Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 62

Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 62
 ■MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Hljómsveitin „Sálin hans Jóns míns. Sálin hans Jóns míns gefur út nýja plötu með „sálarlögum“ STEINAR h.f. hafa gefið út nýja hljómplötu með hljómsveitinni „Sálin hans Jóns míns“. Platan ber heitið „Syngjandi sveittir" og á henni eru átta lög, erlend og innlend, og eru þau útsett í svokölluðum „souI-stíI“, sem á rætur sínar að rekja til banda- rískra blökkumanna. Á fyrri hlið plötunnar er að finna fjögur lög með íslenskum textum, þar af þrjú ný lög eftir Guðmund Jónsson gítarleikara, Jón Olafsson hljómborðsleikara og Rafn Jónsson SirsMQTfaaairainKni 1 m □ Z7 mtBliíiDííI um verslunarmannahelgina 29. júlí til 1. ágúst __* •| ísaljörður 4H SigMjörður | liK Borgarnes [j Akranes |!j Xeftavík ~r~ KOMBftW/fD/ SKEMMTIKRAFTAR: Viking Band Stefán Hilmarsson Skriðjöklar Hljómsveitakeppni Sáiin hans Jóns míns Aflraunakeppni : Stuðkompaníið íslandsmótið í sandspyrnu Snigiabandið Fallhlífastökk . Víxlar í vanskilum Sviffiugssýning Rokkabillíbandið Flugeldasýning Sigurður Sigurjónsson Varðeldur Karl Ágúst Ulfsson Hestaleiga Örn Árnason ,f :, ;v Skemmtum okkur án áfengis. Frá Reykjavík, Egilsstöðum, Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Húsavík og stöðum í nágrenni Akureyrar verða rútuferðir. Frá Reykjavík, Isafirði og Egiisstöðum verða einnig ferðir með flugi. Göngum vel um landiö. Verið vakandi Varist slysin. MIÐAVERÐ KR. 4500.- 16 ÁRA ALDURSTAKMARK. .i sfjritsÍPÉÓsr -f Í)ií íidiSv jit trommara hljómsveitarinnar. Fjórða lagið er endurgerð lagsins „Kanínan“, s_em ísfirski hljóðfæra- flokkurinn „Ýr“ gerði vinsælt fyrir rúmum áratug. Á seinni hlið plöt- unnar eru fjögur erlend „sálarlög", sem voru hljóðrituð að viðstöddum áheyrendum í Bfókjallaranum og á Hótel Akranesi. Á geisladiski með hljómsveitinni eru ennfremur þijú aukalög, tvö erlend og lagið „Sókr- ates“ eftir Sverri Stormsker í „sál- arútsetningu". Auk þeirra þriggja sem áður eru nefndir skipa hljómsveitina þeir Stefán Hilmarsson söngvari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. Á plötunni njóta þeir félagar að- stoðar blásarasveitar sem skipuð er Einari Braga Bragasyni saxófón- leikara, Sveini Birgissyni trompet- leikara, Ásgeiri Steingrímssyni trompetleikara og Edward Fred- riksen básúnuleikara. Upptöku plötunnar stjórnaði Ólafur Hall- dórsson. (Úr fréttatilkynningu.) Ný lögreg'lu- stöð byggð á Siglufirði FRAMKVÆMDIR vegna bygg- ingar nýrrar lögreglustöðvar á Siglufirði eru nú að hefjast og hefur húsinu verið valinn staður á lóðinni við Gránugötu 4-6. Að sögn Erlings Óskarssonar, bæj- arfógeta á Siglufirði, er gamla lögreglustöðin bæði of lítil og í húsnæði sem metið hefur verið heilsuspillandi af Heilbrigðiseft- irliti og Vinnueftirliti ríkisins, og hafa fangaklefarnir verið inn- siglaðir til margra ára. Nýja húsinu, sem verður 527,5 fermetrar að stærð, samkvæmt teikningum, er ætlað að hýsa lög- reglustöð, fangageymslur og skrif- stofur bæjarfógetaembættisins. Lögreglustöðin verður á neðri hæð hússins, sem er 294 fermetrar, með bílskúr, en á efri hæðinni, sem er 233,5 fermetrar verða skrifstofur. Fimm fangaklefar verða í húsinu, þar af einn gæsluvarðhaldsklefi. Byggingarfélagið Berg hf. á Siglufirði átti eina tilboðið sem barst í verkið og sér því um fram- kvæmd þess. Aætlaður kostnaður er 28 milljónir og er gert ráð fyrir að nýja lögreglustöðin verði tilbúin 1. október á næsta ári. F4-tr Kópal Dýrótex er útimálning sem dugar vel málning'i ■úi í' r é * j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.