Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 63 Blönduvirkjun: Unnið við undirbún- ing stíflubyggingar Byggingu stöðvarhúss lýkur í haust Mitt fyrsta verkefni að líta á umbúðamál Undirbúningur fyrir stiflu- gerð við Blönduvirkjun er nú i fullum gangi og er áætlað að bygging stíflunnar geti hafist næsta sumar. Unnið er að þétt- ingu undir stifluna og er ánni veitt í botnrás framhjá farvegi sinum á meðan. Meðan unnið er að þéttingu og hreinsun jarðvegs fyrir stíflubygg- inguna við Blönduvirkjun, rennur Blanda utan farvegar sfns á um 300 metra kafla, að því er Ólafur Jens- son, hjá Landsvirkjun sagði í sam- tali við Morgunblaðið. Bráðabirgða- stífla hefur verið gerð meðan á þessum undirbúningsframkvæmd- um stendur og grafinn skurður inn í bakkann, þar sem áin rennur nú > einskonar stokki eða botnrás í lokuðum farvegi. Starfsmenn Hag- - segir dr. Kristberg Kristbergsson, nýráðinn matvæla- efnafræðingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins RANNSÓKNARSTOFNUN fiskiðnaðarins hefur fengið til liðs við sig dr. Kristberg Kristbergsson, matvælaefnafræðing, en hann tók til starfa við stofnunina nú í byrjun júlí. Kristberg var í hópi þeirra þriggja sem fyrst luku prófi í matvælafræði frá Háskóla íslands, en siðan hélt hann til Bandarikjanna þar sem hann lagði stund á framhaldsnám í matvælaefnafræði og starfaði síðan hjá fyrirtæk- inu Nabisco Brands Inc., sem m.a. framleiðir Ritz-kexið, sem flest- ir Islendingar kannast við. Kristberg lauk námi í matvæla- fræði frá Háskóla íslands 1979 og hélt þá utan til náms við Rutgers- háskólann í New Jersey í Banda- ríkjunum, en þar hafa margir ís- lendingar numið, m.a. Dr. Björn Dagbjartsson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknarstoftiunar fiskiðnaðar- ins. „Ég lauk M. Sc. námi 1982 og varði doktorsritgerð mína í árslok 1984. Þá fékk ég 100 þúsund dala styrk, til áframhaldandi rannsókna, frá fyrirtæki sem m.a. átti Del Monte ávaxtaverksmiðjumar og Kentucky Fried Chicken. Það fyrir- tæki sameinaðsist síðan Nabisco Brands, þar sem ég var ráðinn til starfa frá 1986. Ég byrjaði þar sem matvælaefna- fræðingur og eftir tæpt ár var ég gerður að yfirmatvælaefnafræðingi og deildarstjóra yfír rannsóknar- og þróunardeild sem einnig sá um tæknilega aðstoð við verksmiðjum- ar. Nabisco Brands er nú næst stærsta matvælafyrirtæki Banda- rílq'anna, á eftir General Foods. Það rekur verksmiðjur um allan heim og em starfsmenn þess fleiri en Islendingar allir. Miklar breytingar í íslenskum matvælaiðnaði Það er óneitanlega margt sem gera þarf í fslenskum matvælaiðn- aði, en þó er gaman að sjá þær breytingar sem orðið hafa á undan- fömum ámm. Þegar ég útskrifaðist héðan frá Háskólanum, fyrir tæpum tíu ámm, þekktist það varla að fyr- irtæki hefðu matvælafræðinga í gæðaeftirliti eða vömþróun. Síðan hafa útskrifast tæplega 80 mat- vælafræðingar héðan og starfa þeir flestir við fyrirtæki hér á landi. Á þeim tíma, sem ég var að læra hér heima, var ástandið í mörgum mat- vælafyrirtækjum ákaflega slæmt. Ég get nefnt sem dæmi heimsókn matvælafræðinema í niðursuðu- verksmiðju nokkra, en þar var var- an soðin eftir höppum og glöppum og útlit látið ráða, en ekki hirt um útreikninga á suðutíma. Við niður- suðu þarf að sjóða matvælin mátu- lega lengi til að dreþa hættulega gerla en alls ekki of mikið, til að draga ekki úr gæðum og næringar- gildi þeirra. Utreikningar á suðu- tíma em innan starfssviðs matvæla- fræðinga, en þeir em gerðir út frá hitaleiðni þess sem soðið er hveiju sinni. Þarf að fullvinna vöruna hér Matvælaiðnaðurinn er og verður burðarás í íslensku atvinnulífí og þaðan kemur stór hluti gjaldeyris- tekna okkar. Þar stendur fískiðnað- urinn fremst í flokki og hvorki ál- né kísilframleiðsla kemur til með að breyta því. En það er gífurlega margt sem á eftir að gera í íslensk- um fisk- og matvælaiðnaði. Eins og markaðurinn er nú emm við fyrst og fremst heildsalar á físki. Það þarf að gera átak til að full- vinna vömna hér heima og þá sérs- taklega fískinn. Að vísu koma tolla- múrar oft í veg fyrir að það borgi sig, og á það sérstaklega við um Bandaríkjamarkað. En við getum fullunnið fískinn í okkar eigin verk- smiðjum þar í landi, eins og bæði SH og Sambandið hafa gert. Þetta á heldur ekki við um öll ríki og það þarf að gera meira af því að selja fisk í neytendapakkningum og nýta til þess innlenda tækni. íslensk fyr- irtæki, t.d. Marel og Traust hf., hafa sýnt að við getum búið til ein- hver ftillkomnustu tæki sem völ er á til vinnslu og pökkunar, en það er mjög mikilvægt að koma vömnni í umbúðir sem auka verðgildi henn- ar. Á Rannsóknarstofnun fískiðnað- arins fara fram tvenns konar rann- sóknir. Annars vegar langtíma- rannsóknir, sem íjármagnaðar em af ríkinu að langmestu leyti, og hins vegar skammtímarannsóknir, sem skila fljótt arði. Þessar rann- sóknir fara þó oft saman eins og t.d. rannsóknir á hvötum (ensímum) og notkun þeirra við roð- og himnu- flettingu. Þessar aðferðir em bæði tiltölulega fljótvirkar og spara vinnuafl. Eftirlitið til fyrirtækjanna Fyrir utan gmnnrannsóknir og vömþróun er talsvert gert af þjón- ustumælingum og einnig lagmetis- athuganir og útgáfa útflutnings- vottorða fyrir þá vöra. Eftirlitið þyrfti að færast í auknum mæli út í iðnaðinn, þ.e. fyrirtækin þyrftu að ráða til sín fleiri matvælafræð- inga. Þá gæti Rannsóknarstofnunin einbeitt sér í ríkari mæli að rann- sóknum, t.d. vöm— og vinnsluþróun fyrir fiskiðnaðinn. Fyrsta verkefni mitt hér verður að líta á umbúðamál. Ég starfaði í fímm ár við ráðgjöf í umbúðamálum á meðan ég var í námi úti í Banda- ríkjunum. Til að þjóna tilgangi sínum sem best þurfa umbúðir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þærþurfa að veija vömna gegn skemmdum en jafnframt að vera sem ódýrast- ar. Neytendapakkningar þurfa líka að selja vömna, en skemmtiiegar virkis, sem er verktaki stíflufram- kvæmdanna, geta því athafnað sig á þurm svæði í árfarveginum. Bráðabirgðastíflan verður svo rofín í haust á meðan framkvæmdir liggja niðri. Bygging sjálfrar stíflunnar hefst sumarið 1989 og er áætlað að henni ljúki haustið 1991. Framkvæmdir em í garigi við tvær aðrar stíflur við Blönduvirkju og em þær við Kolkukvísl og Gilsá. Þessar ár em þó ekki það vatns- miklar að veita þurfí ánum framhjá farvegum sínum, heldur er því vatni sem safnast saman dælt burt. Búið er að ganga frá öllum greftri jarð- og frárennslisgangna við stöðvarhúsið og verður allri byggingarvinnu við það lokið nú í haust. Stöðvarhúsið er neðanjarðar. Auglýsingar í Daglegt líf þurfa að hafa borist fyrir kl. 12.00. á föstudögum og í blaðið Á dagskrá fyrir kl. 12.00 á miðvikudögum. tf v blaé allra landsmanna Morgunblaðið/BJE Kristberg Kristbergsson, matvælaefnafræðingur hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. umbúðir em forsenda þess að hægt sé að fá fólk til að kaupa nýja vöm- tegund. Þessu máli hefur ekki verið sinnt neitt sérstaklega hér og kannski famar óþarflega dýrar leið- ir að settu marki. Verð og eiginleik- ar umbúða em mjög mismunandi og mikilvægt að rétt sé valið svo viðkomandi pakkningar þjóni sem best sínum tilgangi en séu ekki óþarflega dýrar. Þrátt fyrir að fískiskipafloti okk- ar sé kannski of stór er stýring fisk- veiða hér við land einhver sú besta í heiminum og nýting fiskstofna skynsamlegri en á mörgum öðmm stöðum. Þó þarf að reyna að stefna að því að nýta aflann enn betur en gert hefur verið og selja fremur í neytendaumbúðum en heildsölu- pakkningum þar sem hægt er að koma því við. Hér á Rannsóknarstofnuninni em mörg verkefni framundan. Má þar nefna þróun fóðurs fyrir eldis- físk og þróun loðdýrafóðurs, en mikils er að vænta af fiskeldi hér á landi þó það hefi e.t.v. farið helst til hratt af stað. Stefnt er að bættri nýtingu aflans og verðmætaaaVjfc ingu, svo og nýtingu áður ónýttra sjávarafurða. Fýrir nokkmm ámm vom gerðar tilraunir með kolmuna og loðnu, sem við viljum gjaman geta unnið í verðmeiri matvæii en dýrafóður. í samvinnu við Háskóia íslands og Iðntæknistofnun standa yfír tilraunir í líftækniiðnaði, sem kostaðar em af Rannsóknarsjóði rannsóknarráðs, m.a. í sambandi við vinnslu á hvötum úr fiskúrgangi sem síðan má væntanlega nýta í fiskiðnaði" sagði Kristberg Krist^ bergsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.