Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 54

Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 54
s 54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 fclk í fréttum Forsetinn flutti ávarp til gesta í móttökunni. Börnin skemmtu sér vel. Morgunblaðið/Jón Magnússon NEW YORK Móttaka til heiðurs f orsetanum Itilefni af heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur til Banda- ríkjanna nú nýverið, þá stóð íslend- ingafélagið í New York fyrir mót- töku henni til heiðurs. Félagskonur í íslendingafélaginu höfðu vandað mjög allan undirbún- ing móttökunnar, en í henni var boðið upp á glæsilegt hlaðborð og var vel vandað til allra veitinga. Móttakan fór fram í félagsheim- ili Úkraínumanna á Manhattan, og þrátt fyrir foráttuveður þennan dag, þá mættu á annað hundrað manns til móttökunnar og fögnuðu forseta íslands. Edda Stefánsdóttir Magnusson og Margrét Pálsdóttir, stjórnarmeðlimir í íslendingafé- laginu. Brottför. Sendiherrafrú Bandarí'.janna á tslandi, frú Nancy Ruwe, Helgi Gísiason aðalræðismaður íslands í New York og Hans G. Andersen sendiherra. Vigdís, Úlfur Sigur- mundsson formaður íslendingafélagsms í New York og Kornel íus Sigmundsson for- setaritari koma til móttökunnar. Vigdísi þakkað fyrir komuna, og blöðrur sendar » loft upp. 1 hak' grunni eru Kornel- íus Sigmundsson og Þorbjörg Hjór- varsdóttir. Eldhúshjálpin. Þau sáu um allan undirbúning móttökunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.