Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 50

Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Svanbjörg Amgríms- dóttir — Minning Fædd 26. maí 1903 Dáin 16. júlí 1988 Amma mín, Svanbjörg Arn- grímsdóttir, er dáin eftir langa sjúk- dómslegu, en einhvern veginn var ég alltaf að vona að hún myndi snúa heim í litla húsið sitt á Kamb- inum. Rétt er það, að hún var orðin ' 85 ára, en hún var búin að vera ferðafélagi minn og leiðbeinandi í hartnær 29 ár svo tómið er mikið eftir að hún hvarf inn á mér ókunn- ar slóðir. Amma bjó hjá okkur öll mín bemskuár, og þau vom fá kvöldin sem hún hafði ekki tíma til að segja mér svo sem eina sögu. Hún sagði mér heilmikið frá sinni eigin æsku, og fannst mér þessar endurminn- ingar hennar engu síðri en þjóðsög- ur Jóns Árnasonar sem amma las einnig fyrir mig. Reyndar lærði ég á þennan hátt að lesa í kjöltunni á ömmu. Seinna þegar við rifjuðum þetta upp, þá bætti hún iðulega við frásögn af sínu eigin lestrarnámi. Hún þráði svo mikið að læra að lesa, að hún sat á móti eldri bróður sínum og fylgdist með þegar verið var að kenna honum. Þetta varð til þess að hún lærði að lesa á hvolfí, og gerði hún það oft mér til gam- ans að leyfa mér að sjá þær að- farir. Lestrargleðin átti eftir að fylgja henni alla ævi, og varð jafn- framt ein sú besta gjöf sem hún gaf mér. Seinna þegar hún taldi að ég hefði þroska til, þá fór hún að segja mér frá æsku pabba og Dænda. Pabbi hafði átt við alvarleg veikindi að stríða sem unglingur og var rúm- liggjandi í nokkur ár. Reyndi hún þá jafnan að hafa ofan af fyrir honum, en það var erfitt fyrir óharðnaðan unglinginn að horfa á jafnaldra sína að leik. Dændi var mikill íþróttamaður, og keppti bæði í sundi og hlaupum. Rúmið hans pabba var fært að glugganum og þannig tók hann gjarnan tímann fyrir hlauparann. Pabbi horfðist í augu við veikindin með því að gera það sem honum þótti einna erfíð- SÍÐUSTU BÍLARNIR '88 TIL AFGREIÐSLU STRAX HONDA Á ÍSLANDI, Vatnagörðum 24, Rvík, sími 689900 AHONDA Við rýmum fyrir árgerð '89 og seljum síðustu HONDA CIVIC bílana árgerð 1988 með verulegum afslætti. Það er stór munur á HONDA og Öðrum japönskum bílum. HONDA hefur yfirbragð og glæsileik sem allir sækjast eftir. Nú er tækifærið að eignast HONDA glæsivagn á hagstæðu verði og góðum kjörum. Örfáum bílum óráðstafað. HONDA CIVIC 3ja dyra kostar nú frá kr. 575.000* VERÐ ÁÐUR 622.000 HONDA CIVIC SEDAN kostar nú frá kr. 669.500* VERÐ ÁÐUR 748.000 *að viðbættum kr. 21.000 fyrir ryðvörn og skráningu. Öll verð miðast við gengisskráningu 5. júlí 1988. HONDA CIVIC SEDAN 4ra dyra GL, 5 gíra Verð frá 669.500 Útborgun 25% 167.375 Eftirstöðvar 502.125 Verð frá 575.000 Útborgun 25% 143.750 Eftirstöðvar 431.250 Greiðast með jöfnum afborgunum í allt að 30 mánuði. Mánaðargreiðsla kr. 14.375 að viðbættum vöxtum. Greiðast með jöfnum afborgunum í allt að 30 mánuði. Mánaðargreiðsla kr. 16.738 að viðbættum vöxtum. HONDA CIVIC DX 3ja dyra, 5 gíra [H ast. Þessa sögu sagði amma mér oft, en það var ekki fyrr en seinna sem ég áttaði mig á því að hún var að sýna mér hvernig taka ætti ör- lögunum með æðruleysi. Það var á þennan hátt sem hún miðlaði af visku sinni frekar en að koma með umvandanir. En amma sýndi einnig fordæmi í verki. Kvöldið sem pabbi dó vorum við hin svo slegin að við áttum lítið aflögu handa öðrum. Þá sat amma með litla bróður inni í herbergi og reyndi að hugga hann. Þó þykist ég vita, að ef hennar hefði ekki verið þörf, þá hefði hún kosið að vera við hlið sonarins í dauðastríð- inu. Eins veit ég að hún flutti suður til að vera návistum við pabba, og að eftir fráfall hans langaði hana heim í húsið sitt, þar sem henni leið alltaf best. En hún vissi að hennar var enn þörf svo hún beið með að flytja í nokkur ár, eða þang- að til hún sá að við vorum komin yfir það versta. Síðustu árin átti amma við mikil veikindi að stríða. Hún bar sig þó alltaf vel, stundum um of, því seinna frétti ég að hún hefði hresst sig upp þegar ég hringdi, en legið svo örþreytt lengi á eftir. Þegar hún kom heim eftir að hafa fengið blóð- tappa í fótinn í fyrra skiptið, vildu læknarnir að hún væri hjá Dænda í einhvern tíma. En amma vildi heim í húsið sitt og var þess fullviss að ekkert illt gæti komið fyrir sig, enda fyndi hún svo oft fyrir nærveru pabba og afa þar. Það fylgja svo margar minningar þessu húsi, sagði hún mér, og bætti við að hún ætlaði að trúa mér fyrir nokkru. Hún færi nefnilega stundum á stjá á næturn- ar og brygði sér upp á háaloft, því þar geymdi hún svo margt sem tengdist liðinni tíð. Mér var nú frekar órótt því ég vissi að til að komast þangað upp þurfti að draga niður stiga sem var reyndar langt frá því að vera örugg- ur þar sem amma átti orðið erfitt um gang. Spurði þó hvort hún ætti erfítt með svefn fyrst hún notaði nóttina í svona príl. Þá dró amma augað í pung og skellihló. Nei, hún vildi bara ekki að neinn kæmi að henni, því sá hinn sami myndi þykj- ast vita betur hvað henni væri holl- ast, háaldraðri konunni, og reyna að koma í veg fyrir að þetta endur- tæki sig. Það er þessi mynd sem kemur oftast upp í huga minn, núna þegar hennar nýtur ekki lengur við. Ég hef sjaldan séð jafnmikla lífsgleði geisla af nokkrum manni eins og af henni ömmu minni í þetta skipti, og var hún þá komin að endamörk- um lífs síns. Við yngra fólkið meg- um læra mikið af henni. En nú er amma farin til móts við pabba og afa, og ég veit að þar munu faðir og sonur taka jafnvel á móti henni eins og sá sonurinn sem eftir er reyndist henni hér. Við amma töluðum oft um forlög- in og dauðann, sérstaklega í seinni tíð. Vorum við ásáttar um að þetta væri allt fyrirfram ákveðið og að dauðastundin væri í hendi Guðs. Þessi óbilandi trú ömmu á annað líf var jafnframt besta gjöfin sem hún gaf mér. Fyrir hönd Qölskyldu minnar Blómastofa Friðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.