Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988
43
l immw f
íturvaxnir keppendur með viðurkenningarskildi sína. Á verðlauna-
pallinum eru Magnús V. Magnússon, Torfi Ólafsson og Flosi Jónsson.
Torfi Ólafsson
sterkasti maður
landsbyggðarinnar
KEPPT var um titilinn „Sterk-
asti maður landsbyggðarinnar" á
Akureyri um helgina. Mótið fór
fram í miðbænum á föstudag og
á Akureyrarvelli laugardag.
Keppt var í átta aflþrautum.
Magnús V. Magnússon frá Seyð-
isfirði og Torfi Ólafsson deildu
með sér fyrsta og öðru sæti en
Flosi Jónsson frá Akureyri lenti
i þriðja sæti. Eftir að varpað
hafði verið hlutkesti um titiiinn
féll hann Torfa í skaut.
Fyrsta þrautin var hlaup með
hlass af Blöndufemum, 75 lítra f
hvorri hendi 30 metra vegalengd.
Þyngsti keppandinn, Torfi Ólafs-
son, reyndist léttastur á sér og hljóp
á 12,48 sekúndum. Þá var keppt í
að draga 80 kílóa burð af gosflösk-
um upp í 3,5 metra hæð. Magnús
V. Magnússon frá Seyðisfírði var
fljótastur í svifum, dró hlassið upp
á 5,57 sekúndum. Fyrri keppnis-
deginum lauk með því að þátttak-
endur voru spenntir fyrir tvo fólks-
bfla og drógu þá 50 metra vega-
lengd. Hér kom þyngdin Torfa
Ólafesyni í góðar þarfir, kom hann
bílunum f mark á 17,87 sekúndum.
Keppendur mættust aftur á Ak-
ureyrarvelli á laugardag. Þá átti
fyrir þeim að liggja að velta 425kg
„svinghjóli“ fimm sinnum. Sving-
Hundalíf í
stolnum bíl
LÖGREGLAN hefur ekki haft
hendur í hári þjófsins sem stal
bíl með tveimur hundum innan-
borðs í Aðalstræti aðfaranótt
laugardags. Bíllinn fannst í
Helgamagrastræti á laugardags-
kvöld. „Hundamir vom heilir á
húfi en ákaflega svangir og vora
búnir að skíta allt út. Þeir höfðu
augsýnilega ekki farið út úr
bílnum, en honum virtist ekki
hafa verið ekið langt,“ sagði
Hulda Sigurðardóttir eigandi
annars hundanna.
Hulda og eiginmaður hennar,
Ágúst Ásgrímsson, skildu lyklana
eftir í bílnum og brugðu sér í hús
um tvöleytið aðfaranótt laugardags.
Þegar þau komu út fimm mínútum
sfðar var bíllinn horfin. Lögreglu-
þjónn fann hann tæpum sólarhring
síðar, aðeins hundrað metrum frá
lögreglustöðinni. Farþegamir tveir,
fjögurra vetra tík af collie-kyni og
eins vetra hreinræktaður fjárhund-
ur, voru frelsinu fegnir. Þeim virð-
ist ekki hafa orðið meint af og héldu
hundarnir ótrauðir í veiðiferð með
Ágústi í gær.
Brotlenti einkaflugvél í Fnjóskadal:
„Rakst á smábarð og
kollsteypti vélinni“
hjólið er ættað úr Sauðamesvita,
fyrsta hljóðvita á íslandi, og er 55
ára gamalt. Var það mál manna
að þessi hrina hafi verið erfiðust í
keppninni. Aðeins þremur tókst að
ljúka fimm veltum. Magnús V.
Magnússon náði besta tímanum,
23,11 sekúndum.
Fimmta grein var flughamars-
kast. Hamarinn er 21 kg að þyngd
og áttu keppendur að henda honum
afturfyrir sig og yfir rá. Torfi Ólafs-
son sigraði er hann þeytti hamrin-
um yfir fimm metra. Sjötta keppnis-
greinin fólst í því að bera fjóra
misþunga bobbinga tíu metra vega-
lengd og tylla þeim upp á tunnur.
Byrjað var á 64 kg þungum bobb-
ingum, síðan 96 kg, þá 127 kg og
ioks 142 kg þungum bobbing, sem
reyndist sumum ofraun. Flosi Jóns-
son bar sigur úr býtum.
Að margra mati var frumlegasta
þraut keppninnar „fanganýlendu-
þraut". Islenskur línubelgur var
hlekkjaður við ökkla keppenda, sem
urðu að draga hann 15 metra vega-
lengd með 70 lítra belg í fanginu.
Torfi Ólafsson varð enn hlutskarp-
astur og geystist í mark í risastór-
um skrefum.
Fyrir síðustu þrautina voru Torfí
og Magnús jafnir með 45 stig, Flosi
í þriðja sæti með 31 stig, aðeins
stigi á undan Magnúsi Haukssyni.
Nú átti að hlaupa með tvo 35 kg
þunga fóðursekki 15 metra vega-
lengd. Öm Traustason sigraði
óvænt í þessari grein. Flosa tókst
að tryggja sér þriðja sætið með sigri
yfir Magnúsi þegar þeim var att
saman, en Torfi og Magnús vildu
ekki reyna með sér um fyrsta sæt-
ið. Kváðust þeir örþreyttir og tóku
ekki í mál að ljúka keppninni á
afgerandi hátt. Varpað var hlut-
kesti um titilinn og féll hann Torfa
í skaut, en hann vánn raunar fleiri
greinar en Magnús.
LÍTIL einshreyfils flugvél brot-
lenti við bæinn Sólvang í
Fnjóskadal á sunnudag. Flugmað-
urinn var einn í vélinni og slapp
hann nærri ómeiddur. Vélin, sem
er af gerðinni Belanca Scout og
ber einkennisstafina TF-JFK, er
illa farin. „Ég varð vélarvana í
um þijúþúsund feta hæð yfir
Ljósavatnsskarði og reyndi árang-
urslaust að koma mótomum i
gang,“ sagði Helgi Rafnsson flug-
maður vélarinnar.„Það var ekki
um annað að ræða en að finna
góðan blett til lendingar. Dlu heilli
rakst ég á lítið barð og við það
kollsteyptist vélin. Ég var reyrður
niður i þriggja punkta belti og
slapp því ákaflega vel.“ Að sögn
loftferðaeftirlitsins bendir allt til
þess að vélin hafi orðið bensínlaus.
Helgi kvaðst hafa flogið frá
Reykjavík fyrr um daginn til Búða
á Snæfellsnesi. Hann var á leið til
Akureyrar þegar óhappið varð.
„Þetta var sunnudagstúrinn minn og
ég ætlaði aftur suður með kvöldinu.
Eg sá að það var dimmt yfir Eyjafírð-
inum og ákvað því að fara niður
Bárðardalinn, ætlaði að fljúga yfir
Vaðlaheiðina inn til Akureyrar."
Helgi marðist á annarri löppinni og
olnboga en kennir sér einskis meins
að öðru leyti.
Heimamenn á Sólvangi voru á
engjum við heyskap og urðu því vitni
að óhappinu. Helgi komst út úr vél-
inni af eigin rammleik. Menn frá
Loftferðaeftirlitinu komu akandi frá
Reykjavík á sunnudagskvöld og var
vélin síðan flutt inn á Akureyri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Helgi Rafnsson flugmaður TF-JFK við vélina á Akureyrarflugvelli
í gærdag. Helgi slapp með skrekkinn er hann kollsteypti vélinni í
nauðlendingu i Fnjóskadal á sunnudag.
Flugvélin á slysstað á sunnudagskvöld. Morgunblaðið/Vigdís Kjartansdóttir
Fjögur leikrit í vetur
ÞRÍR leikarar verða fastráðnir
við Leikfélag Akureyrar í vetur,
en síðastliðinn vetur vora þeir
sjö. Fjögur leikrit verða fram-
sýnd i vetur, þeirra viðamest
verk bandariska höfundarins
Edwards Albee „Hver er hrædd-
ur við Virginiu Woolf?“. Inga
Bjarnason leikstýrir en i aðal-
hlutverkum verða hjónin Helga
Bachman og Helgi Skúlason.
Dagskrá vetrarins hefst í októ-
ber með sýningu á leikriti Araa
Ibsens, „Skjaldbakan kemst
þangað líka“. Um jólin verður
barnaleikritið „Emil i Kattholti"
á fjölunum og næsta vor verður
frumsýnt verkið „Blúndur og
blásýra" sem er þekkt sakamála-
og gamanleikrit.
Viðar Eggertsson leikstýrir verki
Árna Ibsens en í hlutverkum verða
Theódór Júlíusson og Þráinn Karls-
son. Ekki hefur verið gengið frá
Keppt á seglbrettum
á Pollinum um helgina
ráðningu leikara í Emil í Kattholti
en Sunna Borg mun leikstýra verk-
inu. Þá er ekki ljóst hveijir muni
standa að „Blúndum og blásýru",
sem væntanlegt er á fjalimar í lok
mars á næsta ári.
Ríki og bær hafa samþykkt að
veita auknu fé til rekstrar Leik-
félags Akureyrar, en í staðinn hefur
félagið axlað þá byrði að skila halla-
lausum rekstri. Uppgjör fyrir liðið
leikár liggur ekki fyrir en Ijóst er
að mikið tap var af viðamesta verk-
inu, Fiðlaranum á þakinu, að sögn
Amórs Benónýssonar leikhússtjóra.
„Það má orða það svo að leikfélag-
ið sé í einskonar millibilsástandi.
Við erum að reyna að finna eðlilegt
rekstrarform og sýnum því mikla
varkámi. Fjárhagsstaðan er mjög
þröng. Við tökum enga áhættu í
rekstrinum, teljum réttara að taka
listræna áhættu — skapa góða leik-
list,“ sagði Amór.
Amór sagði að verkin á dag-
skránni í vetur krefðust ekki jafn
margra leikara og oft áður. Færri
leikarar hefðu því verið fastráðnir
en undanfarin ár. Þrir leikafwr*
starfa við félagið í fullu starfi,
Marínó Þorsteinsson, Þráinn Karls-
son og Theódór Júlíusson. Á móti
kemur að lausráðnir leikarar verða
fengnir til að bera uppi veigamikil
hlutverk.
„Það er mikið púsluspil að reka
leikhús úti á landsbyggðinni, við
þurfum jafnan að velja verkin langt
fram í tímann til að geta hreppt
leikara áður en leikhúsin fyrir sunn-
an taka sínar ákvarðanir. Við verð-
um með fámennari verk í vetur en
oft áður, en þau em öll spennandi
og öndvegisfólk sem mun standa
að þeim. Frá sjónarmiði leiklistar-
innar verður þetta spennandi ve'i—
ur,“ sagði Arnór. „Að mínu mati
er hlutverk Leikfélags Akureyrar
geysimikilvægt í leikhúslifi lands-
ins. Það er því full ástæða til að
sýna ábyrgð í rekstrinum til þess
að ná stjóm á peningamálunum og
byggja upp fyrir þamæsta vetur.“
Seglbrettakeppni, svo nefnt
Fiðlaramót, fór fram á Pollinum
um helgina. Þátttakendur voru
fjórtán. Þetta er eitt af sterkustu
mótum í greininni i sumar en
gefur þó ekki punkta samkvæmt
reglum Sigiingasambands Is-
lands. Jóhann Orn Ævarsson úr
Kópavogi bar sigur úr býtum í
meistaraflokki en Anna María
Malmquist frá Akureyri í fyrsta
flokki.
Keppnin fór fram á föstudag og
laugardag en lokahóf f Fiðlaranum
á þakinu á sunnudag. Seglbretta-
kappamir þurftu að sigla ákveðna
leið á Pollinum, milli bauja. Þegar
upp var staðið hafði Jóhann Om
sigur í meistaraflokki, í öðru sæti
var Valtýr Guðmundsson frá Laug-
arvatni og í þriðja sæti Aron Reyn-
isson úr Kópavogi. í fyrsta flokki
varð Anna María sigurvegari, Finn-
ur Birgisson lenti í öðra sæti en
Signe Viðarsdóttir í þriðja sæti. Þau
era öll frá Akureyri.
STEFANIA
96-26366 AKUREYRI 96-26366