Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 60

Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 HANDKNATTLEIKUR „Ætlum að endurheimta l.deildar- sætið okkar" - segir GrétarÁrnason, formaður handknatt- leiksdeildarÁrmanns. Hannes Leifsson hefur verið ráðinn þjálfari Ármannsliðsins „ÞAÐ er takmarkið hjá okkur, á 100 ára afmælisárinu, að endurheimta 1. deildarsætið okkar," sagði Grétar Árnason, formaður handknattleiksdeild- arÁrmanns, en mikill hugurer í herbúðum Ármenninga, sem eru byrjaðir að æfa undir stjórns Hannesar Leifssonar, fyrrum leikmanns Fram og Stjörnunnar, sem mun einnig leika með Ármannsliðinu. Við munum æfa á fullum krafti í sumar og síðan verður farið í æfinga- og keppnisferð til Dan- merkur i ágúst," sagði Grétar. „Það er mikill áhugi hjá Armanni og verkefni mitt er spennandi. Ég vona að ég standi mig,“ sagði Hann- es, sem gerði tveggja ára samning við Ármann. „Ármannsliðið er sam- bland af ungum og reyndum leik- mönnum. Við munum byija að æfa KNATTSPYRNA Fimm íleik- bann Fyrirað hafa verið reknir af leikvelli FIMM knattspyrnumenn voru dæmdir í eins leiks leikbann í gær, þegar Aga- nefnd KSf kom saman. Allir lelkmennirnir höfðu fengið að sjá rauða spjaldið í leik með liðum sínum. Pétur Pétursson fékk eins leiks bann. Hann getur því ekki leikið með KR gegn Fram 16. júní. Þrír leikmenn í 2. deild fá frí í næsta leik liða sinna. Það eru þeir Ólafur Kristjánsson, FH, Gunnar Leifsson, Vestmanna- eyjar og Helgi Magnússon, Breiðabliki. Þá var Valdimar Hafsteinsson, sem leikur með Hveragerði í 4. deild, dæmdur í eins leiks bann. MSTIHílMlllÐmíí BERG Bæjarhrauni 4 - Sími 652220. á krafti í júlí - þetta fimm sinnum í viku. Það æfingaprógram á eftir að skila sér margfalt til baka næsta vetur," sagði Hannes. ÆT I nýjum búningi Morgunblaðið/Bjarni Grétar Ámason, formaður handknattleiksdeildar Armanns, Hannnes Leifsson, þjálfari og Haukur Haraldsson, sem er í nýja búningi Armannsliðsins, sem er eins og Barcelona-búningurinn. Nýir leikmenn tll Ármanns Ingólfur Steingrímsson, fyrrum leikmaður Ármanns, sem lék með Víkingum sl. vetur, hefur gengið á ný til liðs við Ármann. „Við eigum eftir að fá tvo til þijá leikmenn til viðbótar, þannig að lið okkar á eft- ir að styrkjast mikið. Við erum ákveðnir að endurheimta 1. deildar- sætið okkar í vetur og halda því sæti í framtíðinni," sagði Grétar. Eins og hefur komið fram í Morgvn- blaðinu, þá ætla Ármenningar að reisa nýtt íþróttahús á félagssvæði sínu. Stefnt er að því að það verði orðið tilbúið eftir tvö ár, þannig að eftir það geta Ármenningar farið að leika heimaleiki sína í eigin húsi, fyrir framan 500-1000 áhorfendur. „Ég ákvað frekar að taka að mér þjálfun Ármannsliðsins, heldur en að taka boði frá Færeyjum. Þá ákvörðun tók ég eftir að ég fann hvað forráðamenn Ármanns voru ákveðnir að rífa Ármannsliðið upp. Stefnan hefur verið tekin á 1. deild,“ sagði Hannes Leifsson. Ný búnlngur Grétar Ámason sagði að Ármanns- liðið myndi mæta til leiks f nýjum búningi næsta keppnistímabil. Við höfum látið hanna nýjan búning fyrir okkur, í félagslitum Ármanns - bláu og rauðu. Búningurinn verð- ur blá/rauð röndóttur," sagði Grét- ar Ámason. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Hef betra vald á spjót- inu en áður“ - segir EinarVilhjálmsson ÍSLENZKU frjálsíþróttamenn- irnir, sem æft hafa í Banda- ríkjunum í vetur, eru flestir á leiðinni heim. Einar Vílhjálms- son spjótkastari, sem setti ís- landsmet fyrir skömmu, er væntanlegur heim nú á laugar- daginn og hyggst æfa að mestu leyti hér á landi fram að Ólympíuleikunum í Seoul. Eg er mjög bjartsýnn á sumarið. Hef alveg sloppið við meiðsli í vetur og getað æft af meiri krafti en áður. Þetta hefur skilað sér í því, að nú hef ég betra vald á spjót- inu en áður og hef náð meiri út- kastshraða" sagði Einar Vilhjálms- son í samtali við Morgvnblaðið. Einar keppti síðast á móti fyrir mánuði en þá setti hann glæsilegt íslandsmet, 83,36 m. Hann tekur næst þátt í móti héma heima 21. júní. Éinar mun keppa á nokkrum mótum hér í sumar. Einnig er hugs- anlegt, að hann taki þátt í mótum með landsliði Bandaríkjanna til að undirbúa sig fyrir förina til Seoul. Einar hagar æfingum sínum þann- ig, að hann verði í toppformi á ákveðnum tímapunktum, einkum þegar Ólympíuleikamir hefjast. Elnar Vllhjálmsson kemur til landsins á laugardaginn. DÓMARAMÁL Rangstaða og vítaspymur Íhverjum leik er óhætt að segja að rangstöðureglan sé oftast mest í brennidepli í hveijum leik, en hvenær er leikmaður rang- stæður? 1. Leikmaður er í rangstöðu ef hann er nær marklínu mótheij- anna en knötturinn, nema: Á) að hann sé á eigin vallar- helmingi, eða B) að minnst tveir mótheijar séu nær eigin marklínu en hann. 2. Leikmaður skal því aðeins dæmdur rangstæður og honum refsað fyrir að vera í rang- stöðu, ef hann, á þeirri stundu sem knötturinn snertir eða er leikið af samheija, hefur að mati dómarans: A) áhrif á leik- inn eða mótheijann eða mót- heija, eða B) reynir að hafa hagnað af staðsetningu sinni. 3. Dómari skal ekki dæma leik- mann rangstæðan: eða B) fái hann knöttinn rakleitt úr markspymu, homspymu, inn- varpi eða þegar dómari Iætur knöttinn falla. 4. I£f leikmaður er dæmdur rang- stæður, skal dæma óbeina aukaspymu, sem tekin skal af leikmanni úr liði mótheijanna frá þeim stað, þar sem brotið henti, nema að brotið hafí ver- ið framið af leikmanni á mark- teig mótheijanna, en þá skal aukaspyman tekin frá stað einhvers staðar á þeim helm- ingi markteigsins, þar sem brotið var. Rangstaða skal ekki dæmd þegar leikmaður móttekur knött- inn, heldur á þeim tíma, þegar knötturinn er sendur til hans af samheija. Leikmaður, sem ekki er í rangstöðu þegar knetti er leik- ið til hans af samheija eða þegar tekin er aukaspyma, verður því ekki rangstæður hlaupi hann fram á við á meðan knötturinn er á leið sinni. 1. Það er staðsetning leikmanns- ins þegar knetti er spymt, sem ræður um rangstöðu hans, ekki staðsetning hans þegar hann fær knöttinn. 2. Rangstöðureglan er í fullu gildi þegar aukaspyma er tekin og einnig þegar framkvæmd er vítaspyma. deilur vegna framkvæmdar á víta- spymu, eftir að leiktíma var lok- ið. Kom þessi ágreiningur best fram í úrslitakeppni Evrópu- keppni landsliöa í Frakklandi. Það var í vítaspymukeppni, til að úr- slit fengjust í einum leikjanna, að í einni vítaspymunni skaut víta- skyttan í stöng og af stönginni fór boltinn í markvörðinn og frá markverðinum í markið. Eftir leikinn urðu miklar deilur um þessa vítaspymu og þeir sem mótmæltu, vildu meina að þegar boltinn fór í stöngina hefði víta- spyman verið fullkomnuð og hefði dómarinn ekki átt að dæma mark- ið gilt. Úrskurður alþjóðanefndar- innar var á þá leið að dómarinn hefði gert rétt með því að dæma markið gilt, því það væri hluti af spymunni ef boltinn færi í stöng eða markvörðinn og síðan annað- hvort í markið eða út á völlinn. Þá hefði fullkomlega ræst úr víta- spymunni. Ég vil ítreka það hér, að þegar vítaspyman er tekin eft- ir að leiktíminn er liðinn, eða í vítaspymukeppni, fær vítaskyttan aðeins eina spymu, þá á ég við það, að ef boltinn hrekkur út frá markverði eða markstöng, hefur ræst úr spymunni og henni er þar með lokið. Þeim er framkvæma skal víta- spymuna, ber að gefa sig fram sem spymandi. Það hefur komið fyrir að leikmaður hefur gefíð sig fram sem vítaskyttu, en þegar á reyndi var það annar leikmaður sem þaut fram og tók vítaspym- una. I dag er þetta ekki leyfílegt, nú skal vítaskyttan gefa sig fram þannig að markvörðurinn og dóm- arinn viti hver framkvæma á víta- spymuna. Ég ætla að minnast á eitt atriði enn í sambandi við vítaspymur. Það kemur fyrir, að við sjáum vítaskyttuna reyna með látbragði að fá markvörðinn til þess að hreyfa sig áður en spyman er tekin, til þess eins að koma mark- verðinum úr jafnvægi áður en spyman er tekin, og senda svo boltann í gagnstætt hom við markvörðinn. Þetta er ekki Ieyfí- legt og dómaranum ber að aðvara vítaskyttuna og láta endurtaka vítaspymuna. Vftaspyraur Fyrir nokkrum árum urðu nokkrar Með dómarakveðju, Guðmundur Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.