Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988
53
Skipið, sem siglt var með í þess-
ari tilteknu ferð, heitir „Marielia"
og er í eigu Viking Line skipafélags-
ins, sem mun vera hið stórtækasta
í ferjuflutningum milli Finnlands
og Svíþjóðar, með um 50% af mark-
aðinum. Viking Line og Flugleiðir
hafa haft með sér ákveðna sam-
vinnu á undanförnum árum, sem
meðal annars felst í*því að Flugleið-
ir flytja fetjufarþega á milli Osló
og Stokkhólms á sérstökum
„pakkafargjöldum“. Þessi skemmti-
legi ferðamáti, að sigla á milli
Svíþjóðar og Finnlands, nýtur
sívaxandi vinsælda og er algengt
að fólk bregði sér í helgarferðir
þarna á milli, fram og til baka.
Eins færist í vöxt að fyrirtæki og
stofnanir efni til ráðstefnu- og
fundahalda um borð í feijunni enda
Horft úr brúnni á Mariellu. Morgunbiáðið/Björg H. Bjamason er aðstaða þar góð til slíkra hluta.
inni, vikuna eftir að við vorum þar,
með þáttöku fjölmargra stórmenna
úr jassheiminum.
Menningarlíf í Helsinki virðist
einnig vera með miklum blóma og
þar gefast mörg tækifæri til að
njóta göfugra lista og hámenningar
af ýmsu tagi. Nægir í því sambandi
að nefna Athenáum-listasafnið,
Þjóðminjasafnið, Helsinki-borgar-
safnið, Urho Kekkonen-safnið,
Mannerheim-safnið, Finnska Arki-
tektúrsafnið, svo fátt eitt sé nefnt
af því tagi. Leikhúslíf er einnig fjöl-
skrúðugt í borginni og auk Þjóðlei-
húss og Þjóðaróperu má finna þar
fjölmörg smærri leikhús og tón-
leikasali af ýmsu tagi.
Háþróaður Sauna-kúltúr
Af öllu markverðu úr finnskri
menningu er gufubaðskúltúrinn þó
líklega markverðastur. Saunaböð
eru upprunnin í Finnlandi og hafa
þaðan breiðst út um víða veröld.
Sanna saunu er þó hvergi hægt að
upplifa nema í Finnlandi. Þar í landi
eru saunaböðin stór hluti af daglegu
lífi og Finnar taka þau mjög alvar-
lega. Sagt er að menn geti farið
niðrandi orðum um nánast allt sem
viðkemur dagiegu lífi hins almenna
Finna, bílinn hans, húsið, konuna
og bömin, en ef þú talar illa um
saununa hans verður hann fyrst
vondur.
Finnar hafa sínar sérstöku sið-
venjur við saunuböðin, sem rekja
má aftur í aldir. Þeir stunda enn
þann sið að hita sig og snöggkæla
á víxl. I sveitinni gera menn þetta
ýmist með því að kasta sér beint
úr baðinu út í snjóskafl á vetuma,
eða út í nærliggjandi vatn á sumr-
in. í borginni er notast við ískalda
sturtu. Læknavísindin mæla þó ekki
með þessum aðferðum með hliðsjón
af vaxandi tíðni hjartasjúkdóma. I
einkaböðum og upp til sveita tíðkast
enn sá siður að berja sig með
hríslum á meðan á baðinu stendur.
Sá siður er þó aflagður á almmenn-
ingssaunum í höfuðborginni en þess
í stað fá menn aðra meðferð sem
hér skal greint frá.
Það þótti auðvitað við hæfi að
við ferðafélagarnir fæmm í saunu
strax á fyrsta degi fararinnar. I
kjallara hótelsins var ákjósanleg
aðstaða til þess, en þar em fjöl-
margir saunaklefar, með tilheyr-
andi búningsherbergjum og sturtu
og hefur hver hópur slíka aðstöðu
út af fyrir sig. í fyrstu gekk allt
rólega fyrir sig og þótti mönnum
sem hin rómuðu finnsku saunaböð
væru í engu frábmgðin því sem
menn áttu að venjast hér heima.
Skyndilega og öllum að óvömm
birtust tvær gerðarlega konur á
miðjum aldri, með skrúbb og skúr-
ingarfötur, íklæddar þykkum
gúmmísvuntum. Var mönnum nú
skipað á þar til gerða bekki og
skrúbbaðir til baks og kviðar með
grófum þvottapokum. Athöfn þess-
ari fylgdu hlátrasköll og kveinstafir
á víxl og mátti á ekki á milli heyra
í hvomm kvein hærra, fórnarlamb-
inu eða þvottakonunum, enda voru
þær léttar í lund og liprar í hreyf-
ingum þótt komnar væm af léttasta
skeiði. Að lokinni þessari meðferð
fengu menn svo skjal þar sem stað-
fest var inntaka í alþjóðleg samtök
gufubaðsunnenda, „Fellow of the
Sauna“. Almennt gerðu menn góð-
an róm af þessari uppákomu og
\----------------------------------
Finnsku saunaþvottakonurnar báru sig fimlega að við skrúbbið.
fóm sumir oftar en einu sinni á
næstu dögum. Eins höfðu menn á
orði að svona siðvenjur þyrfti sem
fyrst að innleiða í gufubaðstofum
heima á Islandi.
Fljótandi lúxushótel
Fyrir þá sem þurfa að komast á
milli Helsinki og Stokkhólms skal
bent á þann einkar skemmtilega
ferðamáta að fara þá leið með feiju.
Siglingin tekur um 15 klukkustund-
ir og hefði að skaðlausu mátt vara
lengur enda var þetta skemmtileg-
asti og eftirminnilegasti hluti ferð-
arinnar í heild. í sjálfu sér er svolít-
ið villandi að tala um feiju í þessu
sambandi því hér var um að ræða
fljótandi lúxushótel á sex þilförum,
með veitingasölum, næturklúbbi,
diskóteki, kvikmyndasölum, ráð-
stefnusölum, sundlaug og að sjálf-
sögðu saunu, þótt engar þvottakon-
ur fylgdu þar með að mér vitandi.
Skipin, sem notuð eru á þessari
leið, eru er um 36 þúsund tonn að
stærð og kosta hvert um 7 milljarða
íslenskra króna, en til samanburðar
má geta þess að venjulegur skut-
togari kostar „aðeins“ um 300 millj-
ónir króna.
Á Mariellu eru rúm fyrir um
2.500 farþega og er hægt að velja
á milli klefa á þremur þilförum.
Ódýrustu klefamir á C-þilfari kosta
frá 5.500 krónum íslenskum á
mann, fram og til baka í tvær
nætur og eru þeir klefar þó með
baði. Dýrustu herbergin á Á-þilfari
kosta hins vegar um 11 þúsund
krónur í tvær nætur og er þá mat-
ur innifalinn. Hér ertu líka kominn
í herbergi sem eru sambærileg við
hótelherbergi á góðu hóteli. Þessi
verð eru miðuð við sumartímann á
leiðinni milli Helsinki og Stokk-
hólms, en einnig er hægt að sigla
á milli annarra borga í Svíþjóð og
Finnlandi fyrir lægra verð. Sólar-
hringssigling, fram og til baka á
milli Stokhólms og Mariehamn á
Álandseyjum, kostar frá 1.200
krónum íslenskum í ódýmstu klef-
unum og upp í 3.500 krónur á A-
þilfari. Af þessu má sjá að hér er
um hinn ákjósanlegasta ferðamáta
að ræða, ódýran og skemmtilegan.
Allur aðbúnaður um borð bar
snyrtimennsku vitni og andrúms-
loftið var óþvingað. Að lokinni
fimmréttaðri maraþonmáltíð í ein-
um af hinum glæsilegu veitingasöl-
um skipsins var farið í næturklúbb-
inn þar sem hljómsveit lék fyrir
dansi. Þar kom einnig fram blökku-
söngkonan Wilma Reading, sem er
Íslendingum að góðu kunn frá fyrri
tíð. Ekki er ástæða til að.rekja hér
í smáatriðum framvindu mála í
þessari siglingu, en þess má geta
að veitingar á börum skipsins voru
á hálfvirði miðað við í landi. Áhersla
skal þó lögð á að hægt er að njóta
þessarar siglingar með öðrum hætti
en á börum, næturklúbbi eða diskó-
teki skipsins. Þar er einnig góð
aðstaða fyrir börn, leiktækjasalur,
tveir kvikmyndasalir, sundlaug og
sauna eins og áður segir. Þess
vegna ættu flestir að geta haft
mikla ánægju af slíkri siglingu,
hvernig svo sem menn kjósa að
eyða tímanum um borð.
Sv.G.
Á fínum sjávarréttastöðum
borða menn fiskinn með berum
höndum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Skógræktar-
átaki fagnað
UM 1850 þúsund krónur söfnuðust
í skógræktarátaki Bylgjunnar,
Vífilfells og Stöðvar 2, sem lauk á
laugardaginn. Á sunnudag var
haldið upp á árangurinn með úti-
hljómleikum á Miklatúni. Hér sést
Lýður Friðjónsson (til hægri), fjár-
mála- og skrifstofustjóri Vífilfells,
afhenda Sigurði Blöndal, skógrækt-
arstjóra, peningaupphæðina. Páll
Þorsteinsson, útvarpsstjóri Bylgj-
unnar, (lengst til vinstri) og Pétur
Steinn Guðmundsson, dagskrár-
gerðarmaður, (lengst til hægri)
klappa fyrir árangrinum. Féð verð-
ur notað til gróðursetningar rúm-
lega 100.000 tijáplantna í Hauka-
dal.
RITVÉLIN
sem fylgir þér hvert sem er
Fer&aritvél í sérflokki einungis 6,5 kg og með innbyggðum
spennubreyti, loki og handfangi.
Skólaritvél í sérflokki með lyklaborð aðlagað að fingrunum sem
auðveldar hraða og villulausa vélritun.
Skrifstofuritvél í sérflokki með ásláttarjafnara, síendurtekningu á
öllum tökkum, leiðréttingarminni o.m.fl. sem tryggir góðan frágang
án fyrirhafnar.
OLYMPIA CARRERA
er tengjanleg við allar tölvur.
i'é
OLYMPtAO
/ / / r i r ,r i » j
I ( M I II I I i l l
k II I I IIJ f I 1 r
II I I I l II II
J -LJ—-i—L
m
i
—
—
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Penninn, Hallarmúla 2, Austurstræti 10, Kringlunni, Rvk.
Tölvuvörur, Skeifunni 17, Rvk.
Bókabúö Brynjars, Sauöárkróki. K.f. Árnesinga, Selfossi.
Bókabúðin Edda, Akureyri. K.f. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Bókabúð Jónasar, ísafirði. Prentverk Austurlands, Egilsstöðum.
Bókaskemman, Akranesi. Radíóver, Húsavík.
Fyrirtækjaþjónustan, Hvolsvelli. Sjónver, Vestmannaeyjum.
K.f. A-Skaftfellinga, Höfn. Stapafell, Keflavík.
DAGVIST BARIVA
BREIÐHOLT
Völvuborg — Völvufell 7
Dagheimilið Völvuborg óskar eftir að ráða
fóstrur.
Einnig aðstoðarfólk til uppeldisstarfa.
Upplýsingar hjá forstöðumanni eða yfirfóstru í síma
73040.