Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 47 Morgunblaðið/Garðar Rúnar Ólafur M. Ólafsson útgerðarmaður ásamt Hildi Ólafsdóttur og Sigþóri Friðbertssyni. SEYÐISFJÖRÐUR Beitingaskóli fyrir unglinga Seyðisfirði sumar hefur Ólafur M. Ólafsson, útgerðarmaður og aðaleigandi Fiskvinnslunnar hf. á Seyðisfirði, verið með nokkuð stóran hóp ungl- inga á aldrinum 12 til 14 ára í vinnuskóla við beitingastörf. Sjálfur mætir hann milli klukkan fimm og sex á morgnana og byrjar að skera beituna og gera klárt fyrir krakk- ana sem mæta um áttaleytið. Fréttaritari Morgunblaðsins mætti einn morguninn og fylgdist með störfum hans og krakkanna. Ólafur segir að þetta sé starf sem megi ekki fyrir nokkum mun detta upp fyrir þó vélvæðingin tröllríði öllu nú til dags. Góðir beitingamenn eins og voru hér á árum áður finnast varla í dag og þess vegna verði að kenna unglingum þetta í tíma. Hann segir að krakkarnir fái greitt um 650 krónur fyrir bjóðið en það sé misjafnt hvað þau séu lengi. Sum þeirra eru búin að ná mikilli tækni og hraða og eru efni í góða beitinga- menn. Ólafur beitir einnig sjálfur þegar hann er búinn að skera og gera klárt. „Þetta er miklu betra og skemmtilegra starf heldur en að sitja inni á skrifstofu allan daginn. Það hefur aldrei átt við mig. Ég vil vera þar sem lífæð þessa þjóð- félags er, og það er við sjóinn og fiskvinnslustörfin, sjálfa gjaldeyris- framleiðsluna. Ég hef ekki áhuga á að sitja yfir einhveijum línuritum og gapa upp í loftið eins og fólk vill víst flest gera í dag. Það er búið að ala margt af þessu unga fólki þannig upp, að það fæst varla nokkur maður til þess að vinna við frum- vinnslugreinarnar. Og svo heldur þetta fólk að það geti bara farið að stjórna landinu si svona, aldrei komið nálægt og þekkir ekkert til undirstöðuatvinnuveganna. Þetta nútímafólk þekkir ekki þá fátækt og erfiðleika sem afar þeirra og ömmur urðu að ganga í gegnum,“ sagði Ólafur. - Garðar Rúnar „Ungi maður, það voru tvasr kökur í boxinu í morgun. Má ég spyrja þig hvernig stendur á því að það er ein eftir núna?“ „Það hlýtur bara að hafa verið svona dimmt að ég hef ekki tekið eftir hinni.“ KÓKÓMJQUC EURIK 6LATT FÓLK / | MJÓLKURSAMSALAN ( REYK|AVÍK T" Metsölublað á hverjum degi! Fljúgandi fríhöfn Jil Sander ■ Hermes m YSL m Galimberti m Daniel la Forét m Gucci ■ Cerutti ■ Rochas Cartier m La Coste ■ EtienneAigner m Chanel og fleira og fleira m Allt tollfrjálst um borð í vélum okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.