Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Loðskinn hf. kaup- ir sútunarvélar SS Kaupir einnig allar kindagærur af fyrirtækinu á næstu tíu árum LOÐSKINN hf. á Sauðárkróki hefur keypt allar sútunarvélar Sláturfé- lags Suðurlands. Kaupverðið er 40 milljónir króna og greiðist með skuldabréfi upp á 16 milljónir og með hlutabréfum í Loðskinni hf. Sláturfélagið mun selja Loðskinni allar kindagœrur sínar næstu 10 ár og verður öll skinnaverkun, sem Sláturfélagið hafði áður með höndum, framvegis á vegum Loðskinns hf. Eftir þessi kaup á Sláturfélag Suðurlands 17% hlutafjár í Loðskinni hf. Fyrirtækin munu hafa með sér víðtækt samstarf um sútun skinna. Loðskinn hf. tekur við söltunar- húsum Sláturfélagsins á Hellu og í Djúpadal við Hvolsvöll. Þar mun Loðskinn hf. reka söltunar- og klippi- stöð til að forvinna gærur Sláturfé- lagsins. 10 ársverk verða við þessar stöðvar og flölgar um 6. Er það vegna tilkomu klippingarinnar. Steinþór Skúlason forstjóri Slátur- félagsins sagði í samtali, að félagið væri með þessum samningi hætt rekstri sútunarverksmiðju. Sútunin var til húsa á Grensásvegi 14 í Reykjavík. Það húsnæði verður selt. „Það segir sig sjálft að það er óhent- ugt að reka slíka verksmiðju við verslunargötu, húsnæðið er orðið allt of dýrt til þess,“ sagði Steinþór. „Við höfum verið að skoða þessi mál síðan í vor og þessi niðurstaða varð ofan á. Við könnuðum einnig hvort rétt væri að flytja verksmiðjuna aust- ur fyrir fjall, en fyrir því reyndist Reykjavík: Sundferð hækkar um þriðjung BORGARRÁÐ samþykkti í gær tillögu íþrótta- og tóm- stundaráös um gjaldskrár- hækkun sundstaða í Reykjavík. Einstakir miðar fullorðinna og barna hækka um 83%, og hækkun gjald- skrárinnar er að meðaltali um 30%. Fyrir fullorðna kostar nú 80 krónur f sundlaugamar í stað 60 áður, og böm borga 40 kr. í stað 30. Tíu miða kort kosta 720 krónur fyrir fullorðna en 230 fyrir böm. 30 miða kort fyrir fullorðna (gatakort) kostar nú 1.800 kr. Einstakir miðar í gufubað kosta 170 kr. en 10 miða kort 1.450. Árskort fullorðinna hækka úr 8.000 krónum í 10.400 og bama úr 3.000 í 3.900. Kort fyrir það sem eftir er ársins eru hins vegar hlut- fallslega ódýrari. ekki vera rekstrargrundvöllur. Hrá- efni er minna núna en það var og sútun er áhættusamur rekstur. Við höfum átt samvinnu við Loðskinn hf. í tvö ár og okkur þótti hag okkar best borgið með þessu móti.“ Sútunarvélamar verða afhentar Loðskinni hf. fyrir næstu áramót. Skriðuföll loka vegum á Norðurlandi VEGURINN um Ólafsfjarðar- múla Iokaðist um hádegisbilið i gær vegna grjóthruns sem mikl- ar rigningar ollu. Skriða fór yfir veginn við Sauðanesvita við Siglu- fjörð um klukkan hálfsjö í gær- kvöldi og myndaði 40 til 50 metra breitt skarð í veginn. Um svipað leyti lokaði skriða veginum rétt fyrir utan Siglufjarðarbæ. Rignt hafði stanslaust í tvo sólar- hringa á Ólafsfirði og Siglufírði í gærkvöldi. Vegagerðin reyndi að halda veginum um Ólafsfjarðar- múla opnum í gær en gafst upp á því vegna gijóthruns. Ekki verður reynt að opna veginn aftur fyrr en rigningunni slotar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Siguijón Guðmundsson á Bjarteyjarsandi við eina girðinguna og sést vel hvemig heyið hefur fok- ið utan á hana. Hey fýkur af túnum í Hvalfirði Man ekki eftir öðru eins í 48 ár, segir Guð- mundur Brynjólfsson á Hrafnabjörgum „ÉG MAN ekki eftir öðru eins í þau 48 ár sem ég hef stundað búskap. Það hefur kannski fokið eitthvað smávegis, en ekkert sem orð er á gerandi,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson, bóndi á Hrafnabjörgum við Hvalfjörð, en mikið hey hefur fokið af túnum þar síðan hvessa fór á þessum slóðum á sunnudag. Verst fóru þó út úr hvassviðrinu bæirnir Hrafnabjörg og Bjarteyjarsandur. „Það varlndælis veður á laug- ardaginn og á sunnudagsmorgun, en um fimmleytið á sunnudag fór að hvessa verulega,“ sagði Guð- mundur. „Við vorum búnir að slá eina níu hektara og höfðum náð heyi inn af íjórum hekturum dag- inn áður en veðrið skall á. Það var því hey af einum fímm hektur- um sem fauk í veðrinu, ýmist á girðingar og í skurði, eða þá út á sjó. Við munum reyna að bjarga sem mestu af því sem fór á girð- ingamar og í skurðina þegar læg- ir aftur." Næsti bær við hliðina á Hrafna- björgum í Hvalfirði, Bjarteyjar- sandur, varð einnig illa úti í hvass- viðrinu. „Við vorum búin að slá um þíjá ijórðu hluta túnsins og rúm- lega helmingur kominn inn í hús,“ sagði Sigurjón Guðmundsson, bóndi á Barteyjarsandi. „Það er ljóst að að minnsta kosti tíu eða ellefu vagnar af heyi hafa fokið, eða ein 15 tonn. Fjórir hektarar af túni sem búið var að slá hreins- uðust alveg. Það má búast við því að tjónið nemi um 100-150 þúsundum króna. Það er þó erfítt að giska á tjón fyrr en eftir að lygnir og við sjáum hve mikið við getum hirt upp af girðingum og úr skurð- um. Það sem fokið hefur í sjóinn er auðvitað tapað." Siguijón kvaðst hafa athugað hvort tryggingamar myndu bæta honum tjónið. „Ég hef alls konar tryggingar sem bæta upp ólík- legustu tjón, en engin þeirra virð- ist ná yfír svona tilfelli." Forsvarsmenn Landakots skila athugasemdum við skýrslu Ríkisendurskoðunar: Fikki forsenda tíl að Landa- kot falli undir ríkisspítalana segir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra GUÐMUNDUR Bjamason heilbrigðisráðherra segir að ekki sé for- senda til að fella Landakotsspítala undir ríkisspítalakerfið þar sem samningur um núverandi rekstur spítalans, sem gerður var árið 1977, gildi til 20 ára og mat á eignum og lánskjör séu bundin þeim samn- ingi. Hins vegar segist Guðmundur munu leggja áherslu á að ná sam- komulagi um breytingar á rekstri spitalans innan þessa ramma. Forsvarsmenn Landakotsspítala um sagði Guðmundur við Morgun- gengu í gær á fund Guðmundar Bjamasonar heilbrigðisráðherra og gerðu honum grein fyrir athuga- semdum sínum við skýrélu Ríkisend- urskoðunar um rekstur Landakots- spítala á síðasta ári. Fundurinn stóð í þrjá klukkutíma og að honum lokn- blaðið að reynt yrði á næstu dögum að ná samkomulagi milli heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta og Landa- kotsspítala um aðgerðir vegna fjár- hagsvanda spítalans. Samkomulag varð á fundinum um að greina ekki frá athugasemdum forsvarsmanna Landakots að sinni, en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins em þær helstar að orsök rekstrarhalla spítalans sé aðallega sú að framlög á flárlögum hafí ekki verið í samræmi við þá starfsemi sem ætlast hafí verið til af spítalanum. Meðan daggjaldakerfíð var enn við lýði hafi oft verið mun meiri halli en hann verið bættur eftirá þannig að reksturinn gekk sæmilega. Þegar spítalinn var settur á föst fjárlög árið 1983 hafí fyrstu framlögin verið ákveðin án nokkurs samráðs við spítalann og hallinn hafí strax það ár numið 6% af tekjum. Síðan hafí hallinn vaxið, aðallega vegna aukins fjármagnskostnaðar og hafí undan- farin ár ekki fengist bættur nema að nokkru leyti. Því er haldið fram að ef miðað sé við sambærilega starfsemi sé rekstr- arkostnaður Landakots jafnvel minni en hinna spítalanna ef reiknaður sé nettó kostnaður á legudag. Hins veg- ar hafi framlög á fjárlögum verið mun lægri til Landakots en annarra spítala og þar af leiðandi sé rekstrar- hallinn meiri. Vinnutími almennings of langur: Lækka ber yfírvinnukaup en hækka laun fyrir dagvinnu - segir í skýrslu vinnutímanefndar Almenningur telur vinnutíma sinn of langan og að hann beri að stytta. Flestir þeir sem vinna yfirvinnu, gera það til að auka tekjum- ar. Einnig er það almenn skoðun að ná megi sömu afköstum með styttri vinnutíma. Þetta kom fram í skýrslu vinnutimanefndar, sem félagsmálaráðherra skipaði til að leita leiða tii að stytta vinnutima. Nefndarmenn telja að til að ráða bót á þessu beri stjómvöldum að ákvarða hámark vinnutíma með iögum, auk þess sem aðilum vinnu- markaðarins beri að stefna að því í samningum að Iækka yfirvinnu- kaup og hækka laun fyrir dagvinnu. Nefndina skipuðu Bolli Þór Bolla- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, formaður, Jón Agnar Egg- ertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgamess, og Víglundur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri. Rit- ari nefndarinnar var Lára V. Júlíus- dóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Nefndin fékk Félagsvísindastofn- un Háskólans til að kanna viðhorf fólks til vinnutíma og kemur þar m.a. í ljós að karlar á aldrinum 18-75 ára vinna að meðaltali 57 stundir á viku en konur í fullu starfí 49 stundir utan heimilis. Sjó- menn og bændur hafa lengstan vinnutíma, um 64 tíma á viku, en næstir koma verkamenn með 59 tíma. Sjötti hver einstaklingur í fullri vinnu er í launuðu aukastarfí en 80% karla og rúm 30% kvenna vinna yfirvinnu. Töldu 70% að- spurðra betra að draga úr vinnu- tíma með því skilyrði að grunnkaup yrði hækkað. Vinnutímanefnd telur að til að stytta vinnutímann þurfí allir aðilar vinnumarkaðarins að stefna að því að lækka yfirvinnukaup en hækka laun fyrir dagvinnu. Það megi t.d. gera með því að yfírvinnukaup hald- ist óbreytt þar til ákveðnum fjölda yinnustunda sé náð og þá lækki kaupið verulega. Greiða megi yfír- vinnu með auknum frítíma eða gera yfirvinnu svo dýra að atvinnurek- endur telji sér ekki fært að greiða hana. Ekki var samstaða í nefnd- inni um að lækka yfirvinnukaupið. Hins vegar telja nefndarmenn að stjómvöld þurfí að auka stað- greiðslu af launagreiðslum og tak- marka yfirvinnu með lögum. Skýrsla nefndarinnar var kynnt á ríkisstjómarfundi í gær og verður send aðilum vinnumarkaðarins. Varðandi gagnrýni í skýrslu Ríkis- endurskoðunar vegna kaupa á Mar- argötu 2 og útleigu til lækna spítal- ans, telur stjóm spítalans, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að ekkert fé þurfí úr ríkissjóði til að fjármagna þau kaup, þar sem leigutekjur standi fullkomlega undir afborgunum og vöxtum af lánum. Styrktarsjóður spftalans var gagn- rýndur í skýrslu Ríkisendurskoðunar og hann talinn hafa hagnast um allt að 12 milljónum króna á viðskiptum við spftalann. Spftalinn segir hins vegar að framlög sjóðsins til spítal- ans nemi um það bil 35-40 milljónum króna á 8 ára tímabili. Þá mun gagnrýni á fasteignakaup spftalans m.a. vera svarað með því að samkvæmt heilbrigðislögum sé stjómum spftala skylt að gera fram- tíðaráætlanir fyrir stofnanir sínar. Varðandi Landakot sé ljóst, að áður en um nokkra viðbót verði að ræða við spítalann, þurfi hann að fá um- ráðarétt yfír lóðum í kring. Með það í huga hafí spítalinn reynt að eign- ast hús á þeim lóðum sem hafí verið til sölu, og ennfremur til að reka þar starfsemi sem áður hafí verið í leigu- húsnæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.