Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 25 Búrma: Sein Lwin valinn eftirmaður Ne Wins Rangoon, Burma. Reuter. SEIN Lwin, undirhershöfðingi, var valinn eftirmaður Ne Wins, leið- toga Búrma, sem formaður sósíalistaflokksins í Búrma á fundi mið- stjórnar flokksins i gær. Ne Win sagði af sér á laugardag- inn eftir að hafa sagst vera óbeint ábyrgur fyrir götuóeirðum sem urðu 200 manns að bana. Miðstjórn- in leysti forsætisráðherrann, Maung Maung Kha frá embætti en hann er talinn bera ábyrgð á stúdentaó- eirðum í mars. Það hefur verið hlutverk Seins Lwins að bæla niður allar óeirðir frá því að herinn tók völdin í Burma árið 1962. Af þeim sökum er hann óvinsæll meðal alþýðu manna. Sósíalistaflokkurinn sem er eina stjórnmálahreyfingin í Burma, sam- þykkti umfangsmiklar tillögur til efnahagsúrbóta á flokksráðstefnu sinni á mánudaginn. Það fellur nú Lwin í skaut að reyna að bæta efna- hag landsins sem hefur látið mjög á sjá vegna lélegrar stjórnunar, spillingar og hafta undanfarin 26 ár. Nú á að opna landið fyrir er- lendri fjárfestingu, efla frumkvæði einstaklinga og auka frelsi í við- skiptalífínu. Hinn aldni leiðtogi Búrma, Ne Win, sem nú hefur sagt af sér formennsku í sósíaiistaflokkn- um. Nagorno-Karabak: Volsky tekinn við stjóminni ARKADY Volsky, sérlegur sendi- maður sovézku stjórnarinnar, kom i gær til héraðsins Nag- orno-Karabak í Azerbajdzhan, til þess að fylgja eftir ákvörðun forsætisnefndar Æðsta ráðsins um að binda endi á þjóðernisrós- turnar í héraðinu. Allt var með kyrrum kjörum þar í gær í kjöl- far mikilla verkfalla, sem lauk um helgina. Volsky er einn af áhrifamestu fulltrúum, sem sæti eiga í miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins. Að sögn Prövdu, málgagns flokksins, hefur honum verið falið að koma röð og reglu á starf flokks, héraðs- stjórna og fyrirtækja í sovétlýðveld- unum Armeníu og Azerbajdzhan. Blaðið sagði að honum hefðu verið fengin „viðeigandi völd“ og að yfir- völdum lýðveldanna hefði verið fyr- irskipað að aðstoða hann á alla lund. Að sögn brezka útvarpsins BBC hefur Volsky verið fengið allsherj- arvald yfir her og lögreglu Arm- eníu. Yfirvöld í Nagorno-Karabak kröfðust þess að héraðið yrði sam- einað Armeníu, en mikill meirihluti íbúa héraðsins eru Armenar. Olíumarkaðir: Olíuverð lækkar vegna fréttaleysis Lundúnum, Reuter. OLÍUVERÐ lækkaði frekar í gær vegna fréttaeklu frá gangi friðarviðræðna í Persaf- lóastríðinu og hvað OPEC, sam- tök olíuframleiðslu- og útflutn- ingsrikja, hyggjast gera vegna offramboðs á markaðnum. Þetta voru að minnsta kosti skýringar olíukaupmanna á skyndimarkaðnum í gær, þegar Æeuíers-fréttastofan spurði þá um skýringar á lækkandi olíu- verði. Norðursjávar Brent-blanda, sem er mest selda hráolíublandan, lækkaði um 40 Bandaríkjasent fatið og kostaði 15,40 Banda- ríkjadali seint í gærdag. Verð hækkaði um einn og hálfan dal í síðustu viku eftir að Iranir féllust á samþykkt Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé í Persaf- lóastríðinu, en talið er að olíukaup- menn hafi óttast að Bandaríkja- floti kynni að hverfa á braut við þessi tíðindi og þannig aukið á óvissu í flóanum. Ekki síður óttuðust menn þó að friðarhorfur á Persaflóa myndi auka samstöðu OPEC um aðgerðir til þess að draga úr offramboði á olíu og knýja verðið þannig upp á ný. Bíða kaupahéðnar á skyndi- mörkuðum því í ofvæni eftir frétt- um af gangi viðræðna og fréttum af mögulegum fundi verðlags- nefndar OPEC, sem heyrst hefur að halda eigi í Lausanne í Sviss hinn 3. ágúst. Subroto framkvæmdastjóri OPEC er væntanlegur til Samein- uðu furstadæmanna í dag til þess að ræða fyrirhugaða framleiðslu- aukningu þarlendra stjórnvalda, en verði af henni fara furstadæm- in fram úr leyfilegum kvóta OPEC. í Hagtíðindum Miðausturlanda, sem gefin eru út í Nikósíu, sagði að fundur verðlagsnefndar OPEC kynni að velta á fundarlyktum í Sameinuðu furstadæmunum. Þegar kannað er olíuverð á skyndimörkuðum, er yfirleitt mið- að við gengi þriggja markaða: WTI í Bandaríkjunum, Brent í Evrópu og Dubai í Persaflóa. Verðþróun í gær var sem hér seg- ir, en miðað er við Bandaríkiadali á fat: Markaðir 25. júlí 26. júlí Brent 15,80 15,40 WTI 16,35 15,90 Dubai 13,95 13,60 KÁTIft PILTAR>tlN$7ÆÐAR M A O U R 0 VIETNAM • AHA Z 0 ee o S o o o 0 • KÁTIR PILTAR • HALL & OATES GETURÞU HUGSAÐ ÞÉR VERSLUNAR- MANNAHELGINA ÁN TÓNLISTAR? KRINGLUNNI * BORGARTÚNI. UVUGAVEGI □ ELTON JOHN - REG STRIKES BACK □ STYLE COUNSIL - CONFESSIONS OF A POP GROUP □ MANNAKORN - BRÆÐRABANDALAGIÐ □ MOODY BLUES - SUR LA MER □ KEVIN ROWLAND - WANDERER □ JAMES BROWN - l'M REAL □ HOT HOUSE FLOWERS - PEOPLE □ LEONDARD COHEN - l’M YOUR MAN □ PATTI SMITH - DREAM OF LIFE □ BUSTER POINDEXTER-BUSTER POINDEXTER □ DEEP PURPLE - NOBODY'S PERFECT □ THE CHRISTIANS - THE CHRISTIANS □ CLIME FISHER - EVERLASTING □ ASWAD - DISTANT THUNDER □ THOMAS DOLBY - ALIENS ATE MY BUICK □ HALL & OATES - OH YEAH! □ FAIRGROUND ATTRACTION - FIRST OF A... □ TRACY CHAPMAN - TRACY □ ROBERT PALMER - HEAVY NOVA SÍÐAN SKEIN SÓL BLAUTAR VARIR/BANNAÐ CD Topp tólftomma með bestu rokksveit landsins. KÁTIR PILTAR EINSTÆÐAR MÆÐUR Strákar sem spila ósvikna stuðtónlist. LP KASSETTUR \ HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR - LAUGAVEGI 96 ■o > 71 PRINCE •HOTHOUSE •FAIRGROUND ATTRACTION OBRUCE HORNSBY CMORE DIRTY DANCING «TEH BEATLES 9G00D MORGNING VIETNAM #AHA jKÁTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.