Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég er fædd 6. febrúar 1973 kl. 14.50 í Reykjavík. Mig langar að vita hvaða merki ég hef í plánetunum og hvaða starf ætti við mig. Með þökk fyrir." Svar: Þú hefur Sól, Merkúr og Ven- us í Vatnsbera, Tungl og Miðhimin i Fiskum, Mars i Bogmanni og Krabba Rísandi. Félagslynd Sól í Vatnsbera táknar að þú ert föst fyrir og ákveðin í grunneðli þínu, og vilt vera sjálfstæð og sérstök. Þú ert félagslynd og þarft á þvi að halda að vinna með öðrum og þá í nánu samstarfi. Sólin er i 8. húsi og Venus í því 7. í skapi ert þú að öllu jöfnu jákvæð, vingjamleg og þægi- leg, þó þú eigir til að vera misjöfn. Nœm Tungi í Fiskum táknar að þú hefur sterkar tilfinningar, en jafnframt að þú ert viðkvæm og því mislynd. Það hvert og hvemig umhverfí þitt er hefur mikil áhrif á tilfínningalega líðan þína. Vegna þess hversu næm þú ert, hefur þú alla burði til að vera skilningsrík, umburðarlynd og víðsýn per- sóna. Hlutlaus Merkúr í Vatnsbera táknar að þú hefur yfirvegaða, skýra og hlutlausa hugsun. Þú átt auðvelt með að hafa yfirsýn yfir heild mála og getur tekið ákvarðanir án þess að blanda tilfínningum inn í hugmyndir þinar. Merkúr-Mars-Uranus i samhljóma þríhyming táknar að hugsun þín er sjálfstæð, frumleg og kraftmikil. Fjölbreytileg handtök Mars í Bogmanni táknar að þú ert heldur eirðarlaus í beit- ingu orku þinnar, í fram- kvæmdum og athöfnum. Það er t.d. æskilegt að starf þitt feli í sér möguleika á hreyf- ingu og ijölbreytilegum hand- tökum, en sé ekki of vana- bindandi. Varkár Krabbi Rísandi táknar að þú ert frekar varkár í framkomu og átt til að vera feimin. Framkoma þín er einnig mis- jöfn, eða háð flóði og fjöru tilfmninga þinna. Þú ert því stundum opin og hress en stundum hlédræg og lokuð. Það má einnig búast við því að persónulegur stíll þinn, t.d. hvað varðar klæðaburð, sé frekar íhldssamur. Hjálparstörf Þegar Fiskamerkið er á Mið- himni og mótar þjóðfélags- hlutverkið er oft um vissa óvissu að ræða. Þó koma allt- af helst tvö svið til greina, annars vegar störf sem tengj- ast listum og menningu, eða störf á sviði hjálparmála. Fiskurinn fómar sér oft, í þeim tilgangí að bæta heim- inn. Hjálparstörf Ef reynt er að skoða kort þitt sem eina heild, má í fyrstu sjá þijá höfuðþætti. í fyrsta lagi_ er félagslyndur Vatnsberi. í öðru lagi er til- finningaríkur og næmur Fisk- ur/Krabbi, og í þriðja lagi eirðarlaus Bogmaður. Það liggur því beint við að þú ættir að geta notið þfn í fé- lagsstarfi sem tengist inn á tilfinningamál, s.s. kennslu, uppeldismálum, hjúkrun, sál- fræði, félagsfræði eða lækn- isfræði. Ef þér óar við s'iku, fínnst þú t.d. vera of næm, kemur einnig til greina að vinna með fólki á ópersónu- legri sviðum, eins og t.d. í ferðamálum. GARPUR FERDINAND SMAFOLK Ég veit þegar mér er of- aukið! IM GONNA 5LAM THE POOR ANP LEAVEÍ Ég skelli hurðinni og fer! Ég fer og skelli hurðinni! Annað hvort þetta! BRIDS ---------------(— Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í fyrri leiknum við Dani á NM, sem ísland vann 22—8, þurfti Sævar Þorbjömsson að fínna hjartadrottninguna til að vinna fjóra spaða á spil NS hér að neðan. Leikurinn var sýndur á töflu og þegár áhorfendur fylgd- ust með Sævari í opna salnum, lá ljóst fyrir að Daninn í lokaða salnum hafði hitt á réttu íferðina og unnið stt spil. Vestur gefur, NS á hættu. Vestur ♦ 1095 ♦ D32 ♦ 106432 ♦ G2 Norður ♦ 8732 ♦ ÁG106 ♦ G7 ♦ 1076 Austur ♦ 4 ♦ 874 ♦ Á95 ♦ ÁK9853 Suður ♦ ÁKDG6 ♦ K94 ♦ KD8 ♦ D4 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 lauf Dobl Pass 1 hjarta 2 lauf 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Laufgosi. Austur varðist vel þegar hann tók tvo slagi á lauf og eyðilagði lauftíuna með því að spila þriðja laufínu. Sævar trompaði hátt, tók þrisvar spaða og spilaði tígli. Austur drap strax á ásinn. og losaði sig út á tígli. Spil af þessu tagi reynast áhorfendum mjög auðveld viður- eignar — enda ekki verra að sjá allar hendur. Aldrei þessu vant áttu menn þó erfítt með að fínra haldbær rök fyrir því að hjarta- drottningin væri í vestur frekar en austur. Sagnir samræmdust báðum möguleikum. Frá bæjardymm Sævars lá skiptingin nokkuð ljós fyrir, hann vissi að austur átti sex lauf, einn spaða og þijá tígla. Talning vesturs í tígli benti til að hann væri með fimmlit, svo að öllum líkindum vom hjörtun 3-3. Á endanum sættust menn á að hér væri um hreina hittings- stöðu að ræða og vom því ekki mjög dómharðir þegar Sævar tók hjartaásinn og lét gosann rúlla yfir til vesturs: einn niður. Tveim spilum siðar lenti Sæv- ar í svipaðri stöðu, þurfti að svína rétt fyrir gosa til að vinna þijú grönd. Þá fór hann rétta leið á meðan Daninn á hinu borð- inu tapaði spilinu. X-/esió af meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.