Morgunblaðið - 26.07.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988
Sk'
Bréf frá Ástralíu:
Hreinasta tungumál í heimi
Til Velvakanda.
Ég vildi óska þess að geta skrif-
að þetta bréf á fallegri íslensku.
En slíkt er ekki hægt fyrir mann,
sem fór frá Fróni sem ungur dreng-
ur fyrir nær tuttugu árum. Einstöku
sinnum, mér til mikillar ánægju,
kemst ég yfir íslensk dagblöð og les
þau spjaldanna ác milli. Stundum
eru í blöðunum greinar og bréf frá
lesendum um vörn hins fagra og
kjammikla tungumáls okkar. Flest-
ir höfundar kvarta yfir því, að mál-
inu fari hrakandi eða þá að þeir
hvetja þjóðina ti! þess að halda
tungunni hreinni. Þetta er gott og
sýnir að til eru menn og konur, sem
vilja veija ísland frá útjöfnun
tungumálsins, eins og er að gerast
á mörgum öðrum sviðum.
En nú finnst mér að ég geti lagt
svolítið til málanna sem Islending-
ur, sem hefur á yfirborðinu horfið
algjörlega inn í annað þjóðfélag og
annað tungumál. (Þeir gera sér
ckki grein fyrir því Ástralarnir í
kringum mig að ég hef platað þá
og er enn eins íslenskur og harð-
fiskur!)
Það sem ég hef að segja er það,
að íslenskan er hreinasta og óspillt-
asta tungumál í heimi. Mjög fáar
þjóðir reyna að búa til nýyrði af
gömlum rótum (þota, sjónvarp) og
endurreisa gömul orð (gámur). Ef
þær eru að reyna, eins og t.d.
Frakkar, þá tekst það illa. Sumar
þjóðir, t.d. Svíar, hafa kafnað í
orðaflóði tækninnar og sérfræðing-
ar sérstaklega babbla sín á milli á
einhveiju hrognamáli. En íslend-
ingar eru þjóð, sem drekkur í sig
tölvur og aðrar tækninýjungar með
góðri lyst, en býr jafnóðum til orð
sem við eiga.
Þrátt fyrir þann danska þrældóm
og niðurlægingu, sem þjóðin bjó við
í margar aldir, tókst okkur að halda
okkar máli og siðum. Ferðadellu
og myndbandstækjum nútíma ís-
lendinga mun ekki takast að eyði-
leggja allt. En baráttan verður að
halda áfram, sérstaklega af rithöf-
undum og dagblöðum. Jafnvel allar
þær hrúgur af hégómatímaritum,
sem íslendingar puða við að gefa
út og gleypa í sig, geta lagt fram
sinn skerf með því að nota gott
mál fyrir ungt fólk.
Með okkar einstæða og ríka
tungumál hefur hingað til gengið
vel og ég er hreykinn af löndum
mínum. Með hreinu tungumáli held-
ur þjóðin bókmenntum sínum og
arfi aldanna - og þannig sjálfstæði
sínu.
Kærar kveðjur,
Einar Víkingur.
Ríkisútvarpið:
„Fróðleikur“ um Kúbu
Til Velvakanda.
Nú er Ríkisútvarpið byijað að
senda út marga fræðsluþætti frá
ýmsum löndum, almenningi líklega
til fróðleiks. Byijað var á Kúbu og
rakin var frægðarsaga Castros.
Vitnaði þar námsmaður, sem les á
Kúbu, og gaf þetta trúverðugan
blæ. Þeir voru ekki valdir af verri
endanum, sem voru látnir vitna um
ágæti stjómar Stalíns í gamla daga,
og hvemig stóðust þær fullyrðing-
ar? Castro hafði bætt allt mannlíf
og hefur hann haft tímann frá 1959,
sem er langur tími fyrir almenning
að bíða eftir sjálfsögðum lífsskilyrð-
um.
Sagan sýnir að á sama tíma er
allt í kalda koli í efnahagslífi, heil-
brigðismálum o.s.frv. í öllum
kommúnistaríkjum Austur-evrópu.
Og nú er lofað bót og betmn og
allt á að'ganga í lýðræðisátt, sem
gengur þvert á hugmyndafræði
marxismans.
í þættinum var sagt að marxismi
Castros sé ágætur, allt þar í besta
lagi. Ekkert var minnst á flótta
fólks inn í sendiráð Perú í Havana
fyrir nokkmm ámm og þá ráðstöf-
un Castros, að láta alla glæpa-
menn, sem þá sátu inni fylgja flótta-
mönnunum til Bandaríkjanna.
Bandaríkjamönnum þótti þetta ekki
góð sending, sem von var. Ekkert
orð var um meðferðina á pólitískum
andstæðingum Castros.
Afríkuríkin em ekki eins hrifín
af morðsveitum frá Kúbu, né marx-
ismanum í Angola, Mozambique og
Eþíópíu og fólkið hefur barist á
móti síðan nýlendumar fengu frelsi
og kommúnistarnir komust til valda
með aðstoð morðsveitanna.
Það var sagt frá því snjallræði
Castros, að Suður-ameríkuþjóðim-
ar skyldu bara neita að borgar er-
lendar ríkisskuldir sínar. Væri það
ekki notalegt ef við þyrftum ekki
að borga erlendar skuldir okkar?
Ég efast um að Rússar vilji nota
útgáfu Castros á marxismanum,
enda hefur aðstoð þeirra við hann
orðið þeim dýr.
Castro
Ég er viss um að ef námsmaður-
inn þýddi þennan „fróðleik" á
spænsku handa Castro, þá mætti
hann verða eilífðarstúdent á Kúbu,
sér að kostnaðarlausu. Hvað skyldi
svo Castro hugsa ef hann vissi að
Ríkisútvarpið bæri þetta á borð fyr-
ir almenning, sem lifir í lýðræð-
isríki og er í Nató með samþykki
alls almennings í landinu að
Kvannalistakonum og öðrum marx-
istum undanskyldum?
Húsmóðir
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski naftileýndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Þessir hringdu . . .
Límmiðar á núm-
eraplöturnar
Haukur Ingibergsson, fram-
kvæmdastjóri Bifreiðaeftirlits
ríkisins, hringdi:
„í dálki þínum á föstudaginn
var fyrirspurn um svokallaðar
heimamerkingar eða skjaldar-
merki bæja á nýju númeraplötun-
um. Kjarni málsins er sá, að á
nýju plötunum er svæði fyrir
heimamerkingu. Þar geta menn
sett á límmiða með skjaldarmerki
bæjarfélags síns og þegar farið
er með bílinn til útlanda má setja
þar merki íslands. Gert er ráð
fyrir því að Bifreiðaskoðun ís-
lands hf. komi til með að selja
þessi límmerki. Þessar merkingar
hafa þannig ekkert með skrán-
ingu bílsins að gera og umskrán-.
ing er raunar horfin þar sem hún
er ekki skylda lengur.“
Lipur þjónusta
9307-4459 hringdi:
„Starfsfólk íþróttahúss og
sundlaugar Njarðvíkur er afskap-
lega lipurt og þægilegt og gerir
allt til þess að gestir hafi það sem
þægilegast. Hafi það þökk fyrir.“
Gullúr tapaðist
Lítið gullúr tapaðist framan við
myndbandaleigu í Mosfellsbæ.
Fundarlaunum heitið. Upplýsing-
ar í síma 667066.
Gullkeðja tapaðist
Gullkeðja tapaðist fyrir utan
Reynimel 84 miðvikudaginn 20
júlí milli klukkan 11 og 12 fyrir
hádegi. Stafurinn E hangir í keðj-
unni. Góð fundarlaun. Upplýsing-
ar í síma 685557 eftir klukkan 19.
VIÐLEGUBÚNAÐUR í ÚRVALI:
OG SÖLBAÐIÐ
Vandaðir svefnpokar, dýnur, vindsængur og bakpokar
iútileguna.
Sólbekkir.stólar og borð I sumarbústaöinn.tjaldiö ogá svalirnar.
Fellitjöld og göngutjöld, m.a.Tjaldborgartjöldinvinsælu, sér-
hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Hagstætt verð.