Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 55 GOLF / LANDSMÓT Morgunblaðið/KGA Mikill áhugi Áhorfendur höfðu sjónaukana á lofti þegar þeir fylgdust með landsmótinu í golfi á Grafarholtsvelli í gær. í dag hefst keppni í meistaraflokkum karla og kvenna og 1. flokkum karla og kvenna. Jens G. Jensson leiðir í 2. flokki Keppni í meistaraflokki hefst í dag Keppnin í 2. flokki karla á lands- mótinu í golfí er hálfnuð og munu 24 þeir beztu halda áfram keppni í dag og á morgun en aðrir eru úr leik. Keppni í meistaraflokki karla og kvenna hefst í dag kl. 07.00. Jens G. Jensson, GR, stendur vel að vígi og hefur þriggja högga for- ystu. Sá sem varð 24. í röðinni var Svan Friðgeirsson, GR, lék á 176 höggum. Hefði hann leikið á einu höggi til viðbótar eða 177, hefði hann orðið jafn sex öðrum keppend- um í 24.-30. sæti og þeir ailir hald- ið áfram keppni. Ymsir munu því hafa skammast í góðu út í Svan fyrir að hafa nú ekki getað notað svo sem eitt högg til viðbótar. Staða efstu manna í 2. flokki karla er eins og hér segir: Jens G. Jensson, GR...........164 Óskar Ingason, GR.............167 Ólafur H. Jónsson, NK.........167 Ágúst Húbertsson, GK..........168 Guðlaugur Gíslason, GK........169 Jónatan Ólafsson, NK..........170 Jónas H. Guðmundsson, GR......171 Haukur Ó Bjömsson, GR.........171 Sigurður Aðalsteinsson, GK....171 Sævar Egiisson, NK............173 Daníel Ólafsson, GK...........173 KORFUBOLTI Klappstýrur á heimaleikjum UMFG GRINDVÍKINGAR ætla að breyta örlítið til í körfuknattleiknum í úrvalsdeildinni í vetur og vera með klappstýrur á heimaleikjum sínum. Fyrirmyndin er sótt til Bandaríkjanna og er tilgangurinn að hressa upp á leikinn þegar dofnar yfír honum. Grindvík er eina liðið í úrvalsdeildinni sem á eftir að ráða þjálf- ara, en kannski verður þessi tilraun þeirra til að laða að þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Landsliðið til Spánar á sterktmót MætirSpánverjum, A-Þjóðverjum, Sovétmönnum og Svíum ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá handknattleikslands- liðinu. Liðið mœtti Vestur- Þjóðverjum tvívegis í Laugar- dalshöll á síðustu dögunum og á sunnudag heldur það til Spánar þar sem það tekur þátt í alþjóðlegu móti. að verður 16 leikmanna hópur sem fer í þess ferð þannig að líklegt er að um sama hóp verði að ræða og lék gegn Þjóðveijum. Eins og áður sagði heldur liðið utan á sunnudag. Fyrsti leikurinn verður miðvikudaginn 3. ágúst gegn Spán- verjum. Síðan mætir íslenska liðið því austur-þýska daginn eftir og Sovétmönnum föstudaginn 5. ágúst. Frí verðttr laugardaginn 6. en sunnudaginn 7. ágúst verður leikið gegn Svíum. Eins og sést á þessari upptalningu er um verulega sterkt mót að ræða, og þama eru einmitt lið tveggja þjóða sem leika með íslendingum í riðli á Ólympíu- leikunum, Sovétmenn og Svíar. Eftir keppnina á Spáni verður hald- ið til Frakklands, þar sem leikið verður tvívegis við heimamenn, 9. og 10. ágúst. FlugleiðamótiA Liðið kemur heim 11. ágúst. Fljót- lega hefst svo annað stórt verkefni sem er hið árlega Flugleiðamót. Það stendur dagana 20. til 25. ágúst. Þátttakendur í því verða A og B-lið íslands, Sovétríkin, Spánn, Tékkó- sióvakía og Sviss. Allir leika við alla. Leikið verður á Akureyri, Húsavík, Reykjavík, Akranesi, Kópavogi og Selfossi. KNATTSPYRNA Atta leik- menn í bann Atta leikmenn voru úrskurð- aðir í eins leiks bann hjá aganefnd KSÍ í gærkvöldi. ómar Torfason, Fram, er eini leikmað- urinn í 1. deild sem fær leikbann og tekur hann það út í leiknum gegn sínum gömlu félögum í Víkingi. í 2. deild fengu tveir leikmenn eins leiks bann. Þeir Hafþór Sveinjónsson, Víði og Kári Ragn- arsson, Þrótti. í 3. deild fá fjórir leikmenn eins leiks bann. Þorsteinn Guðbjarts- son, Dalvík, Jakob Jónhartsson, Reýni Sandgerði, Sverrir Heimis- son, Magna og Njáll Eiðsson, Ein- heija. Kristján Theódórsson, Hvera- gerði, var eini leikmaðurinn sem fékk leikbann í 4. deild. Morgunblaöiö/Bjarni Kristján Arason, sem hér rifjar upp gömul körfuknattleikstiiþrif í landsleikn- um gegn V-Þjóðveijum á mánudag, verður nánast á heimavelli á Spáni. Mótið fer fram nálægt Santander, sem verður heimabær Kristjáns næsta vetur. Eiríkur Slgurðsson. Eiríkur þjálfar Þórfrá Akureyri Eríkur Sigurðsson, leikmaður með Þór Akureyri, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins fyrir komandi keppnistímabil. Eiríkur sem verið hefur einn lykilmanna Þórs undanfarin ár, mun leika áfram með liðinu jafnhliða þjálf- un. Þá hefur Kristján Raftisson, fyrrum Breiðabiiksmaður, geg- nið til liðs við Þórsara. Að sögn Kristínar Jónsdóttur, formanns körfuknattleiksdeildar félags- ins, eru Þórsarar að þreifa fyrir sér með aðra leikmenn og er svara að vænta á næstunni. Öll úrvalsdeildarliðin í körfu- knattleik hafa nú ráðið þjálfara fyrir næsta vetur utan Grindavík. Þar eru menn enn þjálfaralausir, en forráðamenn liðsins standa í viðræðum við nokkra aðila og munu málin skýrast síðar í þessari viku. FOLK ■ FRANK Stapleton hefur ver- ið í viðræðum við Nice í Frakkl- andi. Hann er samningsbundinn hjá hollenska liðinu Ajax, en var lánað- ur til Derby undir lok síðasta keppnistímabils. ■ JOHN Chiedozie, sem verið hefur í herbúðum Tottenham í fjögur ár, hefur fengið fijálsa sölu til Derby. Chiedozie, sem kom tii Tottenham frá Notts County, hef- ur verið meiddur og ekki leikið með Tottenham í tæp tvö ár. ■ DAVID Pleat, sem nú er framkvæmdastjóri hjá Leicester City, festi í gær kaup á Martin Hodge, markverði Sheffield Wed- nesday. Pleat borgaði 200 þúsund pund fyri hann. ■ RUSSEL Osman hefur verið seldur frá Leicester til Southamp- ton fyrir 325 þúsund pund. Frá Bob Hennessy iEnglandi ■ ANDY Thorn, sem lék með Wimbledon á síðasta keppnistíma- bili, var f gær seldur til Newcastle. Thorn sem er vamarmaður og leik- ur með landsliði Englands undir tuttugu og eins árs kostaði New- castle um 70 milljónir kr. New- castle hefur einnig fest kaup á skoska unglingalandsliðsmanninum John Robertson. Kaupineru meðal annars ijármögnuð með sölu á mið- vallarleikmanninum Paul Gasco- igne til Tottenham. Söluverð hans er tæplega 160 milljónir kr. sem er breskt met. ■ STEVE WiUiams, leikmaður Arsenal, hefur verið seldur til Lu- ton fyrir 300 þáund pund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.