Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 39
39 Sveinn Þórðarson MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Ótrúlegt er, en Ásmundur Ás- mundsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins sagði meðal annars þetta: „ ... að Þórður á Sæbóli var þennan dag með læknisvottorð uppá að hann væri í lagi til að skrifa uppá svona samning...“ Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagins sagði þessi orð: „ ... að þama var ekki svigrúm og það er nokkuð ljóst af þessu að bæ- jarlögmaður hefur verið með samn- ingsuppkast í höndum sem hann gerði sér enga grein fyrir hvort hann kæmi í gegn eða ekki og kemur raun- ar ekki í gegn nema að gera þessar ákveðnu breytingar, sem eru vélrit- aðar inn á allt öðrum stað á allt aðra ritvél, heldur en hitt og það á síðustu stundu á þeim klukkustund- um sem voru til umráða til að ganga frá samningnum ...“ Viðurkenning Guðmundar Odds- sonar, bæjarfulltrúa Alþýðuflokks- ins, á starfsaðferð bæjarlögmanns og meirihluta bæjarstjórnar hljóðar þannig á segulbandinu: „ ... ég held að um það sé ekki deilt að það verði að nýta þau tækifæri sem gefast...“ Hvaða tækifæri varð að nýta þama á þessum örfáu klukkutímum sem gáfust? Jú, það var að ná landi foreldra minna undir Kópavogsbæ með þessum illa gerða samningi sem var svo dæmdur ógildur í héraðsdómi vegna heilsubrests föður míns, van- heilsu sem bæjarlögmanni og bæjar- stjóm var fullkunnugt um en „ .. . urðu að nýta þegar tækifæri gafst..." Athyglisverður er einnig þessi ógnar hraði sem varð að hafa á við undirskrift samningsins og bæjar- stjómarmenn ræða rnikið um. Samn- ingsumræður um landið höfðu staðið í tíu ár, en svo verða ekki nema „örfá- ir klukkutímar til stefnu" til þess að ganga frá samningnum. Átti læknisvottorðið uppá heilsu föður míns sem Guðmundur Marinó hafði orðið sér út um, og var seinna talið ómerkt í undirrétti, að ganga úr gildi á nokkmm khikkustundum? Eða er mögulegt að vitneskja um væntanlega komu mína til Islands 10. september, sama daginn og samningnum var þröngvað í gegn með þessum ógnar hraða, hafí ráðið þar um? Vissulega hefði efni samn- ingsins orðið annað ef ég hefði feng- ið vitneskju um athafnir Guðmundar og Þórólfs bæjarlögmanns, og væm bæjarlögmaður og bæjarstjóm Kópa- vogs þá ekki í þeim ógöngum sem þeir hafa komið sér í með þessu víta- verða athæfi. Þessi grein er orðin lengri en ég ætlaði mér en margt er enn ósagt um málið. Til dæmis um framkomu lögmannanna Ólafs Axelssonar og Þórólfs bæjarlögmanns. _Ættu tii dæmis Lögfræðingafélag íslands og dómsmálaráðuneytið að athuga hvort Ólafur hafí rækt skyldu sína gagnvart föður mínum sem lögfræð- ingur hans. Einnig mætti segja margt fleira um þá óhemju frekju og ágang sem Kópavogsbær hefur sýnt dánarbúi foreldra minna. Til dæmis er bærinm gerði tilraun til að úthluta lóð í landi Sæbóls þar til ég stoppaði það. Einn- ig hef ég orðið var við það nýlega að bærinn hefur leyft margar hús- byggingar á landi Sæbóls eftir að landið féll aftur til dánarbús foreldra minna. Þetta hefur verið gert undir því fáránlega yfirskini að það væri Marbakkaland. Sannleikurinn er sá, eins og sjá má ef litið er á kort af Kópavogi, að mikið af því landi sem er kallað Marbakkasvæði tilheyrir Sæbóli. Til dæmis er Huldubraut og stór partur af Marbakkabraut í Sæ- bólslandi. Höfundur er yfirflugvélaverk- fræðingur Northrop Norair í Kali- fomíu. að ekki væri allt með felldu? „Það var jú ljóst að maðurinn var sjúkling- ur,“ svaraði Þórólfur Beck er hann var spurður að þessu fyrir rétti. Bæjarlögmanni var einnig kunnugt að undirskrift Ólafs Axelssonar lög- manns sem vottaði udirskrift föður míns var ólögleg. Ólafur viðurkenndi fyrir rétti að hann hefði ekki verið viðstaddur við undirskrift föður míns. Þó vottaði hann samninginn seinna þegar komið var með skjölin til hans. Einnig talaði Ólafur ekkert við föður minn um endanlegt efni samningsins eftir því sem hann bar sjálfur fyrir rétti þótt hann ætti að heita lögmað- ur foreldra minna. Að þætti Ólafs Axelssonar í þessu máli verður vikið síðar á öðrum vettvangi. Hvað hefði átt að þurfa mikið til þess að bæjarlögmaður kynnti sér ástand og hugarfar föður míns gagn- vart samningnum? Sannarlega hefði mátt ætlast til að heiðvirður og grandvar lögmaður Kópavogs gerði það. Það er að segja ef kappið við að komast yfír land foreldra minna réði ekki öllu. Hver var svo þáttur bæjarstjómar Kópavogs í þessu ljóta máli? Hvað vissu einstakir meðlimir bæjarstjórn- ar um starfsaðferðir lögmanns og um heilsufar föður míns og skilning hans á samningnum? Mörgum Kópa- vogsbúum er eflaust í minni misklíð sú er upp kom innan bæjarstjómar Kópavogs þar sem minnihlutinn deildi harðlega á samstjómarmenn sína fyrir málsmeðferð og innihald samningsins. Bæjarlögmaður hafði skrifað undir samninginn án fyrir- vara um samþykkt bæjarráðs og bæjarstjómar, en með vitund og stuðningi meirihlutans í bæjarstjóm. Minnihlutinn, sem hafði aftur á móti ekki hugmynd um samninginn fyrr en eftirá, mótmælti vinnubrögðunum sem valdníðslu og brotum á bæjar- málasamþykkt. Lestur dómsskjala frá undirrétti sem felldi samninginn um afsal Sæ- bólslands til Kópavogsbæjar er mjög athyglisverður og gefur glögga hug- mynd um þátt meirihluta bæjar- stjómar í málinu. Það er augljóst að þeir styðja starfsaðferðir bæjarlög- manns og afsaka vinnubrögð hans á þeim forsendum, svo þeirra eigin orð séu notuð, „það væm þessar sérstöku aðstæður sem ollu þessu ...“ Meiri- hlutinn lét einnig bóka að þeir álitu að bæjarlögmaður hafi náð mjög hagstæðum samningi fyrir bæjarsjóð Kópavogs við óvenju erfiðar aðstæð- ur og lýsir fullu trausti á hann. Hvaða óvenju erfíðu aðstæðna var þarna verið að vísa til? Því fæst best svarað með því að hlusta á það sem sagt var á bæjarstjómarfundinum þann 26. september 1980. Umræður á fundinum vom teknar upp á segul- band sem er fyrirliggjandi í skjala- safni bæjarins. Spólan ætti að vera aðgengileg fyrir almenning þar sem fundurinn var haldinn fyrir opnum dymm. Það kennir margra grasa á spól- unni þar sem meirihlutamenn em að réttlæta vinnuaðferð bæjarlögmans. Má þar heyra Jóhann H. Jónsson, bæjarfulltrúa Framsóknar segja eft- irfarandi: „ ... Bæjarlögmaður gerði þetta með meirihlutann á bak við sig..., en er þess eðlis að varð að skrifa undir á stundinni..en það snerti einmitt heilsufar Þórðar Þor- steinssonar. Þama var spuming, vil ég fullyrða, um örfáa klukkutíma til að ganga frá þessum samningi, örfáa klukkutíma. ..“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.