Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Morgunblaðið á bökkum Norðlingafljóts í Borgarfirði: Tilbúnar veiðiparadísir sýnast eiga fullan rétt á sér Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem áhuga hafa á og fyigj- ast með stangveiðimálefnum á Islandi, að nýtt fyrirbæri hefur verið að ryðja sér til rúms. Bjart- sýnir og metnaðarfullir leigutak- ar laxlausra veiðisvæða hafa keypt sprelllifandi hafbeitarlax frá Lárósi á Snæfellsnesi og sleppt í ár sínar. Þetta er reyndar gömul hugmynd sem reynd var fyrir þó nokkrum árum, fyrst í Kálfá í Gnúpveijahreppi, og stóðu Armenn að þeirri tilraun sem gaf ekki góða raun. Sveinn og Þor- geir Jónssynir hjá Norsk Data fóru svo á stúfana við Norðl- ingafljót i Borgarfirði í fyrra og heppnaðist tilraunin þá betur. Þeir eru enn að í sumar auk þess sem aðrir aðilar hafa sleppt löx- um í Blikadalsá á Kjalarnesi, Hafnará undir Hafnarfjalli og Víðidalsá í Húnavatnssýslu ofan Kolugljúfurs. Morgunblaðið leit við á bökkum Norðlingafljóts fyr- ir skömmu og ræddi við Vigfús Jónsson sem er í dæminu með fyrrnefndum bræðrum og hefur Morgunbladið/gg Arnaldur Freyr Birgisson með 13 punda Maríulax sinn úr Norð- lingafljóti og eitthvað hefur Asdís nælt sér í að auki. aðsetur í Húsafelli. „Við Sveinn og Þorgeir höfum oft verið að hugsa með okkur hversu afleitt það væri að ekki væri lax í Norðlingafljóti. Það er laxveiðiá af guðs náð utan að ólaxgengt er í það og því ekki annað að hafa en urriða og bleikju. Við fengum því tilskilin leyfi og leigu og hófumst handa,“ sagði Vigfús. Hann bætti því svo við að hugmyndin væri að sleppa alls 600 til 700 löxum í sumar, nokkuð jafnt og þétt og þegar þetta er ritað höfðu veiðst einir 90 laxar í ánni frá 4. júlí og 350 laxar eða svo því eftir. „Þetta er afar dýrt, við kaupum laxinn í kílóavís og svo erum við að borga niður veiðihúsin tvö sem við höfum sett niður rétt fyrir ofan brúna á ánni. Ætlunin er að í fyllingu tímans verði leitt rafmagn í þau, en aðalvandinn nú er með rennandi vatn, við höfum verið að prófa okkur áfram með ýmsar gerðir af dælum," skaut Vigfús inn í. Veiðisvæðið er langj;, 7 til 8 kílómetrar og laxinn hefur sýnilega dreift sér vel um það, hvergi fundust margir fiskar í sama læginu, en víða nokkrir saman. Hér má sjá veiðihúsin tvö sem leigutakar hafa reist við ána, hvort um sig inniheldur svefnaðstöðu á dýnum fyrir fjóra. Hér sést einn af veiðistöðum Fljótsins Morgunbiaðið/hb/gg Sérblöð • • A LAUGARDOGUM SSiSK,, Auglýsingar í Lesbók með ferðablaði þurfa aðhafa borist auglýsingadeild fyrir kl 16.00 á föstudögum, vikufyrir birtingu og í menningarblaðið fyrir kl. 16.00 á miðvikudögum. v - bl^é allra landsmanna K I 1 § Morgunblaðið/PPJ Maule-flugvélin sem lenti í árekstri á flugi suðvestur af íslandi i júní sl. sést hér á Reykjavíkurflugvelli ferðbúin á nýjan leik eftir viðgerð. Árekstursvélin farin EINS OG mörgum er í fersku minni gerðist það í júnímánuði sl. að tvær litlar flugvélar, sem voru í feijuflugi, rákust á á flugi um 130 sjómílur fyrir suðvestan Island með þeim afleiðingum að önnur flugvélin fórst. Hinum feijuflugmanninum tókst að komast alla leið til Reykjavíkur og lenda þar þrátt fyrir að flug- vél hans væri stórlöskuð. Umfangsmikil leit var gerð að flugvélinni sem fórst en hún bar ekki árangur og flugmaður hennar var talinn af. Eftir skýrslugerð og frumrannsókn slyssins á vegum flugslysanefndar og rannsókna- deildar loftferðaeftirlitsins voru öll gögn afhent bandarískum flug- málayfirvöldum þar sem flugvélarn- ar voru báðar skrásettar þar í landi pg slysið átti sér stað utan lögsögu íslands. Gert var við löskuðu flug- vélina á flugvélaverkstæði Guðjóns Sigurgeirssonar en nýr vængur og nýjar vængstoðir voru fengin er- lendis. Lauk viðgerð vélarinnar nú fyrir skömmu og hélt flugvélin áfram til Evrópu sl. sunnudag, 24. júlí. Þess má geta að nýr ferjuflugmaður, kona, var fenginn til að fljúga vél- inni héðan. - PPJ GLÆSILEGT TÆKIFÆRI Til sölu er meirihlutaeign í iðnaðar- og framleiðslu- fyrirtæki sem er næstum eitt í sinni grein. Fram- leiðslan var á síðasta ári u.þ.b. 20 milljónir. Fyrirtækið er staðsett í eigin húsnæði. U.þ.b. 2 klst. aksturfrá Reykjavík. Engin útborgun er nauð- synleg, en yfirtaka á mjög hagstæðum lánum. Nýlegt einbýlishús er einnig til sölu á mjög hag- stæðum kjörum. Vinsamlega sendið nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fljótt merkt: „Gotttækifæri -8269". H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.