Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Andsvar við „opnu bréfi“ Gísla Isleifssonar hæstaréttarlögmanns eftirBertu Kristinsdóttur Þann 15. júlí síðastliðinn birti Morgunblaðið „opið bréf“ frá Gísla ísleifssyni, hæstaréttarlögrnanni og fráfarandi formanni Fríkirkjusafn- aðarins í Reykjavík. Lögmaðurinn tekur sérstaklega fram, að „bréfið“ hafí hann skrifað á Benidorm, einni af sólarströndum Spánar, en þang- að hefur fjöldi íslendinga sótt, sér til hvíldar og hressingar. Af því, sem Gísli ísleifsson lætur fara frá sér í Morgunblaðsgreininni, verður hins vegar ekki ráðið, að honum hafi liðið neitt sérlega vel í sumar- leyfinu á Spáni. Er það miður, þeg- ar heiftin er orðin slík í garð ein- stakra safnaðarsystkina, að hún fylgir manninum til fjariægra landa, þar sem hann hugðist næðis njóta. Það er ætíð álitamál, hvort svara eigi reiðipistlum eins og þeim, sem lögmaðurinn Gísli ísleifsson lét frá sér fara um málefni Fríkirkjusafn- aðarins. Þessi skrif hans lýsa hon- um sjálfum nægjanlega vel og þarf út af fyrir sig þar engu við að bæta. Hins vegar þykir mér rétt, vegna þeirra sem ekki þekkja til, að leiðrétta nokkrar rangfærslur í grein Gísia og upplýsa hið rétta um einstök mál, sem hann tæpir á í grein sinni. Stjórnarkjör Lögmaðurinn fullyrðir, að núver- andi safnaðarstjórn hafi verið kjörin með ólögmætum hætti, þar sem Jóhannes Örn Óskarsson, sem var varamaður, hafi átt að taka sæti aðalmanns. Á aðalfundi, sem fram fór 29. maí sl., var kosið um sæti fjögurra manna í stjórn safnaðar- ins, auk formanns og eins vara- manns. Jóhannes Örn hafði verið kjörinn varamaður til tveggja ára á aðalfundi 1987. Hann gaf nú að eigin frumkvæði kost á sér við kjör aðalmanna í stjórn safnaðarins, en hlaut ekki kosningu. Þar af leiðandi sat hann áfram sem varamaður. Engin athugasemd kom fram á fundinum, hvorki frá hæstaréttar- lögmanninum Gísla Ísleifssyni né öðrum, um að ekki hefði verið rétt Laugavegi 67 Útsalan hefst ídag staðið að kosningu stjórnarinnar. Á stjórnarfundi þann 23. júní sl. sagði Jóhannes Örn Óskarsson síðan af sér sem varamaður í stjórninni og lét bóka eftirfarandi ástæður fyrir úrsögn sinni: „Jóhannes Óskarsson óskar bók- að að af heilsufarsástæðum segi hann sig úr safnaðarstjórn en ekki úr söfnuðinum.“ Fullyrðingar hæstaréttarlög- manns um ólöglega sijórn hafa því ekki við rök að styðjast. Friðartímabil Gísla Lögmaðurinn staðhæfir, að frá því haustið 1985 og fram til 29. júní 1988 hafi engir aðrir sam- skiptaörðugleikar verið við sr. Gunnar Björnsson, „nema þeir, sem rót eiga að rekja til Bertu Kristins- dóttur og setu hennar í stjórninni". Skömmu síðar kemst hann 'ekki hjá því að afsanna sjálfur þessa fullyrð- ingu sína, er hann víkur að úrsögn Guðmundar Gunnlaugssonar, arki- tekts og fyrrum safnaðarstjórnar- manns, úr söfnuðinum á síðastliðn- um vetri. Undanfari þeirrar úrsagn- ar voru alvarlegir árekstrar við sr. Gunnar. Málið var rakið ítarlega í bréfi Guðmundar, sem birt var með greinargerð safnaðarstjórnar í Morgunblaðinu 2. júlí sl. og skal því ekki endurtekið hér. Það er hins vegar dæmi um, að staðhæfing Gísla um óslitið friðartímabil í 2 ár og 9 mánuði er því miður röng. Hryðjuverkastarfsemi Lögmanninum er víða mikið niðri fyrir í grein sinni, en þó mest, þeg- ar hann tekiir til við að fjalla um störf mín í söfnuðinum. Hann segir meðal annars orðrétt, að ég hafi „verið á móti öllum góðum málúm í stjórninni“ og „stundað hryðju- verkastarfsemi í söfnuðinum". Hér skortir lögmanninn ekki magnaðar lýsingar, að ekki sé meira sagt, en hefur einhverra hluta vegna Iáðst að tilgreina dæmi þeim til stað- festingar. Ég hef í mörg ár starfað innan Fríkirkjusafnaðarins, verið í stjórn kvenfélags kirkjunnar og að und- anförnu átt sæti í safnaðarstjórn. Þessi störf hef ég unnið vegna áhuga míns á málefnum kirkjunn- ar. Hvernig til hefur tekist er ekki mitt að dæma, en vonandi mun hlut- lægari dómari en Gísli ísleifsson, hæstaréttarlögmaður, dæma í mínum málum, þegar þar að kemur. Þann tíma, sem ég sat í stjórn safnaðarins með Gísla ísleifssyni sem formanni, voru alls haldnir 15 stjórnarfundir. Á þessum fundum voru að sjálfsögðu mörg mál af- greidd og lang oftast með sam- hljóða atkvæðum allra stjórnar- manna, líka atkvæði konunnar, sem Gísli segir hafa „verið á móti öllum góðum málum í stjórninni“. Þannig umgengst nú hæstaréttarlögmað- urinn sannleikann. Ágreiningur reis hins vegar á sl. vetri innan safnað- arstjórnar, vegna skorts á upplýs- ingum um fjármál safnaðarins og að farið væri að lögum hans við framkvæmdir og húsakaup. Skal ég hér á eftir rekja gang þessara mála, svo öllum megi vera ljós þau „hryðjuverk", sem Gísli ísleifsson, hæstaréttarlögmaður telur mig hafa framið. Viðhald prestsbústaðar Fljótlega eftir að safnaðarstjórn undir formennsku Gísla ísleifssonar hóf störf var ákveðið að ráðast í umfangsmiklar viðhaldsfram- kvæmdir við kirkjuna. Jafnframt var rætt um ákveðin viðhaldsverk, sem vinna þyrfti á prestsbústaðnum í Garðastræti 36, en öll slík verk eru háð samþykki safnaðarstjórnar. Á safnaðarfundi 8. desember 1987 lét presturinn bóka sérstaklega, þegar þessi mál komu til umræðu, að „vegna hinna miklu fram- kvæmda sem fyrir höndum væru í kirkjunni hefðu þau hjónin ákveðið að vera mjiig hógvær í viðgerðar- óskum sínum að sinni“. Það er skemmst frá að segja, að ekkert varð úr viðhaldsfram- kvæmdum við kirkjuna í tíð fráfar- andi stjórnarformanns, Gísla Isleifssonar. Hins vegar var að frumkvæði sr. Gunnars og án þess að áður lægi fyrir tilskilið samþykki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.