Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MBÖVKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Tekur þátl í ÓL fatlaðra í Kóreu Mótið gat ekki tekist betur Eg vil meina að sundmótið hér á Akranesi hafi tekist mjög vel og get ekki ímyndað mér að hægt sé að gera betur. Þetta er Skaga- mönnum til sóma,“ sagði Trausti Finnsson sem á tvö börn sem kepptu á mótinu fyrir hönd Ármanns. „Við hjónin störfum töluvert við sundið og fylgjumst vel með dætr- um okkar. Reyndar eigum við þriðju dótturina, Erlu, sem þjálfar hjá fé- laginu." Trausti sagði að þeir hjá Ármanni væru að beijast fyrir nýrri sundlaug í Árbæjarhverfí. „Þegar við sjáum slík mannvirki sem risið hafa hér á Akranesi þá er það okkur mikil hvatning.“ Trausti sagði síðan að starfíð hjá sunddeild Armanns hafí verið í lægð að undanfömu, en væri nú á upp- leið aftur og væntu þeir góðs árang- urs á næstunni.„ Við höfum virkt foreldrafélag og slíkt hefur mikið að segja." Trausti sagði að lokum að hann og fjölskyldan hefðu átt ánægjulega daga á Akranesi að þessu sinni. „Eg held við getum ekki ætlast til að það verði betra,“ sagði hann að lok- um. Geir Sveinsson frá Njarðvík setti fjögur íslandsmet á ald- ursflokkamótinu á Akranesi í sundi fatlaðra. Metin voru sett í 100 og 200 m bringusundi, 200 m fjórsundi og 100 m skriðsundi. Fyrir mótið átti Geir líka met í 50 m, 100 m og 200 m bringu- sundi. „Mótið hér á Akranesi hefur tek- ist mjög vel og er virkilega gaman að synda í þessari glæsilegu laug," sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef æft sund í eitt og hálft ár og stundað æfíng- ar í sundlauginni á Keflavíkur- flugvelli," sagði Geir sem er bú- settur í Keflavík. „Næsta verkefni mitt er sundmót í Hollandi sem er undirbúnings- mót fyrir ólympíuleika fatlaðra sem fara fram í Suður-Kóreu í næsta mánuði. Allur undirbúning- ur minn að undanfömu hefur miðað að þessari keppni. Það Gelr Svslnsson setti fjögur met. verða sendir 15 íþróttamenn til Suður-Kóreu, þar af tíu sundmenn og ég er orðinn spenntur fyrir þessari ferð,“ sagði Geir að lokum. Morgunblaöiö/Jón Gunnlaugsson Sundsvelt ÍA sem setti íslandsmet- ið. Fyrir aftan Ólafur Sigurðsson, Hallur Sigurðsson og fyrir framan Helgi Þórarinsson og Þórður Ár- mannsson. Skemmti- legir dagar ogfrábær árangur SVEIT Akraness í 4x50 m skrið- sundi sveina setti íslandsmet á aldursflokkamótinu. í sveit- inni eru Ólafur Sigurðsson, Hallur Sigurðsson, Helgi Þór- arinsson og Þórður Ármanns- son. Strákarnir sem allir eru 12 ára gamlir voru hinir hress- ustu meðárangurinn. Fyrir þetta mót var sveitin í þriðja sæti sé miðað við fyrri árangur og því er þessi sigur sæt- ari en ella, sögðu þeir. „Við viljum sérstaklega þakka Huga Harðar- syni þjálfara frammistöðu okkar. Undir hans stjórn höfum við allir náð stórstígum framförum. Við höfum æft mjög mikið í allan vetur og við settum okkur ákveðið tak- mark fyrir þetta mót.“ Að lokum sögðu þeir félagar að mótið hefði verið stórkostlega skemmtilegt og það er virkilega gaman að fá alla þessa keppendur hingað á Akranes. Eydís Konráðsdóttir: Gaman að synda í nýju lauginni „ÞETTA er í þriðja skipti sem ég tek þátt í aldursflokkamót- inu í sundi og á þessu móti er ofsalega gaman og alltfyrir okkur gert,“ sagði Eydís Konr- áðsdóttir 10 ára gömul sund- kona úr Njarðvík sem setti tvö íslandsmet á mótinu. Eydís setti metin í 50 m skrið- sundi og 50 m baksundi i hnátuflokki. „Ég byijaði að æfa 7 ára gömul," sagði Eydís, og ég er staðráðin í að halda áfram í sund- inu. „ Ég þakka þennan árangur minn góðum þjálfara, Þórunni Magnús- dóttur, og ég stefni að því að bæta hann á næstu mótum," sagði Eydís, og víst er að þessi efnilega sund- kona á framtíðina fyrir sér í sund- inu. Eydís Konráðsdóttir, UMFN. IÞROTTIR UNGLINGA / ALDURSFLOKKAMOTIÐ I SUNDI STULKURNAR úr Vestra á ísafirði létu ekki sitt eftir liggja á aldursflokkamótinu. Þær settu íslandsmet í 4x50 skrið- sundi meyja. Stúlkurnar sem heita Anna Lára Jónsdóttir, Linda Pálsdóttir, Dagbjört Tryggvadóttir og Halldóra Arn- arsdóttir voru að vonum ánægðar með metið og við spurðum þærfyrst hvort þær ,Áttum ekki von á sigrif< - sögðu stúlkurnar úr Vestra á ísafirði hefðu átt von á þessum góða árangri. Við áttum ekki von á sigri sögðu þær, en okkur hefur gengið mjög vel á þessu móti og er sigur- inn því sætari en ella." Þær stöllur sögðu að það væri búið að vera mjög gaman þessa þijá daga á Akranesi. „Við hjá Vestra komum hingað með 39 keppendur en hópurinn allur er um 50 manns." Aðspurðar um hvað framundan væri sögðu þær að næst tæki við keppni í þriðju deild sem að þessu sinni færi fram á Neskaup- stað og væri markmiðið hjá þeim að tryggja Vestra sæti í II. deild. Að lokum sögðu stúlkumar að þær æfðu sex daga vikunnar tvo tíma í senn og væru þær ýmist búnar að æfa sund í eitt til fjögur ár og voru allar ákveðnar að halda áfram í sundinu. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Hverfisgata 63-115 Skúlagata Laugavegur101-171 Sólheimar Hvassaleiti Gnoðarvogur Drekavogur Efstasund 60-98 Heiðargerði 2-124 Viðjugerði Álftamýri, raðhús Langholtsvegur 1-43 ARBÆR Rafstöð v/Elliðaár GRAFARVOGUR Fannafold Dverghamrar Logafold Morgunblaöiö/Jón Gunnlaugsson Svelt Vestra sem setti metið. Aftari röð. Anna Lára og Linda, og fyrir fram- an Dagbjört og Halldóra. Blaðberar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.