Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 62

Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚN{ 1988 EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA 1988 írargeta komið mjög áóvart /• -*■ ÞEGAR talið berst að írum, dettur mér strax í hug Englend- ingur: Jackie Charlton, kallaður „Stóri Jack“ eða „Gíraffinn". Hann lék í stöðu miðvarðar með enska landsliðinu í úrslita- leik heimsmeistarakeppninnar á Wembley-leikvanginum 1966 - þegar við töpuðum, 2:4, vegna marksins umdeitda, sem kom Englendingum yfir, 2:3. Eg hitti Jackie, sem er þjálfari írska liðsins, síðast þegar ég var á ferðalagi. Við fórum út að borða saman og áttum góðar samræður. Jackie var að segja brandara, en sagði svo allt í einu og án nokkurra svipbrigða: ,Þetta þriðja marL var löglegt. Orugglega." Það lá við að mér svelgdist á. „Alls ekki, boltinn fór aldrei inn fyrir línuna," mótmælti ég. „Við vorum að deila um markið eins og við gerðum fyrir 22 árum, en munurinn var sá að nú gátum við hlegið að því. „Spaugsemi Jackies er ein af ástæð- unum fyrir því að írar komust öllum á óvart í úrslit keppninnar um Evr- -*ópubikarinn. Það verður þó að við- urkennast að einbeitingarskortur Búlgaranna hjálpaði þeim verulega. írar höfðu gefíð upp alla von vegna þess að Skotar höfðu farið til Sofíu með lítt reynt lið, og Búlgörum nægði jafntefli. En svo skoraði lítt þekktur leik maður, Gary MacKay, 1:0, fyrir Skotland — þremur mínútum fyrir leikslok. Ég vona að Jackie, sem er Englendingur í húð og hár, standi við loforð sitt um að tala aldrei framar illa um Skota. Of margir Englendingar bijóta þetta loforð. En snúum okkur þá að írunum. Það er rétt að írland er eyja með mörg- um stórglæsilegum golfvöllum. En það segir ekkert um írska knatt- spymu, því flestir beztu írsku at- vinnumennimir vinna fyrir sér á breska meginlandinu. Og þar leika þeir ekki aðeins í aukahlutverkum. Aldridge er hættulegur sókn- arieikmaður Undanfarin ótrúleg velgengni ensku meistaranna Liverpool er að hluta írska sóknarmanninum John Aldridge að þakka. Aldridge myndar ásamt ensku snill- ingunum John Bames og Peter Beardsley svonefndan „Bermuda þríhyming" hjá Liverpool, sem verður flestum mótheijum að falli. Þótt undarlegt megi teljast skoraði Aldridge þó ekki eitt einasta mark á leið írska landsliðsins í úrslita- keppnina. Hann er þó engin undantekning. Margir írsku leikmannanna standa sig betur með félagsliðum sínum en í grænum treyjum írlands. Þetta ætti að breytast áður en Evr- ópukeppnin hefst. Liðið fæp að æfa saman í hálfan mánuð fyrir keppn- ina. Þetta lið leikmanna úr öllum áttum ætti — líkt og danska landsliðið - að geta náð vel saman. Þar sem ekki verða miklar vonir bundnar við írana, geta þeir ailtaf komið á óvart, jafnvel þótt vinstri EISTIHHMIUÐ EUÍST HOUST V' Bæjarhrauni 4 - Sími 652220. fótar snillingurinn Liam Brady get- ur ekki leikið með þeim vegna meiðsla. Brady lék áður með Kalle (Karl- Heinz) Rummenigge hjá Inter Mflanó, en leikur nú með West Ham. írska liðið státar ekki aðeins af Jackie Charlton, þjálfari írlands. Landsliðshópur írlands Landslidshópur írlands, sem er mættur til V-Þýskalands, er skipað- ur þessum leikmönnum - aldur og landsleikir: Markverðir: Pat Bonner, Celtic.........28/23 Gerry Peyton, Boumemouth...32/24 Varnarmenn: Chris Morris, Celtic........24/5 Mick McCarthy, Celtic......29/27 Kevin Moran, Man. Utd......32/36 Ronnie Whelan, Liverpool...26/27 Chris Hughton, Tottenham...29/36 John Anderson, Newcastle...28/15 Paul McGarth, Man. Utd.....28/23 Miðvallarspilarar: Ray Houghton, Liverpool....26/15 John Sheridan, Leeds........23/4 Kevin Sheedy, Everton......28/13 Tony Galvin, Sheff. Wed....31/24 Liam O’Brien, Man. Utd......24/6 Sóknarleikmenn: FVank Stapleton, Derby.....31/63 John Aldridge, Liverpool...29/15 David Kelly, Walsall........22/3 John Bryne, Le Harve.......26/14 Tony Cascarino, Millwall....25/5 Niall Quinn, Arsenal........21/9 John Aldridgo, markaskorarinn mikli hjá Liverpool, hefur ekki verið á skots- kónum með írska landsliðinu. Aldridge. Þar eru einnig þeir Ronnie Whelan og Ray Houghton frá Liv- erpool, báðir drífandi á miðjunni. Þriðji miðjumaðurinn fellur þama vel inn í, en það er Kevin Sheedy, sókndjarfur miðjumaður frá ná- r'jnnum Liverpoolliðsins, Everton. undanúrslitaleiknum í Evrópu- keppni bikariiða árið 1985 lék Kev- in liðsmenn Bayem Munchen svo grátt, með eldsnöggum upphlaup- um sínum á köntunum, að Bayem tapaði, 1:3. Traustir lolkmonn í vömlnnl Margir sterkir leikmenn leika í írsku vöminni, eins og Mick McCarthy frá Glasgow Celtic, sem hlotið hefur viðumefnið „Skepnan“. Mick berst af hörku við að hreinsa til fyrir framan markvörð landsliðs- ins, Pat Bonner. Sóknarmenn fé- lagsliðanna í Skotlandi eru alltaf vel á verði gagnvart Mick — sem er skæður vamarmaður eins og félagi hans Chris Morris. Kevin Moran og Paul McGrath loka vöminni á köntunum í Evrópu- keppninni — líkt og þeir gera hjá Manchester United. Mestu efasemdimar eru tengdar Franz Becken- bauer skrifar fyrir Morgun- blaðið ATTUNDA GREIN IRLAND Þjálfari: Jackie Charlton Fyrirliði: Frank Stapleton þekktasta leikmanni íra, fyrirliðan- um Frank Stapleton. Stapleton er mjög leikinn knattspymumaður og fékk nafn sitt skráð í sögu knatt- spymunnar meðan hann lék með Arsenal og Manchester United, en þá skoraði hann 75 mörk fyrir fyrr nefnda liðið og 60 fyrir það síðar- nefnda. En gæfan sneri við honum bakinu eftir að hann fór frá Englandi og gekk til liðs við Ajax Amsterdam. Hann er þó að komast í fyrra form eftir uppskurð vegna kviðslits. Eins og ég sagði — ef landsliðs- þjálfarinn Jackie Charlton, sem einnig er áhugasamur stangveiði- maður, verður jafn heppinn og Eng- land var þegar þriðja markið fræga var skorað, þá gæti írland komið mjög á óvart. C-rV €.-^j (L. £>- . írska landsllðlA: David O’Leary, John Andersen, David Langan, John Aldridge, Ray Houghton, Ronnie Whelan, Paul McGrath, Jim Begin, Michael Robinson, Gerry Peyton og Liam Brady.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.