Morgunblaðið - 27.07.1988, Page 25

Morgunblaðið - 27.07.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 25 Búrma: Sein Lwin valinn eftirmaður Ne Wins Rangoon, Burma. Reuter. SEIN Lwin, undirhershöfðingi, var valinn eftirmaður Ne Wins, leið- toga Búrma, sem formaður sósíalistaflokksins í Búrma á fundi mið- stjórnar flokksins i gær. Ne Win sagði af sér á laugardag- inn eftir að hafa sagst vera óbeint ábyrgur fyrir götuóeirðum sem urðu 200 manns að bana. Miðstjórn- in leysti forsætisráðherrann, Maung Maung Kha frá embætti en hann er talinn bera ábyrgð á stúdentaó- eirðum í mars. Það hefur verið hlutverk Seins Lwins að bæla niður allar óeirðir frá því að herinn tók völdin í Burma árið 1962. Af þeim sökum er hann óvinsæll meðal alþýðu manna. Sósíalistaflokkurinn sem er eina stjórnmálahreyfingin í Burma, sam- þykkti umfangsmiklar tillögur til efnahagsúrbóta á flokksráðstefnu sinni á mánudaginn. Það fellur nú Lwin í skaut að reyna að bæta efna- hag landsins sem hefur látið mjög á sjá vegna lélegrar stjórnunar, spillingar og hafta undanfarin 26 ár. Nú á að opna landið fyrir er- lendri fjárfestingu, efla frumkvæði einstaklinga og auka frelsi í við- skiptalífínu. Hinn aldni leiðtogi Búrma, Ne Win, sem nú hefur sagt af sér formennsku í sósíaiistaflokkn- um. Nagorno-Karabak: Volsky tekinn við stjóminni ARKADY Volsky, sérlegur sendi- maður sovézku stjórnarinnar, kom i gær til héraðsins Nag- orno-Karabak í Azerbajdzhan, til þess að fylgja eftir ákvörðun forsætisnefndar Æðsta ráðsins um að binda endi á þjóðernisrós- turnar í héraðinu. Allt var með kyrrum kjörum þar í gær í kjöl- far mikilla verkfalla, sem lauk um helgina. Volsky er einn af áhrifamestu fulltrúum, sem sæti eiga í miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins. Að sögn Prövdu, málgagns flokksins, hefur honum verið falið að koma röð og reglu á starf flokks, héraðs- stjórna og fyrirtækja í sovétlýðveld- unum Armeníu og Azerbajdzhan. Blaðið sagði að honum hefðu verið fengin „viðeigandi völd“ og að yfir- völdum lýðveldanna hefði verið fyr- irskipað að aðstoða hann á alla lund. Að sögn brezka útvarpsins BBC hefur Volsky verið fengið allsherj- arvald yfir her og lögreglu Arm- eníu. Yfirvöld í Nagorno-Karabak kröfðust þess að héraðið yrði sam- einað Armeníu, en mikill meirihluti íbúa héraðsins eru Armenar. Olíumarkaðir: Olíuverð lækkar vegna fréttaleysis Lundúnum, Reuter. OLÍUVERÐ lækkaði frekar í gær vegna fréttaeklu frá gangi friðarviðræðna í Persaf- lóastríðinu og hvað OPEC, sam- tök olíuframleiðslu- og útflutn- ingsrikja, hyggjast gera vegna offramboðs á markaðnum. Þetta voru að minnsta kosti skýringar olíukaupmanna á skyndimarkaðnum í gær, þegar Æeuíers-fréttastofan spurði þá um skýringar á lækkandi olíu- verði. Norðursjávar Brent-blanda, sem er mest selda hráolíublandan, lækkaði um 40 Bandaríkjasent fatið og kostaði 15,40 Banda- ríkjadali seint í gærdag. Verð hækkaði um einn og hálfan dal í síðustu viku eftir að Iranir féllust á samþykkt Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé í Persaf- lóastríðinu, en talið er að olíukaup- menn hafi óttast að Bandaríkja- floti kynni að hverfa á braut við þessi tíðindi og þannig aukið á óvissu í flóanum. Ekki síður óttuðust menn þó að friðarhorfur á Persaflóa myndi auka samstöðu OPEC um aðgerðir til þess að draga úr offramboði á olíu og knýja verðið þannig upp á ný. Bíða kaupahéðnar á skyndi- mörkuðum því í ofvæni eftir frétt- um af gangi viðræðna og fréttum af mögulegum fundi verðlags- nefndar OPEC, sem heyrst hefur að halda eigi í Lausanne í Sviss hinn 3. ágúst. Subroto framkvæmdastjóri OPEC er væntanlegur til Samein- uðu furstadæmanna í dag til þess að ræða fyrirhugaða framleiðslu- aukningu þarlendra stjórnvalda, en verði af henni fara furstadæm- in fram úr leyfilegum kvóta OPEC. í Hagtíðindum Miðausturlanda, sem gefin eru út í Nikósíu, sagði að fundur verðlagsnefndar OPEC kynni að velta á fundarlyktum í Sameinuðu furstadæmunum. Þegar kannað er olíuverð á skyndimörkuðum, er yfirleitt mið- að við gengi þriggja markaða: WTI í Bandaríkjunum, Brent í Evrópu og Dubai í Persaflóa. Verðþróun í gær var sem hér seg- ir, en miðað er við Bandaríkiadali á fat: Markaðir 25. júlí 26. júlí Brent 15,80 15,40 WTI 16,35 15,90 Dubai 13,95 13,60 KÁTIft PILTAR>tlN$7ÆÐAR M A O U R 0 VIETNAM • AHA Z 0 ee o S o o o 0 • KÁTIR PILTAR • HALL & OATES GETURÞU HUGSAÐ ÞÉR VERSLUNAR- MANNAHELGINA ÁN TÓNLISTAR? KRINGLUNNI * BORGARTÚNI. UVUGAVEGI □ ELTON JOHN - REG STRIKES BACK □ STYLE COUNSIL - CONFESSIONS OF A POP GROUP □ MANNAKORN - BRÆÐRABANDALAGIÐ □ MOODY BLUES - SUR LA MER □ KEVIN ROWLAND - WANDERER □ JAMES BROWN - l'M REAL □ HOT HOUSE FLOWERS - PEOPLE □ LEONDARD COHEN - l’M YOUR MAN □ PATTI SMITH - DREAM OF LIFE □ BUSTER POINDEXTER-BUSTER POINDEXTER □ DEEP PURPLE - NOBODY'S PERFECT □ THE CHRISTIANS - THE CHRISTIANS □ CLIME FISHER - EVERLASTING □ ASWAD - DISTANT THUNDER □ THOMAS DOLBY - ALIENS ATE MY BUICK □ HALL & OATES - OH YEAH! □ FAIRGROUND ATTRACTION - FIRST OF A... □ TRACY CHAPMAN - TRACY □ ROBERT PALMER - HEAVY NOVA SÍÐAN SKEIN SÓL BLAUTAR VARIR/BANNAÐ CD Topp tólftomma með bestu rokksveit landsins. KÁTIR PILTAR EINSTÆÐAR MÆÐUR Strákar sem spila ósvikna stuðtónlist. LP KASSETTUR \ HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR - LAUGAVEGI 96 ■o > 71 PRINCE •HOTHOUSE •FAIRGROUND ATTRACTION OBRUCE HORNSBY CMORE DIRTY DANCING «TEH BEATLES 9G00D MORGNING VIETNAM #AHA jKÁTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.