Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 1

Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 1
168. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morg-unblaðsins Nagorno-Karabak: Fimm mánaða verkfalli lokið Reuter Þessa mynd létu armenskir andófsmenn fréttamönnum í té í Moskvu um helgina. Á henni má sjá Khatsjik Zakharjan, 22 ára gamlan, borinn helsærðan á sjúkrahús. Zakliarjan varð fyrir skoti er her- inn réðst gegn Armenum sem tekið höfðu flugvöllinn í Jerevan á sitt vald hinn 5. júlí síðastliðinn. Talsmenn hersins sögðu í upphafi að Zakhaijan hefði orðið fyrir gúmmíkúlu og Iátist af hennar völdum en nú þykir víst að um blýkúlu hafi verið að ræða. frakar segjast reiðubún- ir að kalla herinn heim Níkósíu. Daily Telegraph, Reuter. ÍRAKAR segjast hafa dregið herlið sitt til baka úr suðurhluta írans og til standi að allir íraskir hermenn verði horfnir úr íran í dag, þriðju- dag. írakar hafa sótt hart fram í stríðinu við írani undanfarna daga þrátt fyrir að friðarhorfur hafi vænkast síðan íranir féllust á vopna- hlésályktun Sameinuðu þjóðanna. íranir segjast hafa fellt fjögur þús- und óvinahermenn og þannig hrakið Iraka á brott. Fréttaskýrendur segja að írakar hafi með framrás sinni viljað ná sem ákjósanlegastri samningsstöðu, m.a. að ná sem flestum stríðsföngum, áður en gengið verður til friðarsamninga og segjast írakar hafa snúið sjálfviljugir heim. Sérfræðinganefnd á vegum Sam- einuðu þjóðanna er nú komin til Teh- eran, höfuðborgar írans, til að ræða tæknileg framkvæmdaatriði vopna- hlés en hin mannskæðu átök undan- fama daga hafa flækt samningaum- leitanir. Búist er við að Perez de Quellar, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, ákveði dagsetningu vopnahlés eftir að hafa fengið skýrslu sérfræðinganna en þeir heim- sækja Bagdað, höfuðborg íraks, síðar í vikunni. Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra írans, kom til New York í gær og von er á Tariq Aziz, íröskum starfsbróður hans, í dag. De Quellar segist ætla að ræða við þá hvom í sínu lagi fyrst um sinn en vonast til að þeir fallist á að hittast milliliða- laust síðar í vikunni. Paulo Nogueira-Batista frá Bras- Deilt um vægi Ebbe Carlsson-málsins Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓLGAN i kringum Ebbe Carlsson-málið heldur áfram af fullum krafti. í gær krafðist til dæmis stjórnarandstaðan, að Carl Lidbom, sendiherra Svía í París og kunnur jafnaðarmaður, segði af sér sem formaður nefndar, er fjallar um framtiðarskipan leyniþjónustunnar. Tilefni kröfunnar er, að Lidbom sagði í viðtali við sænsku fréttastof- una TT, að Ebbe Carlsson-málið væri „smámál", sem helst mætti líkja við stöðumælabrot. Er stjórn- arandstaðan æf yfir þessum um- mælum og hún og Holger Romand- er, fyrrum yfirmaður sænsku lög- reglunnar, krefjast þess, að hann taki þau aftur. Lögfræðingurinn Henning Sjöström hefur nú velt upp nýrri hlið á þessum málum öllum en í grein, sem hann skrifaði um yfir- heyrsluna yfir Sune Sandström, yfirmanni leyniþjónustunnar, held- ur hann því fram, að kynferðismál, samkynhneigð, komi þar mikið við sögu. Hafa margir orðið til að taka undir það með honum, t.d. flestir leiðarahöfundar dagblaðanna, og er bent á, að samkynhneigð sé eins og rauður þráður í gegnum njósna- mál erlendis. Ebbe Carlsson vísar þessum vangaveltum þverlega á bug og segist hvorki hafa orðið var við neitt slíkt í rannsókninni á morði Palme né sé því til að dreifa í vina- hópi hans. ilíu, forseti Öryggisráðs SÞ, sagði í gær að framkvæmdastjórinn byggist við að geta tilkynnt um dagsetningu vopnahlés innan 10 daga. Moskvu. Daily Telegraph, Reuter. HÖRÐ afstaða sovéskra stjórnvalda í Moskvu batt loks enda á fimm mánaða langt verkfall Armena í héraðinu Nagorno-Karabak í sovétlýð- veldinu Azerbajdzhan. Verkamenn héldu í gær aftur til vinnu sinnar í verksmiðjum og hjá samgöngufyrirtækjum, en starfsemi þeirra hefur hefur legið niðri allan tímann. Um helgina lauk einnig verkföllum í Armeníu sem staðið höfðu í tvær vikur. Tveir þriðju hlutar íbúa í Nag- omo-Karabak eru armenskir og kristinnar trúar. Héraðið lýtur stjórn Azerbajdzhans, lýðveldis þar sem múhameðstrúarmenn eru ! meiri- hluta. Armenar í Nagomo-Karabak, dyggilega studdir af íbúum Jerevan, höfuðborgar Armeníu, hafa krafist þess að héraðið sameinist Armeníu. í síðustu viku Qallaði forsætis- nefnd Æðsta ráðsins um málið og hafnaði alfarið kröfu þessari af ótta við að slíkar þjóðemisróstur breidd- ust út um Sovétríkin auk þess sem óeirðimar voru ógnun við miðstjóm- arvaldið í Sovétríkjunum. Breska útvarpið BBC sagði frá því í gær að ein af niðurstöðum forsætisnefndar- innar ráðsins hefði verið sú að hátt- settum embættismanni hefði verið fengið allsherjarvald yfir her og lög- reglu í Armeníu. Ennfremur hefði yfirvöldum í Armeníu og Azerbajdz- han verið fyrirskipað að aðstoða hann á alla lund. Sovéska sjónvarpið greindi frá því í gær að 78% verkamanna í stærstu verksmiðjum Stepanakert, höfuðstað Nagomo-Karabak, hefðu snúið aftur til vinnu sinnar. Væru íbúar héraðs- ins orðnir langþreyttir á árangurs- lausu verkfalli. í viðtölum við verk- fallsmenn kom þó fram að þeir hefðu ekki enn gefið upp alla von. „Þó við Bretland: Mælt með einka- væðingu fangelsa London. Reuter. BRESK yfirvöld áforma að fela einkaaðilum að reka fangelsi til að reyna að draga úr þrengslum í breskum fangelsum og bæta að- búnað fanganna, segir í nýútkom- inni skýrslu stjórnarnefndar um úrbætur á sviði betrunarmála. „Við þurfum á dirfsku og ímynd- unarafli að halda til að finna Ieið- ir til þess að fangelsi landsins geti orðið við þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar,“ segir Douglas Hurd, innanrikisráðherra Bretlands, í samtali við Reuters- fréttastofuna. Þrengsli og óþrifnaður í breskum fangelsum hafa valdið fangaupp- reisnum undanfarin tvö ár. Embætt- ismenn sem starfa að fangelsismál- um segja að ekki standi til að einka- væða þau fangelsi, sem þegar eru starfandi, heldur fela einkaaðilum að reka nýjar betrunarstofnanir, ein- ir og sér eða í samvinnu við hið opin- bera. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessa róttæku hugmynd og spá því að einkareksturinn komi niður á hreinlæti, starfsmannafjölda og öðr- um aðbúnaði fanganna. Auk þess væri það hættulegt fyrir almanna- heill ef einkafyrirtæki sæju sér hag í því að afbrotamönnum fjölgaði. Skýrslan um nýbreytni I fangelsis- málum er til umræðu fram í nóvem- ber en þá verður hafinn undirbúning- ur að lagafrumvarpi sem leggja á fyrir þingið í lok næsta árs. hættum verkfallinu þýðir það ekki að deilan sé leyst," sagði einn þeirra. Sjá „Forystumenn andófsins . . .“ á bls. 31. Búrma: Ne Win segir af sér Rangoon. Reuter. Sósíalistaflokkur Búrma sam- þykkti í gær afsögn formanns flokksins, Ne Wins, en hann hefur verið valdamesti maður landsins frá árinu 1962 þegar flokkurinn hrifsaði til sin völdin. Sósíalista- flokkurinn samþykkti einnig af- sögn Sans Yus, varaformanns flokksins, sem talinn hafði verið líklegur arftaki Ne Wins. Efnt var til flokksþings með stutt- um fyrirvara til að ræða viðbrögð við fimm mánaða óeirðum í landinu sem kostað hafa 200 manns lífið. Ne Win bauðst til að segja af sér í upphafí þingsins og sagðist axla nokkra ábyrgð á hinu hörmulega ástandi í landinu. Stjómmálaskýr- endur draga í efa að leiðtoginn ætli að afsala sér öllum áhrifum. Afkomu íbúa Búrma hefur hrakað jafnt og þétt síðan Ne Win komst til valda. Fyrrum var Búrma eitt auðugasta land Asíu en á síðasta ári kölluðu alþjóðastofnanir landið van- þróaðasta ríki heims. Ekki hefur verið ákveðið hver verður eftirmaður Ne Wins, sem er 77 ára gamall. Flokksráðstefnan hafnaði hins vegar tillögu hans um þjóðaratkvæðagreiðslu til að skera úr um hvort leggja ætti niður eins- flokkskerfið. Sjá einnig „Af erlendum vett- vangi“ á miðopnu blaðsins. Ofur- hugi í Hong Kong Breski hermað- urinn Peter Dahle býst til að láta síga nið- ur eftir Hope- well Center, sem er 196 m á hæð og hæsta bygging Hong Kong. Dahle tókst ætlunar- verk sitt, setti heimsmet og aflaði dágóðs fjár til góð- gerðarmála í leiðinni. Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.