Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 IÞROTTIR UNGLINGA / ALDURSFLOKKAMOTIÐ I SUNDI Aldursflokkamelstarar Akurneslnga ásamt þjálfara og forystumönnum. Morgunblaöid/Jón Gunnlaugsson Glæsilegur sigur Akumesinga AKURNESINGAR sigruðu glæsilega á aldursflokkamót- inu í sundi sem fram fór á Akra nesi um helgina. Þetta var fyrsta sundmót sem haldið er í hinni nýju og glæsilegu sund- laug sem vígð var fyrir viku síðan. Alls voru þátttakendur um 370 talsins og fór keppni hið besta fram og var móts- höldurum til sóma. Það var búist við hörkukeppni um sigurlaunin á mótinu og komu þar helst til greina lið Ægis, lið Akraness og vestanliðin Vestri og Bolungarvík. FráJóni Eftir fyrsta daginn Gunnlaugssyni Var Ægir efst í Akranesi stigakeppninia en síðan tóku Akumes- ingar forystuna og héldu henni allt til loka. Hlutu alls 311,5 stig. Ægir varð í öðru sæti með 254 stig og í þriðja sæti varð lið Vestra með 181 stig. Alls voru sett 9 íslandsmet í mót- inu. Eydís Konráðsdóttir Njarðvík setti tvö met í flokki hnáta, í 50 m skriðsundi synti hún á 33.26 sek. og í 50 m baksundi synti á 41.73 sek. Sveit Vestra setti nýtt met í 4 x 50 m skriðsundi í flokki meyja, syntu á 2.13.25. Sveit Akumesinga setti met í 4 x 50 m skriðsundi sveina synti á 2.11.07. Erna Jóns- dóttir frá Bolungavík setti met í Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Strákarnlr sem innsigluðu sætan sigur Skagamanna og settu íslandsmet í síðustu sundgrein mótsins. Gunnar Arsæls- son, Arsæll Bjamason, Eyleifur Jóhannesson og Oskar Guðbrandsson. 50 m flugsundi meyja og synti á 32.68 sek. Þá setti Geir Sverrisson frá Njarðvík fjögur íslandsmet í flokki fat ; 200 m brigusundi pilta synti hann á 2.52.04 og í þessu sundi setti hann einnig met í 100 m bringusundi, en millitími hans var 1.21.85. Geir synti síðan 100 m skriðsund á 1.05.83 sem einnig er íslandsmet og hann bætti einnig metið í 100 m íjórsundi. í síðustu grein mótsins setti pilta- sveit Akurnesinga glæsilegt ís- landsmet í 4 x 100 m íjórsundi pilta á tímUnum 4.19.58 mín. Segja má að þetta sund hafi kórónað frábæra frammistöðu Akurnesinga á mót- inu. Mótið þótti takast mjög vel og var skipulagning þess til fyrinnyndar. Eins og áður sagði voru keppendur um 370 talsins frá tuttugu félögum víðsvegar af landinu. Auk ungu keppendanna setti fjöldi foreldra mikinn svip á mótið. Guðmundur Páll Jónsson í mótsnefnd sagði í samtali við Morgunblaðið að fram- kvæmd mótsins og annarrar vinnu sem lá að baki því, þ.e. aðbúnaði keppenda og starfsfólks, hefði verið til fyrirmyndar og með því besta sem til þekkist hér á landi. „Þegar allir þessir þættir takast vel verður árangurinn mjög góður,“ sagði Guðmundur, og bætti við að þeir hefðu- fundið fyrir frábærum undir- tektum þjálfara og annarra forystu- manna hjá liðunum sem hingað mættu. Það ríkti því mikil fjölskyldu- stemmning á Akranesi um helgina. Sturlaugur Sturlaugsson sagði í samtali við Morgunblaðið: „Það er ánægjulegast við þetta allt að við erum vel í stakk búnir til að taka á móti 500 manns og halda sund- mót með jafn góðum árangri og nú. Það sýnir hversu nauðsynlegt það er að hafa sterkt foreldrafélag sem traustan bakhjarl. An þess hefði þetta ekki tekist," sagði Stur- laugur. Mótinu var síðan slitið með kvöld- vöku í íþróttahúsinu á Akranesi á sunnudagskvöldið og var þar mikil stemmning. Þar voru veitt hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar og mörg skemmtiatriði flutt. Að lokum var stigin dans fram á nóttu. Stórkostlegur árangur hjá okkur sagði Hugi Harðarson þjálfari Akurnesinga „ÞETTA var stórkostlegur árangur hjá okkur. Sundfólkið okkar er stöðugt að bæta sig og samheldni hópsins er mik- il,“ sagði Hugi Harðarson þjáif- ari sundliðs IA sem sigraði svo glæsilega á aldursflokkamót- inu. Hugi hefur verið þjálfari hjá Bolvíkingum þartil sl. haust og þeir unnu mótið þrisvar á fjórum árum. Þannig má segja að þetta sé fjórða skiptið sem sundlið vinna sigur á mótinu undir stjórn Huga. Aaldursflokkamótinu í fyrra höfnuðum við í sjötta sæti og hlutum 122 stig en nú sjá allir hve stórstígum framförum við höfum tekið, við höfum hreinlega stungið næstu lið af,“ sagði Hugi og bætti við: „Eg er sérstaklega ánægður með árangur yngsta fólksins, þar er virkilega góður efniviður hjá okkur. Ég vil líka taka það fram að yngstu krakkana þjálfa auk mín Guðmundur Páll Jónsson og Sigur- laug Guðmundsdóttir og þau eiga mikið lirós skilið fyrir starf sitt. Það er líka ánægjulegt að sjá hve foreldrar barnanna styðja vel við bakið á starfinu hjá okkur. Slíkur stuðningur er jafnverðmætur og nokkrir tugir stiga í keppninni sjálfri," sagði Hugi að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.