Morgunblaðið - 08.06.1988, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988
61
VALLARMÁL
Víkingar taka
grasvöll á
félagssvæði
við Stjömu-
gróf í notkun
Fyrsti „heimaleikur" þeirra í 1. deild
er Leiftur kemur í heimsókn í kvöld
VÍKINGAR leika í kvöld sinn
fyrsta 1. deildarleik á nýjum
velli fólagsins á svæðinu við
Stjörnugróf. Þeirfá þá Leiftur
frá Ólafsfirði í heimsókn — en
svo skemmtilega vill til að
þessi félög komu bæði upp úr
2. deild í fyrra.
Völlurinn er mjög þéttur og
sléttur. Hönnunin virðist hafa
skilað sér vel,“ sagði Jóhann Óli
Guðmundsson, formaður Víkings, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Það er þó auðvitað lítil reynsla
kominn á hann, við vitum til dæm-
is ekki hvemig völlurinn bregst við
álagi í rigningu en okkur líst vel á
völlinn."
Allir lagst á eftt
Unnið hefur verið við nýja Víkings-
svæðið í nokkur ár, en undanfarið
hefur verið unnið sleitulaust til að
mögulegt yrði að leika á vellinum
í sumar. „Menn hafa lagst á eitt
að gera það kleift að spila hér. Það
er búið að vinna alla grófvinnu, en
fínpússað verður í dag og á morg-
un,“ sagði Jóhann síðari hluta dags
í gær.
Ahorfendapöllum hefur verið komið
upp til bráðabirgða við völlinn og
reikna Víkingar með að þar komist
fyrir 1.500 til 1.800 manns.
Grasflöturinn á þessu nýja Víkings-
svæði er 130 x 130 metrar, en leik-
völlurinn sjálfur verður 105 x 75
metrar.
Félagshelmlll í bygglngu
Víkingar eru að reisa félagsheimili
og vallarhús á svæðinu og verður
það rúmlega 2.000 fermetrar að
flatarmáli. Að sögn Jóhannesar
verður húsið „prýtt öilum þeim
fínheitum sem mega prýða slíkt
félagsheimili. Þetta verður fín
íþróttamiðstöð ef að líkum lætur
og félagsmiðstöð fyrir hverfið. Nú
er starfrækt ein félagsmiðstöð í
hverfinu, sem býr við þröngan kost,
en okkur langar að reka hér slíka
MorgunblaðiÖ/Július
A nýja velllnum við stjömugróf. FVá vinstri: Gunnar Öm Kristjánsson, formaður knattspymudeildar, Júrí
Sedov, þjálfari 1. deildarliðs Víkings og Jóhann Óli Guðmundsson, formaður Víkings.
miðstöð í samvinnu við borgaryfír-
völd. En það er allt á óskastiginu
ennþá,“ sagði hann.
í húsinu verða böð og búningsað-
staða í framtíðinni, auk margs ann-
ars, en fyrst um sinn verður bún-
inga- og baðaðstaða fyrir keppend-
ur í Bjarkarási og Lækjarási, húsum
Styrktarfélags Vangefínna, við hlið
Vfkingssvæðisins. „Þeir hafa gert
okkur kleift að spila með því að
lána okkur aðstöðu sína og vil ég
þakka þeim sérstaklega fyrir það.
Þá vil ég nefna að aðrir nágrannar
okkar hafa einnig tekið okkur opn-
um örmum; sýnt okkur mikla þolin-
mæði meðan framkvæmdir hafa
verið í gangi, sagði Jóhann.
Framtfðarsýn
í áðumefndu húsi, sem Víkingar
em nú að reisa, verður að sögn
Jóhanns fyrsta flokks veitingaað-
staða, líkamsræktaraðstaða, gufub-
öð og tilheyrandi og einnig verður
reynt að bjóða upp á jass-ballett, í
samvinnu við einhvem jass-ballett
skólann.
Jóhann sagði að vitað væri að svæð-
ið í Fossvoginum væri of lítið fyrir
alla starfsemi félagsins. „Hér er
ekkert pláss til að koma fyrir malar-
velli þannig að það er ljóst að við
verðum áfram með hluta af starf-
seminni á svæði okkar í Hæðar-
garði.“ Þá má geta þess að gras-
svæðið, sem nú er verið að taka í
notkun, er hugsað sem æfinga-
svæði f framtíðinni, en framtíðar-
kepþnisvöllur verður austan við
þennan. Þar er einnig fyrirhuguð
áhorfendastúka. Þá sagðist Jóhann
reikna með að innan fárra missera
gætu Víkingar hafíst handa við
byggingu fþróttahúss á svæðinu.<
húss sem tæki 1.500 til 2.000 áhorf-
endur.
Lelkurinn í kvöld
Leikurinn í kvöld hefst kl. 20.00.
Upp úr kl. 19.30 mætir Lúðrasveit
á staðinn og séra Ólafur Skúlason
blessar völlinn áður én leikurinn
hefst.
FH-ingar vígðu glæsilega stúku
á fþróttasvæði sfnu við Kapla-
krika, þegar þeir léku gegn KS
á dögunum. Þetta er næst-
stærsta stúkubygging landsins
og sú eina sem er f einkaeign.
FH-ingar láta ekki þar við sitja
þvf fyrirhugað er að á næsta
ári verði hafist handa við bygg-
ingu íþróttahúss á svæðinu.
Arið 1967 var FH úthlutað
svæði f Kaplakrika undir
fþróttamannvirki. Sama ár teiknaði
Gísli Halldórsson heildarskipulag
íþróttasvæðis FH og hófust fram-
kvæmdir ári seinna. Frá 1973 þeg-
ar malarvöllur og frjálsíþróttaað-
staða var tekin f notkun, hefur FH
leikið alla heimaleiki sína í knatt-
spymu á eigin knattspymuvöilum.
Grasvöllur FH í Kaplakrika var
vígður 1976.
Æfingasvæði f vextl
Fyrsti hluti grasæfíngasvæðis í
Kaplakrika var tekinn f notkun
1983. Nú era þar tveir knattspymu-
vellir en með tímanum mun koma
einn völlur tii viðbótar. Þannig
verða á svæðinu auk aðalgrassvæð-
is og malarvallar, þrír grasvellir
sem notaðir verða til æfínga. Malar-
völlurinn hefur nýlega verið lag-
færður og að sögn Bergþórs Jóns-
sonar formanns FH stendur hann
nú aftur undir því að vera kallaður
besti malarvöllur landsins.
Morgunblaöiö/Bjami
Berg|>6r Jónsson formaður FH og Þórir Jónsson formsður knattspymudelldsr standa hér fyrir framan
hina veglegu stúkubyggingu FH-inga sem vfgð var á dögunum.
Framkvæmdir við skjólvegg
Árið 1984 hófust framkvæmdir við
skjólvegg umhverfís íþróttasvæðið.
FH-ingar notuðu uppmokstur úr
Reykjanesbraut og byggðu vegleg-
an vegg sem alls er um 30 þúsund
rúmmetrar. Veggurinn gerir það
að verkum að mjög skjólsælt er á
svæðinu og á aðalgrasvellinum sem
liggur neðarlega er yfirleitt logn.
Stúkan gerð fokheld
Á sama tíma og framkvæmdir við
skjólvegginn stóðu sem hæst var
unnið að því að gera búningsað-
stöðu í stúkubyggingu fokhelda.'
1987 var varanleg fundaraðstaða í
stúkunni tekin í notkun og í ár var
gengið frá búningsaðstöðu. Á næst-
unni verður unnið að því að full-
Stórhugur í FH-ingum
Kaplakrikinn að verða eitt glæsilegsta íþróttasvæði landsins
gera búningsaðstöðu og ganga frá
fundarherbergjum og félagsaðstöðu
sem er til staðar á annarri hæð
stúkunnar. Þá verður komið upp
góðri aðstöðu fyrir blaðamenn efst
í áhorfendapöllunum.
íþróttahús f Kaplakri ka
Fyrirhugað er að nýtt íþróttahús
risi í Kaplakrika handan við stúk-
u’na. Húsið á að verða alhliða
íþróttahús með áhorfendapöllum og
öllu tilheyrandi. Þá er ætlunin að í
húsinu verði tveir handboltavellir.
Ekki er endanlega frágengið hven-
ær framkvæmdir hefjast, en undir-
búningur er í fullum gangi og stefnt
er að því að byggingarframkvæmd-
ir gangi hratt fyrir sig.
FH stendur vel fjárhagslega
„Við stöndum vel Qárhagslega,"
segir Bergþór Jónsson formaður
FH. „Það era ekki miklar skuldir
sem hvíla á félaginu þrátt fyrir.
þessar framkvæmdir og við munum
koma til með að standa fyllilega í
skilum."
Draumurinn að verða að veru-
leika
„Þessar framkvæmdir sem hófust
á Kaplakrika fyrrir 20 árum hefðu
varla orðið að veraleika ef ekki
hefði komið til fómfúst starf fjöl-
margra FH-inga sem hafa lagt
mikið á sig til þess að sjá drauminn
um veglegt íþróttasvaeði FH ræt-
ast. Það hafa margir lagt hönd á
plóginn, en að öðram ólöstuðum er
Bergþór Jónsson sá maður sem ber
hitann og þungann af uppbygging-
unni“ sagði Þórir Jónsson formaður
knattspymudeildar FH í samtali við
Morgunblaðið. „Þeir era þó fleiri
sem hafa unnið vel og má þar nefna
Ragnar Jónsson vallarstjóra. Ann-
ars er það heildin framar öðra sem
hefur staðið saman og gert þennan'
draum að veruleika."