Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988
Ráðhús Reykvíkinga:
Kostnaður við bifreiða-
geymslu 191,9 milljónir
Samið við ístak um bygginguna
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði ístaks hf., rúmlega
191,9 milljónum króna í byggingu bifreiðageymslu fyrir 130 stæði
undir fyrirhuguðu ráðhúsi við Tjörnina. Heildarkostnaður við tvo
fyrstu verksamninga ásamt hönnun og eftirliti er því 411 milljónir
í stað 319 milljóna, sem samið var um í febrúar en þá var gert
ráð fyrir 90 stæða bifreiðageymslu. Heildarkostnaður við bygg-
ingu ráðhússins verður því 1.071 milljón króna.
í greinargerð Þórðar Þ. Þor-
bjamarssonar borgarverkfræð-
ings, formanns verkefnisstjómar
ráðhússins, kemur fram að í sam-
ráði við arkitekta hússins, verk-
fræðiráðgjafa og verktaka, var
samþykkt að kanna rnöguleika á
stærri bifreiðageymslu með 130
stæðum, á einni og hálfri hæð eins
og byggingamefndarteikningar
sýna, í stað 90 stæða, en hætt var
við 120 stæða geymslu með bif-
reiðalyftu.
Eftir ýtarlega könnun var
ákveðið að stæðin yrði 130 en
hætta jafnframt við þéttilög undir
húsinu og utan á veggjum. Jám-
bending er aukin vemlega og
ákveðið að flytja inn sérstakt se-
ment, sem ekki rejmdist fjárhags-
lega hagkvæmt að framleiða í litlu
magni á Akranesi. Þá er kjallaran-
um breytt lítillega samkvæmt
ábendingum erlendra sérfræðinga.
Með þessum breytingum er heildar
verksamningur við ístak h.f.
vegna stálþils, jarðvinnu og upp-
steypu, 256 milljónir króna í stað
178 milljóna króna samkvæmt
áætlun í febrúar síðastliðnum en
þá var miðað við 90 stæði.
Morgunblaðið/Júlíus
María Bjarnadóttir skoðunarmaður athugar hjólabúnað bifreiðarinnar. Sitthvað reyndist í ólagi
að þessu sinni og því voru númerin klippt af þessum bíl.
Skyndiskoðun á bifreiðum í vikunni
SKYNDISKOÐUN er á ökutækj-
um þessa viku í samvinnu lögregl-
unnar og Bifreiðaeftirlits ríkisins.
Á mánudag voru 60 bílar færðir
til skoðunar en ekki var vitað hve
þeir voru margir á þriðjudag. Að
sögn Hauks Ingibergssonar fram-
kvæmdastjóra Bifreiðareftirlits
ríkisins verður um svipaðar að-
gerðir að ræða á næstu dögum.
Lögreglan hyggst vera með átak
í þessum málum fram að verslun-
armannahelgi. Þessa viku er verið
að skoða bifreiðar í Reykjavík
með númer 41401 til 42900.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 27. JÚLÍ 1988
YFIRLIT ( GÆR: Um 200 km austur af Dalatanga er viðáttumikil
980 mb lægð sem þokast norður og grynnist, en 1.020 mb hæð
yfir N-Grænlandi. Hiti veröur 5—10 stig um landið norðanvert en
10—18 stig syðra.
SPÁ: Norðaustan- og norðankaldi víðast hvar á landinu. Skýjað
og dálítil rigning norðanlands en viöa léttskýjaö syðra. Hiti 5—18
stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA ~
HORFUR Á FIMMTUDÁG OG FÖSTUDAG: Norðan- og norðaustan-
átt um allt land. Víðast léttskýjað á Suður- og Vesturlandi og hiti
10—16 stig. Skýjaö og dálítil rigning á Norður- og Austurlandi og
hiti 5—9 stig.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 i gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hitl 8 8 veður rigning léttskýjað
Bergen 15 skýjað
Helsinki vantar
Kaupmannah. 19 skýjað
Narssarssuaq 6 alskýjað
Nuuk 4 þoka
Ósló 17 léttskýjað
Stokkhólmur 18 skýjað
Þórshöfn 10 rigning
Algarve 22 heiðskfrt
Amsterdam 15 rigning
Barcelona 21 heiðskfrt
Chicago 18 heiðskfrt
Feneyjar 22 heiðskírt
Frankfurt 17 léttskýjað
Glasgow 13 skúr
Hamborg 17 skýjað
tas Palmas vantar
London 13 léttskýjað
Los Angeles 18 léttskýjað
Lúxemborg 15 léttskýjað
Madríd 19 helðskírt
Malaga 22 þokumóða
Mallorca 19 heiðskfrt
Montreal 21 léttskýjað
New York 25 léttskýjað
Paris 16 rigning
Róm 24 þokumóða
San Diego 21 skýjað
Winnipeg 18 léttskýjað
Skipstjórinn á Pétri Jónssyni RE:
Sex færeysk skip vom
við veiðar í lögsögunni
„ÞARNA voru 6 færeysk skip að veiðum, í blindaþoku 12-16 mílur
fyrir innan, á svæði á um 69 gráður norður og 16 gráður vestur,
aðfararnótt laugardagsins,“ sagði Bjarni Sveinsson skipstjóri á Pétri
Jónssyni RE 14 en hann gerði Landhelgisgæslunni viðvart um land-
helgisbrot færeyska skipsins Sjurður Tollaksson aðfararnótt laugar-
dagsins.
„Þeir voru komnir í vanda, karl-
amir; búnir að vera lengi úti og
engan afla fengið. Þess vegna hafa
þeir tekið sénsinn og Tiaft það í
bakhöndinni, ef þeir yrðu teknir,
að þeir reikni ekki með Kolbeinsey.
Mig grunar að allur sá afli sem
þeir hafa fengið að undanfömu sé
tekinn innanvið," sagði Bjami.
„Það var blindaþoka þegar ég fór
þama hjá en ég heyrði að einn hefði
verið búinn að fá 100 tonn og hann
kastaði strax aftur. Ég hringdi í
stjómstöð Gæslunnar, lét þá vita
af þessu og spurði hvort ekki væri
ömggt að þeir væm langt inni í
íslenskri landhelgi. Þeir héldu það
nú en tveimur dögum síðar var orð-
ið vafamál hvort svo væri. Mér
finnst þetta einkennilegt og verið
að minnka landhelgina með því að
sleppa Færeyingnum," sagði
Bjami.
„Það er barnalegt að halda því
fram að þeir hafi ekki vitað að
okkar lína sé miðuð við Kolbeinsey,
fram að þessu hafa þeir virt það.
Þegar flotinn hefur verið á veiðum
á sumrin og haustin þá hafa Færey-
ingamir passað sig á að vera réttu
megin, að minnsta kosti meðan við
sjáum til þeirra. Það segir þá sögu
að þeir vita um línuna. Og ef þeir
komast upp með að taka ekki mið
af Kolbeinsey þá geta þeir farið
töluvert innar en þetta án þess að
bijóta af sér,“ sagðj Bjami Sveins-
son skipstjóri á Pétri Jónssyni, sem
nú er staddur við rækjuveiðar í
brælu suður af Jan Mayen. Bjami
sagði aflabrögð léleg, aflaverðmæti
lítið og vafasamt að úthaldið borgi
sig öliu lengur.
Forsljóri Land-
helgisgæslunnar:
Færeyingar
fá ekki að
veiða þarna
„FÆREYSKUM skipum verður
alls ekki liðið að vera á veiðum
á þessu svæði,“ sagði Gunnar
Bergsteinsson forstjóri Land-
helgisgæslunnar. „Það er ótví-
rætt, samkvæmt íslenskum lög-
um, að þetta svæði tilheyrir
íslenskri efnahagslögsögu. “
Gunnar kvaðst ekki vilja svara
afdráttarlaust játandi spumingu
um hvort skip sem staðin yrðu að
veiðum á þessu svæði í framtfðinni
yrðu færð til lands, sagði að slíkt
yrði metið hverju sinni. „En ég á
síður von á að við þurfum að hafa
frekari afskipti af færeyskum skip-
um þarna," sagði Gunnar Berg-
steinsson.
Spænskur sirkus á íslandi:
Sýningartjaldið tekur
um 2.000 manns í sæti
CIRCO de Espana, sem er einn stærsti fjölleikahúsflokkur Spánar,
er kominn hingað til lands og mun halda sýningar í Reykjavík og úti
á landi í ágúst. Frumsýningin verður næstkomandi laugardag á tún-
inu við Glæsibæ, en að loknum sýningum í höfuðborginni mun sirkus-
inn sýna á Akureyri, i Keflavík og Vestmannaeyjum og ef til vill á
Sauðárkróki.
Að sögn Jörundar Guðmundsson-
ar, umboðsaðila Circo de Espana,
taka um 45 manns þátt í sýningum
flokksins og verður sýnt í stóra
sýningartjaldi sem tekur um 2.000
manns í sæti. Jörandur sagði að
boðið yrði upp á fjölbreytt sýningar-
atriði, og væri sérstök áhersla lögð
á áhættuatriði svo sem loftfímleika.
Ekki er endanlega ákveðið hversu
margar sýningar verða í Reykjavík
og sagði Jörandur að það færi nokk-
uð eftir aðsókn. Að loknum sýning-
um í höfuðborginni verður farið út
á land eins og áður segir.