Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLl 1988
t Eiginmaöur minn og faöir okkar, BJÖRN BALDURSSON, Háaleitisbraut 28, lést þann 24. júlí. Jófríður Svelnsdóttir, Aron Björnsson, Edda Björnsdóttir.
t Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, GUÐLAUGUR SIGURÐSSON, Garöbraut 63, Garöi, andaöist í Borgarspitalanum 25. júlí. Sigríður Þorbjörnsdóttir, Ægir Guölaugsson, Guöríður Theódórsdóttir og barnabörn.
t Ástkær dóttir min og sambýliskona, ELÍNBORG GUÐMUNDA ÞORGEIRSDÓTTIR, Ferjubakka 8, Reykjavík, andaðist í Vífilsstaöaspítala aðfaranótt 15. júli sl. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarliös og starfsfólks lungna- deildar Vífilsstaöaspítala fyrir ómetanlega aöstoð. Anna Árnadóttir, Páil Gíslason.
t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HILMAR TH. THEÓDÓRSSON, er andaöist á Dvalarheimili aldraöra i Garöi 23. júlí veröur jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 14.00. Áslaug Hilmarsdóttir, Trausti Björnsson, Björgvin Hilmarsson, Jóhanna Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SKARPHÉÐINN ÁRNASON, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 28. júli kl. 15.00. Elfnborg Reynisdóttir, Helga Skarphéðinsdóttir, Brynja Hulda Skarphéöinsdóttir, Bjöm Glenn Hansen og barnabörn.
t Minningarathöfn um móður okkar og tengdamóöur, SÓLEYJU ÞORSTEINSDÓTTUR kaupkonu, Hjallabrekku 17, Kópavogi, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28. júlí kl. 13.30. Jarösett veröur á ísafiröi laugardaginn 30. júlí. Sigríöur Ágústsdóttir, Andrés Jóhannesson, Soffía Ágústsdóttir, Oddur Rúnar Hjartarson, Svava Ágústsdóttir, Ólafur Sigurðsson.
t Útför eiginmanns mins og fööur okkar, MAGNÚSAR SIGURGEIRS ÞORGEIRSSONAR, Hafnagötu 12, Höfnum, er andaöist í Borgarspítalanum 20. júlí fer fram frá Kirkjuvogs- kirkju í Höfnum fimmtudaginn 28. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaöir. Þeir sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélagiö njóta þess. Sigríður Guðmannsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn.
t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, VALDIMAR VALDIMARSSON frá fsafiröi, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. júli. Athöfnin hefur fariö fram. Fyrir hönd aöstandenda, Erla Valdimarsdóttir, Kristján Valdfmarssnn, Elvar Valdimarsson, fslaug Aöalsteinsdóttir.
Minning:
Steingrímur Karls-
son veitingamaður
Fæddur 7. maí 1917
Dáinn20.júlí 1988
Vertu sæll. Þig sæmdin geymi
samtíð hjá og friðar her.
Fallhætt þó sé flestu í heimi,
framtíðina illa dreymi,
góður orðstír geymist þér.
(Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Ijóðasafn)
Steingrímur Karlsson fæddist að
Draflastöðum í Fnjóskadal 7. maí
1917, sonur hjónanna Dómhildar
Jóhannsdóttur og Karls Sigurðsson-
ar. Hann var yngstur af tíu systkin-
um sem upp komust, en af þeim
eru nú ijögur á lffi. Hann ólst upp
á annáluðu menningarheimili. Ung-
ur að árum missti Steingrímur
móður sína, en faðir hans hélt áfram
búskap með stuðningi bama sinna.
Hann dvaldi æsku- og unglingsárin
í föðurhúsum og vann öll algeng
sveitastörf.
Hugur Steingríms stefndi til
mennta og leiðin lá í Menntaskólann
á Akureyri, en hann varð að hverfa
frá námi vegna alvarlegra veikinda
og fara á Kristneshæli. Hann náði
aftur heilsu, fluttist suður og varð
verkstjóri hjá Magna hf.
Árið 1942 urðu þáttaskil í lffi
Steingríms er hann hóf veitinga-
rekstur í Skíðaskálanum í Hvera-
dölum ásamt Ingibjörgu systur
sinni. Eftir það varð veitingarekstur
hans ævistarf. Þau systkinin fóru
ekki troðnar slóðir því rekstur veit-
ingahúsa var þá á byijunarstigi hér
á landi og rekstur skíðaskála al-
gjört nýmæli. Margir Reykvíkingar
eiga góðar minningar úr Skíðaskál-
anum frá þessum árum. Það var
ekki óalgengt að fólk dveldi þar í
fríum sínum. Skíðaskálinn var
þekktur fyrir glæsilegar veitingar
og snyrtimennsku.
Ingibjörg hafði numið matar-
gerðarlist í Svíþjóð, en Steingrímur
fór til Bandaríkjanna árið 1943 til
að kynna sér rekstur skíðaskála og
dvaldi þar í eitt ár. Skömmu eftir
heimkomuna veiktist hann af löm-
unarveiki. Eftir þau veikindi náði
hann sér aldrei en vann þrátt fyrir
að vera lamaður í áratugi við fram-
leiðslu- og veitingastörf. Dugnaður,
ósérhlífni og kjarkur komu fram í
öllum störfum hans.
í Skíðaskálann réðst um tíma
kona ásamt sambýlismanni sínum.
Þau áttu ungan dreng, Njál Jóns-
son, sem Steingrímur tók ástfóstri
við og náin tengsl mynduðust á
milli þeirra. Njáll er nú þroskaþjálfi
í Noregi.
Steingrímur kvæntist ekki. Hann
bjó með Ingibjörgu systur sinni og
Erlu dóttur hennar, sem var sólar-
geisli í lífi hans. Erla er gift Birgi
Thomsen rafeindavirkja og þau eiga
þrjú efnileg böm. Kynni mín við
Steingrím hófust fyrir um 30 árum
er ég hóf störf hjá þeim systkinum.
Þau höfðu þá nýlega hætt veitinga-
rekstri í Skíðaskálanum, en sáu um
veitingar í Golfskálanum á
Öslq'uhlíð og ráku Brauðskálann við
Langholtsveg. Systkinin höfðu
byggt upp skemmtilegt heimili í
einbýlishúsi sem þau áttu við
Njörvasund.
Það var ánægjulegt að starfa hjá
Steingrími og með okkur tókst góð
vinátta, sem ekki hefur borið
skugga á. Steingrímur var baráttu-
glaður og hamhleypa til vinnu þrátt
fyrir lömun sína. Hann var víðlesinn
í íslenskum bókmenntum og fylgd-
ist vel með þjóðmálum. Steingrímur
var óvenjulega fómfús og hjálpleg-
ur hvort sem í hlut áttu ættingjar,
vinir eða ókunnugir sem höfðu far-
ið halloka í lífsbaráttunni. Ótal
margir áttu honum gott að gjalda
vegna greiðvikni.
Arið 1970 hófú þau aftur rekstur
Skíðaskálans. Á löngum starfsferli
veittu þau mörgum ferðamönnum
sem lentu í erfiðleikum á leið yfír
heiðina ómetanlega aðstoð. Ingi-
björg lést árið 1978, en Steingrímur
starfaði þar samfellt til ársins 1982.
Síðustu árin átti Steingrímur við
mikla vanheilsu að stríða og naut
þá umhyggju Erlu og Birgis sem
hann mat mikils. Hann fluttist árið
1987 í þjónustuíbúðir aldraðra á
Dalbraut 27.
Eg og fjölskylda mín minnumst
Steingríms með hlýhug og þakk-
læti fyrir samfylgdina á lífsleiðinni
og vottum systkinum hans, Erlu og
Birgi Thomsen, bömum þeirra og
öðrum vandamönnum einlæga sam-
úð.
Blessuð sé minning hans.
Kristín Eggertsdóttir
Með örfáum orðum langar mig
að minnast föðurbróður míns
Steingríms Karlssonar eða Steina
eins og hann var kallaður. Hann
fæddist 7. maí 1917 að Draflastöð-
um í Fnjóskadal, sonur hjónanna
Karls Ágústs Sigurðssonar og Jón-
asínu Dómhildar Jóhannsdóttur er
þar bjuggu. Hann var jmgstur sinna
systkina en þau voru alls 11. Móður
sína missti hann í bemsku og kom
það í hlut eldri systkinanna að ann-
ast heimilið og uppeldi bamanna.
Aðallega vom það Kristín og Ingi-
björg enda var ætíð mikill kærleik-
ur milli Ingibjargar og Steina.
Þegar Steini var unglingur fór
hann einn vetur í Menntaskólann á
Akureyri en varð að hætta námi
vegna bijóstveiki og lá þá leið hans
á Kristneshæli í Eyjafírði. Ekki var
óalgengt á þeim tíma að ungt fólk
í blóma lífsins yrði að eyða nokkmm
æviámm á berklahælum. Steini
slapp samt nokkuð vel frá sínum
veikindum og er hann var búinn
að ná sér fór hann suður til
Reykjavíkur og starfaði þar um
nokkurt skeið hjá Jóhanni Karlssyni
bróður sínum í verksmiðjunni
Magna. Þar starfaði hann sem verk-
stjóri í nokkur ár eða þar til hann
og systir hans Ingibjörg ákváðu að
fara út í veitingahúsarekstur. Það
var upp úr 1941. í framhaldi af því
hélt hann til Bandaríkjanna og nam
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og bróöur,
GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR
málara,
Þórufelli 14.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Grensásdeildar Borgarspít-
alans, Málarafélagi Reykjavíkur, vinum og ættingjum fyrir alla þá
hjálp, stuöning og hlýhug sem þau veittu í veikindum hans.
Guö blessi ykkur öll.
Ragnheiður Gunnlaug Gestsdóttir,
Ester Guðmundsdóttir, Haraldur Ólason,
Kristjana Guðmundsdóttir, Jóhann Eyjólfsson,
Klara Lind Guömundsdóttir,
Hjördís Guðmundsdóttir, Halldór Ágústsson,
Guðmundur Arnar,
Sigurður Kristjánsson,
Sigurjón Kristjánsson.
veitingahúsarekstur. Þar dvaldi
hann í tvö ár. Hann kom heim 1944
reynslunni ríkari en var svo óhepp-
inn að fljótlega eftir heimkomuna
fékk hann lömunarveikina og lék
hún hann illa. Hann fékk nokkum
bata en náði sér aldrei að fullu og
var annar handleggur hans ætíð
máttiítill. Þrátt fyrir þetta Iét Steini
ekki deigan síga og tóku þau Ingi-
björg að sér rekstur Skíðaskálans
í Hveradölum strax og heilsan
leyfði. Á þessum árum gekk sá
rekstur mjög vel. Má þakka það
dugnaði þeirra systkina og því að
á þeim árum var Skíðaskálinn einn
vinsælasti viðkomustaðurinn í ná-
grenni Reykjavíkur. Enn fremur
ráku þau um lengri eða skemmri
tíma veitingahús víða annars stað-
ar, t.d. á Lögbergi, í Breiðfirðinga-
búð, Hótel Selfossi og víðar en
Iengst af voru þau með skíðaskál-
ann eða í 18 ár samfleytt. Þau
hættu rekstri þar um tíma en tóku
þráðinn upp aftur 1969 og fram til
1982. Þá var Steini hins vegar orð-
inn heilsulítill og var hann einn um
reksturinn eftir lát Ingibjargar árið
1978.
Margar góðar minningar á ég frá
þeim árum er Steini og Ingibjörg
voru með Skíðaskálann. Þau systk-
inin voru mjög samtaka um að láta
fólki líða vel sem hjá þeim dvaldi.
Minnist ég margra ánægjustunda
er ég og eldri systir mín fóru upp
í skála til þeirra og átti að heita
að við værum að hjálpa til. Ekki
veit ég hve mikil sú hjálp var því
í okkar augum var þetta fyrst og
fremst leikur og launin voru fullir
sælgætispokar er við fórum heim
ánægðar eftir líflegar og skemmti-
legar helgar.
Steini var mjög hjálplegur og
greiðvikinn. Ef hann vissi um eip-
hvern sem átti í erfiðleikum var
hann fljótur að hlaupa undir bagga
og rétta hjálparhönd. Steini var
glaðsinna og það geislaði af honum
er hann var við störf í skálanum
einkum er mikið var að gera því
hann kunni því best er annimar
voru mestar. Hér áður fyrr þótti
gott að taka sumarfrí í Hveradölum
og dvöldu margir þar í eina viku
eða tvær og nutu góðrar umhyggju-
semi og frábærrar fæðu enda var
maturinn í tíð þeirra systkina róm-
aður. Margur eldri maðurinn minn-
ist vafalítið kalda borðsins í skálan-
um hér á árum áður.
Steini átti alla tíð heimili með
Ingibjörgu og var þar sami heimilis-
bragurinn því þangað var ætíð gott
að koma, gestrisnin og hlýleikinn í
fyrirrúmi. Ingibjörg átti eina dótt-
ur, Erlu f. 2.1.1946, og var hún
ætíð augasteinn Steina en þau
systkinin ólu hana upp saman. Sam-
band þeirra Erlu var ætíð mjög
gott og annaðist hún hann ásamt
manni sínum, Birgi Thomsen,
síðustu árín.
Síðustu mánuði bjó Steini í húsi
aldraðra við Dalbraut í góðri íbúð
því heilsa hans virtist betri nú en
oft áður. En enginn veit sína ævina
fyrr en öll er og kom kallið fyrir-
varalaust. Ég og fjölskylda mín eig-
um Steina margt að þakka og mun-
um ætíð minnast hans og Ingibjarg-
ar með hlýhug.
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir