Morgunblaðið - 28.06.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.06.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Seðlabankar sagð- ir stemma stigu við hækkun dollarans Lundúnum, Reuter. GENGI dollars hafði aldrei verið eins hátt i átta mánuði í gær- morgun þegar seðlabanki Vest- ur-Þýskalands greip til þess ráðs að selja dollara fyrir mörk til að stemma stigu við hækkuninni. Haft er eftir fjármálamönnum í New York að seðlabanki Banda- ríkjanna hafi gripið til svipaðra aðgerða. Nokkrir fjármálamenn sögðu að seðlabankar þyrftu ef til vill að koma sér saman um aðgerðir til að stemma stigu við hækkun dollars sem hófst í síðustu viku. í yfirlýs- ingu leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims á fundinum í Toronto í síðustu vikur sagði að gengi dollars þyrfti að vera stöðugt og varað var við of mikilli hækkun, því hún gæti haft slæmar afleiðingar fyrir efna- hag heimsins. „Dollarinn heldur áfram að hækka nema seðlabankamir grípi í taumana," sagði bandarískur §ár- málamaður í Frankfurt, en þar var dollarinn seldur á 1,8255 mörk í gærmorgun, á hærra verði en nokkru sinni síðan 7. október. Doll- arinn lækkaði síðan niður fyrir 1,82 mörk eftir að fréttir bárust um ráð- stafanir vestur-þýska seðlabank- Bretland: ans. Nokkrir íjármálamenn í New York sögðust greina þess merki að bandaríski seðlabankinn hefði grip- ið til svipaðra aðgerða. Pundið féll í verði í gær eftir að fréttir bárust um að greiðslujöfnuð- ur Bretlands hefði aldrei verið eins óhagstæður og í maí. Greiðslujöfn- uðurinn var meira en helmingi óhagstæðari en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Jarðskjálfti í Los Angeles: Fólk hljóp út af hræðslu Los Angeles. Reuter. Lítilsháttar Ijón varð i jarð- skjálfta, sem skók austurhluta Los Angeles á sunnudag. Skjálftinn mældist 4,5 stig á rich- ter-kvarða og átti hann upptök sín um 80 kílómetra austan við Los Angeles, skammt frá borginni Upland. Að sögn lögreglu greip hræðsla um sig og mörg dæmi um að fólk hlypi út úr húsum af ótta. Innsbruck, Reuter. SAMSKIPTI Páfagarðs og gyð- inga voru efst á baugi meðan á fimm daga heimsókn Jóhannes- ar Páls páfa í Austurríki stóð, en henni lauk I gær. Embættis- menn úr Páfagarði sögðu að páfinn hefði líklega aldrei áður rætt eins opinskátt um gyðinga- ofsóknir nasista og málefni Pal- estinumanna og Mið-Austur- landa. Hann ræddi hins vegar ekki vandamál kristinna manna í Austur-Evrópu þegar hann ávarpaði kaþólska pílagrima frá Ungverjalandi, Júgóslavíu og Póllandi. Páfinn heimsótti Mauthausen- fangabúðimar á sunnudag og sagði að gyðingaofsóknir nasista væru harmleikur sem „btjálæðis- leg hugmyndafræði" hefði skapað. Hann sagði að gyðingar ættu ekki að skella skuldinni á kristna menn og var á öndverðum meiði við gyðinga ura rétt Palestínumanna á eigin landi. Hann gaf í skyn að Páfagarður hygðist halda fast við þá kröfu að vandamál Palestínu- manna yrðu leyst áður en Páfa- garður viðurkenndi ísrael form- lega. Páfínn ræddi ekki vandamál kristinna manna í Austur-Evrópu þegar hann var á ferð nálægt landamærunum við Ungverjaland og Júgóslavíu. Um 50.000 Ung- veijar fengu að fara yfir landa- mærin til að hlýða á páfann en landamæri Júgóslavíu voru lokuð. Varðandi óánægju margra ka- þólikka í Austurríki með val bisk- upa og íhaldssemi kaþólsku kirkj- unnar sagði páfí aðeins að þeir ættu að sætta sig við valið og virða kenningar biskupanna. Hann beindi meðal annars orðum sínum til unga fólksins í Austurríki og sagði að Austurríkismenn gætu ekki þurrkað fortíðina út, en þeim bæri skylda til að leita sátta og skapa betri heim. Um 80.000 manns hlýddu messu páfa við Bergisel skíða- stökkpallinn í Innsbruck í gær. Kurt Waldheim var viðstaddur messuna og fyrirhugað var að hann kveddi páfann á flugvellinum í Innsbruck í gærkvöldi. FYRSTU aukakosningarnar á kjörtímabili þriðju ríkisstjórnar Margaretar Thatcher verða í Kensington í Lundúnum 14. júlí næstkomandi. Sir Brandon Rhys Williams, sem var þingmaður fyrir Kensington, lést í síðasta mánuði. Hann hafði ríflega 4000 atkvæða meirihluta í síðustu kosningum og var einn af andstæð- ingum Thatcher innan íhaldsflokks- ins. Frambjóðandi íhaldsflokksins verður Dudley Fisher, eindreginn stuðningsmaður núverandi stjómar- stefnu. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins verður Ann Holmer, stuðn- ingsmaður Kinnocks. Frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins verður William Goodhart og frambjóðandi Jafnaðarmannaflokksins John Mart- in. Aðrir frambjóðendur eru alls óþekktir, utan Cynthia Payne, fyrr- um portkona, sem berst fyrir því að lögleiða vændi. Kosningamar verða mikilvæg vísbending um styrkleika flokkanna. 1 " t —J »Sklih4 ^f.Jll JSHH; - : • I Reuter Jóhannes Páll páfi heilsaði fötluðum börnum áður en messan við Berjgisel skíðastökkpallinn hófst í gær. Heimsókn páfa í Austurríki: Aukakosning- ar í Kensington St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Samskipti Páfagarðs og gyðinga efst á baugi ÞAÐ VERÐUR FÍNT MEÐ FURU HALLAND furusófasettið er stílhreint og fallegt og hentar jafnt í sumarbústaðinn, garðhúsið sem stofuna. Það er klætTmeð slitsterku áklæði, sem fæst í 2 litum og grindin er úr massífri furu. VERÐ: 48.850.- REYKJAVÍK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.