Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988
Volvo fellur algjörlega
saman við rekstur okkar
- segja eigendur Brimborgar hf.
„ÞETTA fellur algjörlega saman við rekstur okkar vegna þess að
við erum með litla bíla og þegar fólk vill stærri bíla höfum við tap-
að því frá okkur. Nú getum við boðið Daihatsu-eigendum stærri
bUa og Volvo-eigendum getum við boðið litla bíla, til dæmis sem
annan bU í fjölskyldu, og við getum líka boðið þeim jeppa,“ sögðu
þeir félagsir Sigtryggur Helgason og Jóhann Jóhannsson í gær.
Þeir eru aðaleigendur Brimborgar hf., sem hefur keypt Volvo umboð-
ið Velti hf. eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu.
Sigtryggur sagði að beinar samn-
ingaviðræður um kaupin hefðu
staðið yfír í heila viku þar til geng-
ið var frá samningum á föstudag.
Viðræðumar fóru fram með milli-
göngu fulltrúa Volvo ab frá Svíþjóð.
„Við göngum inn í samninga Veltis
við Volvo ab í Svíþjóð. Þeir em
búnir að kynna sér okkar starfsemi
hjá Daihatsu og leist vel á,“ sagði
Sigtryggur. Könnunarviðræður
fulltrúa Volvo fóm fram við 6 aðra
aðila áður en gengið var til samn-
inga við Brimborg hf.
Jóhann Jóhannsson sagði að þeir
stefndu að því að flytja alla starf-
semina að Bfldshöfða 6; þar sem
Volvo verkstæðið er nú. I gær vom
starfsmenn Brimborgar í óða önn
að undirbúa flutning verkstæðis og
varahlutaþjónustu. „Hér í þessu
húsi verður öll viðgerðar- og við-
haldsþjónusta," sagði Jóhann. „í
austurendanum verður vömbíla-
verkstæði og hér í vesturendanum
verða fólksbílaverkstæði og vara-
hlutaverslunin. Fyrst um sinn verða
skrifstofur og bílasala í Ármúla 23,
en við ætlum að byggja hér vestan
við og hafa alla starfsemina á einum
stað. Þá munum við selja Ármúl-
ann.“ Jóhann sagðist giska á að
verðmæti fasteignanna við Ármúla
væri á bilinu 60 til 70 milljónir
króna. „Ég held að mér sé óhætt
að fullyrða, að hér verði eitt full-
komnasta og best búna verkstæði
landsins. Við munum leggja alla
áherslu á að veita góða þjónustu, á
því byggjast þessi viðskipti."
Þeir Jóhann og Sigtryggur kváð-
ust vera bjartsýnir á gengi hins
nýja reksturs. „Við gemm okkur
grein fyrir því að það verður róleg
sala á næstunni, en það verður eins
og alltaf í íslensku efnahagslífí ekki
lengi að jafna sig. Volvo hefur mjög
stöðugan kaupendahóp. Við emm
búnir að margreikna dæmið fram
og aftur með bæði óhagstæðustu
og bestu möguleikum og við höfum
sannfærst um að það gengur upp,“
sagði Sigtryggur.
Þeir kváðu of snemmt enn að
segja með fullri vissu hvernig þeir
muni reka starfsemi Volvo. Þó er
ákveðið að þeir verða með fólksbíla,
vömbíla og vinnuvélar frá Volvo
og alla þjónustu þar að lútandi. Enn
er óráðið hvort Brimborg mun verða
með Volvo Penta bátavélamar.
„Við emm fyrst og fremst með bíla,
bátar hafa ekki verið okkar svið,
en þetta skýrist á næstunni," sagði
Jóhann. Þeir félagar sögðust munu
kynna Volvo bfla með svipuðu sniði
og gert hefur verið. „Við munum
í verðbréfadeild Aðalbanka og í útibúum Landsbankans um land allt fást
örugg og ábatasöm skuldabréf.
Bankabréf Landsbankans gefa 9,75% ársávöxtun umfram verðtryggingu
og skuldabréf Iðnþróunarsjóðs 8,3% - 9,1% ársávöxtun umfram verðtrygg-
ingu. Ýmis skuldabréf traustra fyrirtækja 10,5% - 11,5%. í gegnum Verð-
bréfaþingið kaupum við og seljum eldri spariskírteini Ríkissjóðs, lágmarks
kaup- og söluþóknun.
Leitið upplýsinga og ráðgjafar hjá Verðbréfaviðskiptum, Fjármálasviði,
Laugavegi 7, sími 606600
(innanhússsímar 388/391/392).
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Strax í gærmorgun hófust starfsmenn Brimborgar handa við að
flytja úr Ármúlanum upp á Bíldshöfða. Hér er ein starfsstúlkan að
bera út vörur. Framvegis verður viðgerðar- og varahlutaþjónusta
fyrir Daihatsu og Volvo bíla og Toyota saumavélar á Bíldshöfða 6.
Skrifstofur og bílasala verða fyrst um sinn við Ármúla 23.
gera allt til þess að viðhalda því á íslandj og treysta ímynd þeirra í
góða áliti sem Volvo bílar hafa hér hugum íslendinga."
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Knattspyrnumenn á Selfossi leggja gangstígana við Geysi. I baksýn
gýs Strokkur.
Gerð gangstíga
hafin við Geysi
Selfossi.
LAGNING gangstiga á hverasvæð-
inu við Geysi í Haukadal hófst um
helgina. Þá tóku til hendinni liðs-
menn knattspyrnuliðs Selfoss sem
annast verkið. Gangstígarnir
verða 2.500 fermetrar alls og verð-
ur hluti þeirra lagður í ár.
Fyrsti áfanginn í steinlögn gang-
stíganna er frá aðalhliðinu og áleiðis
upp hallann. Litur steinanna fellur
vel að umhverfinu, þeir eru gulir,
brúnir og rauðir. í framhaldi af þess-
um framkvæmdum eru á döfínni í
náinni framtíð frekari verkefni til að
beina umferð gesta eftir ákveðnum
og öruggum leiðum um svæðið.
Áður en knattspymumennimir
hófust handa við steinlögnina hafði
Sigurður Karlsson verktaki á Selfossi
og ötull liðsmaður knattspymumanna
verið með tæki sfn í Haukadal við
að skipta um jarðveg í stígunum.
Alls vom grafín 80 bílhlöss upp úr
aðalstígnum en 100 sett í staðinn af
möl.
Það var létt yfir knattspymustrák-
unum við steinlögnina og gamanyrðin
fuku. Haft var á orði að nú væri eins
gott að mata vel framlínuna í stein-
lögninni svo verkið gengi. Menn full-
yrtu að svona töm, eftir leik sem
menn voru ekki of ánægðir með
kvöldið áður, væri hressileg tilbreyt-
ing sem þjappaði mönnum saman
fyrir komandi leiki. Annars eru knatt-
spymuáhugamenn á Selfossi ekki
óvanir gangstéttavinnu þvi undanfar-
in ár hafa þeir steypt mestallar gang-
stéttir fýrir bæjarfélagið.
— Sig. Jóns.
|toi QaQflbvd
ISLENSKT HOTELIALFARALEIÐ
Eigendur: Ingibjörg Sigurðardóttirog Kristján Karl Guðjónsson
Hóteliö ergamalt óöalssetur, sem hefur veriö endurnýjaö og
búiö öllum nútima þægindum. Rúmgóö herbergi meö baöi,
síma og sjón varpi, notalegur veitingastaöur og bar.
Aöeins 5 mín. gangur aö útisundlaug og golfvellir í 20 km
fjarlægÖ. Hóteliö er staösett imiöjum Móseldalnum iLuxem-
borg, á milli Findelflugvallar (20 km) og hinnar sðgufrægu
verslunarborgar Trier (18 km) i Þýskalandi.
Daemi um verð:_____________________________
Eins manns herbergi m/morgunv. kr. 2.300,-
2ja manna herbergi m/morgunv. kr. 3.200,-
2ja manna herb. m/morgunv. (3 nætur eða fl.) kr. 2.700,-
w
líoí jpmiolicrt
32 RUE DE TREVES
6793, GREVENMACHER, LUXEMBOURG
Sími: (352) 75717 & 75718. Telex 60446.