Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988
25
„Hrynji landsbyggðin,
fer Reykjavík sömu leið“
eftir Hallgrím
Sveinsson
Reykjavík er ein af perlum þjóð-
arinnar. Hún er líka einn af þeim
ásum sem þjóðlífið snýst um. En
höfuðborgin á að vera styrkur þjóð-
arinnar en ekki veikleiki.
Glæst torg og fagrar byggingar
einkenna gjarnan slíkar borgir.
Þannig vilja menn hafa það. En sé
of miklu hrúgað á einn punkt lands-
ins, of margar hallir reistar, of
mörgu fólki smalað saman á einn
stað á landinu miðað við aðra parta
þess, er hætta á ferðum. Hættan
er sú að það sporðreisist í óbeinni
merkingu þess orðs.
Hallgrímur Sveinsson
„Miðað við það sem á
hefur gengið í bygging-
armálum Reykjavíkur
undanfarin misseri eru
þetta hreint ótrúleg
tíðindi. Það er erfitt
fyrir venjulegt fólk að
skilja svona áætlanir.“
Halldór Blöndal alþingismaður
skrifar í Morgunblaðið nýlega að
Reykvíkingar skilji nauðsyn þess
að landsbyggðin haldi velli, því
hrynji hún fari Reykjavík sömu leið.
Hér hittir alþingismaðurinn nagl-
ann á höfuðið, því hvort sem mönn-
um líkar betur eða verr, eru hags-
munir þessara aðila nefnilega ofnir
úr einum og sama þræðinum.
Njáll heitinn á Bergþórshvoli
hafði gjarnan þann háttinn á að
láta segja sér þrisvar ótrúleg tíðindi.
Ýmsum landsmönnum hefur líklega
orðið sem Njáli, þegar það spurðist
út, að einmitt í þann mund sem
ýmis útflutningsfyrirtæki lands-
manna ramba á barrhi gjaldþrots,
ætlaði eitt af fyrirtækjum
Reykjavíkurborgar að láta reisa sér
snúningsapparat nokkurt á
Öskjuhlíð, einhvers konar veitinga-
stað sem snerist í hringi. Kostnað-
arverð: Nokkur hundruð milljónir
króna. I hringsjá þessari mun eiga
Vestur-þýskir
vörulyftarar
^ Globus?
LÁGMÚLA5. S. 681555.
að sjást of heima alla, eins og stend-
ur í fomum texta.
Miðað við það sem á hefur geng-
ið í byggingarmálum Reykjavíkur
undanfarin misseri eru þetta hreint
ótrúleg tíðindi. Það er erfitt fyrir
venjulegt fólk að skilja svona áætl-
anir, því svo virðist sem veitinga-
staðir og hótel séu nánast á hverju
götuhomi í okkar ágætu höfuðborg.
En miðað við þann hrunadans sem
stiginn er nú sem óðast í okkar litla
þjóðfélagi, er þetta kannski ofur
skiljanlegt.
Strangt tekið má segja að það
komi ekki öðmm við hvernig
Reykjavíkurborg ráðstafar sínum
fjármunum. Fyrirhugað nývirki á
Öskjuhlíð er þó þess eðlis að menn
hljóta að hafa á því misjafnar skoð-
annir. Er ekki annað að sjá en hér
sé um gjörsamlega óþarfa fram-
kvæmd að ræða og mjög skaðlega
miðað við ástand óg horfur í þjóð-
málum okkar í dag. Heppilegra
væri fýrir bæði höfuðborgina og
landsbyggðina að umræddir fjár-
munir, kannski hátt í milljarður
króna, fengju að vistast áfram í
bankakerfinu. Það yrði beinlínis til
þess að minna yrði tekið af erlend-
um lánum, en margir telja að við
séum komnir á ystu nöf í þeim efn-
um.
Og meðal annarra orða. Hvar
skyldi Reykjavíkurborg fá alla
þessa peninga?
Höfundur er bóndi á Hrafnseyri
og skólastjóri Grunnskólans á
Þingeyri.
/
P
Skemmtun
ÁN
ÁFENGIS qq
X
%
o
%
Sparif é þitt rýrnar
ekki ef þú f járfestir
ríkissjóds
■
‘Ki
Það eru margar ástæður fyrir því að spariskírteini
ríkissjóðs eru einn vænlegasti kostur sparifjáreig-
enda í dag. Spariskírteini ríkissjóðs eru einföld og
jafnframt ein öruggasta ávöxtunarleið, sem völ er á.
Spariskírteinin eru verðtryggð, sem kemur í veg
fyrir að sparifé þitt rýrni og bera auk þess allt að
8,5% vexti. Og ekki má gleyma að spariskírteinin
eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í
bönkum. Spariskírteini ríkissjóðs eru því án efa
rétti kosturinn fyrir þig.
Verðtryggð spariskírteini til sölu núna:
FLOKKUR LÁNSTÍMI ÁVÖXTUN GJALDDAG!
l.fl. D 3 ár 8,5% 1. feb.’91
1. fl. A 6/10 ár 7,2% 1. feb.’94—’98
Ávöxtun ríkisvíxla er nú
allt að 43,13% á ári.
Nú eru forvextir á ríkisvíxlum 34,3% sem jafngildir
43,13% eftirá greiddum vöxtum miðað við 90 daga
lánstíma. Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til að
ávaxta skammtímafjármuni.
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka ísiands og
hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru við-
skiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land
allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í
Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar,
svo og spariskírteinin, í síma 91-699863, greiöa
með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síð-
an send í ábyrgðarpósti.
RIKISSJOÐUR ISLANDS