Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988
2&0
^ Morgunblaðið/Árni Sæberg
TÍafvirkjanemar og meistarar þeirra þinguðu í húsakynnum Rafiðnaskólans í Skipholti. Dönsku nemarn-
ir fóru heim síðastliðinn mánudag.
Vinnudagurinn
langur á Islandi
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
VEIÐIKASSAR OG
STANGAHÓLKAR
Fást í nœstu sportvöruverslun.
MICKAEL Uth er átján ára raf-
virkjanemi frá Ringsted á Sjá-
landi. Hann sagði að þetta hefði
verið skemmtilegur tími hér á
Islandi og sagðist hann ekki
sakna neins að heiman nema þá
helst bjórsins. Þetta er í fyrsta
sinn sem Mickael kemur til ís-
lands og sagði hann að hér væri
margt með öðrum hætti en í
Danmörku. Reyndar tók íslenska
sumarið ekki vel á móti honum
því fyrstu vikuna rigndi stans-
laust. Hann vann hjá rafvirkja-
meistara í Keflavík og þar bjó
hann einnig.
„Hér tíðkast næstum sömu
vinnubrögð í rafvirkjun og heima
en vinnu- tíminn er gífurlega langur
hérlendis. Hér er unnið lengur en
ég á að venjast. Heima hætti ég
klukkan hálffjögur að vinna en hér
er aldrei hætt fyrr en klukkan 6.
Við byrjum daginn líka fyrr á sumr-
in. Þrátt fyrir lengri vinnudag eru
afköst álíka mikil hér og í Dan-
mörku því hér eru löng kaffihlé og
matartímar. Þetta kemur því svipað
út og hjá okkur í Danmörku," sagði
Mickael.
- Finnst þér samvinna Norður-
landa á þessu sviði mikilvæg?
„Já, það finnst mér því þessar
þjóðir gejta lært ýmislegt hver af
annarri. Eg vann í skipum í Keflavík
en það hef ég aldrei gert áður. Það
er svipað og að vinna í húsum nema
hvað aðstaðan er öll verri í skipun-
um.“
Mickael Uth frá Ringsted á Sjá-
landi likaði vel á Islandi.
„Mér datt ekki í hug að ég ætti
eftir að koma hingað til íslands. í
fyrstu var dálítið erfitt að búa hjá
íslenskri fjölskyldu en svo reyndist
það ágætlega. Móðirin talar ein-
göngu íslensku en faðirinn talar
dönsku. Sjálfum hefur mér ekki
tekist að læra íslensku svo nokkru
nemi,“ sagði Mickael Uth að lokum.
Hann hélt ásamt félögum sínum til
Danmerkur á mánudag og átti að
mæta í vinnu á miðvikudag. Þar
gengur lífið sinn gang en Mickael
kemur heim með nýja reynslu í far-
teskinu og minningar frá framandi
landi.
Hafnarfjörður:
Fríkirkjusöfnuðurinn
eignast safnaðarheimili
Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafn-
arfirði hefur nýlega fest kaup á
húsi við Austurgötu þar í bæ.
Húsnæðið verður notað sem safn-
aðarheimili og skrifstofa safnað-
arprests.
I Fríkirkjusöfnuðinum í Hafnar-
fírði eru nú nærri tvö þúsund manns
en kirkja safnaðarins var vígð 1913.
Nýja safnaðarheimilinu, sem er 160
fermetra steinhús á tveimur hæð-
um, er ætlað að hýsa bama- og
æskulýðsstarf, fermingarundirbún-
ing og félagsstarf fyrir aldraða auk
þess sem kirkjukór og kvenfélag fá
betri aðstöðu fyrir sitt starf. Skrif-
stofa safnaðarprests og viðtalsað-
staða verður einnig í safnaðar-
heimilinu.
Húsnæðið verður afhent söfn-
uðnum 14. desember næstkomandi
á 75 ára vígsluafmæli kirkjunnar.
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Samskiptí í verki á milli
Dana og Islendinga
HER á landi hafa undanfarnar
sex vikur dvalist þrír danskir
lærlingar í rafvirkjun í boði Raf-
iðnasambands íslands. Upphaf
þessa máls var að danska raf-
iðnasambandið fór þess á leit við
•ýdenska starfsbræður sína að
höfð yrðu skipti á lærlingum og
niðurstaðan varð sú að þrír
islenskir lærlingar fóru til starfa
í Danmörku og dvöldu þar i sex
vikur. Dönsku lærlingarnir þrír
sem völdust til íslandsferðarinn-
ar urðu svo samferða þeim til
Islands og unnu hjá islenskum
rafverktökum í sex vikur. íslend-
ingamir dvöldu á heimilum
dönsku lærlinganna og unnu hjá
og unnu hjá þeirra meisturum
og sama var uppi á teningnum
þegar Danirnir komu hingað.
Ferðalög lærlinganna voru fjár-
mögnuð með styrk frá Norður-
landaráði og þeir unnu fullan
vinnudag hjá viðkomandi meist-
urum og héldu þeim launum sem
þeir hefðu fengið greitt frá
sínum atvinnuveitanda. Þessum
samskiptum lauk svo með þvi að
haldinn var fundur í húsakynn-
um Rafiðnaskóla íslands sem
lærlingarnir sex og meistarar
þeirra ásamt fleirum, sátu. Morg-
unblaðið tók tvo lærlinga tali og
spurði þá frétta um þessa náms-
dvöl.
Einar Þorvaldsson er Eskfírðing-
r sem búið hefur í tólf ár á ísafirði.
Hann sagði að meistari sinn hefði
Morgunblaðið/Ámi Sæbérg
Einar Þorvaldsson, Eskfirðingur
búsettur á Isafirði, dvaldi í sex
vikur á dönsku heimili.
spurt sig hvort hann hefði áhuga á
því að vinna í sex vikur í Danmörku
og hann sló þegar til.
„Þetta er búið að vera bæði
skemmtilegt og lærdómsríkt og sér-
staklega gott upp á tungumálanám
að gera. Það er tvennt ólíkt að
læra tungumál í skóla hér heima
eða fara til viðkomandi lands og
læra það,“ sagði Einar. „Þó ein-
kunnin úr skóla hljóði upp á 8 eða
9 þá kann maður sama og ekkert
þegar út er komið."
HREINIÆTI
ER OKKAR FAG
Hvít CORSICA hreinlætistæki frá
Sphinx í setti á frábæru verði.
J. ÞORLÁKSSON &
NORÐMANN H.F.
RÉTTARHÁLSI 2
SÍMI 8 38 33
Hvernig er að vinna hjá dönsk-
um meistara?
„Það gekk vel. Ég var hjá litlu
fyrirtæki þar sem sjö manns vinna
og það var allt gert fyrir mig. Þetta
var í litlum bæ sem heitir Herning
á Jótlandi. Helsti munurinn á Dan-
mörku og Islandi er að vinnan er
ekki jafn strembin í Danmörku.
Danirnir vinna sína átta tíma og
fara síðan heim að sofa. Það er
enginn æsingur á Dönunum. Vinnu-
brögðin eru afar svipuð en munur-
inn felst kannski helst í því að við
höfum ansi frjálst val hvað snertir
efnisnotkun. Þeir nota aðeins efni
sem framleitt er í Danmörku. Við
vorum bæði í nýlögnum og gömlum
húsum. Fyrstu dagana var ég send-
ur upp á háaloft í húsi þar sem
enginn hafði komið í tvö ár og
maður synti í gegnum köngulóar-
vefína. Eitt fannst mér þó undar-
legt við vinnubrögð Dananna. Það
var hvernig þeir tengdu jarðskaut
í húsin. Þeir ráku niður tein fyrir
utan húsið og tengdu jörð í hann.
Héma eru húsin járnabundin og
jarðskautin tengd í vatnslögnina.
Ég hafði eingöngu unnið í bátum í
eitt og hálft ár en síðan vann ég
alfarið í húsum í Danmörku. Ég var
því kannski ekki alveg með á nótun-
um fyrstu vikuna og auk þess vissi
ég ekki alltaf hvað þeir voru að
segja. En skilningurinn kom fljótt.“
- „Hvemig er að búa hjá danskri
fjölskyldu í sex vikur?
„Það _ var skrítin tilfinning í
fyrstu. Ég á íbúð og hef búið einn
að undanfömu og þess vegna var
það dálítið undarlegt fyrst. En þau
tóku mér strax vel og ég var eins
og einn úr fjölskyldunni. Danimir
em afslappað og þægilegt fólk,“
sagði Einar Þorvaldsson.