Morgunblaðið - 27.07.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 27.07.1988, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 fclk í fréttum Jenny SeagTove og Michael Winner sambýlismaður hennar. JENNY SEAGROVE Laus úr viðjum hjónabandsins Leikkonan Jenny Seagrove sem hlaut frægð fyrir leik sinn í framhaldsmyndaflokknum „Kjarnakona" hefur átt í miklu stríði undanfarið vegna þess að fyrrverandi eiginmaður hennar, Madhav Sharma, vildi ekki veita henni skilnað eftir sex ára mis- heppnað hjónaband. í Englandi er nokkuð erfitt að fá skilnað ef annar aðilinn er ekki sáttur við þau mála- lok. Jenny hefur staðið í málaferlum til þess að fá skilnað og nýverið gekk dómur í málinu henni í vil. Madhav var ekki af baki dottinn og ætlaði að áfrýja málinu en hætti við á síðustu stundu. Astæðan er líklega sú að hann er nú gjaldþrota og hefur ekki efni á að standa í kostnaðarsömum málaferlum. Mad- hav hefur sjálfur látið hafa eftir sér að fjármál hans séu í algjörri ringul- reið og hann þurfi líklega að fara í skuldafangelsi. Skilnaðurinn kem- ur til með að kosta hann mikið fé auk þess sem hann var skuldugur upp fyrir haus áður en til hans kom. Madhav er ákaflega sorgmæddur yfir þessum málalokum. Hann seg- ir: „Eg mun alltaf elska Jenny og ég hætti við að áfrýja til að valda henni ekki frekara hugarangri. Ég veit að henni líður ekki vel og það er ástæðan fyrir því að ég skipti um skoðun.“ Jenny hefur lýst Madhav sem algjörum harðstjóra og er mjög feg- in að losna við hann. Þegar henni var tilkynnt niðurstaða dómsins vildi hún ekki tjá sig um málið en núverandi sambýlismaður hennar, Michael Winner, sagði: „Þetta eru Madhav Sharma stórkostlegar fréttir," og ekki fannst honum verra að heyra að Madhav þyrfti líklega að fara í skuldafangelsi fyrir vikið. Einar Sigurðsson gjaldkeri og Arni Árnason formaður íslendingafé- lagsins undirbúa happdrættið. NORÐUR-KALIFORNÍA __ Þj óðhátí ðarfag’naður íslendinga 1 N-Kalifomíu jóðhátíðarfagnaður íslendinga- félagsins í N-Kalifomíu var ný- lega haldinn á glæsilegu hóteli í bænum Pleasanton, skammt frá San Francisco. Formaður íslendingafélagsins, Ami Amason, bauð gesti velkomna og bar viðstöddum kveðju frá forseta íslands. Síðan las Kristjana Stefáns- dóttir fjallkonuávarp eftir Davíð Stefánsson, en að því loknu var ættj- arðarinnar minnst með ferföldu húrrahrópi. Fram eftir kvöldi var etið, drukkið og sungið auk þess sem sýnd var heimildarmyndin „Love and War“ eftir Önnu Bjömsdóttur. Hún lýsir reynslu íslenskra kvenna sem giftust bandarískum hermönnum. Þá var einnig haldið happdrætti en vinningamir voru eftirprentanir af grafíkverkum eftir Jóhönnu Boga- dóttur og rammíslensk brjóstbirta sem hafði rekið á flörur félagsins. Kristjana (Systa) Stefánsdóttir les fjallkonuávarpið. COSPER — Ertu búinn að biða lengi? Margrét fyrir cidra sinna ij húnhðftaftiUr I •ykjavík áður er Bandaríkjanna. MARGRÉT BJÖRGÚLFSDÓTTIR Góður námsárangur Nýlega lauk Margrét Björgúlfs- dóttir námi í alþjóðastjórn- málum við háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Hún kom hqim til Islands eftir prófin en er nú farin aftur til Bandaríkjanna til starfa í Washington-borg. Margrét lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1982 með góðum árangri. Að því loknu fór hún til Bandaríkjanna og hóf nám í alþjóðastjórnmálum með hagfræði sem aukagrein við Lewis and Clark-háskólann í Portland í Oregon. Hún lauk BA-prófi í al- þjóðastjórnmálum árið 1986 og fór síðan í framhaldsnám við „Fletc- her“-skólann í Boston. Fletcher er framhaldsháskóli í alþjóðastjórn- málum og í honum eru aðeins 250 nemendur. Margrét lauk mastersprófi í vor og fékk viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi árangur í alþjóðalögum. Hún starfar nú við fyrirtæki í Was- hington-borg sem sérhæfir sig í að afla framlaga til ýmiskonar góð- gerðarstarfsemi. Þetta fyrirtæki er ekki rekið með gróðasjónarmið í huga heldur hafa málefnin forgang. Nú þegar Margrét hefur lokið námi í alþjóðastjómmálum, hefur hún einkar góða starfsmöguleika og í skólanum eignaðist hún marga góða vini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.