Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 38

Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Heilsugæslan Álftamýri Starfskraftur óskast til ræstinga. Upplýsingar í síma 688550 frá kl. 08.00- 17.00. Sauðárkrókur - blaðberar Blaðbera vantar í Hlíðahverfi. Upplýsingar í síma 95-5888. Sumarafleysingar Þurfum að ráða starfskraft í afleysingar í mötuneyti okkar á Sölvhólsgötu 4. Nánari upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 698320. Ritari - lögmannsstofa Ritari óskast á lögmannsstofu. Reynsla á tölvu er æskileg svo og góð íslensku- og réttritunar- kunnátta. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 2. ágúst nk. merktar: „Samviskusemi og stundvísi - 13150". FJÓRPUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREVRI Sjúkraliðar Lausar stöður sjúkraliða í ágústmánuði og til frambúðar á eftirfarandi deildum: Lyflækningadeild. Sel, öldrunar- og hjúkrunardeild. B-deild, öldrunar- og hjúkrunardeild. Allar upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Ólína Torfadóttir, í síma 96-22100, við- talstími kl. 13.00-14.00 alla virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Starfskraftur óskast í mötuneyti Starfskraftur óskast í mötuneyti B.M. Vallár hf. Um heilsdagsstarf er að ræða. Upplýsingar í mötuneytinu á staðnum eða í síma 68 58 33. Bíidshöfða 3. Akureyrarbær auglýsir eftir deildarstjóra öldrunarþjónustu Starfið felst í yfirumsjón með öllum þáttum öldrunarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar, þ.e. dvalarheimili, hjúkrunarvist, vernduðum þjónustuíbúðum, dagvist fyrir aldraða, heimaþjónustu, félagsstarfi o.fl. Gerð er krafa um staðgóða þekkingu og reynslu á: - Stjórnun og mannaforráðum. - Rekstri. - Öldrunarþjónustu. Upplýsingar um starf þetta veita félagsmála- stjóri (sími 96-25880) og starfsmannastjóri (sími 96-21000) Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Skriflegum umsóknum skal beint til bæjar- stjóra. Bæjarstjórinn á Akureyri. Seltjarnarnesbær Félagsstarf aldraðra á Seltjarnarnesi óskar að ráða leiðbeinendur í föndurkennslu frá 1. september. Upplýsingar hjá félagsmálafulltrúa í síma 612100. Kennarar - Kennarar - Kennarar í Héraðsskólanum í Reykjanesi við ísafjarðar- djúp er mjög góð aðstáða til kennslu og mikil vinna fyrir fólk, sem vill standa í slíku starfi. Okkur bráðvantar tvo kennara til að kenna ensku, dönsku, íslensku, stærðfræði í 9. bekk og samfélagsgreinar. Mjög gott, ódýrt húsnæði, frír hiti. Þeir, sem áhuga hafa eða vildu forvitnast um störfin, vinsamlegast hafið samband í símum 94-4840 og 94-4841, eða skriflega. Skarphéðinn Ólafsson, skólastjóri. Barnaspítali Hringsins Aðstoðarlæknir óskast í námsstöðu í barna- lækningum á Barnaspítala Hringsins frá 1. nóvember 1988. Ráðning til tólf mánaða. Um er að ræða ábyrgðameiri aðstoðarlækn- isstörf, eftirlit með yngri aðstoðarlæknum, þátttöku í kennslu læknanema og e.t.v. ann- arra heilbrigðisstétta og þátttöku í rann- sóknastarfsemi. Umsækjendur þurfa að hafa almennt lækn- ingaleyfi og a.m.k. 6 mánaða starfsreynslu á barnadeild. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur forstöðulæknir Barnaspítala Hringsins, sími 601052. Umsóknir á umsóknareyðublaði lækna, ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfs- feril og meðmælum, sendist forstöðulækni Barnaspítala Hringsins, Víkingi H. Arnórs- syni, í umslagi merktu: Umsókn um aðstoðar- læknisstöðu. Aðstoðarlæknar óskast á Barnaspítala Hringsins frá 1. september 1988, 1. nóvem- ber 1988 og 1. janúar 1989. Ráðning til sex mánaða. Umsóknarfrestur um stöðu, sem ráða á í 1. september ertil 17. ágúst nk., en um hin- ar stöðurnar til 31. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur forstöðulæknir Barnaspítala Hringsins, sími 601052. Umsóknir á umsóknareyðublaði lækna, ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfs- feril og meðmælum, sendist forstöðulækni Barnaspítala Hringsins, Víkingi H. Arnórs- syni, í umslagi merktu: Umsókn um aðstoðar- læknisstöðu. Reykjavík, 24.júlí 1988. Ríkisspítalar - Landspítalinn. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉ1AGA STARFSHIANNAHALD LINDARGÖTU 9A Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar kennarastöður í íþróttum, íslensku og tölvu- fræði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst nk. Menn tamálaráðuneytið. Sunnuhlið Kópavogsbraut 1 Simi 45550 Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar í Kópavogi er lítið og notalegt hjúkrunar- heimili fyrir aldrað fólk. Þar er góð vinnuað- staða og barnaheimili fyrir börn starfsfólks. Til þess að veita sem besta þjónustu vantar okkur fagfólk. Deildarstjóri óskast frá 1. nóvember. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á allar vaktir sem fyrst. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 604163. Dalbær heimili aldraðra Hjúkrunarfræðingar ath. í alfaraleið, aðeins 43 km. frá Akureyri, stend- ur Dalvík. Dalvík er snyrtilegur ört vaxandi 1400 íbúa kaupstaður, sem hefur upp á margt að bjóða. Má þar helst nefna næga atvinnu, veðursæld og fallegt umhverfi, auk þess að hafa skóla- og íþróttaaðstöðu alla eins og hún gerist best. Dalvíkurbær starfrækir meðal annars Dalbæ - heimili aldraðra. Þar getum við bætt við okkur hjúkrunarfræðingi, sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi, spennandi og gef- andi starf. Hafir þú, hjúkrunarfræðingur góður, áhuga á því að komast í góða stöðu í umhverfi, sem er hið ákjósanlegasta til að ala upp börn, þar sem íbúð og barnapössun bíður þín, leit- aðu þá nánari upplýsinga hjá Halldóri S. Guðmundssyni, forstöðumanni í síma 96-61379 eða 61378.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.