Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 9 INDIAN TonícWater COWTAJNSQUININE 'a*WEPI>ESSINCEI»5 AIIT TII MÚRFESTINGAR RR BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti. Slmi 671440 Eldhús- innréttingar - verðlækkun Við rýmum fyrir nýjum innréttingum. Vegna breytinga á sýningarsal okkar, seljast uppsett sýnishorn með 30-40% afslætti. Til afgreiðslu strax. Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur Sími 44011. Pósthólf 167. ^ Jjðttk S Gódan daginn! CO Einkavæðing Sala á hlutabréfum Reylgavíkurborgar í Granda hf. er viðræðu- efni Alþýðublaðsins við Bjarna P. Magnússon, borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins, í gær, en hann studdi þessa sölu einn vinstri manna í borgar- stjóm. Borgarfulltrúinn segir orðrétt í viðtalinu: „í gegn um tíðina hef- ur Alþýðuflokkurinn ver- ið tilbúinn til að standa að því að byggja upp fyr- irtæki þegar nauðsyn hefur krafið. Jafnframt hefur flokkurinn verið tilbúinn að selja þessi fyrirtæki til einstakUnga og.félaga þeirra, þegar um fulla atvinnu er að rseða og einstaklingamir geta auðveldlega séð um reksturinn. í þessu tilfelli er um góða rekstraraðila að ræða og ég á von á því að bréfin verði eign fleiri aðila þegar fram líða stundir . . Varleynd yfir sölu bréfanna? Alþýðublaðið spyr, hvort leynd hafi verið yfir sölu bréfanna. Borg- arfulltrúi Alþýðuflokks- ins svarar: „Það hefur lengi verið vitað að hlutafélagið Grandi væri til sölu. Það hefur verið yfirlýst stefna Sjálfstæðisflokks- ins og hver og einn hefur getað spurzt fyrir um það. Þó ég viti ekki um það kæmi mér ekki á óvart þótt fleiri aðilar hefði íhugað kaup. Auð- vitað má segja, að það hefði mátt reyna að selja þessi bréf á fijálsum markaði. En ef maður skoðar hvað fengizt hef- ur með þeim hætti, þá er þetta verð miklu hærra. Ég hefði því verið ánægðari ef slíkt fyrir- komulag hefði veríð við- haft og gengið upp, en ég held að það hefði ekki gerst." Ö®MáDDg£P Grandi og auglýsing SUF Staksteinar staldra í dag við tvennt. Annarsvegar viðtal Al- þýðublaðsins við Bjarna P. Magnússon, borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins, um sölu á eignarhluta Reykjavíkurborgar í Granda hf. Hinsvegar við skopskrif sama blaðs um auglýsingatækni Sam- bands ungra framsóknarmanna og Tímans. Borgarfulltrúinn segir í viðtalinu: „Þrátt fyrir söluna verða tækin áfram til stað- ar, fiskur verður dreginn úr sjónum og fólk mun hafa þarna atvinnu og borgin mun hafa tekjur af fyrirtækinu. Við fáum hins- vegar 500 milljónir í staðinn, verðtryggðar . . .“. Kaupendur yfirtaka jafnframt 1.600 m.kr. skuldir sem fyrirtækinu heyra til. Lokaorð borgarfull- trúans í viðtalinu eru þessi: „Ef við getum tryggt að við fáum þá þjónustu sem við viljum fyrir bömin og borgarana, þá hefi ég ekkert á móti þvi að þjónustan sé einka- vædd. Það hefur hins- vegar verið skoðun okk- ar Alþýðuflokksmanna, að á meðan einstakling- amir treysta sér ekki til að standa undir lág- markskröfum i þessum efnum verði málin i verkahring borgarinn- ar.“ Komma Tímansog SUF Alþýðublaðið birtir eftirfarandi klausu undir yfirskriftinni: Sein- heppnir ungir framsókn- armenn. „Undanfama daga hafa lesendur Timans barið auglýsingu augum frá Sambandi ungra framsóknarmanna. í augiýsingunni er dag- skrá þings SUF og 50 ára afmælisþings sambands- ins kynnt, en húllumhæ ungra frammara verður á Laugarvatni um næstu helgi.-' Það sem hefur hins- vegar vafist fyrir lesend- um er yfirskrift þings SUF sem trónir með feit- um stöfum yfir auglýs- ingunni. Þar stendur: VELTUM, BORÐUM VÍXLARANA . Þetta er sem sé nyög byltingar- kennd yfirskrift við fyrstu sýn. VELTUM þýðir væntanlega bylt- um, umbreytum, gerum uppreisn. BORÐIÍM VIXLARANA þýðir þá sennilega „leggjum okk- ur okurlánara til munns" eða „upprætum okrar- ana“. Að vísu dálítið und- arlega til orða tekið, en hvað gera ekki frammar- ar? Þeir láta nú allt upp úr sér og éta ofan í sig aftur, þannig að ekld ætd að vera erfitt fyrir framsóknarmenn að gleypa nokkra okur- karla. En bibliufróður maður sem átti leið framlijá rit- stjóm okkar í gær benti okkur á, að sennilega hefðu Timamenn missldl- ið yfirskrift SUF og mis- ritað yfirskriftina. Og enginn hefur uppgötvað vitleysuna og dellan stað- ið í auglýsingunni dag eftir dag. Þama hefði náttúrlega átt að standa, orðrétt úr guðspjallinu; þegar Kristur hreinsaði út úr mustermu: VELTUM BORÐUM VÍXLARANNA! Prentvillupúkinn á eft- ir að hlæja lengi eftir að hafa gert Tímanum þennan grikk.“ Svo mælti Alþýðublað- ið. Bankabréf Landsbankans eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld þar. Bankabréf eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og árs- ávöxtun er nú 9,25% umfram verðtryggingu. Endursölutrygging bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Endursöluþóknun er aðeins 0,4%. Bankabréf Landsbankans eru eingreiðslu- bréf, til allt að fimm ára, og eru seld í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum. Gjaldfallin bankabréf bera almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskipt- um, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.