Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 Alþj óðaskákmótið vlð Djúp; Helgi stórmeistari öruggur sigurvegari Skák Bragi Kristjánsson Alþjóðaskákmótinu við Djúp lauk sl. föstudag á ísafirði með öruggum sigri Helga Ólafssonar, stórmeistara. Hann fékk 9 vinn- inga í ellefu skákum, og var aldr- ei í taphættu. Annar varð enski stórmeistarinn, Glenn Flear, hlaut 8 vinninga. Englendingurinn var fyrir mótið talinn eini keppandinn, sem ógnað gæti sigri Helga. Flear tapaði snemma tveim skákum og missti þar með af möguleika á fyrsta sætinu. í 3. —4. sæti komu Svíinn Jan Johansson og Dan- merkurmeistarinn Lars Schand- orff, með 7*/2 vinning hvor. Þessi árangur nægir þeim til áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Johans- son kom á óvart með góðri og frumlegri tafimennsku, og Schandorff stóð vel fyrir sínu. Finnski stórmeistarinn, Yijö Rantanen, lenti í fímmta sæti með 7 vinninga. Hann teflir alltaf stíft til vinnings og lendir undantekn- ingaiaust í geysimiklu tímahraki. Þessir eiginleikar gera hann að vinsælum keppanda á skákmót- um. Finninn hefur aldrei náð að standa við þær vonir, sem við hann voru bundnar, þegar hann varð stórmeistari, enda teflir hann ekki nógu mikið til að bæta miklu við sig. Bandaríkjamaðurinn, dr. Orest Popovych, hlaut 6 vinninga. Hann barðist vel, en töp gegn Guðmundunum komu í veg fyrir hærra sæti. í síðustu sex sætin röðuðu sér Islendingar. Andri Áss sýndi á köflum góð tilþrif og Helgi eldri náði ótrúlegum árangri miðað við litla æfíngu. Guðmundamir, Hall- dórsson og Gíslason, eru orðnir allreyndir skákmenn, sem geta mun betur en þeir nú sýndu. Hall- dórsson virtist óöruggur og tefldi ekki nógu virkt, en Gíslason tefldi ójafnt. Ægir Páll og Magnús Pálmi tefldu nú í sterkara móti en þeir hafa gert áður og róðurinn var því erfíður. Þeir eru báðir efni- legir skákmenn, sem í framtíðinni eiga eftir að nýta sér þá dýrmætu reynslu, sem þeir öðluðust á ísafírði. Mótið fór hið besta fram og Vestfírðingum og Tímaritinu Skák til mikils sóma. Við skulum að lokum sjá tvær skákir frá mótinu. Fyrst sjáum við fagmannlegt handbragð sigur- vegarans í skák við Guðmund Halldórsson, og síðan frumlega taflmennsku Johanssons í skák við Schandorff. 2. umferð: Hvítt: Helgi Ólafsson, stórm. Svart: Guðmundur Halldórs- son Hollenskur grjótgarður 1. c4 - e6, 2. Rf3 - d5, 3. d4 — c6, 4. e3 — f5. Guðmundur velur gijótgarðs- uppbygginguna, sem mjög hefur verið í tísku að undanfömu, m.a. hafa stórmeistararnir Jusupow og Short mikið teflt hana. Eftir 4. Rf6 hefði komið upp drottningarbragð eða slavneskar stöður. 5. Be2. Venjulega er biskupnum leikið til d3, td. 5. Bd3 - Rf6, 6. 0-0 - Bd6, 7. b3 - Dc7, 8. a4 - 0-0, 9. Ba3 — Bxa3, 10. Rxa3 — Bd7, 11. c5 - Be8, 12. Re5 - Rbd7, 13. f4 - Rxe5, 14. fxe5 - Rg5, 15. Dd2 - g5, 16. b4 með betra tafli fyrir hvít. 5. - Rf6 6. 0-0 - Bd6, 7. b3 - De7, 8. Bb2 - Rbd7, 9. Re5 - 0-0, 10. Rd2 - Re4, 11. Rdf3 - Rxe5, 12. Rxe5 - Bd7, 13. f3 - Rg5, 14. Dc2 - Be8, 15. Rd3 - Dc7, 16. g3 - h6. Ekki gengur 16. Bxg3, 17. f4 og hvítur vinnur mann fýrir tvö peð. 17. Kg2 - Rh7, 18. a4 - De7, 19. Dcl - Rf6, 20. Ba3 - Rd7, 21. Bxd6 Dxa3. 23. Hxa3 - Dxd6, 22. Da3 — Bf7. Hvítur hefur náð mun betri stöðu, þótt lið sé enn jafnt. Hann hefur meira rými og góð tök á svörtu reitunum og betri biskup. Svartur hefur tapað tíma á ómarkvissri taflmennsku (R-h7- f6) og ekki tekist að hindra upp- skipti á biskupum á a3. Hann hefíir minna rými, mikla veikleika á svörtu reitunum og biskup hans er fangi eigin peða. 24. c5 - Hfe8, 25. f4 - a6, 26. b4 - Kf8, 27. Hfal - Ke7, 28. b5 - a5, 29. Hbl - Hec8, 30. Hab3 - Kd8, 31. Kf2! Afleiðing lítils athafnarýmis svarts kemur nú í ljós. Hvítur hefur bundið flesta menn and- stæðingsins við að veija drottn- ingarvænginn og snýr sér nú að kóngsvængnum. 31. Be8, 32. g4 - Bg6, 33. h3 Helgi Ólafsson - Hc7, 34. Hgl - fxg4, 35. b6 — Hcc8, 36. Hxg4 — Bxd3, 37. Bxd3 og í þessari töpuðu stöðu féll svartur á tíma. Peðið á g7 er dauðans matur og svartur er vam- arlaus. 5. umferð: Hvítt: Jan Johansson (Svíþjóð) Svart: Lars Schandorff (Danmörku) Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - d5, 3. Bg5 - Re4, 4. Bh4 - c5, 5. e3 - Db6, 6. Rc3!? Óvæntur leikur. í skák A. Zaitsev—Antosjin, 1971, varð framhaldið: 6. Dcl — Rc6, 7. Be2 — Bg4, 8. dxc5 — Dxc5, 9. 0-0 - g5, 10. Bg3 - h5, 11. c4 - h4, 12. cxd5 — Dxcl+, 13. Hxcl — hxg3, 14. dxc6 — gxf2+, 15. Kfl - Rg3+, 16. Kxf2 - Rxe2, 17. cxb7 - Hb8, 18. Hc2! - Hxb7, 19. Hxe2, jafntefli. 6. Rxc3 Daninn leggur ekki í að drepa „eitraða peðið" á b2, því hann óttast undirbúning Svíans. Ekki verður annað séð, en óhætt sé að taka peðið: 6. — Dxb2, 7. Bb5+ Alþjóðamótið við Djúp 1988 Elostig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 vinn. 1. Helgi Ólafsson, SM 2525 X 1/2 ll2 1 1/2 1/2 1 1 1 1 1 1 9 2. G. Flear, (England) SM 2470 V2 X í 1 0 0 1 1 1 1 1/2 1 8 3. J. Johansson, (Svþ) FM 2350 1/2 0 X 1 l/2 V2 1 V2 1 1 1/2 1 71/2 4. L. Schandorff, (DM) FM 2415 0 0 0 X 1/2 í 1 í 1 1 1 1 71/2 5. Y. Rantanen, (Finl) SM 2370 1/2 1 l/2 V2 X í 0 í l/2 0 1 1 7 6. O. Popovych, (Bandar.) FM 2295 1/2 1 V2 0 0 X 1 í 0 0 1 1 6 7. Andri Áss Grétarsson, 2325 0 0 0 0 1 0 X 1/2 1/2 1 1 1 5 8. Helgi Ólafsson, Hólmavík 2210 0 0 1/2 0 0 0 1/2 X 1 1 V2 1 41/2 9. Guðmundur Halldórsson 2270 0 0 0 0 V2 1 V2 0 X 1 i 0 4 10. Guðmundur Gíslason 2290 0 0 0 0 í 1 0 0 0 X 1/2 1 31/2 11. Ægir Páll Friðbertsson 2200 0 1/2 1/2 0 0 0 0 l/2 0 V2 X V2 21/2 12. Magnús Pálmi Ömólfsson 2200 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 V2 X IV2 (7. Rxd5 Rc3!) - Bd7 (7. - Rc6, 8. Rxd5), 8. Bxd7+ - Rxd7, 9. Rxd5 — Rc3, 10. Rxc3 — Dxc3+, 11. Ke2 og svartur hefur a. m. k. jafnt tafl. 7. bxc3 - Db2, 8. Kd2!? Johansson leikur óhræddur kóngi sínum fram á borðið þegar í byijun. 8. cxd4, 9. exd4 — Rc6, 10. Hbl - Da3, 11. Bb5 - g6, 12. De2 -Bg7 Betra var að flýta sér að hrók- era: 12. Bh6+, 13. Bg5 — Bxg5+, 14. Rxg5 — 0-0 og ótrygg staða hvíta kóngsins gerir honum erfítt fyrir. 13. De3 - Dd6,14. Hhel - e6 Svartur teflir óvirkt. Reynandi var 14. — Be6, 15. Rg5 — Bh6 o. s. frv. 15. Bg3 - Dd8, 16. Re5 - Bd7, 17. Bxc6! - bxc6 Eða 17. - Bxc6, 18. Rxf7! - Kxf7,19. Dxe6+ - Kf8, 20. Bd6+ og vinnur. Svartur er skyndilega kominn í vandræði, sem engin góð leið er út úr. 18. Hb7 - Bxe5 111 nauðsyn, því 18. Bc8 gengur ekki vegna 19. Rxf7 o. s. frv. 19. Bxe5 - f6 Ekki gengur 19. 0-0, 20. Hxd7! — Dxd7, 21. Bf6 ásamt 22. Dh6 og mátar. 20. Bd6 - Dc8 Svartur er algjörlega hjálpar- vana, því hvítur hótar 21. Dxe6+ — Bxe6, 22. Hxe6n----De7, 23. Hexe7+ og vinnur létt, og 20. Kf7 kemur ekki í veg fyrir 21. Dxe6+ og vinnur. 21. Hc7 - Dxc7 í skýringum við næsta leik á undan má sjá afleiðingar 21. Dd8, 22. Dxe6+ og 21. Db8, 22. Hxd7 gefur ekki meiri vonir um björg- un. 22. Bxc7 - 0-0 Loksins getur svartur hrókerað! 23. Dg3 - Hf7, 24. Hbl - He8, 25. Dd6 — e5, 26. Hb8 og svart- ur gafst upp, því liðsmunurinn segir fljótt til sín. Morð af yfirlögðu ráði Kvikmyndgr Amaldur Indriðason Morð að yfirlögðu ráði („Murder One“). Sýnd í Stjömubíói. Bandarísk. Leikstjóri: Graeme Campbell. Helstu hlutverk: Henry Thomas, James Wilder, Stephen Shellen og Errol Sue. Morð að yfírlögðu ráði („Murder One“), sem sýnd er í Stjömubíói, er óhugnanleg morðsaga, ljót og grimm. Ógeð eru fyrstu og næstum einu viðbrögðin sem hún vekur í óþægilega nákvæmri og nærgöng- ulli lýsingu sinni á geðveikislegu drápsferðalagi þriggja glæpamanna og 15 ára sakleysings um sveitir Suðurríkjanna árið 1973. Morð að yfirlögðu ráði byggir á sannri sögu og gefur samúðarfulla mynd af sakleysingjanum, sem dregst í för með glæpamönnunum og verður vitni að ódæðum þeirra, en er mis- kunnarlaus þegar kemur að því að útmála geðsýki og hrottaskap ill- virkjanna. Hollywood kvikmyndar reglulega sannar sögur bandarískra glæpa- annála, af nógu er að taka, og ferst það misvel úr hendi. „At Close Range" er nýlegt dæmi um áhrifa- mikla mynd af slíku tagi og Morð að yfirlögðu ráði, sem er síðri, á nokkuð sameiginlegt með henni þótt ólíkar séu. Báðar gerast á meðal sveitafólks og segja frá fjöl- skyldutengslum og hvemig yngri strákur lítur upp til þeirra eldri í fjölskyldunni jafnvel þótt þeir séu, og kannski af því þeir eru, verstu glæpamenn. Báðar lýsa þær í ónotalegustu smáatriðum sjúkum hugum og gerðum kaldrifjaðra morðingja. En það sem „Range" hefur framyfír fyrst og fremst er þunglyndíslegur metóðuleikurinn og stflfærð, skáldleg leikstjóm. Hér er ekkert skáldlegt á ferð- inni. Morð að yfírlögðu ráði virkar hins vegar stundum eins og ná- kvæm heimildarmynd þar sem ekk- ert er skilið eftir fyrir ímyndunar- aflið og raunsæið er yfírþyrmandi. Tveir bræður flýja úr fangelsi við þriðja mann og halda heim þar sem yngsti bróðirinn, og sá sem aldrei hefíir átt í útistöðum við lögin, slæst í för með bræðrum sínum frekar í ráðaleysi en af áhuga. Hann lítur upp til bræðra sinna og þeir eru eftir allt fjölskylda hans, þótt gall- aðir séu. Þeir halda út á þjóðveginn og áður en ferð þeirra lýkur liggur sex manna fjölskylda í valnum. Leikstjórinn, Graeme Campbell, gefur ekkert eftir þegar hann ein- beitir sér að því á sinn grófgerða, sóðalega hátt að útmála samvisku- lausa morðsýkina f smáatriðum. Henry Thomas, sem leikur strákl- inginn og sögumann myndarinnar, hefur vaxið úr grasi frá því hann vingaðist við E.T. utn árið. Hér er hann kominn ljósár frá hinum ævin- týralega spielberg-heimi fljúgandi ftirðuhluta. Hann gefur sannfær- Henry Thomas í hlutverki Billys. andi en líflausa mynd af sakleysis- lega unglingnum á glapstigum, lot- inn í herðum, svifaseinn og viljalaus berst hann með glæpamönnunum þar tíl yfír lýkur. Nesjavallavirkjun: Landssmiðj- an setur upp pípulagnir LANDSSMIÐJAN gerði tæpra 25 milljóna króna tilboð í upp- setningu pípulagna í gufuveitu Nesjavallavirkjunar. Borgarráð hefur ákveðið að taka tilboðinu. Ekki bárust önnur tilboð í verkið og var tilboð Landssmiðjunnar 19% yfír kostnaðaráætlun. Að sögn Sig- urðar Daníelssonar, framkvæmda- stjóra Landssmiðjunnar, stafar munur kostnaðaráætlunar og til- boðs af mismunandi mati á aðstæð- um til vinnu verksins í vetur. Fyrir- tækið telji þær erfiðari en sá sem gerði kostnaðaráætlunina. Segir Sigurður að hafist verði handa hið fyrsta og gert ráð fyrir að verkinu ljúki í júlí 1989.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.