Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS r Þessir hrlngdu Gengið uppi á bíl Halldóra hringdi: Ég fór á skemmtistaðinn Casablanca á föstudagskvöldið síðasta. Þegar ég kem út er þakið og húddið dældað, einhver hafði gengið eða dansað á bílnum. Ef einhver vitni hafa orðið af þessu bið ég þau að hafa samband við lögregluna eða mig í síma 83863 eða 686244. Tónlistin truf landi 3948-0203 hringdi: Með kærri kveðju til þeirra sem hafa með dagskrána að gera hjá Sjónvarpinu fylgir ósk mín um að þegar um talað orð er að ræða að láta ekki tónlist hljóma um leið. Oft er hún svo hátt stillt, að erfitt er að greina orðin. Góðir þættir, eins og Nýj- asta tækni og vísindi, njóta sín oft ekki vegna þessa. Armband tapaðist Gull- og silfurlitað armband, sem er eiginlega fléttað saman tapaðist 12. júlí síðastliðinn. Armbandið gæti hafa tapast á eftirtöldum stöðum. Hótel Loft- leiðum, utan við Bílaleigu Akur- eyrar í Skeifunni, á heimili fyrir aldraða í Lönguhlíð og fyrir utan Vinnufatabúðina á Hverfísgötu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 28550 eða 35689. Gleraugoi töpuðust í Mývatnssveit... Erlend kona tapaði gleraug- um sínum fímmtudaginn 14. júlí í nánd við brúna yfir Laxá rétt vestan Mývatns. Þetta eru tvískipt gleraugu í ljósri plast- umgjörð með áföstu snúnu snæri til að hafa um hálsinn. Konan er nú farin út, en ef ein- hver skyldi hafa fundið þessi gleraugu er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við Rut Magnúsdóttur í síma 98-31148. ... og önnur unglinga- gleraugu í byijun júlí töpuðust unglin- gagleraugu í blárri umgjörð og brúnu hulstri á Blönduósi eða Ólafsfirði. Drengurinn, sem týndi þeim, var í keppnisferð með knattspymuliði 4. flokks Leifturs frá Olafsfirði. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Davíð Jónsson í síma 91-76345. Fundarlaunum er heitið. Ekið á nýjan bíl Ekið var aftan á nýja bifreið af gerðinni Mazda með skrán- ingamúmerinu R-6659 á bíla- planinu við Laugaveg 162. Ef einhver getur gefið upplýsingar um atburðinn er hann vinsam- legast beðinn um að hafa sam- band í síma 11987. Bannað að borða eplið sitt Til Velavakanda. Ég fór inn á veitingastofuna Munann í Vestmannaeyjum síðast- liðinn föstudagsmorgun, ásamt systur minni og móðursystur. Þar sem móðursystir mín hefur ofnæmi og má ekki borða allar fæðutegund- ir, þá keypti hún sér epli áður en við fórum inn. Þegar inn var komið voru þar engir gestir fyrir. Við syst- umar fengum okkur brauð og kaffi, en móðursystir mín jólakökusneið og te. Þegar hún hefur lokið þvi biður hún þjóninn um hníf til að skera eplið. Hann neitar því og seg- ir að hún megi ekki borða eplið þarna inni. Við sögðum henni að hlusta ekki á það og hún byrjaði að borða eplið. Þá kemur þjónninn alveg bijálaður, en við mölduðum í móinn og bentum honum á það að vjð höfðum allar keypt okkur veit- ingar. Þá náði þjónninn í vöðva- búnt, sem sagði okkur að gera upp reikninginn og yfirgefa svo staðinn, sem við gerðum. Okkur þótti þetta súrt í brotið óg svolítið skondið í leiðinni, allt út af einu epli. En umfram allt var þetta ákaflega dónalegt. Olga Hákonsen. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða, hringja inilli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma þyí ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.