Þannig setti hann niður mörg ágreiningsefni. Á sama hátt var um aðra hluti og verklegar framkvæmdir, hann vissi hvar hlutimir lágu og hvenær þeir voru framkvæmdir þó tugir ára væm liðnir. Hann var því verðmæt- ur viskubrunnur að sækja í þegar skráning fyrri verka hófst. Guðmundur var garðyrkjuráðu- nautur og sem slíkur einn sá fyrsti sem bæjarfélög réðu til sín. Hann sá um og annaðist útleigu kartöflu- garða og annarra leigulanda auk þess sem honum tókst að fá fjár- muni til að hefjast handa um upp- byggingu skógræktar ofan við bæ- inn. Skógrækt var honum mikið hugsjónamál og hann var fyrst og fremst að hugsa um framtíðina og að þeir sem við tækju gætu notið útivistar í fögra umhverfi, og það hefur tekist. Guðmundur var þeirrar mann- gerðar að ef mikið lá við eða stóram og smáum verkum þurfti að hrinda í framkvæmd, þá var leitað til hans, þannig leitaði ég oft til hans og þrátt fyrir háan aldur fórast honum öll verk einstaklega vel úr hendi. Eflaust minnast margir Akumes- ingar Guðmundar þar sem hann skundaði milli staða, eða á hjóli þegar þannig viðraði. Svo mikið var kapp hans að hann mun hafa af- þakkað bílferð af því hann var að flýta sér. Af Guðmundi lærði ég margt sem hefur komið að góðum notum síðar og ef fyrirtæki í dag hefðu í sinni þjónustu starfsmenn með sama viðhorf til vinnuveitenda og Guðmundur hafði til síns bæjar- félags, sem hann starfaði hjá, þá þyrftu eigendur þeirra ekki að kvíða framtíðinni. En eins og tfðast er um slíka menn þá vinnast þeim hlut- irnir þannig að fáir taka eftir þeirri ósérhlífni sem þeir leggja í starfið og aldrei hafa þeir sjálflr orð á því sem þeir hafast að. Blessuð sé minning Guðmundar. Við hjónin sendum Hildi og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Reynir Kristinsson Kveðja frá Rótaryf élögiun á Akranesi Guðmundur Jónsson, fyrrverandi garðyrkjustjóri Akraneskaupstað- ar, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þann 31. maí sl. þá nýlega orðinn 82 ára. Þegar þessum aldri er náð má sannarlega búast við kallinu, sem enginn kaupir sig undan. En það var ekki „aldur og ellin þunga“ sem sótti Guðmund heim, heldur strangur og erfiður sjúkdómur, sem marga fellir þótt yngri séu. Guðmundur Jónsson var þess háttar maður, sem hafði virðingu allra er honum kynntust. Mér virt- ust hans sterkustu einkenni vera skýr hugsun og sjálfstætt viðhorf til manna og málefna. Mjög oft kom það fram hversu traustri dómgreind hann var gæddur og hve auðvelt hann átti oft með að komast að rökréttri niðurstöðu. Annar þáttur, sem mér er minnisstæður, var gott skopskym hans og skemmtileg kímni. Er þó ótalið það sem best var í fari hans, en það var fágæt samviskusemi og heiðarleiki. Einu gilti hvaða verk hann vann, hvort heldur hann gegndi formennsku í sínu stéttarfélagi eða í margþættu starfl hans í þjónustu Akraneskaup- staðar. Strax á fyrsta starfsári Rótary- klúbbs Akraness gerðist hann fé- lagi. Hann setti sinn svip á þann félagsskap alla tíð með hógværð og lifandi áhuga. Við félagarnir í klúbbnum munum allir sakna hans. Það er undarleg tilhugsun fyrir undirritaðan að geta ekki lengur komið við á heimili hans til þess að verða honum samferða á Rótary- fund. Sá tími er liðinn, en það er gott að geta minnst þess vinar, sem hann var. Þeir sem áttu vináttu hans máttu vel skynja hlýju hans í sinn garð, ekki með málskrúði eða margorðum yfirlýsingum, heldur einhvem veginn þannig, að ekki verður orðum að því komið svo vel fari. Hann var dulur og flíkaði ekki tilfínningum sínum. Við Rótaryfélagar vottum eigin- konu hans, dóttur, tengdasyni, bamabömum og öðram ættingjum innilega samúð. Adam Þorgeirsson Vinimir hverfa einn af öðram og nú er Valtýr horfínn. Brot úr minn- ingum liðinna daga koma upp í hugann, en erfítt er að raða þeim saman í heillega mynd. Kaldranalegur marsdagur í Flór- enz 1949. Hópur íslenskra lista- manna situr við borð á kaffíhúsi. Hlátur og háværar samræður, þar sem rödd Valtýs sker sig úr. Sólin brýst fram úr skýjaþykkni_ og ég festi augnablikið á fílmu. Á miðri myndinni er Valtýr brosandi og hefur slegið hnefanum í borðið. I huga mínum hefur þetta kankvísa bros fylgt honum alla tíð síðan. Árin líða. Ég stend í eldhúsinu í Suðurgötunni, synir mínir leika sér í stofunni. Allt í einu birtist einn þeirra í eldhúsdyranum, hvessir á mig augum og segir: „Mamma, ætlar þú ekki að fara að bjóða hon- um Valtý. Það er svo óskaplega langt síðan hann hefur komið og hann hefur ekki séð nýja bílinn rninn." Valtýr hafði gaman af börn- um og laðaði þau að sér með sinni ljúfmannlegu framkomu og áhuga á því sem þau vora að velta fyrir sér. Stór listamannssál hans skildi svo undur vel bamssálina. Júlímánuður. Sumarfrí á Laugar- vatni. Degi er tekið að halla. Valtýr og Didda koma í heimsókn. Valtýr er með derhúfu. Við höldum niður að vatninu. Böm að leik í vatns- borðinu, bátur lónar á miðju vatn- inu. Fólk á sumarfötum gengur um. Margir heilsa Valtý og suma tekur hann tali. Við göngum upp í kjarri- vaxna brekku og sitjum þar lengi í kvöldkyrrðinni. Nóvembermánuður. Við erum nýflutt í íbúð með glerhúsi. Valtýr og Didda færa okkur fyrstu plönt- una. Það er stór, falleg gúmmí- planta. Á gamlárskvöld er mikill umgangur um glerhúsið þegar verið er að skjóta upp flugeldunum. Plantan, ptýði glerhússins, ofkælist og deyr. Ég segi Valtý játíðindin. Nokkra síðar birtist hann með mynd. Þar er komin gúmmíplantan ljóslifandi á bláum fleti. „Þessi ætti að þola trekk", segir hann, „þess- vegna gætirðu hengt hana í gler- húsið." Valtýr hefur fært okkur margar myndir, en þessi á sér sér- staka sögu. Heimsóknimar til Valtýs og Diddu vilja renna saman í huganum. Alltaf margmenni í kringum þau, listamenn á ýmsum aldri, heimilið einskonar listaakademía, þar sem listin var kjarni umræðunnar.*- Stundum var heitt í kolunum því menn vora ekki á eitt sáttir, og eftir því sem öldumar risu hærra varð Valtýr kátari. Deilur af þessu tagi skemmtu honum. Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skúlason era minnisstæðir frá þessum áram, Gunnlaugur yfirvegaður og rólegur á hverju sem gekk. Stundum var hlustað á tónlist og þegar hásar raddir Dietrich eða Piaf liðu um stofuna tóku menn að kyrrast. Vesturbærinn býr yfír sínum sjarma. Hann endurspeglast í mörg- um myndum Valtýs. Sjórinn og skipin vora honum þrotlaus yrkis- efni. Náttúran átti svo sterk ítök í honum. _Mynd Valtýs í huganum er sterk. Hun mun lifa með mér lengi. Göm- ul skyggn kona sem bjó í kjallaran- um í Suðurgötunni sagði um Valtý: „Hann Valtýr hefur svo fallega ára.“ Við sem þekktum hann vel eigum gott með að trúa því. Hildigunnur Hjálmarsdóttir Frá leikskóla st. Fransiskussystra í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi Helgason Stykkishólmur: Bætt aðstaða á leikskólanum ÞAÐ ER nú liðið 31 ár síðan þær st. Fransiskussystur í Stykkis- hólmi stofnuðu leikskóla og barnaheimili i Hólminum og hafa rekið það síðan af miklum dugnaði. Nú hafa þær gert miklar endurbætur á leikskólanum, sérstaklega úti þar sem öll aðstaða hefir verið stækk- uð og færð út og fleiri leiktækjum komið fyrir. „Vissulega höfum við verið gott er veður, fer öll kennsla og heppin með aðstoðarfólkið okkar. Þar gera allir sitt besta og vita að þeir era að leggja fyrstu drög að lífsgöngu bamanna. Ég hefí verið fyrir þessu bamaheimili í tæp 20 ár,“ segir systir Lovísa sem veitir skólanum forstöðu. „Meira að segja var ég fyrst með bamaheimili þar sem böm víðsvegar að áttu skjól á sumrin, en nú era það aðallega böm úr Stykkishólmi sem era vi- stuð hér. Það era 5 hópar. Tveir hópar era fyrir hádegi og 3 eftir hádegið. Nú era 85 böm í skólanum og eru þau frá 2 til 6 ára. Þegar leikur fram úti á leikplaninu, en svo höfum við stóra og góða leik- sali inni með leiktækjum og nauð- synlegum tækjum í svona starfi. Við höfum 10 starfsmenn í dag við skólann, en nú erum við að huga að því að fá fóstrar í starf og er ég viss um að það myndi verðá' til mikilla bóta. Nú eram við að auglýsa eftir starfskrafti þegar skólinn hefst aftur 8. ágúst, en það er hlé frá 1. júlí og þangað til,“ sagði Lovfsa. Skólinn er í tengslum við Sjúkra- húsið, en þar vantar nú tilfinnan- lega hjúkranarfræðing og sjúkra- liða og fleiri starfsfólk kemur til greina að ráða. Systir Lena, sem nú gegnir störfum príorinnu, sagði að þau hlunnindi fylgdu að ef fólk sem ætti böm réði sig til starfa, þá væri leikskólinn tilvalinn og eins verði reynt að útvega húsnæði og verður það samningsatriði, en starfsskilyrði era góð á sjúkrahús- inu. Systir Lena sagði að alltaf væri unnið að því að fullgera ný- bygginguna. Múrverki væri að miklum hluta lokið, en eins og áður hefir komið fram, er byggingin á 7 hæðum og þegar búið að taka þrjár í notkun og þegar allt verður komið upp verður þetta einna veg- legast sjúkrahús á landinu, fyrir utan höfuðborgarsvæðið. - Árni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.