Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 150 Palestínuarabar látnir lausir úr haldi Tel Aviv. Reuter. UM 150 palestínskir fangar voru látnir lausir á mánudag i tilefni af trúarhátíð múslima sem markar lok hinnar árlegu pílagrímaferðar til Mekka. Fangamir sátu inni fyrir brot á öryggislögum og sumir höfðu verið í haldi án réttarhalda í allt að hálft ár, á grundvelli neyðarlaga. Fimm ísraelskir hermenn særðust er Palestínumenn réðust að þeim með grjótkasti en ísraelskar öryggis- sveitir særðu þrjá Palestínumenn skotsárum á hemumdu svæðunum. Um 3000 Palestinumönnum hefur verið haldið í fangabúðum nærri egypsku landamærunum. 148 þeirra var ekið á Gaza-svæðið og þeir skild- ir þar eftir á mánudag en áður höfðu þeir verið hvattir til að taka ekki þátt í óeirðum. Einungis var sleppt föngum frá Gaza-svæðinu, því þar hefur ofbeldisverkum farið fækkandi undanfamar vikur f samanburði við Vesturbakkann. Útgöngubann var á fjórum svæð- um á Vesturbakkanum í gær, þar á meðal í bænum Beit Jallah þar sem tveir létust á sunnudag. Til að mót- mæla því að íbúamir voru skotnir, lokuðu verslunareigendur búðum sínum í nágrannabænum Betlehem. Þrettán Palestínumenn hafa látist Pólland: Leyniræðan um Stalín loksins birt Varsjá. Reuter. LEYNIRÆÐAN um Stalín verður birt í Póllandi f þessari viku. Þetta er í fyrsta sinn sem skýrslan birt- ist í austantjaldslandi en hún hef- ur áður verið birt á Vesturlöndum. í leyniræðuni er Stalín sakaður um að útrýma pólitískum andstæð- ingum sínum og talinn eiga sök á miklu mannfalli sovéska hersins í heimsstyijöldinni síðari. Krústsjov las þessa skýrslu á flokksþingi sovéska kommúnista- flokksins árið 1956, en hún var aldr- ei birt opinberlega. Pólsk stjómvöld veittu leyfi fyrir birtingu ræðunnar í vikuritinu Polityka fyrir skömmu. Búist er við mikilli sölu á blaðinu, sem birtir skýrsluna á fjórum síðum. Verður upplagið aukið um 20%. sfðustu tíu daga í mestu óeirðum á herteknu svæðunum f sjö mánuði. Frá því í desember hafa ísraelar handtekið um 5000 araba og a.m.k. 244 arabar og 4 gyðingar hafa látið lífíð. Frakkland: Þjófarnir sluppu niður umholræsin Marseille, Frakklandi. Reuter. ÞJÓFAR grófu sig inn í öryggis- hvelfingu banka i bæ í nágrenni Marseille á mánudagskvöld og sluppu með ránsfeng sinn um holræsakerfið. Þjófamir komust undan þrátt fyrir að ströng lögregluvakt væri við frárennslisopin, en öryggisverðir í bankanum höfðu gert lögregluyfír- völdum í bænum Penne-sur-Huve- aune viðvart, þegar þeir fundu reykjarlykt frá kyndlum þjófanna. Lögreglan gat ekki komist inn í hvelfínguna og gripið þjófana, af því að tímastillt læsing hindraði för hennar. Því var gripið til þess ráðs að umkringja bankabygginguna og setja vörð við öll frárennslisopin, en allt kom fyrir ekki. Ekki er enn vitað, hve miklu þjóf- unum tókst að hafa á brott með sér. Heræfingar Japana Reuter Stærstu heræfingar Japana til þessa munu verða um miðjan september í hafinu milli Suður-Kóreu og Japans. Nær allur flotinn mun taka þátt í þriggja vikna æfingum með bandariskum skipum á sama tíma og ólympíuleikarnir eru haldnir í Suður-Kóreu. Yfirmenn hersins og embættismenn varnarmálaráðuneytisins segja að heræfingarnar komi ólympíuleikunum ekkert við, en þingmenn og vestrænir hernaðarsérfræðingar segja að tímasetning og staðsetning heræfinganna sýni að ætlunin sé að stuðla að friði á Kóreuskaganum á meðan á Ieikunum stendur. Bandarísk sljórnmál: Reagan kveðst ætla að sýna demókrötum ,,í tvo heimana“ Wachinndnn Rontor * ' Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti kvaðst í gær vera búinn að Reuter Spænska lögreglan gerði í fyrradag upptæk 15 tonn af hassi, sem falin voru í jarðgöngum i fjalli við Barcelona. Á myndinni sjásta lögreglumenn fjarlægja hluta þess. Fjöldi manna var handtekinn í tengslum við fundinn en málið er alls óskylt handtöku höfuðpaurs stærsta fíkniefnahrings heims, sem frá segir í frétt hér að neðan. Mallorka: fá sig fullsaddan af árásum demókrata á stjórn sína og sagð- ist ætla að „sýna þeim í tvo heim- ana.“ „Hið írska skap mitt er farið að segja til sín,“ sagði Reag- an í hópi fulltrúadeildarleiðtoga repúblikana og hét hann því að hann myndi ekki láta sitt eftir liggja í kosningabaráttu Georges Bush, varaforseta síns, og for- setaframbjóðanda Repúblikana- flokksins. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum hinn 8. nóvember. Reagan vísaði til landsfundar demókrata í Atlanta í síðustu viku, en þar var Michael Dukakis útnefnd- ur forsetaframbjóðandi flokksins. „Ég hlustaði á þessar ræður og gat ekki varist því að hugsa að hér væri munurinn á okkur og þeim lif- andi kóminn — þeir tala fjálglega, en við látum verkin tala. Á meðan þessari kosningabaráttu stendur mun ég leyfa bandarísku þjóðinni að heyra sannleikann og ég ætla að sýna stjómarandstöðunni — kannski ég eigi að styðjast við orð Harrys Trumans — sannleikann, en það telja þeir vera helvíti, svo ég mun sýna þeim í tvo heimana." Truman, sem var Bandaríkjafor- seti árin 1945-1952 þótti orðhvatur í meira lagi og síst gefínn fyrir að skafa utan af hlutunum. Í kosninga- baráttu sinni gegn Thomas Dewey árið 1948 sagðist hann ævinlega segja sannleikann, en repúblikanar teldu hann jafnast á við helvíti — hvemig sem menn nú annars vilja túlka það. Sérstaklega sagðist Reagan furða sig á tali demókrata um stöðu Bandaríkjanna eftir tveggja kjörtímabila stjóm sína. „Þegar maður hlustar á stjómarandstöðuna gæti maður haldið að efnahagurinn væri lamaður líkt og hafði gerst 1980 þegar þjóðin ákvað að tími væri til kominn að vísa stjómarand- stöðunni til dyra í Hvíta húsinu. Reagan benti á að þegar hann hefði sigrað Jimmy Carter árið 1980 hefði óðaverðbólga ríkt, atvinnuleysi stöðugt aukist og vextir verið í hæsta lagi. Sagði hann að það þyrfti ekki að hafa mörg orð um árangur stjórnar sinnar á þessu sviði, fólk fyndi fyrir honum á hveij- um degi. Hins vegar sagði hann ótækt að demókratar kæmust upp með rangfærslur sínar og hálfsann- leika án þess að repúblikanar svör- uðu fyrir sig. Reagan, sem er 77 ára gamall og elsti forseti Bandaríkjanna, hefur heitið Bush því að eyða að minnsta kosti tveimur dögum á viku í kosn- ingabaráttu varaforseta síns. Mesti fíkniefnabarón heims gómaður London, Madríd. Reuter. BREZKA lögreglan tilkynnti í gær að höfuðpaur stærsta fíkni- efnahrings heimsins hefði verið handtekinn á eynni Mallorka í Miðjarðarhafi. Ásamt honum hefði fjöldi fíkniefnasala verið handtekinn á Spáni og í Bret- landi. Væri það árangur sam- starfs brezku, spænsku og brezku lögreglunnar. Fíkniefnabaróninn er 43 ára Breti að nafni Dennis Howard Marks, sem hefur gengið undir nafninu „Marco Polo fíkniefnavið- skiptanna" hjá lögregluyfirvöld- um. Hann og 33 ára gömul kona hans, Judith, vom handtekin á heimili þeirra í Palma, höfuðstað Mallorka. Annar Breti, Geoffrey Kenyon, sem er einn af helztu forsprökkum eiturlyfjahringsins, var einnig handtekinn í Palma um leið og Marks-hjónin. Marks er talinn hafa stundað umsvifamikla fíkniefnasölu til Spánar, Bretlands, Portúgals, Hollands, Vestur-Þýzkalands, Fillipseyja, Thailands, Kanada, Bandaríkjanna, Singapore og Ástralíu frá árinu 1970, eða í 18 ár. Bandarísk yfírvöld gáfu út ákæru á hendur honum og 22 meintum samstarfsmönnum hans i fyrradag og brezk og bandarísk yfírvöld lögðu samdægurs fram beiðni um handtöku hans og fram- sal við spænsk lögregluyfirvöld. Látið var til skarar skríða gegn honum eftir að hann kom til Palma úr viðskiptaferð til Zurich í Sviss. Lamandi hiti í Kína Peking. Reuter. HITABYLGJA í Kína hefur nú orðið yfir þrettánhundruð manns að bana. Hitinn hefur farið yfir 38 stig og þeir sem létust voru flestir aldraðir og sjúkir. í Hangzhou, höfuðborg Zhej- iang héraðsins, hafa 933 dáið í hitanum og að sögn Kínversku fréttastofunnar hafa tvöfalt fleiri látist þar í borg en undir venjulegum kringumstæðum. Starfsmaður jarðarfararstofu í Hangzhou sagði að það væri svo mikið að gera að starfsfólk sitt ynni tvöfaldar vaktir og enginn fengi að fá frí. Ahrif hitans sjást á öllum sviðum þjóðfélagsins. Opinberir starfsmenn fara fyrr heim úr vinnunni, verslanir eru lokaðar og fólk leitar skýlis fyrir hitan- um í loftvarnarbyrgjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.