Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 ■ .?.!?& Qnlveftql Preff ?Yn(jltflfg „Hafté orífé vörviá brúna hansba?" Así er... ii'io ... stundum erfíð við- fangs. TM Reg. U.S. Pst Off — all rtghts ressrved ® 1987 Los Angeies Ttmes Syncbcste en ætla að lesa einhverja áður. HÖGNI HREKKVlSI Hverjir eru hryðjuverkamenn? Til Velvakanda. Nýlega birtist í Morgunblaðinu löng grein um hryðjuverkastarf- semi eftir Ivar Guðmundsson. Aðal- inntakið í greininni var barátta Bandaríkjamanna gegn slíkri iðju. Og þar ættu að vera hæg heimatök- in, þar sem þeir Washington-menn eru meðal þeirra fremstu í slíkum verkum, en auðvitað var ekki minnst á það í nefndri grein. Þegar Hvíta húss herramir og þeirra bandamenn eru að verki þá er talað um þá sem frelsishetjur og skiptir þá alls engu hvaða aðferðum er beitt. Leitogi Lýbíu og hans kónar eru oft nefndir í grein ívars og öðrum líkutn og ekki efa ég að Gaddafí er hörkutól, sem einskis svífst. Fyrir nokkrum ámm létu Banda- ríkjamenn sprengjum rigna yfir Trípólí, höfuðborg Lýbíu að nóttu til og fólk þá vitanlega í fasta- svefni. Fjöldi manna lét lífið í þess- um árásum, og vitanlega konur og börn þeirra á meðal. Þarna sögðust Bandaríkjamenn vera að refsa Lýbíuleiðtoganum fyrir meintan stuðning hans við hryðjuverka- menn. Ekki töluðu menn um að þetta athæfi væri hryðjuverk, að drepa fjölda kvenna og barna, vegna þess að leiðtogi landsins hefur margt gruggugt í fari sínu. Það var ekki nema eðlilegt að dómi B andaríkj amanna. Þeir í Washington gera út svo- kallaðar Contra-sveitir, sem beijast gegn Sandinistastjóminni í Nic- aragua. Megin uppistaðan í þessum sveitum eru leifarnar af hinu ill- ræmda þjóðvarðliði Somoza fyrrum einræðisherra. Sá skúrkur ríkti þama um áratuga skeið af mikilli grimmd, en ekki höfðu Bandaríkja- menn neinar áhyggjur af íbúum Nicaragua á þeim tímum. Contra- sveitirnar hafa unnið fjölmörg grimmdarverk á óbreyttum borgur- um og hafa fréttamenn, þar á meðal frá bandaríska tímaritinu Newsweek, staðfest það hvað eftir annað. Þarna em að verki vinir og bandamenn Washington og þess vegna teljast óhæfuverk þeirra ekki hryðjuverk. Bandaríkjamenn styðja af alefli og hafa lengi gert skæruliðahreyf- ingar í Angóla og Mozambique, sem einnig hafa drepið þúsundir sak- lausra borgara. Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga af hálfu Washington. Þama eru við völd alvondir kommúnistar og þá er sama hvaða aðferðum er beitt til að reyna að koma þeim frá. Ég yrði seinasti maðurinn til þess að mæla kommúnistum bót, en að drepa saklaust fólk unnvörpum til að koma þeim frá er óhæfa. Skæruliðamir, sem beijast gegn rússnesku kommúnistunum og leppum þeirra í Afghanistan, em studdir af Bandaríkjamönnum. Því miður grípa þessir skæmliðar til ýmissa voðaverka, láta eldflaugum rigna yfir bæi og borgir og oft á annatímum þegar götur em fullar af fólki og margar lenda í íbúðar- hverfum með skelfilegum afleiðing- um. Það sorglega við baráttuna í Afghanistan er það, að þegar Rúss- ar hafa hörfað úr landinu og komm- únistastjómin verður hrakin frá völdum, þá er mjög líklegt að skæruliðamir fari að betjast inn- byrðis. í þessum sveitum em mjög sundurlyndir hópar, allt frá tiltölu- lega fijálslyndum mönnum, sem aðhyllast lýðræðislega stjómar- hætti Vesturlanda, til skoðana- bræðra klerkavitfirringanna í Irari. Bandaríkjamenn styðja með ráð- um og dáð hvíta minnihlutann í Suður-Afríku, sem traðkar alger- lega á þeldökka fólkinu, sem er yfirgnæfandi meirihluti íbúanna. Þetta fólk nýtur engra réttinda, er nánast eins og vinnudýr í eigin landi. Og rísi það upp gegn þessu himinhrópandi ranglæti er það mis- kunnarlaust barið niður. Þetta er ekki hryðjuverk samkvæmt skiln- ingi Bandarílq'amanna. Ekki má gleyma alverstu níðing- unum er nú fyrirfinnast á jörðinni, ísraelsmönnum. Meðferð þeirra á Palestínumönnum er svo yfirþyrm- andi að með ólíkindum er. Þetta em ekki ýkjur eða öfgar, sem ég fer með. Fólk hefur til skamms tíma getað horft á aðferðir ísraelsku dátanna á sjónvarpsskjánum heima í stofu hjá sér. Þarna, eins og í Suður-Afríku, eru þeir, sem pýndir eru og kvaldir, í sínu heimalandi. Palestína er land palestínsku þjóð- arinnar, sem hefur búið þama mann fram af manni öldum saman. Gyðingamir em aðkomumenn er tekið hafa landið af þessu fólki með ofbeldi og hafa nefnt landið Israel. Þetta er staðreynd, sem ekki verður komist fram hjá. Það sem þama er að gerast er ekki hryðjuverk í augum Bandaríkja- manna frekar en annað, sem upp hefur verið talið hér að framan. Það er augljóst að Washington- menn em haldnir algerri siðblindu. Guðjón V. Guðmundsson Yíkverji skrifar Víkveiji hefur nokkmm sinnum tekið bíla á leigu í Lúxemborg og nýtt sér þau kjör sem boðin em sem flug og bíll. Hann hefur þó aldrei fyrr en núna skipt við fyrir- tækið Lux-Viking, þar sem öll við- skipti fara fram á íslensku. Al- mennt hafa bílaleigur á Findel- flugvelli í Lúxemborg aðsetur sitt í göngufæri frá flugstöðinni. Lux- Viking er hins vegar í húsvagni nokkurn spöl frá þannig að við- skiptavinir em fluttir frá stöðinni á vegum bíaleigunnar eftir að hafa rætt við starfsmenn hennar í and- dyri flugstöðvarinnar. Þegar bifreið er skilað er farþegum ekið til flug- hafnarinnar, ef hún er áfangastaður þeirra. Um það mátti lesa hér í blaðinu fyrir skömmu að einhveijir af keppi- nautum Lux-Viking hefðu reynt að sporna við starfsemi fyrirtækisins á þeirri forsendu, að íslendingar hefðu ekki heimild til að veita þessa þjónustu í Lúxemborg eða eitthvað skorti a.m.k. upp á lögmætið. Sú krafa náði ekki fram að ganga. Haldi þetta fyrirtæki velli á það eftir að skapa atvinnu og tekjur í Lúxemborg, stuðla að auknum við- skiptum almennt og auðvelda ís- lendingum að njóta þeirra. XXX Belgar héldu upp á þjóðhátíðar- dag sinn 21. júlí með mikilli hersýningu, þar sem Baldvin kon- ungur og þjóðin öll fékk tækifæri til að kynnast þeim körlum og kon- um sem gæta öryggis þjóðarinnar og tækjunum sem þau hafa til að sinna þessum skyldum. Hátíðahöld af þessu tagi koma íslendingum alltaf á óvart. Við höfum vanist því að menn telja mestu skipta að tala um frið og sjálfstæði á hátíðar- stundum en gera minna af því að sýna hvernig þeir ætla að fram- kvæma heitstrengingarnar, ef svo óheppilega færi að það reyndist nauðsynlegt. Eins og kunnugt er telja margir, að ísland sé frábrugð- ið öllum öðrum löndum að því leyti að unnt sé að veija það úr fjar- lægð. Tæknin hefur fyrir löngu kippt stoðunum undan slíkum hug- myndum. Kvöldið fyrir þjóðhátíðardaginn flutti Baldvin konungur sjónvarps- ávarp, þar sem hann vék að því að stofnað yrði sambandsríki í Belgíu. Er þetta í fyrsta sinn sem konung- ur kveður svo fast að orði um stjórn- lagabreytingu í þessa átt. Tillagan á rætur að rekja til tungumáladeiln- anna í landinu, sem bijótast fram í hinum ólíklegustu myndum og valda langvinnum stjómarkreppum. Flæmingjar eru orðnir §ölmennari en Vallónar, sem tala frönsku, þannig að flæmska eða hollenska hefur verið í sókn; þá er lítill hluti þjóðarinnar þýskumælandi. Til að koma á hæfilegu jafnvægi vill kon- ungur nú að tungumálasvæðin fái sjálfstjóm undir sambandsstjóm og við þessar breytingar sé tekið mið af þróuninni til aukins samstarfs í Evrópu. XXX Sagt hefur verið að 1992 eigi öllum hindrunum að hafa verið rutt úr vegi almennra viðskipta á milli Evrópubandalagslandanna, sem megi rekja til annars en ólíkra tungumála eða siðvenja í einstökum löndum. Þegar allir standa jafnfæt- is að öðm leyti kunna „hindranir" af þessu tagi að fá meira gildi en þær hafa núna. Þótt Víkverji geti bjargað sér á ýmsum höfuðtungum EB-landanna hefur það sérstakt aðdráttarafl fyr- ir hann að geta átt viðskipti við bílaleigu í Lúxemborg, þar sem gengið er frá samningum á íslensku. Það eitt hvetur hann til viðskipta við þetta fyrirtæki, en auðvitað þarf það einnig að vera samkeppnisfært í verði. Brussel er kölluð höfuðborg Evr- ópu og ef til vill er það dæmigert fyrir framtíðarþróun Evrópu, að eftir því sem samruni ríkja verður meiri, þeim mun auðveldara verður að efla sjálfstjórn málsvæða eins og Flæmingja og Vallóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.