Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 1
169. tbl. 76. árg.
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skæruliðar herða
árásirnar á Kabúl
Islamabad. Reuter.
Afganskir skæruliðar skutu
170 eldflaugum á Kabúl i síðustu
viku og hafa ekki gert harðari
hríð að höfuðborginni í þau níu
ár, sem stríðið hefur geisað í
iandinu.
Haft er eftir vestrænum stjórnar-
erindrekum, að ein eldflauganna
hafi lent á franska sendiráðinu í
borginni án þess að valda mann-
skaða og önnur sprakk rétt við
bandaríska sendiráðið. A laugar-
deginum einum var 60 eldflaugum
skotið að borginni en sérfræðíngar
telja, að skæruliðar ætli ekki að
ráðast inn í borgina í bráð, heldur
séu þeir fyrst og fremst að sýna
hvers þeir séu megnugir.
Að undanförnu hafa skæruliðar
látið meira að sér kveða en venju-
lega á þessum árstíma og auk þess
hafa þeir samræmt aðgerðir sínar
í baráttunni við stjómarhermenn
og eldflaugaárásum á Kabúl. Þá
hafa þeir nú yfir að ráða eldflaug-
um, sem unnt er að skjóta að skot-
markinu úr 30 km Ijarlægð.
Ðollarinn sækir
enn í sig veðrið
London. Reuter.
GENGI dollarans hækkaði verulega í gær þegar skýrt var frá því, að
pantanir á ýmsum vörum öðrum en neysluvörum, t.d. heimilistækjum,
bifreiðum og flugvélum, hefðu aukist um 8,8% í júní. Gengi breska
pundsins er einnig hátt og er búist við, að svo verði áfram.
Pantanir á endingargóðum vörum,
sem svo eru kallaðar, hafa ekki auk-
ist jafn mikið síðan í desember árið
1985 og kom aukningin öllum á
óvart. Höfðu flestir spáð um 2%
hækkun en eftirspum eftir flugvélum
og öðrum samgöngutækjum var
miklu meiri en áður hafði verið talið.
Raunar er þessi hækkun ekki talin
gefa alveg rétta mynd af hagvextin-
um því að flugvélar eru dýrar og ef
þær eru pantaðar margar á sama
tíma hefur það veruleg áhrif á vísi-
töluna.
í gær fengust fyrir dollarann 1,86
vestur-þýsk mörk og 132,40 japönsk
jen og fyrir breska pundið fengust
3,1850 v-þýsk mörk. Telja sérfróðir
menn, að pundið verði áfram sterkt
enda hafi fjárfestendur óbilandi trú
á þvi á hvetju sem gangi.
„Þegar hagtölumar eru ekki nógu
góðar treysta því allir, að ríkisstjórn-
in hækki vexti og þar með gengi
pundsins, og þegar þær eru góðar
þarf ekki að sökum að spyrja," sagði
breskur hagfræðingur.
> Reuter
Útsöluæði
Sumarútsölurnar eru nú hafnar í Vestur-Þýskalandi í skóverslun í Hamborg en segja má, að þar hafí ‘
og er viða mikill handagangur i öskjunni þegar versl- verið barist um hvern einasta kassa enda afsláttur-
anir em opnaðar á morgnana. Þessi mynd var tekin inn um 50%.
Tólf málverkum
eftír Munch stolið
Ósló. Reuter.
TÓLF málverkum eftir norska
málarann Edvard Munch var
stolið í fyrrinótt á einkaheimili
í Ósló. Skýrði lögreglan þar í
borg frá þessu í gær.
„Þjófamir vissu hvað þeir vildu
því að þeir tóku aðeins málverk
eftir Muneh en létu verk annarra
norskra málara ósnert," sagði
Gunnar Halset, talsmaður lögregl-
unnar, en þýfið, ómerkt málverk,
teikningar, steinprentanir og tré-
skurðarmyndir, er metið á rúmlega
90 milljónir ísl. kr.
Munch, sem lést rúmlega áttræð-
ur að aldri árið 1944, hafði mikil
áhrif á evrópskan expressjónisma á
öndverðri öldinni með stefjum
sínum við dauðann, kynhneigðina
og andlega og líkamlega vanlíðan.
I febrúar sl. var einu af frægari
olíumálverkum Munchs, Blóðsug-
unni, stolið á safni í Ósló og hefur
ekki fundist aftur. Það var metið á
nærri 280 milljónir ísl. kr.
Osló:
Reuter
írönsku klerkarnir hafa hvatt alla vopnfæra menn til að halda til vígstöðvanna þótt vonast sé til, að
um vopnahlé semjist á næstunni. Þá hefur verið lagt sérstaklega að öllum félögum alþýðunefndanna
svokölluðu að leggja sitt af mörkum. Hér eru nokkrir menn úr „miðstjórninni" í Teheran að lialda í stríðið.
Persaf lóastrí ðið:
Viðræður þrátt fynr
grimmilega bardaga
Sameinuðu þjóðunum, Nikósíu. Reuter.
Utanríkisráðherra Irans átti í
gær „árangursríkar“ viðræður
við Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, um vopnahlé í Persaflóa-
stríðinu en á sama tíma geisuðu
grimmilegir bardagar innan
landamæra írans. Áttust þar við
skæruliðaher Mujahideen-e
Khalq-hreyfingarinnar írönsku
og iranskir stjórnarhermenn.
Ali Akbar Velayati, utanríkisráð-
herra írans, sagði eftir fyrstu
vopnahlésviðræður sínar við de
Cuellar, að þær hefðu verið „árang-
ursríkar og hreinskilnar" en í dag
ætlar de Cuellar að ræða við Tareq
Aziz, utanríkisráðherra íraks.
Fyrst í stað að minnsta kosti verð-
ur ekki efnt til beinna viðræðna
með fulltrúum styijaldarþjóðanna.
Kvaðst de Cuellar vona, 'að innan
viku yrði ljóst hvemig eiginlegum
friðarviðræðum yrði hagað.
Mjög harðir bardagar geisuðu í
gær 100 km innan landamæra ír-
ans milli íranskra skæruliða, sem
beijast gegn klerkastjórninni, og
íranska hersins. Kváðust skærulið-
ar hafa tekið tvo bæi og upprætt
herdeild íranskra byltingarvarða en
íranir héldu því fram, að þeir hefðu
endurheimt annan bæinn eftir
grimmileg átök. Segja þeir einnig,
að íraskir hermenn hafi barist með
skæruliðunum en þeir síðarnefndu
hafa haft bækistöðvar sínar í írak.
Irakar neita því og segjast vera
búnir að flytja allt sitt herlið frá
Íran en talið er, að skæruliðar vilji
með sókninni nú styrkja stöðu sína
áður en sest er að samningaborði.
Ekki hefur verið barist svona
langt inni í íran síðan í upphafi
Persaflóastríðsins og er óttast, að
átökin kunni að verða Þrándur í
Götu þeim viðræðum, sem nú eiga
sér stað um vopnahlé og frið.