Morgunblaðið - 27.07.1988, Side 34

Morgunblaðið - 27.07.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendilsstarf Fyrirtæki í miðbænum óskar eftir sendli sem fyrst. Verður að hafa bílpróf. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „RK - 2934“. Laus staða Staða lögregluþjóns í lögreglunni á Siglufirði er laus til umsóknar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu lög- reglustjóra, Suðurgötu 4, Siglufirði, og hjá yfirlögregluþjóni. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10. ágúst 1988. Bæjarfógetinn á Sigiufirði, 21.júlí 1988. Næturvinna Aðstoðarfólk óskast á næturvakt við tiltekt á framleiðsluvörum. Upplýsingar gefnar hjá verkstjóra á staðnum. Brauðgerð Mjólkursamsölunnar, Skipholti 11-13, Reykjavík. Trésmiðir Viljum ráða trésmiði til starfa á Reykjavíkur- svæðinu. Upplýsingar á skrifstofunni. Verkstjóri ístak óskar að ráða verkstjóra vanan al- mennri byggingarvinnu til starfa í Reykjavík. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. ÍSTAK Sími 622700. Landsbyggðin Átt þú fyrirtæki úti á landi sem þig vantar að láta reka fyrir þig? Við erum tvær heiðar- legar og ósérhlífnar konur (31 og 33 ára) með margþætta reynslu, s.s. bókhald, tölvu- vinnslu, inn- og útflutning, birgðahald, áætl- unargerð, auk allra alm. skrifstofustarfa. Höfum brennandi áhuga á að vinna að ein- hverju uppbyggilegu, þar sem ábyrgðin er okkar. Allt kemur til greina og meðmæli fást ef óskað er. Sendu okkur línu merkta: „HG - 3133" á auglýsingadeild Mbl. fyrir 8.8.'88. Tfskuverslun Fyrirtækið er vönduð sérverslun vel stað- sett í Reykjavík. Starfið felst í ráðgjöf og sölu á mjög vönduð- um kvenfatnaði. Hæfniskröfur eru að viðkomandi séu þjón- ustulundaðir með fágaða framkomu. Vinnutími er frá kl. 10-18, auk laugardaga að vetri til. í boði eru góð laun. Viðkomandi verður að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Alleysmga- og radmngaþionusta Liósauki hf. Skókivordustiq 1d - 101 Reykinvik Simi 6213S5 „Au pair“ Sjálfstæð og hress stúlka óskast á heimili í Þýskalandi í vetur. Upplýsingar í dag í síma 16156 milli kl. 14.00 og 18.00. Vélavörður óskast á mb. Eyvind Vopna NS70, sem gerð- ur er út frá Vopnafirði. Þarf að geta leyst yfirvélstjóra af. Upplýsingar í síma 97-31143 á daginn og 97-31231 á kvöldin. Símavarsla Aðili óskast til símavörslu. Upplýsingar á staðnum milli kl. 17.00 og 19.00 29. júlí. Þórshöllhf., Brautarholti 20. Veitingahúsið við Tjörnina óskar eftir fólki með reynslu í eftirtalin störf: • Á skrifstofu, 50% vinna. • í sal. • Uppvask. • Ræstingar (14 daga í mánuði). Upplýsingar í síma 18666 á skrifstofutíma (Sigríður eða Sigurbjörg). Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, í fastar stöður, við Sjúkra- hús Siglufjarðar. Sjúkrahúsið skiptist í al- menna deild, fæðingardeild og ellideild, sam- tals 43 rúm. Húsnæði í boði. Góð launakjör. Góður starfsandi og ágæt vinnuaðstaða. Breytið um umhverfi og kynnist landsbyggð- inni. Sláið á þráðinn, í síma 96-71166, og fáið nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra. Sjúkrahús Siglufjarðar. Umboðsmenn Stærsta framleiðslufyrirtæki sinnartegundar á landinu (í matvælaiðnaði) óskar eftir um- boðsmönnum til að veita forstöðu nýjum umboðum, sem stofnuð verða nú á næstunni. Leitað er að umboðsmönnum fyrir eftirtalin svæði: A) Norðurland eystra. B) Austurland. Starfsemin felst í að selja og dreifa vörum fyrirtækisins á viðkomandi umboðsvæði. Vörur fyrirtækisins eru dagleg neysluvara og eru seldar í öllum verslunum landsins. Umboðinu fylgir eftirfarandi: a) Atvinnuhúsnæði. b) Bifreiðar til vörudreifingar. c) Tölvubúnaður. Við leitum að einstaklingi með fjárhagslega traustan bakgrunn, sem er drífandi og skap- andi, hefur reynslu í sölu- og markaðsmálum og er gæddur góðum stjórnunar- og skipu- lagshæfileikum. Umsóknir óskast sendar til Morgunblaðsins fyrir föstudaginn 5. ágúst nk. merktar: „V - 2936". Kennarar - kennarar Seyðisfjarðarskóla vantar íþróttakennara, smíðakennara og kennara í sérkennslu og kennslu yngri barna. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-21365 og formaður skólanefndar í síma 97-21291. Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra í Hofsósi er laus til um- sóknar nú þegar. Uppl. um starfið veitir Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri, í síma 95-6320 eða 95-6390. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 1988. Hreppsnefnd Hofsóshrepps. Ritvinnsla Á skattstofu Reykjanesumdæmis er laust 50% starf í ritvinnslu. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar undirrituðum, Suðurgötu 14, Hafnarfirði, fyrir 10. ágúst nk. Skattstjórinn íReykjanesumdæmi. Ungt fólk Vegna breytinga óskum við eftir ungu og glöðu fólki til starfa á bar, í sal og í fatahengi. Upplýsingar á staðnum milli kl. 17.00 og 19.00 29. júlí. Þórscafé, Brautarholti 20. Lögmannsstofa - ritari Lögmannsstofa óskar að ráða ritara sem getur unnið sjálfstætt. Tölvukunnátta er æskileg svo og góð íslensku- og réttritunar- kunnátta. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. ágúst merktar: „L - 2333“. Holtaskóli, Keflavík Kennara vantar að Holtaskóla næsta skóla- ár. Æskilegar kennslugreinar: Stærðfræði, raungreinar, samfélsgsfræði og enska. Jafnframt er laus ein staða verkmennta- kennara. Skólinn er einsetinn og öll aðstaða mjög góð. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-11602. Skólastjóri. 35 ára og eldri - nýtt og skemmti- legt starf Erum að opna stofu í Austurbænum og í Breiðholti með styrkingar- og grenningar- bekkjum sem er nýjung hér á landi. Við leit- um að ábyggilegum og hressum starfskröft- um, 35 ára og eldri, til að sjá um leiðsögn og afgreiðslu. Vinnutími frá mánudegi til föstudags. Vaktavinna, tvískipt, frá kl. 11-23. Upplýsingar í síma 687701 mánudag frá kl. 13.30-14.30. Hreyfing sf. SAMSÖLU BRAIJÐ Vertu vandlátur..þaó erum vió

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.