Morgunblaðið - 26.07.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 26.07.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 13 Ríkissljóm á villigötum eftirAlbert Guðmundsson Oft hefí ég vakið athygli á því, að svo ólíkir eru þeir stjórnmála- flokkar, sem að núverandi ríkis- stjórn standa, að útilokað er að þeir geti komið sér saman um stefnur í efnahags- og fjármálum, enda líður senn að því að þeir hafi deilt í heila öld um markmið og leiðir. Ríkisstjórnin kemur ekki saman, án þess að fjölmiðlar upp- lýsi þjóðina um ágreining og hugs- anleg stjómarslit. Þessar eilífu eij- ur hafa ill áhrif á fólkið í landinu, sem fylgist vel með gangi mála frá degi til dags. A sama tíma berast góðar fregn- ir af afreksmönnum okkar. Sjó- menn, bændur og verkamenn færa þjóðarbúinu betri afkomuskilyrði árlega, en afkomu fólks versnar sífellt vegna stjómvaldsaðgerða, eða aðgerðaleysis. Aðgerðir ríkis- stjómarinnar, sem allar miða að því að færa halla ríkissjóðs yfir á fólkið, með hærri og fleiri sköttum, er röng og veikir þjóðfélagið sem heild. Þessi skattastefna er að breyta góðu þjóðfélagi í vont. Ríkis- stjómin verður að breyta um stefnu, eða fara frá völdum, áður en skaðinn verður óbætanlegur. Staða einstaklinga og fyrirtækja veikist stöðugt, og það boðar ekk- ert gott. Komist Borgaraflokkurinn til áhrifa eða valda í þjóðfélaginu mun hann fella niður ýmsar álögur sem þessi ríkisstjóm „frjálshyggjunnar" hefur sett á, t.d. 25% matarskattinn o.fl. Borgaraflokkurinn berst fyrir „litla manninn" og gerir sér ljóst, að með því að einstaklingar fái að halda sem mestu af aflafé til eigin ráðstöfunar styrkist hann og fjöldi sjálfstæðra - einstaklinga myndar sterkt þjóðfélag. Efnahags- og fé- lagslega fijálsir og sterkir einstakl- ingar mynda þá undirstöðu sem heilbrigt þjóðfélag þarfnast til upp- byggingar sem standa skal traust til langs tíma. Ríkisstjóm sem veikir undirstöð- una með endurteknum mistökum verður að láta af stjóm, annars er framtíðin í hættu, því framtíðin hefst með hveijum byijuðum klukkutíma. Við höfum ekki efni á að tapa tíma eftir tíma ónotuðum inní fortíðina. Við verðum að skilja, áð það sem var framundan í gær, er fortíð í dag. Ekki er liðið nema eitt ár, 12 mánuðir, síðan ríkisstjórnin lýsti stefnu sinni: Albert Guðmundsson „íslenzka þjóðin verður að taka saman höndum gegn aðsteðjandi vanda, undir nýrri forustu, eigi hún að haldajafnvægi, virðingu og sjálfstæði. Flokkspólitík verður að vikja fyrir hags- munum heildarinnar.“ 1. Fjárlög áttu að sýna útgjalda- , lækkun. — Útgjöld Qárlaga hækkuðu um 50%. 2. Skattar áttu að lækka, en skattar hækkuðu um ca. 25 milljarða til að jafna niður- stöðu fjárlaga. 3. Fjárlög áttu að verða halla- laus. Halli á fjárlögum mun aukast. 4. Verðbólga átti að minnka. Verðbólga hefur aukist. 5. Vextir áttu að lækka. — Vext- ir hafa hækkað. 6. Erlendar lántökur áttu að minnka. — Erlendar lántökur hafa aukist. 7. Viðskiptahalli átti að lækka. — Viðskiptahallinn eykst. 8. Eldsneyti lækkar á heims- markaði en hækkar hérlendis. 9. Forsætisráðherra kennir ytri aðstæðum um ógöngur ríkis- stjómarinnar, á meðan erlend- ar skuldir þjóðarinnar fara yfir 100 milljarða. 10. Ríkisstjórnin hótar nú laga- setningu á bankakerfið af- hendi þeir ekki innlánsfé fólks- ins ríkissjóði til afnota, í stað þess að íjármagna vinnumark- aðinn. 11. Nú leitar ríkisstjórnin að er- lendum bönkum til þátttöku í íslenzku peninga- og efna- hagslífi, til að koma í veg fyr- ir þjóðargjaldþrot vegna mis- taka sinna. Hver hugsandi maður hlýtur að gera sér grein fyrir því, að í um- ferð í peningakerfi þjóðarinnar er engin íslenzk króna, hér veltum við erlendu lánsfé. Hvað er þá langt í skerðingu á sjálfstæði þjóðarinnar? Stefna ríkisstjórnarinnar er röng. Við emm komin yfir hættu- mörk þegar bæði einstaklingar og fýrirtæki em komin í sjálfheldu. Framkvæmdastjóri Verzlunar- ráðs Islands héldur því fram, að yfir 100 fyrirtæki muni hætta starfsemi sinni innan tíðar. Segir það sína sögu. íslenzka þjóðin verður að taka saman höndum gegn aðsteðjandi vanda, undir nýrri fomstu, eigi hún að halda jafnvægi, virðingu og sjálfstæði. Flokkspólitík verður að víkja fyrir hagsmunum heildarinn- ar. Sjálfumglaðir ráðherrar halda því fram að þeir einir séu færir til að sitja í ríkisstjórn. Það er rangt. Vandamálin verða ekki leyst með stóryrtum yfirlýsingum eða stráks- legri framkomu í fjölmiðlum. Sam- takamáttur almennings er sá eini kraftur sem leysa þarf úr læðingi, landi og þjóð til hagsbóta. Höfundur er formaður Borgara- flokksins. Karamellufyllt Síríussúkkulaði. Ómótstæðilega Ijúffeng karamellufylling í þessu góða súkkulaði. Piparmyntufyllt Síríussúkkulaði. Það stenst nú enginn, - hefur þó verið reynt. Appelsínufyllt Síríussúkkulaði. Hreinasta sælgæti og ekki orð um það meir. Jarðarberjafyllt Síríussúkkulaði. Ilmandi jarðarberjafyll- ingin, komin í Síríus súkkulaði, lætur engan ósnortinn. ... FYLLTAR NÝJUNGAR Mh&SMus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.