Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MTOVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ A-landsliðið gegn Ólympíuliði Svía í Laugardalnum fimmtudaginn 18. ágúst AKVEÐIÐ var í gær að A-lands- lið íslands í knattspyrnu mætir óiympíuliði Svía í vináttulands- leik á Laugardalsvelli fimmtu- daginn 18. ágúst næstkom- andi. að eru því þrír leikir framund- an hjá landsliðinu. 7. ágúst Fyrri hluta keppninnar í 3. flokki karla á landsmótinu í golfi er nú lokið og komust 25 kylfingar áfram en aðrir keppendur í flokkn- um eru úr leik. Keppni verður hald- ið áfram í dag og á morgun. Sömu sögu er að segja um 2. flokk kvenna nema hvað aðeins 11 kepp- endur eru í flokknum og halda allir áfram á morgun. Staðan í 3.flokki karla Oddur Jónsson, GA......................170 Úlfar Ormarsson, GR....................173 HallgrímurT. Ragnarsson, GR............174 Sigurður Sigurðsson, GR................176 Pétur Sigurðsson, GI...................176 Jóhann Friðbjömsson, GR................177 Finnur Oddsson, GR.....................178 Hannes Guðmundsson, GR.................179 Bjami Asmundsson, GA...................180 Jónas Hjartarson, GR...................180 Ómar Jóhannsson, GS....................181 Páll Gunnarsson, GS....................181 mætir liðið Búlgörum á Laugardals- velli og 24. ágúst verður leikið gegn Færeyingum. Sá leikur fer að öllum líkindum fram á Akranesi. Islenska liðið í þeim leik verður eingöngu skipað leikmönnum sem leika með íslenskum félagsliðum. Þess má geta að þetta verður fyrsti opinberi landsleikur Færeyinga síðan þeir fengu inngöngu í FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið á dögunum. Aðalsteinn Guðlaugsson, GR...............181 Kjartan Bragason, GA.....................183 Hermann Guðmundsson, GR..................183 Bjami Gíslason, GR.......................184 Ástráður Þórðarson, GR...................184 Eyjólfur Ágústsson, GA...................185 Jóhann Kristinsson, GR...................185 Einar Aðalbergssop, GS...................186 Jóhann Sveinsson, GR.....................186 Ámi Óskarsson, GOS...............'......186 Birgir Bjömsson, GA......................186 Birgir Viðar Halldórsson, GR.............186 Ottó Pétursson, NK.......................186 Staðan í 2. flokki kvenna ElísabetÁ Möller, GR.....................195 Steindóra Steinsdóttir, NK...............200 Gerða Halldórsdóttir, GS.................202 Auður Guðjónsdóttir, GK..................207 Helga Sigvaldadóttir, GR.................210 Kristín Einarsdóttir, GV.................211 Anna Sigurbergsdóttir, GK................212 Jóhanna WaagQörð, GR.....................212 Sigurbjörg Gunnarsdóttir, GS.............215 Sigrún Sigurðardóttir, GG................218 Kristín Sigurbergsdóttir, GK.............223 Ljóst er að Ásgeir Sigurvinsson verður ekki með í leikjunum gegn Bulgörum og Svíum, en vonir standa til að Arnór Guðjohnsen geti jafnvel leikið gegn Svíum. Líkur eru á að allir aðrir atvinnu- mennirnir geti gefíð kost á sér. Svíar leika í úrslitakeppni Ólympíu- leikanna í Seoul í haust og er leikur- inn gegn Islandi liður í undirbún- ingi liðsins fyrir átökin þar. Arnór GuAJohnsen. Leikur hann á Laugardalsvellinum gegn Svíum? foám FOLK ■ SÚSANNA Helgadóttir úr FH og Jón Arnar Magnússon úr HSK eru meðal keppenda á heims- meistaramóti unglinga sem hefst í Kanada á morgun. Súsanna kepp- ir í 100 m hlaupi og langstökki. Jón Arnar, sem verður 19 ár á morg- un, keppir í tugþraut. Þau hefja bæði keppni í dag. H JACKIE Joyner-Kersee og Florence Griffith-Joyner eru ekki systur eins og við sögðum frá í umfjöllun okkar í gær af úrtöku- móti Bandaríkjanna í fijálsum íþróttum. Þær eru hins vegar mág- konur því Florence Griffith, sem áður var gift Greg Foster grinda- hlaupara, er nú gift bróður Jackie Joyner, A1 Joyner, sem keppti áður í þrístökki. Eiginmaður Jackie Joyner heitir Kersee og er hann einnig þjálfari þeirra beggja. ■ ÍSFIRÐINGAR hafa fest kaup á nýrri skíðalyftu sem sett verður upp á Seljalandsdal. Fyrir eru tvær diskalyftur auk barna- lyftu. Skíðalyftan er keypt frá ít- alíu og verður hún 700 metra löng. Framkvæmdir við nýju lyftuna hefj- ast í næsta mánuði og á hún að vera komin í gagnið fyrir næsta vetur. ■ KATARINA Witt, skauta- drottningin snjalla frá Austur- Þýskalandi hefur verið tilnefnd sem sérlegur fulltrúi barnahjálpar UNICEF. Katarina sem er bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í skautadansi, hefur hætt keppni í greininni. Hún mun stunda leiklist- arnám jafnhliða starfi sínu hjá UNICEF. ■ KNATTSPYRNUSAM- BAND Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær að þau félagslið sem taka þátt í Evrópukeppnum í ár hafi leyfi til þess að færa til leiki í fyrstu umferð. Þetta á aðeins við um lið sem hafa innanborðs tvo eða fleiri landsliðsmenn_ sem koma til með að leika á Ólympíuleikunum í Seoul í haust. Seinni leikir fyrstu umferðar Evrópukeppnanna eiga að fara fram 5. október. Þau lið sem hafa á að skipa tveimur eða fleirum landsliðsmönnum hafa því leyfi til að fresta leikjum sínum til 12. októ- ber til þess að forðast hugsanlega árekstra við úrslitakeppni Ólympíuleikanna. ■ CELTIC í Skotlandi hefur keypt Ian Andrews markvörð Leicester fyrir 300 þúsund pund. H PAUL Mason, sem leikið hef- ur með Gröningen í Hollandi, hef- ur flutt sig um set til Aberdeen í Skotlandi. Aberdeen borgaði fyrir hann 200 þúsund pund. DOMARAMAL Löggæsla á leikvöllum Löggæsla á leikvöllum í deild- arkeppninni er víða mjög slök, og á sumum stöðum alls engin. Þó er vert að segja frá því að t.d. á Akranesi og Akureyri eru lögregluþjónar til staðar, og er það lofsvert. Þá eru aðeins tveir staðir sem eru með öryggismálin í lagi, það er aðalleikvangurinn í 'Laugardal og leikvöllurinn á Akranesi, en Skagamenn hafa girt áhorfendasvæðið þannig að áhorfendur komast ekki inn á leik- völlinn. Þetta er til fyrirmyndar. Áhorfendum getur oft hitnað í hamsi, og þurfa þá að fá útrás, þegar leikmenn og dómarar ganga af leikvelli, og þá er gott að hafa öryggismálin í lagi. Það gerðist fyrir all mörgum árum í leik sem fór fram á gamla Meia- vellinum við Suðurgötu, að áhorf- endur voru orðnir mjög æstir út í dómara leiksins þegar um 1 mínúta var eftir af leiktímanum, tóku áhorfendur sér stöðu um- hverfis leikvöllinn tilbúnir að hlaupa inn á völlinn um leið og dómarinn flautaði leikinn af. Þeg- ar dómarinn sá hvað beið hans, hljóp hann til annars línuvarðar- ins, án þess að stöðva leikinn, og bað hann um að hlaupa til vallar- stjórans og láta hann hringja í lögregluna. Lét dómarinn leikinn halda áfram, og beið komu lög- reglunnar. Þegar hún kom svo á staðinn voru liðnar rúmar 10 mínútur fram yfír leiktímann, þá taldi dómarinn sig vera í öruggum höndum sem hann og var, og flautaði því leikinn af. Og gekk svo af leikvelli í öryggri gæslu lögreglunnar. Já, það er óhætt að segja að dómarastarfíð er mjög lifandi starf. Eins og þeir þekkja, sem fylgjast vel með knattspyrnunni, eru mörg leikkerfí í gangi hjá liðunum og óhætt að segja að leikmenn eru mjög frjálsir á leikvellinum. Varn- armenn taka þátt í sókninni og sóknarmenn koma til hjálpar í vöminni. En þetta var ekki svona hér á árum áður. Þá máttu t.d. bakverðirnir varla fara fram yfir miðju vallarins. Það var einu sinni í leik milli KR og Víkings, að Guðbjöm Jónsson (sfðar snjall þjálfari), bakvörður hjá KR fékk boltann við eigin vítateig, og lék síðan á hvem andstæðinginn af öðrum uns hann var skyndilega kominn inn í vítateig mótherj- anna, og í mjög góðri stöðu til þess að skora, en þá er hann felld- ur af andstæðingi og vítaspyma blasti við. En dómarinn dæmdi ekki vítspyrnu heldur hljóp hann til Guðbjarnar þar sem hann var að skríða á fætur og þá segir Guðbjörn: „Hvað er að þér mað- ur, af hveiju dæmir þú ekki víta- spyrnu á þetta brot?“ Þá segir dómarinn, „Guðbjöm, það hvarfl- ar ekki að mér, því þú ert bakvörð- ur og átt ekki að vera hérna." Með dómarakveðju, Guðmundur Haraldsson GOLF / ÍSLANDSMÓTIÐ Morgunblaðið/Einar Falur Úthugsað pútt. Einbeitingin leynir sér ekki þegar kylfíngurinn reiknar út hvemig bezt sé að haga púttinu. Oddur með forystu SPURT ER / Hverjir verða íslandsmeistarar í golfi 1988? Spurt í Golfskálanum í Grafarholti Kristinn Hilmarsson „ÚLFAR Jónsson hefur þetta í karlaflokki. Sigurð- ur Sigurðsson, GS, verður annar en síðan koma ein- hveijir GR-ingar. Karen Sævarsdóttur, GS, sigrar í kvennaflokki." Björk Ingvarsd „ÚLFAR Jónsson vinnur en Sveinn Sigurbergsson kemur næstur. Hannes Eyvindsson verður þriðji. Þórdís Geirsdóttir vinnur Steinunni Sæmundsdóttur naumlega í kvennaflokki." Birgir Björnsson „ÚLFAR verður meistari, reikna ég með. Ætli Hann- es Eyvindsson og Sigurður Sigurðsson komi ekki næstir. Þórdís hefur þetta sennilega í kvennaflokki en Karen og Steinunn koma síðan næstar." Sigurjón Hallbjörnss „ÚLFAR vinnur en síðan má búast við hörkubaráttu um 2. sætið milli Hannes- ar, Gunnars Sigurðssonar og Ragnars Ólafssonar. Ég spái, að Ragnhildur Sig- urðardóttir vinni í kvenna- flokki eftir mikla baráttu." Jens Sigurðsson „ÚLFAR vinnur þetta en Hannes Eyvindsson verður í 2. sæti, held ég. Ég gizka á, að Ragnhildur vinni í kvennaflokki en þær Þórdís og Ásgerður Sverrisdóttir komi næstar.“ Kristín Sigurbergsd „ÚLFAR vinnur en það er spurning um 2. sætið. Ann- ars hef ég ekki fylgst nógu vel með körlunum í sumar. Þórdís heldur íslandsmeist- aratitlinúm en Steinunn verður skammt á eftir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.