Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Júgóslavía: Saka Rúmena um kúgun á minnihlutahópum í landinu Belgrað. Reuter. EITT stærsta dagblað í Júgó- slavíu birti á sunnudag mjög harðorða og fordæmalausa árás á stjórnvöld í Rúmeníu og sak- aði þau um að kúga júgóslav- neska minnihlutann í landinu. Eins og kunnugt er hafa Ung- veijar gert harða hríð að rúm- enskum stjórnvöldum fyrir framkomu þeirra gagnvart ungverska minnihlutanum. I dagblaðinu Vecernje Novosti, sem gefið er út í höfuðborginni, Belgrað, sagði, að 50.000 Serbar og 10.000 manns af öðrum júgó- slavneskum þjóðarbrotum í Rúm- eníu hefðu verið kúgaðir miskunn- arlaust síðan Jósef Stalín rak Júgóslava úr alþjóðahreyfingu kommúnista fyrir 40 árum. Hefði fólkið meðal annars verið neytt til að taka upp rúmensk nöfn og breyta einnig nöfnum þorpanna. Blaðið sagði, að nýlega hefðu menn af júgóslavneskum ættum, sem átt hefðu sæti á rúmenska þinginu, verið reknir þaðan og væri nú svo komið, að jafnvel í þorpum minnihlutahópanna hefðu rúmenskir menn verið skipaðir í ábyrgðarstöður. Júgóslavar og aðrar Austur- Evrópuþjóðir hafa gert sér far um að segja sem fæst um ástandið hver hjá annarri en nú virðist sem þeir og Ungveijar ætli ekki að horfa þegjandi upp á það, sem er að gerast í Rúmeníu. Bandaríkin: Rannsókn á galla í Mercedes-Benz ERLENT Washington. Reuter. STJÓRNVÖLD tilkynntu á mánudag, að hafin væri rann- sókn á meintum hröðunargalla í hinum þýsk-smíðuðu Mercedes- Benz-bifreiðum. Rannsóknin beinist að árgerðun- um 1984-88, og eru þetta um 215.000 bifreiðar með bensínvélum og sjálfskiptingu, að sögn Banda- ríska umferðaröryggiseftirlitsins, NHTSA. Að sögn bifreiðaeigendafélagsins Centre for Auto Safety hafa félag- inu borist 164 skýrslur, sem lúta að skyndilegri hröðun í áðurnefnd- um árgerðum Mercedes-Benz-bif- reiða. I 125 tilfellum urðu umferð- aróhöpp, 46 slösuðust og einn lét lífið. Þetta er sjötta rannsóknin, sem NHTSA er með í gangi varðandi hröðunargalla. Bátur Toms Gentrys, fyrir utan Manhattan, skömmu áður en hann lagði upp í siglingu yfir Atlanshafið. Gaíst upp á siglingu yfir Atlanshafið London. Reuter. BANDARÍSKI milljónamæringurinn Tom Gentry er hættur við að reyna að slá hraðamet á leiðinni frá New York til London. Hann ætlaði að sigla bát sínum yfir Atlanshafið á innan við þremur dögum. Gentry sneri mótorbát sínum við eftir 35 klukkustunda siglingu. Hann hafði lent í mjög slæmu veðri og báturinn orðið fyrir ýmsum skakka- follum. „Það hefði verið heimskulegt að taka meiri áhættu", sagði Gentry. Hann var að reyna að slá met breska siglingakappans Richards Bransons sem sigldi yfir Atlanshafið á þremur dögum, átta tímum og 31 mínútu, árið 1986. Gentry sagðist myndu reyna aftur að slá metið, hugsanlega í september. Norður-Kóreumenn vilja aftur fá að vera með í OL Tókýó. Reuter. NORÐUR-Kóreumenn sögðust í gær vilja seljast að nýju að samn- ingaborði með Suður-Kóreumönn- um og ræða um hugsanlega þátt- -Æ- Úrval l.flokks notaöra bíla í okkar eigu. Allir skoöaöir og yfirfarnir. Sýnishorn úr söluskrá: MAZDA 626 LTD ÁrgerO ’87. Ekinn 23 þ/km. Hvítur. MAZDA 323 QTI Argerö '86. Ekinn 26 þ/km. Svartur. MAZDA 323 1,6 QLX STATION Argerö '87. Ekinn 47 þ/km. Hvítur. MAZDA 323 1,3 Árgerö '82. Ekinn 92 þ/km. Blór. MAZDA 020 LTD Árgerö '82. Ekinn 53 þ/km. Graenn. TOVOTA CARINA Árgorö ’84. Ekinn 60 þ/km. Grœnn. CHEVROLET MONZA ÁrgerO ’87. Graann. COLTTURBO Árgorö ’84. EKinn 47 þ/km. MAZDA 626 1,6 Argerð '87. Ekinn 18 þ/km. Dökk- grér. Munið okkar hagstæðu verö og greiðsiukjör! BMW 6201 Sjélfskiptur. Árgerö '84. Ekinn 77 þ/km. Blógrór. MAZDA 323 1 ,B Sjélfskiptur. Árgerfl '84. Ekinn 65 þ/km. Vfnrauflur. MAZDA 620 OLX Árgerfl ’86. Ekinn 25 þ/km. TOYOTA COROLLA 1 v3 LIFTBACK Árgerfl ’88. Óekinn. Hvítur. DAIHATSU CHARADE Árgerfl ’88. Óekinn. Blór. MAZDA 323 1 v6 QLX 8TATIOIM Árgerfl ’87. Ekinn 47 þ/km. Hvítur. MMC TREDIA OL8 Argerfl '84. Ekinn 35 þ/km. Grœn- sans. OPEL COR8A Árgorfl ’84. Brúnn. VOLVO 340 Árgerfl ’86. Ekinn 41 þ/km. Fjöldi annarra bíla á staðnum. Opið laugardaga frá kl. 1—5 BÍLABORG H.F. 3 dyra. Árgerfl '84. Ekinn 74 þ/km. FOSSHÁLS11 ,SÍMI 68 12 99 töku í Ólympíuleikunum, sem hefj- ast í Seoul 17. september næst- komandi. Norðanmenn tilkynntu í janúar að þeir myndu sniðganga leikina í Seo- ul. Hafði þá hver tilraunin til þess að koma til móts við kröfur þeirra um að halda hluta leikanna farið út um þúfur. Leiðtogar suður-kóresku stjórnar- andstöðunnar sögðu í fyrradag að aukin þýða sem orðið hefði í sam- skiptum landanna síðustu vikur kynni að leiða til þess að Norðan- mönnum snerist hugur í afstöðunni til leikanna. Suður-kóreskum embættismönn- um var síðan afhent bréf í landa- mæraþorpinu Panmunjon í gær- morgun. Var það stílað á forseta þingsins, sem hvatti Norðanmenn fyrir stuttu til viðræðna um bætta sambúð kóresku rikjanna tveggja. Stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi Suður-Kóreu í kosningum í síðasta mánuði og er það talið skýra a.m.k. að hluta aukinn áhuga Norð- anmanna á viðræðum um þátttöku í Ólympíuleikunum og um bætta sambúð hinnar skiptu þjóðar. Í bréfinu, sem forseti þings Norð- ur-Kóreu undirritaði, sögðust Norð- anmenn vilja taka þátt í Olympíuleik- unum og hvöttu Sunnanmenn til skjótra svara um viðræður. Einnig báðu þeir um viðbrögð við tillögu sinni frá í síðustu viku um að Norð- an- og Sunnanmenn gerðu með sér samkomulag um að hvorugur aðilinn myndi stofna til ófriðar við hinn. Talsmaður stjómarinnar í Seoul staðfesti aðeins í gær að bréf Norð- anmanna hefði borist en vildi að öðru leyti ekki ijalla um það. Sömu- leiðis vildu talsmenn suður-kóresku ólympíunefndarinnar ekki tjá sig um málið. Hertogahjónin af Windsor: Atti að eyðileggja einkabréf hjónanna? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EINKABRÉF hertogahjónanna af Windsor, sem voru gefin út á bók í síðustu viku, átti að eyðileggja, að því er segir í frétt The Sunday Telegraph síðastliðinn sunnudag. Michael Bloch, höfundur bókarinn- ar, vísar þessari staðhæfingu á bug. í bókinni eru birt bréf, sem fóru hertoganum að brenna öll persónu- á milli hertogans og eiginkonu hans, Wallis Simpson, en hann varð að segja af sér konungstign sem Játvarður VIII., vegna þess að hann gekk að eiga þessa konu, sem var fráskilin. í bréfunum er farið mjög óvirðulegum orðum um drottning- armóðurina og Elísabetu núverandi Englandsdrottningu. Hertoginn skrifaði til konu sinnar, eftir að hann hafði verið við jarðarfor móður sinnar: „En hve ættingjar mínir eru lítilmótlegir og ánægðir með sjálfa sig, og flestir þeirra eru orðnir að tötralegum kerlingum.“ Mohammed Al-Payed, eigandi Harrods-verslunarinnar í London, á íbúðarhús hertogahjónanna í París. Hann hefur ákveðið að draga Suz- anne Blum, lögfræðing Windsor- hjónanna, fyrir dóm fyrir að hafa fjarlægt bréfín úr húsinu í heimild- arleysi. Þrír starfsmenn hertogahjón- anna hafa svarið, að hjónin hafi ekki viijað, að bréfín né nein önnur skjöl kæmu fyrir almennings sjónir. Sidney Johnson, sem var þjónn her- togans í 35 ár, segist hafa hjálpað leg bréf hans árið 1970. Hann hafi einungis skilið bréfín eftir, vegna þess að hann vildi, að kona hans tæki ákvörðun um, hvað af þeim yrði. Hertogaynjan hafí síðan sagt, að þau skyldu eyðilögð eftir sinn dag. Herbergisþeman, Maria Costa, segir, að Blum og frú Schultz, einkaritari hertogaynjunnar, hafí fjarlægt skjölin úr herbergi her- togaynjunnar árið 1978 eða 79 eft- ir að hafa flutt hana í annað her- bergi á meðan. Þá hafí hún verið illa á sig komin og ekki getað veitt samþykki sitt. Bókarhöfundurinn, Bloch, segir þessar ásakanir hlægilegar. Óbreyttir þjónar hafí ekki með nokkru móti getað þekkt vilja vinnuveitenda sinna. Suzanne Blum, sem er níræð og blind, kveð- ur ásakanimar fáránlegar. Hertog- inn og hertogynjan hafí sagt sér og mörgu fleira fólki, að þau vildu, að rituð yrði bók, þar sem leiðrétt yrði ýmislegt, sem missagt hefði verið um þau, sérstaklega um her- togaynjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.