Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 S/MANUMEfí m 606600 Æá VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. * Olafsfjarðarmúli líklega fær í dag Úrkomulaust var á Ólafsfirði í gær og sáu bæjarbúar til sólar eftir langa vætutíð. Almannavarnanefnd aflýsti hættuástandi og leyfði alla almenna umferð. Vegagerðarmenn hófu i gær.að ryðja Múlann og lagfæra veginn þar sem hann er verst farinn. Að sögn Bjarna Harðarsonar staðarverkfræðings verður því verki jafnvel lokið í dag. Þá hafa starfsmenn Krafttaks sf. einnig hafist handa við að hreinsa athafnasvæði fyrirtækisins, sem vinnur að gerð jarðganga í Múlanum. Verður því verki væntanlega haldið áfram, en hugmyndir eru nú uppi um að lengja steypta vegskála við gangamunnann. Komið hefur í ljós að skemmdir á svæði Kraft- taks eru mun minni en talið var í fyrstu, að sögn Bjarna Grímssonar bæjarstjóra. Bæjarráð skipaði í gær þriggja manna nefnd til að stjórna sjálfboðaliðastarfi. Fjöldi bæjarbúa hefur tekið þátt í því og á sunnudag mun hópur frá KA á Akureyri að líkindum aðstoða við hreinsun. Um 60 tilkynningar um skemmd- ir höfðu borist Brunabótafélaginu í gær. Á ríkisstjómarfundi í gær var ástand mála á Ólafsfirði rætt og Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra gerði grein fyrir för sinni til bæjarins á miðviku- dag. Á fundinum kom fram að staða Viðlagatryggingar er góð, á hún 1 milljarð í sjóði. Drög að fjárlögum næsta árs kynnt í ríkisstjórn: Um 3,6 milljarða skortir upp á hallalaus fjárlög Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja ekki aukna skatta Manni bjarg- að af brenn- andi smábáti ELDUR kom upp í bátnum Jóni Pétri II skömmu fyrir klukkan 23 gærkvöldi, þar sem hann var ^staddur á Búðagrunni. Einn mað- ur var um borð og komst hann i björgunarbát. Honum var bjargað um borð í Jóa á Nesi skömmu síðar. Maðurinn meiddist ekki og hélt Jói á Nesi með hann til lands. Um klukkan 22.40 í gærkvöldi var Tilkynningaskyldunni gert viðvart um að neyðarblys hefði sést yfir Faxaflóa. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar var send á staðinn en áður en hún kom á vettvang hafði báturinn Jói á Nesi frá Ólafsvík fundið björgunar- bát með einum manni á Flóanum. Báturinn sem fórst var Jón Pétur II ST 21, sem gerður var út frá Hafnar- fírði. Tilkynningar um neyðarblys bár- tTust fyrst frá Barðastöðum á Snæ- fellsnesi og Engey, en síðar tilkynntu Askja og Þórsnes einnig um blys og var því auðvelt að staðsetja það. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um klukkan 23.45 en áður en hún kom á slysstað barst tilkynn- ing frá Jóa á Nesi um að björgunar- bátur með einum manni hefði fund- ist og væri maðurinn heill á húfí. Jón Pétur II var álbátur, smíðaður í Njarðvík á síðasta ári og gerður út frá Hafnarfírði. Foxtrot: Ellefu þús- und áhorf- endur á viku UM 11.000 manns hafa séð kvik- myndina Foxtrot á sex fyrstu sýningardögunum. Jón Tryggva- son, leikstjóri myndarinnar, telur að þetta kunni að vera metað- sókn í byrjun sýninga á íslenskri „^kvikmynd, en Foxtrot hefur ver- ið sýnd í tveimur sölum í Reykjavík, í Bíóborginni og Bíó- höllinni. Myndin hefur nú verið tekin úr Bíóhöllinni, en verður tekin til sýn- inga á Akureyri og í Keflavík um helgina. Jón Tryggvason sagði að það þyrfti 30-40.000 áhorfendur hér á landi til að myndin stæði undir sér og kvaðst hann vongóður um að það takmark næðist. Metið í heildaraðsókn mun kvikmyndin „Með allt á hreinu" eiga, en alls munu ^m 110.000 manns hafa séð hana. DRÖG að fjárlögum fyrir næsta ár voru kynnt á ríkisstjómar- fundi i gærmorgun og síðdegis héldu þingflokkar ríkisstjórnar- i innar fundi um þessi drög. Sam- kvæmt heimildum Morgun- | blaðsins vantar 3,6 milljarða króna til að fjárlög næsta árs standi á núlli. Á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins kom fram að ekki kæmi til greina að fylla þetta gat með auknum sköttum á almenning eins og efnahags- málum væri háttað í dag. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra segir að drög þau sem kynnt voru á ríkisstjómarfundinum séu trúnaðarmál og því geti hann ekki rætt um einstaka liði þeirra að svo stöddu. Halldór Blöndal formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í fjarveru Ólafs G. Einarssonar, segir að enn sem komið er sé að- eins um tölur að ræða, en ekki vitað hvað liggi á bakvið þær og ekki sé enn komið fram hjá fjár- málaráðherra hvernig hann hygg- ist útfæra þær niðurskurðar- hugmyndir sem á lofti eru. Nú er verið að kanna hvernig ná eigi þeim 3,6 milljörðum króna sem vantar upp á að §árlög næsta árs verði hallalaus. Umræðan snýst um niðurskurð á ríkisút- gjöldum en ekki aukna skatta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ein hugmynd um niður- skurð sú að fækka opinberum starfsmönnum, eða draga úr yfir- vinnu þeirra, sem nemur allt að milljarði króna. Raunar var það ein af hugmyndum ráðgjafar- nefndarinnar svokölluðu að skera niður 1.000 störf hjá hinu opin- bera. Rætt hefur verið um að ein- stök ráðuneyti skeri niður laun sinna starfsmanna um 5% og hafi sjálfdæmi um að gera það annað- hvort með því að draga úr vinnu eða fækka starfsfólki. Halldór Blöndal segir að miðað við núverandi ástand efnahags- mála, bráðabirgðalög þau sem sett voru og verðstöðvun þann 27. ágúst leggi sjálfstæðismenn höf- uðáherslu á að fjárlög næsta árs verði afgreidd hallalaus án þess að þyngja skatta. Um þetta hafi verið einhugur á þingflokksfundin- um. Flugleiðirleigja Boeing 707 vél til ferskfiskútflutnings Vikulega verða flutt 170 tonn vestur til Bandaríkjanna | FLUGLEIÐIR hafa tekið á leigu Boeing 707-vél til flutn- inga á ísuðum ferskfiski til | Bandaríkjanna, Belgíu og | Kanada. Fyrirhugað er að hefja flutningana um næstu mánaða- ' mót. Um helmingur fiskútflutn- ingsins er lax en samningar standa yfir við tíu til fimmtán útflutningsfyrirtæki. Flogið verður með 170 tonn á viku til Bandaríkjanna og gert ráð fyr- ir að Flugleiðir flytji alls um 2.000 tonn af ferskum fiski í ár miðað við 1.500 tonn í fyrra. Áfangastaðir í fluginu verða borgimar Toronto, Boston og Brussel. Mest verður flutt út af físki og heim aftur af grænmeti en eitthvað verður einnig af lausu rými í vélunum. Flugleiðir sömdu við kanadíska fyrirtækið „Charter Master" um leigu á Boeing 707-flugvél til flutninganna. Þannig þrefaldast vöruflutningageta félagsins á Norður-Ameríkuleið miðað við vetraráætlun. Gert er ráð fyrir að bæta þurfí annarri vél á þá leið þegar flutningamir verða sem mestir í vetur. Fyrirhugað er að önnur af Boeing 727-vélum Flug- leiða verði eingöngu notuð til vöruflutninga næsta vetur, en í vor verða nýjar 727-400-flugvélar teknar í notkun við farþegaflug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.