Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 47

Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI 1988 47 Afmæliskveðja: Guðni Guðjóns- son frá Brekkum Guðni Guðjónsson frá Brekkum í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, varð 90 ára 11. júní sl. Guðni er mikilhæfur maður, stálminnugur og djúpgrindur og mjög virðulegur eldri borgari. Mér er alltaf minnis- stætt þegar Guðni hélt fyrirlestur og sagði frá ýmsu fróðlegu frá því í gamla daga í opnu húsi í Tryggva- skála, hvað hann sagði vel frá og flutti sín erindi vel og þá var ekki skvaldur og fólk að tala saman, því allir vildu heyra hvert orð sem Guðni sagði. En minnisstæðast er mér þegar okkar skemmtilega for- stöðukona, Inga Bjamadóttir, bað eldri borgara í Tryggvaskála að segja frá ástarævintýrum sínum á yngri árum, og einnig að skilgreina hvað ást væri. Guðni var með þeim fyrstu sem flutti fyrirlestur um ást- ina. Guðni er mikill fræðimaður og á margt skrifað eftir sig. Ég yrði ekki hissa þó að kæmi út bók um þann mikla fræðimann, og það sem fyrst. Jafnframt vonast ég til að erindið hans um ástina verði í bók- inni. Guðni giftist 1922 dugmikilli og fallegri konu, Jónínu G. Jónsdóttur, sem var fædd 5. júní 1902, dáin 16. júní 1969 og áttu þau 12 böm og eru 9 þeirra á lífi nú, allt myndar- fólk, duglegt og heiðarlegt eins og þau eiga kyn til í báðar ættir. Guðni segir að ekkert af þeim hafi lent undir manna hendur, eins og al- gengt er nú til dags. Guðni segir jafnframt að í gamla daga í sveit- inni hafi bömin farið að vinna svo snemma sem þau gátu, en nú er ekkert að gera fyrir börnin, og þess vegna lenda þau oft út á rangar og ljótar brautir. Guðni smíðaði öll sín hús sjálfur. Peningshúsi fyrst, hlóð þau úr torfi og gijóti, og standa þau enn og er það góður minnisvarði um hinn gamla mann. Einnig smíðaði hann íbúðarhús sitt úr timbri og báru- jámi. Öm Johnsen forstjóri Flugfé- lags íslands keypti jörðina af Guðna árið 1971, en þá flutti Guðni til Reykjavíkur. Eftir 2 ár, 1973, flutti Guðni svo að Selfossi og hefur búið þar síðan. Eins og áður segir áttu þau heið- urshjónin 12 börn og komu þeim upp án allrar hjálpar. Þau em: Valgerður f. 14. júní 1920, gift Skúla Guðnasyni, Ingólfur f. 21. febrúar 1925, giftur Fanneyju Kristjánsdóttur, Guðmundur B. f. 1. apríl 1926, giftur Valgerði Þórð- ardóttur, Ágústa f. 20. ágúst 1927, gift Kristmundi Magnússyni, lést 5. febrúar 1980, Haraldur f. 14. desember 1929, giftur Ragnhildi Guðrúnu Pálsdóttur, Gunnar f. 7. mars 1930, giftur Erlu Guðmunds- dóttur, Hafsteinn f. 22. október 1932, ógiftur, Júlíus f. 16. október 1933, átti tvær dætur, lést 30. októ- ber 1968, Guðjón Sverrir f. 31. maí 1935, ógiftur, tvíburi, Dagbjört f. 1. september 1939, gift Jóni Þ. Brynjúlfssyni, Þorsteinn f. 19. júní, 1942, giftur Hrefnu Kristmunds- dóttur, tvíburi frá Sverri f. 31. maí 1935, dáinn á fyrsta ári, óskírður. Guðni fór 14 vertíðir til Vest- mannaeyja eftir að hann byijaði búskap, til að ná endum saman fjár- hagslega. Þá þekktist ekki að heimta allt af ríkinu. Barnabætur fengu þau hjón með tveim hinum yngstu barna sinna, segir Guðni. Jafnframt segir Guðni: Ef ég hefði fengið barnabætur frá tryggingum með 8 börnum okkar, þá hefði ég ekki þurft að fara á vertíð í Vestmannaeyjum. Kona Guðna var frábærlega myndarleg í verkum sínum og kunni að matbúa og nýta hráefnið frá búinu vel. Fyrstu árin áttu þau 50 til 60 kind- ur og 4 kýr. Þá þekktist ekki mjólk- ursala. Eftir að Guðni hætti á vert- íðum fór hann oft í vegavinnu eftir sauðburð, og þá stækkaði hann búið upp í 120 ær og 16 mjólkandi kýr, en þá var komin mjólkursala. 18 hross áttu þau hjónin og þar af fimm merar sem áttu folöld á hvetju ári, sem öll voru seld í sláturhús og fengu bændur 10 krónur fyrir kg og fannst bændum það lítið verð. Svo kom það fyrir að þau heiðurs- hjón Guðni og Jonína fóru til Reykjavíkur. Þá ofbauð bændahjón- unum hvað folaldakjötið og annað kjöt var mörgum sinnum dýrara en bændur fengu fyrir það sjálfir. Ja, heimur versnandi fer. Nú lætur ríkisstjórnin grafa kjötið niður held- ur en að selja neytendum það ódýr- ar. Guðni Guðjónsson hélt upp á 90 ára afmæli sitt í Inghól 11. júní sl. Guðni á 80 afkomendur þar af 75 á lífi, og munu flesir hans nánustu ættingjar hafa verið í áðurnefndu afmæli. Guðni fékk margar hlýjar heillaóskir þann dag, eins og reynd- ar oftar. Ég óska Guðna allra heilla í nútíð og framtíð, og þakka hans góðu kynni. Og alltaf sé ég það betur og betur eftir því sem ég eld- ist hvað það er mikil Guðs gjöf að eiga lífsgleði og vera svolítið ánægður með sjálfan sig, eins og Guðni vinur minn er. Heldur en þeir sem eru leiðir á lífinu og með minnimáttarkennd og komast ekki áfram í þessu jarðneska lífi. Kvíða hveijum komandi degi. Og á hveiju endar þessi lífsleiði. Það vitum við öll. Regina Thorarensen *SUMARHUSINU VEISLA í jeppa á fjalli eða í sumarhúsinu. Ekkert mál ef þú hefur G-þeytirjómann meðferðis. Skál og gaffall duga til að þeyt’ann. Hvort þú snarar svo fram heilli rjómatertu eða ímku kaffi fer eftii' tilefninu. geymsluþolimt ■ Volk«2>^ 0 PeytiriQmi G-ÞEYTIRJÓMI! - dulbúin ferðaveisl r™ í Kaupmannahöfn Stórt rúmgott hús meö allt aö 4 sætum og luxusinnréttingu. Aflmikil (high torque) 2600 cc vél, 102 hö DIN. Vökvastýri og 5 gíra kassi. • Sérlega hagstætt verð. Viö eigum aö auki til margar aörar geröir af MAZDA pallbílum meó bensín- eöa dieselvélum, meö eóa án aldrifs. Opið laugardaga frá kl.1-5 BILABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SÍMI 68 12 99 FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.