Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 45 Afmæliskveðja: Jóna Vilhjálms- dóttir Skagaströnd 15. júlí sl. varð Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, Lundi, Skaga- strönd, 70 ára. Hún er fædd á Siglufirði 15. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Aðal- björg Jónsdóttir frá Minna-Holti í Fljótum og maður hennar Vilhjálm- ur Magnús Vilhjálmsson frá Húna- koti í Þykkvabæ, er telur ætt sína að rekja til sr. Jóns Sigurðssonar er var prestur í Kálfholti er hafði að viðurnefni Jón Bægisárkálfur er talinn var af mörgum sonur sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá. Jóna ólst upp með systkinum sínum þar til hún var níu ára göm- ul. Þá fluttist hún til Reykjavíkur árlangt, en 1927 fór hún til dvalar að Ásbúðum á Skaga í Húnavatns- sýslu. Þar ólst hún upp hjá hinum merku hjónum Ásmundi Ámasyni og Steinunni Sveinsdóttur frá Hrauni. Þar átti hún góðu að mæta á þessum árum, þegar unglingurinn er að mótast. Jóna var ung stúlka á Mallandi á Skaga er hún kynntist efnis- manni, Skafta Jonassyni Fanndal frá Fjalli í Skagahreppi. Hafði for- eldrum Skafta búnast þar vel, túnið var stórt, greiðfærar engjar út frá því en snjóþungt á vetrum. Útræði var undir Brekkunni, er gaf á sjó. — Skafta var ætlað að verða bóndi á Fjalli, enda dugnaðarmaður til lands og sjávar. Jona og Skafti giftu sig á þjóð- hátíðardaginn 17. júní 1939 í Ketu- kirkju á þeim árstíma er sólin skín í heiði og fegurst er í Skagafirði. Sama dag giftu sig einnig í Ketu- kirkju Jóhanna Jónasdóttir, systir Skafta, og Angantýr Hilmar Jons- son ljóðskáld sonur Guðrúnar Árna- dóttur frá Lundi, skáldkonu, en móðir Jónu Vilhjálmsdóttur og Guð- rún frá Lundi í Fljótum voru bræðradætur. Var þetta hin hátíð- legasta stund meðal þeirra ætt- menna. Jona og Skafti hófu búskap á Fjalli 1939, en fluttu 1941 til Höfðakaupstaðar er allt benti til að væri í miklum uppgangi. — Skafti var fjölhæfur maður er var gott til vinnu og hafði nokkurn búskap með. Hann stundaði jafnan smíðar og sjómennsku. — Þau hjón fluttu nú í lítið timburhús er Skafti hafði smíðað úr sumarhúsi er Páll Kolka hafði átt við Blöndu og nefndu þau hjón húsið sitt Dags- brún. Þau hjón eignuðust 5 börn er hafa verið góðir þegnar þjóðfélags- ins, stofnað heimili og farnast vel. Þau eru: Hjalti áður langferða- bílstjóri milli Reykjavíkur og Skagastrandar, nú stætisvagnabíl- stjóri, Jónas bifreiðastjóri á Blöndu- ósi. Vilhjálmur starfar við frvstihús- ið á Hólanesi, Þorvaldur útgerðar- maður, og starfar mikið að félags- málum, Anna Eygló, sem býr í Njarðvíkum. Þessi börn hafa stofnað heimili með mökum sínum. Einnig ólst upp hjá þeim Jonu og Skafta Valdís Edda dótturdóttir þeirra, búsett á Skagaströnd. Alls eru afkomendurnir orðnir 32. Jona er heimiliskær, fjölhæf og hög til handanna. Ber heimili henn- ar þess vott að hún er listræn saumakona, margar myndir prýða heimili hennar sem hún hefur gert og gaf mér eina slíka er ég kvaddi söfnuðinn á Skagaströnd. Jóna Guðrún er þannig gerð að henni létt um mál í tali og að semja, enda ljóðelsk og hagmælt. Hafa birst' eftir hana greinar í Heima er best, sunnudagsblaði Tímans og Húnavöku. Hafa þær þótt góðar frásagnir. Jona er félagslynd og hefur starf- að í kvenfélaginu, Slysavarnafélag- inu og söng áður í kirkjukórnum. Hún er guðrækin kona og börn hennar sóttu vel kirkju, spurðu þau mig gjarnan á förnum vegi er ég kom í kaupstaðinn frá Höskulds- stöðum: „Er kirkja í dag?“ — Jóna hefur áhuga á nýrri kirkjubyggingu eins og maður hennar og hefur gengist fyrir flóamarkaði í fjáröfl- unarskyni. Við höfum haft góð kynni alla mína prestskapartíð. — Var það jafnan er ég hitti hana á förnum vegi að aldrei var mér svo þungt í skapi, að mér létti ekki eftir að við höfðum tekið tal saman. Lífsgleðin léttir manni jafnan lífsgönguna, enda var það svo í minni tíð norður þar að Jóna setti svip á staðinn. Um fjölda ára hafa þau hjón Jóna og Skafti búið í Lundi, sem er gott hús í miðjum stað, og unað þar hag sínum vel. En litla húsið Dagsbrún er nú horf- ið, en í stað þess er risið þriggja hæða hús er nefnist Dagsbrún og verður við komandi kirkjutorg. Þar er til húsa gisting og matsala, skrif- stofur sveitarstjóra og útgerðarfé- lagið Skagstrendingur og Hólanes^ hafa þar skrifstofur. Blessun fylgi þér Skagaströnd. Pétur Þ. Ingjaldsson Morgunblaðið biðst afsökunar á mistökum er urðu við vinnslu þessarar greinar í sl. sunnudags- blaði og birtir hana aftur hér. o Qp V/SA STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍULIÐS ÍSLANDS ?«?f EINA KORTIÐ sem veitir aögang aö hraöbönkum erlendis auk helmingi fleiri banka en nokkurt annað Meö VISA upp á vasann og PIN- númeriö* bak viö eyrað geturðu nælt þér í skotsilfur í skyndi - vasapeninga í réttri mynt - bara meö því aö ýta á hnapp - jafnt á kvöldin sem um helgar árið um kring. VISA opnar þér fleiri dyr en nokkurt annað greiðslukort. Á SJÖUNDU milljón viötökustaöa um veröld alla auk 220.000 banka og 26.000 hraðbanka á helstu ferðamannastöðum. *) Hafðu samband við VISA ÍSLAND ef þú þarft að fá PIN-númerið (persónulega innsláttarnúmerið þitt) endurútgefið. Dæmi: Hraðbankar Bankar Bretland 1.920 5.121 Bandarikin 12.293 65.111 Danmörk 150 560 Finnland 241 366 Allt sem þarf Dæmi: Hraðbankar Bankar Frakkland 2.399 13.034 Portúgal 278 350 Spánn 3.295 30.106 Svíþjóð 122 2.160
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.