Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988
45
Afmæliskveðja:
Jóna Vilhjálms-
dóttir Skagaströnd
15. júlí sl. varð Jóna Guðrún
Vilhjálmsdóttir, Lundi, Skaga-
strönd, 70 ára.
Hún er fædd á Siglufirði 15. júlí
1918. Foreldrar hennar voru Aðal-
björg Jónsdóttir frá Minna-Holti í
Fljótum og maður hennar Vilhjálm-
ur Magnús Vilhjálmsson frá Húna-
koti í Þykkvabæ, er telur ætt sína
að rekja til sr. Jóns Sigurðssonar
er var prestur í Kálfholti er hafði
að viðurnefni Jón Bægisárkálfur er
talinn var af mörgum sonur sr.
Jóns Þorlákssonar á Bægisá.
Jóna ólst upp með systkinum
sínum þar til hún var níu ára göm-
ul. Þá fluttist hún til Reykjavíkur
árlangt, en 1927 fór hún til dvalar
að Ásbúðum á Skaga í Húnavatns-
sýslu. Þar ólst hún upp hjá hinum
merku hjónum Ásmundi Ámasyni
og Steinunni Sveinsdóttur frá
Hrauni. Þar átti hún góðu að mæta
á þessum árum, þegar unglingurinn
er að mótast.
Jóna var ung stúlka á Mallandi
á Skaga er hún kynntist efnis-
manni, Skafta Jonassyni Fanndal
frá Fjalli í Skagahreppi. Hafði for-
eldrum Skafta búnast þar vel, túnið
var stórt, greiðfærar engjar út frá
því en snjóþungt á vetrum. Útræði
var undir Brekkunni, er gaf á sjó.
— Skafta var ætlað að verða bóndi
á Fjalli, enda dugnaðarmaður til
lands og sjávar.
Jona og Skafti giftu sig á þjóð-
hátíðardaginn 17. júní 1939 í Ketu-
kirkju á þeim árstíma er sólin skín
í heiði og fegurst er í Skagafirði.
Sama dag giftu sig einnig í Ketu-
kirkju Jóhanna Jónasdóttir, systir
Skafta, og Angantýr Hilmar Jons-
son ljóðskáld sonur Guðrúnar Árna-
dóttur frá Lundi, skáldkonu, en
móðir Jónu Vilhjálmsdóttur og Guð-
rún frá Lundi í Fljótum voru
bræðradætur. Var þetta hin hátíð-
legasta stund meðal þeirra ætt-
menna.
Jona og Skafti hófu búskap á
Fjalli 1939, en fluttu 1941 til
Höfðakaupstaðar er allt benti til
að væri í miklum uppgangi. —
Skafti var fjölhæfur maður er var
gott til vinnu og hafði nokkurn
búskap með. Hann stundaði jafnan
smíðar og sjómennsku. — Þau hjón
fluttu nú í lítið timburhús er Skafti
hafði smíðað úr sumarhúsi er Páll
Kolka hafði átt við Blöndu og
nefndu þau hjón húsið sitt Dags-
brún.
Þau hjón eignuðust 5 börn er
hafa verið góðir þegnar þjóðfélags-
ins, stofnað heimili og farnast vel.
Þau eru: Hjalti áður langferða-
bílstjóri milli Reykjavíkur og
Skagastrandar, nú stætisvagnabíl-
stjóri, Jónas bifreiðastjóri á Blöndu-
ósi. Vilhjálmur starfar við frvstihús-
ið á Hólanesi, Þorvaldur útgerðar-
maður, og starfar mikið að félags-
málum, Anna Eygló, sem býr í
Njarðvíkum.
Þessi börn hafa stofnað heimili
með mökum sínum. Einnig ólst upp
hjá þeim Jonu og Skafta Valdís
Edda dótturdóttir þeirra, búsett á
Skagaströnd.
Alls eru afkomendurnir orðnir
32.
Jona er heimiliskær, fjölhæf og
hög til handanna. Ber heimili henn-
ar þess vott að hún er listræn
saumakona, margar myndir prýða
heimili hennar sem hún hefur gert
og gaf mér eina slíka er ég kvaddi
söfnuðinn á Skagaströnd.
Jóna Guðrún er þannig gerð að
henni létt um mál í tali og að
semja, enda ljóðelsk og hagmælt.
Hafa birst' eftir hana greinar í
Heima er best, sunnudagsblaði
Tímans og Húnavöku. Hafa þær
þótt góðar frásagnir.
Jona er félagslynd og hefur starf-
að í kvenfélaginu, Slysavarnafélag-
inu og söng áður í kirkjukórnum.
Hún er guðrækin kona og börn
hennar sóttu vel kirkju, spurðu þau
mig gjarnan á förnum vegi er ég
kom í kaupstaðinn frá Höskulds-
stöðum: „Er kirkja í dag?“ — Jóna
hefur áhuga á nýrri kirkjubyggingu
eins og maður hennar og hefur
gengist fyrir flóamarkaði í fjáröfl-
unarskyni.
Við höfum haft góð kynni alla
mína prestskapartíð. — Var það
jafnan er ég hitti hana á förnum
vegi að aldrei var mér svo þungt í
skapi, að mér létti ekki eftir að við
höfðum tekið tal saman.
Lífsgleðin léttir manni jafnan
lífsgönguna, enda var það svo í
minni tíð norður þar að Jóna setti
svip á staðinn. Um fjölda ára hafa
þau hjón Jóna og Skafti búið í
Lundi, sem er gott hús í miðjum
stað, og unað þar hag sínum vel.
En litla húsið Dagsbrún er nú horf-
ið, en í stað þess er risið þriggja
hæða hús er nefnist Dagsbrún og
verður við komandi kirkjutorg. Þar
er til húsa gisting og matsala, skrif-
stofur sveitarstjóra og útgerðarfé-
lagið Skagstrendingur og Hólanes^
hafa þar skrifstofur.
Blessun fylgi þér Skagaströnd.
Pétur Þ. Ingjaldsson
Morgunblaðið biðst afsökunar
á mistökum er urðu við vinnslu
þessarar greinar í sl. sunnudags-
blaði og birtir hana aftur hér.
o Qp
V/SA
STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍULIÐS ÍSLANDS
?«?f
EINA KORTIÐ
sem veitir aögang aö hraöbönkum erlendis
auk helmingi fleiri banka en nokkurt annað
Meö VISA upp á vasann og PIN-
númeriö* bak viö eyrað geturðu
nælt þér í skotsilfur í skyndi -
vasapeninga í réttri mynt - bara
meö því aö ýta á hnapp - jafnt á
kvöldin sem um helgar árið um
kring.
VISA opnar þér fleiri dyr en
nokkurt annað greiðslukort.
Á SJÖUNDU milljón viötökustaöa
um veröld alla auk 220.000 banka
og 26.000 hraðbanka á helstu
ferðamannastöðum.
*) Hafðu samband við VISA ÍSLAND ef þú þarft að fá
PIN-númerið (persónulega innsláttarnúmerið þitt)
endurútgefið.
Dæmi: Hraðbankar Bankar
Bretland 1.920 5.121
Bandarikin 12.293 65.111
Danmörk 150 560
Finnland 241 366
Allt sem þarf
Dæmi: Hraðbankar Bankar
Frakkland 2.399 13.034
Portúgal 278 350
Spánn 3.295 30.106
Svíþjóð 122 2.160