Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 17 „Eftir að hið „opna bréf “ Gísla birtist í Morgnn- blaðinu, hafa margir hvatt mig til að höfða meiðyrðamál á hendur honum. Telur fólk full- yrðingar hans um mig þeim mun alvarlegri, þar sem löglærður maður eigi í hlut, sem ætti þar af leiðandi að þekkja betur en aðrir þau takmörk sem lögin setja níði og brigsl- yrðum. A þessu stigi hef ég ekki hugsað mér að fara í mál við hæstarétt- arlögmanninn út af skrif- um hans um mig. Öllum getur yf irsést og í mínum augum geta menn átt rétt á leiðréttingu orða sinna.“ safnaðarstjórnar ráðist í kostnað- arsamar endurbætur á prestsbú- staðnum. Gekk það þvert á þá yfir- lýsingu, sem prestur hafði látið bóka á safnaðarstjórnarfundi og áður er getið. Þessi vinnubrögð gagnrýndi ég ásamt fleirum innan safnaðarstjórnar. Þá gagnrýni flokkar lögmaðurinn undir „hryðju- verk“. Fjármál kirkjunnar Sökum fyrirhugaðra fram- kvæmda við kirkjuna, sem áður er að vikið, var nauðsynlegt að gera rekstraráætlun fram í tímann. A stjórnarfundi 4. nóvember 1987 lét öll stjórnin bóka eftirfarandi til- mæli til gjaldkera safnaðarins: „Vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda var óskað eftir því að gjaldkeri legði fram á næsta fundi áætlun um rekstrarkostnað næstu mánaða og sundurliðun á kostnað- arliðum." A stjórnarfundi 8. desember 1987 ítrekar öll stjórnin þessi til- mæli til gjaidkera með sérstakri bókun og óskar þá ennfremur eftir áætlun frá honum um innkomu næsta árs. Þegar stjórnin heldur næst fund þann 29. janúar 1988, þá liggja enn ekki fyrir hinar umbeðnu upplýsing- ar og áætlanir frá gjaldkera. Þá er eftirfarandi bókað um málið: „Berta gerði fyrirspurn til gjald- kera hvers vegna yfírlit yfir inn- heimt safnaðargjöld og rekstrar- kostnað kirkjunnar lægi ekki enn fyrir þrátt fyrir marg ítrekaðar beiðnir þar um en samkvæmt 10. gr. safnaðarlaga sé skylt að gera ágrip af rekstri safnaðarins þegar óskað er. Þessari fyrirspurn svaraði gjaldkeri á þá leið, að Berta stund- aði skemmdarverk. Jón Björnsson tók undir það.“ Rétt er að upplýsa, að Eyjólfur Halldórsson, sem var gjaldkeri safnaðarins á þessum tíma, hefur látið af því starfi. Jón Björnsson, hefur nú sagt sig úr stjórninni. Þá skal þess getið, að sú rekstrar- og greiðsluáætlun, sem öll stjórnin hafði í upphafi beðið gjaldkerann að gefa, kom aldrei, enda taldi hann sem fyrr segir það „skemmdarverk“ af minni hálfu að ganga á eftir þessum upplýsingum. Kaupin á Betaníu Umdeildasta málið innan síðustu stjórnar voru kaupin á Betaníu. Er það álit margra, að þau kaup hafi verið afar óhagkvæm og að meiri- hluta safnaðarstjórnar hafi skort lagaheimild til að ráðast í þau. Út í þá sálma mun ég ekki fara nánar hér. Eg vil hins vegar birta þá bók- un, sem gerð var á stjórnarfundi þann 29. desember 1988, þegar kaupin komu þar fyrirvaralítið fyrst á dagskrá. Bókunin er svohljóðandi: „Formaður vakti máls á fyrir- huguðum kaupum á „Betaníu", sem safnaðarheimili, en verð og greiðslutilhögun á þeim hafði verið afhent safnaðarfulltrúum sem hljóðaði upp á 6 millj. 2,5 millj. strax, eftirst. að fullu greiddar í júlí nk. ásamt verðbótum. Sigur- borg og Berta sögðust ekki hafa fengið neinar upplýsingr um þessi húsakaup fyrr en deginum áður er þeim var afhent uppkast af fyrr- nefndu greiðsluplani. I þessu sam- bandi vísaði Berta í upphaf 9. gr. safnaðarlaga. Mótmælti hún með- ferð þessara mála og lýsti yfir van- trausti á vinnubrögðum gjaldkera og formanns. Prestur safnaðarins hefði brotið samkomulag það er hann undirritaði í erindisbréfi dags. 4. okt. 1985. Áskildi Berta sér allan rétt til frekari umræðu um þessi mál. Prestur lagði til að Berta og Sigurborg yrðu reknar úr stjórn safnaðarins." Sáttarvilji prestsins var ætíð samur við sig eins og þessi tilvitn- uðu orð hans sýna óneitanlega. Hryðjuverkakona varaformaður? Enda þótt hið „opna bréf“ Gísla Isleifssonar geti tæpast talist skemmtilestur, þá gat ég ekki var- ist brosi þegar hann fór að lýsa vilja sínum og meirihluta fráfarandi stjórnar til að gera mig að vara- formanni í núverandi safnaðar- stjórn. Konuna, sem hann segir hafa „stundað hryðjuverk í söfnuð- inum“ og „verið á móti öllum góðum málum í stjórninni“, vildi hann og hans meirihluti engu að síður gera að varaformanni safnaðarins! Mér kemur ekki til hugar að farið sé að slá út í fyrir hæstaréttarlög- manninum, en hann verður að fyrir- gefa mér, þó ég nái ekki sam- henginu á milli þeirra óskapa lýs- inga, sem hann hefur gefið á mér og mínum störfum innan safnaðar- ins og þess vilja hans að gera mig að varaformanni þessa sama safn- aðar. Hin „rökrétta“ hugsun hæsta- réttarlögmannsins birtist óneitan- lega í margbreytilegum myndum. Lokaorð Eftir að hið „opna bréf“ Gísla birtist í Morgunblaðinu, hafa marg- ir hvatt mig til að höfða meiðyrða- mál á hendur honum. Telur fólk fullyrðingar hans um mig þeim mun alvarlegri, þar sem löglærður mað- ur eigi í hlut, sem ætti þar af leið- andi að þekkja betur en aðrir, þau takmörk sem lögin setja níði og brigslyrðum. Á þessu stigi hef ég ekki hugsað mér að fara í mál við hæstaréttarlögmanninn út af skrif- um hans um mig. Öllum getur yfir- sést og í mínum augum geta menn átt rétt á leiðréttingu orða sinna. Ég vil því gefa Gísla ísleifssyni hæstaréttarlögmanni tækifæri til að biðjast afsökunar í Morgunblað- inu á orðum sínum, þegr hann kem- ur heim frá Benidorm og áttar sig á veruleikanum. Það er í anda þess starfs, sem unnið er í Fríkirkjunni. Höfundur er varaformaður Fríkirkjusafnaðarins. sa § Eitthvað o s FYRIR 2 ALLA88 \ XJöföar til £1 fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.