Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JUU1988 43 Minning: Magnús Þorgeirs son9 Höfnum Fæddur 16. janúar 1929 Dáinn 20. júlí 1988 Magnús fæddist í Norðfirði sonur hjónanna Önnu Sigrnundsdóttur og Þorgeirs Magnússonar. Þau fluttu til Akureyrar um 1930, og þaðan til Reykjavíkur 1934 þar sem Magnús ólst upp. Framan af ævi stundaði Magnús öll almenn störf til sjós og lands, m.a. hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Magnús giftist eftirlif- andi konu sinni, Sigríði Guðmanns- dóttur, 17. júní 1956 og bjuggu þau í Reykjavík til 1967 að þau fluttu hingað í Hafnir og hafa búið hér síðan. Þeim varð fjögurra dætra auðið. Sigurrós, gift Olafi Sigurjóns- syni og búa þau í Sandgerði. Bára, gift Eiríki Skúlasyni og eru búsett í Keflavík. Þorgerður, ógift, býr á Seyðisfirði. Anna, ennþá í heimahús- um. Barnabörnin eru orðin sex. Magnús hóf störf hjá bróður sínum Ingva, verktaka í gömlu og nýju flugstöðinni, 1967. Fyrst sem almennur starfsmaður en hin síðari ár var hann verkstjóri. Seinnihluta aprílmánaðar 1987 varð hann að hætta störfum vegna veikinda. Magnús, íjölskylda hans og vinir voru bjartsýn og vonuðu að hann fengi fulla heilsu á ný, en raunin varð önnur. Fljótlega á þessu ári var ljóst að hveiju stefndi. Sjálfum var Magnúsi það vel kunnugt. Síðast, fyrir örfáum vikum þegar hann kom á skrifstofu mína talaði hann um sjúkdóm sinn eins og ekkert væri. Hræðsla eða kvíða var hvergi að finna í hans tali eða látbragði. Þvert á móti einbeittur og ákveðinn vilji um að berjast þar til yfir lyki. Á kjörstað við forsetakjör 25. júní sl. var hann allan daginn við dyra- vörslu og hitaði kaffi handa kjör- stjómarmönnum. Það er til marks um þrek hans og festu að hann fékkst ekki með nokkm móti til þess að leggjast inn á spítala, þó helsjúk- ur væri, fyrr en 19. júlí eða nokkmm klukkustundum áður en hann lést. Hjónaband þeirra Magnúsar og Sigríðar var mjög gott og farsælt. Magnús naut ástar og umhyggju konu sinnar þar til yfir lauk. Kynni okkar Magnúsar hófust uppúr 1973. Rólega í fyrstu, enda Magnús frekar seintekinn, en hann var eins og títt er um slíka persónu- leika þeim mun traustari í vinskap þegar kynnin höfðu náð að þróast eðlilega. Magnús var fyrsti varamað- ur í hreppsnefnd Hafnahrepps kjörtímabilið 1978—1982 og sat því nokkra fundi framan af kjörtímabil- inu. í upphafí ársins 1981 kom Magnús inn sem aðalmaður er Jósef Borgarsson fyrrv. oddviti flutti bú- ferlum. Magnús sat í hreppsnefnd- inni út kjörtímabilið. Á þeim vett- vangi var Magnús athugull og traustur og gat verið fastur fyrir. Hann fylgdi sannfæringu sinni mjög nákvæmlega og ævinlega á þann veg sem var íbúunum og byggðarlaginu fyrir bestu. Þó samstarfíð í hrepps- nefndinni hafi í alla staði verið gott komu auðvitað, af og til, upp skoða- namunur. Ég minnist þess að ég átti ævinlega auðvelt með að fella mín sjónarmið að skoðunum Magn- úsar. Það sama fannst mér koma fram hjá öðrum hreppsnefndar- mönnum. Það var á þessu tímabili að ég fór að kynnast Magnúsi í meiri mæli en áður. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Það var á þessum árum sem ég sá og reyndi manninn Magnús Þorgeirsson. Þeir kostir og eðlisþættir sem mér fannst ég verða greinilega var við á þessu tímabili í fari Magnúsar, áttu eftir að þróast og styrkjast til þess álits míns að Magnús Þorgeirsson varð í hópi þeirra fjölmörgu góðu manna sem ég hef kynnst um dagana. Vegna starfs míns höfðum við Magnús mikið saman að sælda. I svo fámennu samfélagi sem hér í Höfnum, er mikil þörf á að halda uppi félagsstarfí svo sem frekast er hægt. Á fámennum stöðum reynist það oft erfítt og ræðst oftast af því hvort í fámenninu leynist fólk sem hefur áhuga á félagslegu starfi. Fyrir nokkrum árum var stofnað hér félag LH sem var ætlað það hlut- verk að hlúa að samskiptum íbú- anna, ungra sem aldinna, í formi skemmtana o.fl. Magnús var í for- ystu þessa félags frá upphafí og formaður nokkur ár í röð. Fyrir Magnús skipti það ekki höfuðmáli að vera formaður félagsins heldur að verða að liði. Það varð hann svo sannarlega og held ég að ekki sé á neinn hallað þó ég segi að Magnús var driffjöðurin í öllu félagsstarfi á staðnum síðan umrætt félag var stofnað. Þau verkefni sem hann tók að sér leysti hann af hendi með miklum sóma og ágætum. Sjálfboðastörf hafa farið minnk- andi í okkar þjóðfélagi á liðnum ára- tugum, þó víða sé ennþá að finna eftirbreytniverð dæmi um mikið sjálfboðastarf sem betur fer. Magn- ús Þorgeirsson var gott dæmi um þá einstaklinga sem gæddir eru þeim mannkostum sem eru forsenda þess að vinna að félagsmálum af eldmóði. Magnús var félagsmálamaður af lífi og sál. Hann var alltaf reiðubú- inn til starfa og þátttöku í góðum málum. Hann hafði ótrúlega hæfi- leika til þess að laða að sér fólk til starfa. Aldrei kom til greina að hann þægi neina þóknun fyrir þessi ómet- anlegu störf sem ég vil fýrir hönd sveitarfélagsins færa þakkir að svo miklu leyti sem það er hægt með fátæklegum orðum. Auk þess vilja til starfa, sem ég hef leitast við að lýsa með örfáum orðum hér að framan, var Magnús einstaklega trúr og reglusamur í störfum sínum. Hann var aðgætinn í íjármálum. Fúsnæði, áhöld og tæki sem Magnús hafði umsjón með báru snyrtimennsku hans glöggt vitni. Fyrir þau kynni sem ég og kona mín höfum haft af Magnúsi Þor- geirssyni er þakklæti okkur efst í huga. Sigríður, dæturnar og fjöl- skyldur þeirra hafa misst mikið. Frá er fallinn góður eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi aðeins 59 ára að aldri. Við hjónin og íjölskylda okkar sendum þeim öllum svo og öðru skyld- og venslafólki Magnúsar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ut- för hans verður gerð frá Kirkjuvogs- kirkju í Höfnum fimmtudaginn 28. júlí kl. 14. Þórarinn St. Sigurðsson 1. ágúst Næsti gjalddagi húsnæðislána / ÞÚ HAGNAST Á EIGIN SKILVISI Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú getur notað peningana þína til mun gagnlegri hlutá, til dæmis í að: Flísaleggja baðherbergið kaupa nýtt veggfóður á barnaherbergið eða eignast nýjan borðbúnað. Eindagi lána með lánskjaravísitölu. Eindagi lána með byggingarv Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. qpHúsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 69 69 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.