Morgunblaðið - 27.07.1988, Page 53

Morgunblaðið - 27.07.1988, Page 53
53 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MBÖVKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Tekur þátl í ÓL fatlaðra í Kóreu Mótið gat ekki tekist betur Eg vil meina að sundmótið hér á Akranesi hafi tekist mjög vel og get ekki ímyndað mér að hægt sé að gera betur. Þetta er Skaga- mönnum til sóma,“ sagði Trausti Finnsson sem á tvö börn sem kepptu á mótinu fyrir hönd Ármanns. „Við hjónin störfum töluvert við sundið og fylgjumst vel með dætr- um okkar. Reyndar eigum við þriðju dótturina, Erlu, sem þjálfar hjá fé- laginu." Trausti sagði að þeir hjá Ármanni væru að beijast fyrir nýrri sundlaug í Árbæjarhverfí. „Þegar við sjáum slík mannvirki sem risið hafa hér á Akranesi þá er það okkur mikil hvatning.“ Trausti sagði síðan að starfíð hjá sunddeild Armanns hafí verið í lægð að undanfömu, en væri nú á upp- leið aftur og væntu þeir góðs árang- urs á næstunni.„ Við höfum virkt foreldrafélag og slíkt hefur mikið að segja." Trausti sagði að lokum að hann og fjölskyldan hefðu átt ánægjulega daga á Akranesi að þessu sinni. „Eg held við getum ekki ætlast til að það verði betra,“ sagði hann að lok- um. Geir Sveinsson frá Njarðvík setti fjögur íslandsmet á ald- ursflokkamótinu á Akranesi í sundi fatlaðra. Metin voru sett í 100 og 200 m bringusundi, 200 m fjórsundi og 100 m skriðsundi. Fyrir mótið átti Geir líka met í 50 m, 100 m og 200 m bringu- sundi. „Mótið hér á Akranesi hefur tek- ist mjög vel og er virkilega gaman að synda í þessari glæsilegu laug," sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef æft sund í eitt og hálft ár og stundað æfíng- ar í sundlauginni á Keflavíkur- flugvelli," sagði Geir sem er bú- settur í Keflavík. „Næsta verkefni mitt er sundmót í Hollandi sem er undirbúnings- mót fyrir ólympíuleika fatlaðra sem fara fram í Suður-Kóreu í næsta mánuði. Allur undirbúning- ur minn að undanfömu hefur miðað að þessari keppni. Það Gelr Svslnsson setti fjögur met. verða sendir 15 íþróttamenn til Suður-Kóreu, þar af tíu sundmenn og ég er orðinn spenntur fyrir þessari ferð,“ sagði Geir að lokum. Morgunblaöiö/Jón Gunnlaugsson Sundsvelt ÍA sem setti íslandsmet- ið. Fyrir aftan Ólafur Sigurðsson, Hallur Sigurðsson og fyrir framan Helgi Þórarinsson og Þórður Ár- mannsson. Skemmti- legir dagar ogfrábær árangur SVEIT Akraness í 4x50 m skrið- sundi sveina setti íslandsmet á aldursflokkamótinu. í sveit- inni eru Ólafur Sigurðsson, Hallur Sigurðsson, Helgi Þór- arinsson og Þórður Ármanns- son. Strákarnir sem allir eru 12 ára gamlir voru hinir hress- ustu meðárangurinn. Fyrir þetta mót var sveitin í þriðja sæti sé miðað við fyrri árangur og því er þessi sigur sæt- ari en ella, sögðu þeir. „Við viljum sérstaklega þakka Huga Harðar- syni þjálfara frammistöðu okkar. Undir hans stjórn höfum við allir náð stórstígum framförum. Við höfum æft mjög mikið í allan vetur og við settum okkur ákveðið tak- mark fyrir þetta mót.“ Að lokum sögðu þeir félagar að mótið hefði verið stórkostlega skemmtilegt og það er virkilega gaman að fá alla þessa keppendur hingað á Akranes. Eydís Konráðsdóttir: Gaman að synda í nýju lauginni „ÞETTA er í þriðja skipti sem ég tek þátt í aldursflokkamót- inu í sundi og á þessu móti er ofsalega gaman og alltfyrir okkur gert,“ sagði Eydís Konr- áðsdóttir 10 ára gömul sund- kona úr Njarðvík sem setti tvö íslandsmet á mótinu. Eydís setti metin í 50 m skrið- sundi og 50 m baksundi i hnátuflokki. „Ég byijaði að æfa 7 ára gömul," sagði Eydís, og ég er staðráðin í að halda áfram í sund- inu. „ Ég þakka þennan árangur minn góðum þjálfara, Þórunni Magnús- dóttur, og ég stefni að því að bæta hann á næstu mótum," sagði Eydís, og víst er að þessi efnilega sund- kona á framtíðina fyrir sér í sund- inu. Eydís Konráðsdóttir, UMFN. IÞROTTIR UNGLINGA / ALDURSFLOKKAMOTIÐ I SUNDI STULKURNAR úr Vestra á ísafirði létu ekki sitt eftir liggja á aldursflokkamótinu. Þær settu íslandsmet í 4x50 skrið- sundi meyja. Stúlkurnar sem heita Anna Lára Jónsdóttir, Linda Pálsdóttir, Dagbjört Tryggvadóttir og Halldóra Arn- arsdóttir voru að vonum ánægðar með metið og við spurðum þærfyrst hvort þær ,Áttum ekki von á sigrif< - sögðu stúlkurnar úr Vestra á ísafirði hefðu átt von á þessum góða árangri. Við áttum ekki von á sigri sögðu þær, en okkur hefur gengið mjög vel á þessu móti og er sigur- inn því sætari en ella." Þær stöllur sögðu að það væri búið að vera mjög gaman þessa þijá daga á Akranesi. „Við hjá Vestra komum hingað með 39 keppendur en hópurinn allur er um 50 manns." Aðspurðar um hvað framundan væri sögðu þær að næst tæki við keppni í þriðju deild sem að þessu sinni færi fram á Neskaup- stað og væri markmiðið hjá þeim að tryggja Vestra sæti í II. deild. Að lokum sögðu stúlkumar að þær æfðu sex daga vikunnar tvo tíma í senn og væru þær ýmist búnar að æfa sund í eitt til fjögur ár og voru allar ákveðnar að halda áfram í sundinu. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Hverfisgata 63-115 Skúlagata Laugavegur101-171 Sólheimar Hvassaleiti Gnoðarvogur Drekavogur Efstasund 60-98 Heiðargerði 2-124 Viðjugerði Álftamýri, raðhús Langholtsvegur 1-43 ARBÆR Rafstöð v/Elliðaár GRAFARVOGUR Fannafold Dverghamrar Logafold Morgunblaöiö/Jón Gunnlaugsson Svelt Vestra sem setti metið. Aftari röð. Anna Lára og Linda, og fyrir fram- an Dagbjört og Halldóra. Blaðberar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.