Morgunblaðið - 26.07.1988, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, -ÞRIÐJUÐAGUR 26: JÚLÍ 1988-'
Afmæliskveðia:
Jenný Jónsdóttir,
Eyjólfsstöðum
Jenný Jónsdóttir á Eyjólfsstöð-
um í Vatnsdal er níutíu ára í dag,
26. júlí.
Það verða margir vinir Jennýar
sem hugsa til hennar á afmælis-
daginn með hlýhug og þakklæti
fyrir kynni af konu sem gaf þeim
vilja til þess að mæta mörgu í lífinu
með ró og stillingu og finna styrk
í trúnni á hið góða.
Jenný Jónsdóttir er fædd á
Komsá í Vatnsdal. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ingibjörg Krist-
mundsdóttir og Jón Baldvinsson.
Þau voru fátæk eins og fiestir ís-
lendingar í þá daga. Ingibjörg var
bókhneigð, skáldmælt og kunni
mikið af kvæðum og vísum. Jón
var lagtækur og smiður góður.
Bæði voru þau hjónin dugleg og
horfðu til framtíðar eins og alda-
mótaskáldin í von um betri tíð fyr-
i'r land og lýð.
Jenný varð strax að vinna eins
Vetrartískan frá Roland Klein - Kit -
Burberrys - Mary Quant - YSL o.fl.
Búsáhöld - leikföng - sælgæti
-jólavöruro.fl.
BMi
LSHRAUNI 2 - SIMI 528S6
PÖNTUNARLISTINN
Yfir 1000 síður kr. 190,- (án bgj).
og kraftar hennar leyfðu. Það var
hlutskipti barna í þá daga. Brauð-
stritið var skóli lífsins.
Árið 1922 giftist Jenný Bjarna
Jónassyni, fæddum í Sauðanesi á
Ásum. Foreldrar hans voru fátæk
og á faraldsfæti. Tíu ára gamall
var Bjarni ráðinn á bæ í Vatnsdal
og varð hann upp frá því að sjá
um sig sjálfur. Fermingardaginn
sinn mátti hann strax að lokinni
athöfninni fara og sitja æmar.
Bjami var gæddum sterkum
vilja og þreki. Hann vildi strax
verða sjálfstæður með konu sinni,
fá jarðnæði og búa. Þau hjón hófu
fyrsta búskaparárið á Snærings-
stöðum í Vatnsdal, síðan á Breiða-
bólsstað, þá í skólahúsinu í Þingi.
Þaðan lá leiðin að Marðarnúpi í
Vatnsdal og svo að Hvammi í sömu
sveit. Þetta sýnir hve þá var erfitt
að fá fast jarðnæði og alls ekki til
kaups. Það lætur að líkum að við
slíkar aðstæður er erfitt að koma
undir sig fótunum. En von þeirra
hjóna um betra hlutskipti brást
ekki. Árið 1938 fengu þau Eyjólfs-
staði í Vatnsdal til ábúðar. Þau
hjónin Margrét og Þorsteinn, sem
áttu jörðina og höfðu búið þar lengi
°g byggt stórt og fallegt íbúðar-
hús, fluttu til Reykjavíkur til barna
sinna þar. Það þótti sjónarsviptir
að brottför þeirra enda heimilið
rómað fyrir myndarskap. Jenný og
Bjami sátu jörðina af mikilli reisn
og héldu uppi merki fyrri ábúenda.
Jenný talaði oft um það að stærsta
gæfa þeirra hjóna hefði verið að
eignast Eyjólfsstaði og láta þar
framtíðardrauminn rætast í upp-
byggingu á eignaijörð.
Kristín, kona mín, er dóttir
þeirra Margrétar og Þorsteins.
Hún og Ingibjörg, dóttir Jennýar
og Bjama, gengu saman í barna-
skóla og með þeim tókst vinátta
sem haldist hefur æ síðan.
Kona mín dvaldist oft sumar-
langt á Eyjólfsstöðum með dætur
okkar ungar. Þá kynntist ég vel
Eyjólfsstaðahjónunum og heimili
þeirra, björtu og hlýju þar sem
allt var í röð og reglu, heimili sem
veitti hvíld og frið frá erli dagsins.
Ég hef oft hugsað um að þetta
gamla og virðulega hús hefði sál
sem væri í verki með góðri hús-
móður, en það var Jenný sannar-
lega.
Ég man skemmtilegar stundir á
Eyjólfsstöðum og þá ekki síst töðu-
gjöldunum, þegar allir gengu
sparibúnir að veisluborði og dansað
var og sungið fram á nótt. Þá var
Jenný oft hrókur alls fagnaðar og
allir urðu að vera kátir og njóta
gleðinnar.
Mig grunar að Jenný geti gert
vísu en því flíkar hún ekki. Hún
kann eins og mamma hennar mik-
ið af kvæðum og vísum og flutti
þær af snilld þannig að merking
þeirra komst vel til skila.
Ég man enn þegar dóttir mín
lítil kom þjótandi í bæinn háorg-
andi, hljóp í fangið á Jennýju og
GARÐASTÁL
Aratuga ending - margir litir
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000
sagði að strákurinn hefði barið sig
og hún yrði að beija hann fyrir
sig. Jenný þrýsti henni að sér,
strauk tárin af kinnunum og spurði
síðan hægt og rólega: „Sástu nokk-
uð heimaganginn?" „Nei, en strák-
urinn er vondur," sagði telpan.
„Heimagangurinn þarf að fá
mjólkina sína eins og við matinn
okkar," sagði Jenný. „Má ég gefa
honum úr pelanum?“ spurði telpan.
„Já,“ svaraði Jenný. Tárin hurfu
úr augum telpunnar og hún hljóp
brosandi út með pelann. Þetta er
aðeins lítið dæmi um sáttfýsi, frið
og skilning Jennýjar sem líka var
alltaf reiðubúin að rétta veikum
hjálparhönd.
Jenný og Bjarni eignuðust þijú
börn: Ingibjörg sem gift er Ingvari
Steingrímssyni frá Hvammi og búa
þau á Eyjólfsstöðum; Jón kvæntan
Kristínu Lárusdóttur frá
Grímstungu og búa þau á Bakka
og Jóhönnu sem er ógift og býr á
Eyjólfsstöðum.
Jenný missti mann sinn árið
1981. Hann lá lengi sjúkur heima.
Hann vildi helst hvíla í faðmi fjöl-
skyldunnar. Það var aðdáunarvert
hvílíka umhyggju þær mæðgur
sýndu honum. Mér er minnisstæð
stund með þeim hjónum á Eyjólfs-
stöðum. Bjarni lá þá sjúkur og
máttfarinn í rúmi sínu. Jenný sat
hjá honum á rúmstokknum og þau
héldust í hendur. Allt í einu lyfti
Bjami höfðinu aðeins frá koddan-
um og sagði veikum rómi: „Þú
hefur alltaf verið styrkasta stoðin
mín.“ Höfuð hans hneig síðan á
svæfilinn og mók færðist yfir hann.
Jenný hélt höndum hans og þrýsti
þær. Það var ást, þakklæti og virð-
ing í svip þeirra.
Nú er Jenný níræð og býr í faðmi
dætra sinna og tengdasonar á
Eyjólfsstöðum sem gera henni allt
til þæginda. Hún er orðin gleymin
en man þó helst gamla tímann. Á
daginn situr hún lengstum í stóln-
um sínum, og mælir stundum vísur
af munni fram. Yfir henni hvílir
rósemd og virðuleiki. Hún minnir
á ljósið sem gefur birtu og hlýju.
Ég vil þakka Jennýju fyrir okkur
hjónin bæði og þá ekki síst fyrir
dætur okkar sem ætíð minnast
veru sinnar á Eyjólfsstöðum sem
sólskinsbletts í æsku sinni.
Ég og fjölskylda mín færum
Jennýju hjartanlegar hamingjuó-
skir á afmælisdaginn og óskum
þess að ævikvöld hennar megi
verða bjart og fagurt.
Guðlaugur Guðmundsson
Graegum
Graeoum
ÁTAKILANDGRÆÐSLU
LAUGAVEG1120,105 FEYKJAVlK
SlMI: (91)29711
Hlaupareiknlngur 251200
Búnaðarbankinn Hallu
<n <5
E ■?
-O £
« -2
k- Cf)
O'—
BiLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Umboðsmenn: Akureyri, Véladeild KEA—Reyðarfirði, Lykil
Njarðvíkum, Bílabragginn — Borgarnesi, Bílasala Vesturlands
Vestmannaeyjum, Garðar Arason
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR
er með glæsilegri bílum frá GM.
Snilldarleg hönnun og fallegt útlit.
Framhjóladrifinn með 3,0 Itr. V6 vél,
ásamtöllum aukabúnaði.
Fallegur bíll fyrir kr.1.463.000.